Tíminn - 27.11.1990, Page 4

Tíminn - 27.11.1990, Page 4
4 Tíminn Þriðjudagur 27. nóvember 1990 : ÚTLÖND . Forsetakosningamar í Póllandi: Lech Walesa nær ekki meirihluta Allt lítur út fyrir öruggan sigur Lech Walesa í fyrri umferð forseta- kosninganna í Póllandi, þó hann nái ekki meirihluta eins og sumir höfðu búist við. Þegar búið var að telja í 40 af 49 héruðum Póllands hafði Walesa 40,45% atkvæða, Stanislaw Tyminski 23,05% og Tá- deusz Mazowiecki 16,46%. Viðskiptajöfurinn Tyminski er nokkuð öruggur í öðru sæti og kemur það á óvart þar sem síðustu skoðana- kannanir höfðu sýnt að forsætisráðherrann Tadeusz Mazowiecki, sem endar að öllura lfldndum í þriðja sæti, hafði umtalsvert forskot á Týminski. Það komast tveir áfram í seinni umferð kosninganna sem fram fer þann 9. desember, þar sem Walesa fær ekki meirihluta. Milljónamæringurinn TVminski, sem var algjörlega óþekktur í Pól- landi fyrir um mánuði síðan, hélt ró sinni þrátt fyrir mjög óvæntan ár- angur í kosningunum. Hann sagðist hafa búist við góðum árangri. Tym- inski var ákveðinn að halda harðri baráttu áfram, þótt flestir hallist á að Walesa vinni auðveldan sigur, og skoraði á Walesa að mæta sér í sjón- varpsviðræðum áður en seinni um- ferð kosninganna færi fram. Mazowiecki forsætisráðherra taldi að óvinsælar en nauðsynlegar að- gerðir ríkisstjórnarinnar vegna þeirrar kreppu sem pólskt þjóðfélag er í hefðu valdið þessum úrslitum. Hann sagði ennfremur: „Ég er ekki móðgaður út í pólsku þjóðina. Ég hef trú á að pólska þjóðin eigi eftir að dafna vel, ef ekki nú þá í framtíð- inni.“ Mazowiecki hefur ákveðið að segja af sér, en hann hafði áður lýst því yfir að ef hann næði ekki kjöri sem forseti hlyti hann að segja af sér. Walesa sleppti öllum yfirlýsingum eftir að fyrstu úrslit lágu fýrir. Að sögn kosningastjóra Walesa, vildi hann hafa varann á þangað til fullvíst yrði hver andstæðingur hans yrði. Eftir fýrrí umferð kosninganna virðist fátt geta komið í veg fyrir að Lech Walesa verði forseti Póllands. Hermenn huga að vopnum sínum. Bandaríkin vilja geta beitt hervaldi Níkósía — Bandarikjamenn hafa farið fram á það við með- limi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að þeir styðji tillögu þeirra um að Irökum veröi sett- ir úrslitakostir um að vera búnir að hypja sig frá Kúvæt fyrir 1. janúar. Moskva — Utanríkisráðneyti Sovétríkjanna hefur sakað Ir- aka um að hindra sovéska borgara í því að yfirgefa (rak og hótar haröari afstöðu gagnvart stjómvöldum í Bagdad. myndu vinna skjótan sigur á (rökum í hernaðarátökum. Varsjá — „Ameríkufrændinn" Stanislaw Tyminski varð í öðru sæti i fyrri umferð pólsku for- setakosninganna. Hann kveðst viss um að geta sigrað Lech Waiesa i annarri umferð kosn- inganna. Moskva — Kaupæði greip íbua Moskvu fyrir helgina og voru hiHur matvöruverslana hreinsaðar. Kaupæðið hófst þegar fréttist að níu héruð hefðu ákveðið að hætta aö fiytja mjólk til höfuðborgarinn- ar. Nýja-Delhí — Yfirvöld í Punj- ab-héraði settu útgöngubann til óákveðins tíma í bænum Jul- lundur. Þetta var gert eftir að að- skilnaðarsinnar af trúflokki Shita höfðu drepið 15 Híndúa. Tokyo —■ Japanir hafa leyft út- flutning á lyfjum og hjálpargögn- um til íraks að verömæti tæp- lega tveimur millj. Bandarfkja- dala. Þetta er gert af mannúðar- ástæðum, að sögn talsmanns japanska utanríkisráðuneytisins. Jóhannesarborg — Að minnsta kosti 22 féliu í átökum stríðandi fylkinga svartra í Suð- ur-Afríku um helgina. Ríjad — Ólfklegt þykir að Irök- um takist að kveðja 250 þús- und manns til viðbótar i her sinn í Kúvæt. Breskir herfor- ingjar segja að enda þótt frök- um tækist þetta, þá breytti þaö í engu, þvi aö Vesturveldin Amman — Talsmenn Jihad- múslima, öfgahóps múham- eðstrúarmanna, hafa boðað nýjar árásir á Israelsmenn, en þeir drápu fjóra (sraelsmenn um helglna. Bonn — Helmut Kohl viröist ör- uggur um að sigra á sannfær- andi hátt í kosningunum sem fram fara nk. sunnudag. Kosn- ingamar fara fram í sameinuðu Þýskalandi og eru þær fyrstu síðan árið 1932. Bandarjkin vilja setja írökum úrslitakosti New York Times og Times í London skýrðu frá því gær að Bandaríkin vilji fá Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna til setja írökum úrslitakosti. Annaðhvort fari írakar frá Kúvæt fyrir 1. janúar án allra skilyrða eða geti átt þess kost að sæta hervaldi. Fram kemur í blöðunum að líklegt sé að Bandaríkjamenn fái þetta samþykkt. Ekki hefur fengist stað- fest annarsstaðar að Bandaríkin hugsi sér einhver tímamörk. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti opinber- lega á sunnudaginn að hann hefði boðið fulltrúum 15 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á fund á þriðjudaginn til að ræða lausn Persaflóadeilunnar. „Við erum að tala um að fá stjórnmálalegt sam- þykki til að beita hervaldi ef tilraun- ir til að leysa deiluna eftir friðsam- legum leiðum misheppnast," sagði Baker. í viðtali við Reuter gaf hann ekkert í skyn um einhver tímamörk á friðsamlegar leiðir. Baker hefur eytt síðastliðnum 10 dögum í viðræður við 12 ráðherra aðildarríkja Öryggisráðsins. New York Times hafði orðrétt eftir embættismönnum að svo gæti farið að Öryggisráðið setti tímamörk í seinni hluta janúar til að gefa meiri tíma til að komast að friðsamlegri lausn, en þeir bættu réttilega við að herirnir hefðu að sama skapi meiri tíma til uppbyggingu fyrir mögulegt stríð. Bandaríkin vinna nú að því að byggja upp sóknarmátt við Persaflóa með því að tvöfalda fjölda banda- rískra hermanna, þ.e. fjölga þeim í 400 þúsund. Talið er að þeir Ijúki því verki um miðjan janúar. FÆREYINGAR FÁ BISKUP Færeyingar endurvöktu biskups- dæmi sitt á sunnudaginn þegar Hans Jakob Joensen var vígður biskup í dómkirkjunni í Þórshöfn. Seinast var biskup í Færeyjum fyr- ir 433 árum, en Færeyingar hafa verið hluti af biskupsdæminu í Kaupmannahöfn síðan 1963. Við athöfnina voru meðal annarra Margrét Danadrottning og kirkj- málaráðherrann Torben Rechen- dorff.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.