Tíminn - 27.11.1990, Page 7
Þriðjudagur 27. nóvember 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
i—
....... ........
.
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda:
Landvernd og landbúnaður
Ræða á aðalfundi Landverndar 17. nóv. sl.
Erindi mitt ber heitiö „Framtíð íslensks landbúnaðar og sjálf-
bær þróun“. Öll erum við börn okkar tíma og mér hefur orðið
hugsað til þess hve langt skyldi vera síðan umræðuefni sem þetta
komst á dagskrá, þ.e. sjáifbær þróun tengd framtíð íslensks land-
búnaðar. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hugtakið sjálfbær
þróun fyrr en á þessu ári eða hinu síðasta. Reyndar hefur þetta
líka verið nefnt „haldbær þróun“ sem mér finnst ná betur frum-
hugtakinu „sustainabie development“ á ensku og „bærekraftig
utvikiing" á norsku.
Nú er það svo að íslenskur landbún-
aður í 1100 ára sögu lands og þjóðar
hefúr oft og tíðum ekki getað kallast
haldbær, heldur byggst á rányrkju.
Forfeður okkar höfðu hins vegar það
sér til afsökunar að tilvera þeirra stóð
og féll með þessari rányrkju. Hér á
landi var oft búið við þau lágmarks
Iífsskilyrði sem mannlegu lífi verður
lifað og dugði ekki alltaf til. Fólk féll
úr hungri og fátækt. Til þess sáu m.a.
eldgos og kalt veðurfar. Það væri
nokkuð hrokafullt af íslendingum
nú á dögum að segja af þeim sökum
við horfnar kynslóðir: Þið skeyttuð
ekki um landvemd og haldbæra þró-
un.
Það var ekki fyrr en komið var fram
á þessa öld að hungurvofúnni var
bægt frá íslenskum heimilum en
nokkru fyrr var farið að huga að
verndun gróðurs og jarðvegs hér á
landi.
Meðan framboð af mat var minna
en eftirspum hafði hið opinbera hér
á landi engin afskipti af verðmyndun
búvara. Um miðja öldina gerðist það
að ríkisvaldið fór að sjá sér hag í því
að greiða niður verð nokkurra inn-
lendra búvara sem lið í samningum
um kaup og kjör launþega. Um það
leyti fara tækniframfarir að skila
miklum árangri í landbúnaði sem og
á öðrum sviðum og í kjölfar þess
fylgdi að framboð matvæla stórjókst.
Afleiðing þess varð að verð þeirra
lækkaði. Sú þróun hefúr haldið
áfram og er nú svo komið að heims-
markaðsverð búvara er orðið langt
undir framleiðslukostnaði, eins og
kunnugt er.
Á þessa samkeppni hefur óspart ver-
ið spilað í hinum vestræna heimi,
þar á meðal hér á Iandi. Afleiðing
þess er að til hefur orðið eins konar
svikamylla. Hún er í stórum dráttum
þannig: Bændur í einstökum lönd-
um keppa um markað fyrir fram-
Ieiðsluvörur sínar, sín á milli og
landa á milli. Til að bæta samkeppn-
isstöðu sína taka þeir í notkun sífellt
fleiri efni og áhöld til að auka fram-
leiðsluna og gera hana ódýrari. Með-
al þessara efna eru efni sem úðað er á
jurtir til að hindra sjúkdóma og
skaðdýr og auka vöxL Þama má
einnig nefna vaxtaraukandi efhi, þ.e.
hormóna og lyf sem gefin eru búfé.
Auk þess er búféð stundum látið búa
við þrengsli, m.a. til að auka nýtingu
bygginga.
Til skamms tíma hefur almenning-
ur litið með velþóknun á þetta bú-
skaparlag og hvatt til þess. Tálsmenn
launþega og neytendasamtaka, hag-
fræðingar og stjómmálamenn hafa
fagnað lágu verði á mat og leitast við
að etja saman framleiðendum mat-
væla til að pressa verðið enn frekar
niður. Bændur hafa brugðist við með
þeim hætti, að herða enn á notkun
hjálparefna og/eða auka rányrkju.
Þekkt er úr hagfræðinni að hvers
kyns framleiðsla er samsett úr þrem-
ur þáttum: náttúruauðlindum,
vinnu og fjármagni, öðm nafni fram-
leiðslutækjum. Við matvælafram-
leiðslu undanfama áratugi hefúr það
gerst að umboðsmenn vinnuafls og
fjármagns hafa staðið þar styrkan
vörð um hagsmuni umbjóðenda
sinna, en umboðsmenn og talsmenn
náttúruauðlindanna hafa lítið komið
við sögu til skamms tíma. Munurinn
á þessum þremur þáttum að baki
allrar vöruframleiðslunnar, vinnu,
fjármagni og náttúruauðlindum, er
hins vegar sá að við tvo þá fyrmefndu
er unnt að semja, þ.e. um greiðslu
annars vegar og leigu hins vegar fyr-
ir vinnu og fjármagn, en það er ekki
unnt að semja við náttúruna og auð-
lindir hennar. Náttúran hlítir ein-
ungis sínum eigin lögmálum og
veitir engar undanþágur. Menn hafa
verið fúrðu blindir fyrir þessum aug-
ljósu sannindum. Þannig lýsti að-
stoðarframkvæmdastjóri GATT því
yfir á þingi Alþjóðasambands bú-
vömframleiðenda, í Þrándheimi
snemma í júní á þessu ári, að ekki
væri unnt að taka neitt tillit til þátta
sem varða umhverfisvemd í yfir-
standandi GATT-viðræðum.
Með fyrmefndri keðjuverkandi svik-
amyllu hefur bændum víða á jarðar-
kringlunni verið att út í það að taka
verulegan og vaxandi hluta af fram-
leiðslukostnaði búvara sinna að láni
hjá náttúrunni. Þetta lán verður ekki
afskrifað og bíður þess að verða
greitt. Ef við gemm það ekki verður
komandi kynslóð að gera það, ella
mun verra af hljótast.
Inn á þessa braut hafa bændur
vissulega haldið í miklum mæli í
góðri trú og til að bæta sinn hag eða
bjarga sínu skinni, en þeir hafa jafn-
firamt gert það undir þungri pressu
frá neytendum, hagfræðingum og
stjómmálamönnum, svo að dæmi
séu tekin. Þau augljósu sannindi
hafa fram undir þetta ekki verið fólki
nægilega Ijós, að reikna verður fram-
leiðslukostnað búvara jafnt og ann-
arra vara til enda. Þar með þarf að
vera innifalinn kostnaður við að
koma úrgangsefnum sem myndast
aftur á eðlilegan hátt inn í hringrás
náttúmnnar. Undir framleiðslu-
kostnað fellur einnig að tryggt sé að
jarðvegur eyðist ekki né að gmnn-
vatnsstaða breytist, hvorki lækki né
hækki, þannig að land verði óhæft til
ræktunar.
Hvað hér er nánar átt við þarf ekki
að fara mörgum orðum um, og allra
síst fyrir þessari samkomu. Nokkur
stikkorð má þó nefna, án þess að for-
gangsraða þeim. Þar má nefria leifar
af áburði og efnum í jarðvegi til að
verja gróður, sem gera hann órækt-
unarhæfan og spillir gmnnvatni. Þá
má nefna lækkun gmnnvatnsstöðu,
eyðingu jarðvegs, súrt regn sem eyð-
ir lífi í vötnum og losar um eiturefni
í jarðvegi, svo sem ál, eyðingu regn-
skóga, gróðurhúsaáhrif, sem leiða til
veðurfarsbreytinga, og eyðingu
ósonlagsins í lofthjúpi jarðar. Þessi
skuld við náttúmna, þar sem þó ým-
islegt er ónefht, kallar sífellt hærri
rómi á að henni sé sinnL Og það
liggur nokkuð Ijóst fyrir f hverju við-
brögðin þurfa að vera fólgin. Þau em
í meiri virðingu fyrir lögmálum nátt-
úmnnar og minni kröfúgerð til
hennar. Við verðum að fara að greiða
niður skuldina.
Ég vil þá snúa mér að stöðu íslensks
landbúnaðar í þessu sambandi. Vart
þarf að minna á að íslenskur land-
búnaður er ekki hátt skrifaður hjá
öllum hér á landi. Fáum bregður við
að heyra honum óskað veg allrar ver-
aldar, eða a.m.k. mestum hluta hans,
og það er reiknað á annan tug millj-
arða króna sá árlegi hagnaður sem
yrði af því fyrir þjóðina að Ieggja
hann niður, a.m.k. að mestu leyti, og
það er meðal annars gert í nafni Há-
skóla íslands. Ég tel að þeir sem vilja
í reynd nánast afskrifa íslenskan
landbúnað geri sig seka um mikla
gmnnhyggni og skammsýni. Þeir
virðast ganga út frá því að sá tími af-
gangs og sóunar verðmæta, sem ríkt
hefur síðustu áratugi og nú er að
renna sitt skeið á enda, séu eðlilegir
tímar. Það tel ég á misskilningi
byggL eins og þegar er fram komið í
máli mínu.
í þeim heimi sem bíður okkar tel ég
að íslenskur landbúnaður eigi sér
bjartari framtíð en landbúnaður víða
um heim. Forsjónin hefur úthlutað
okkur landi og lífsskilyrðum sem
lengst af sögu okkar hafa markað
okkur þröngan bás. Þessi lífsskilyrði
hafa agað þjóðina og tugtað og það
svo harkalega að eitt sinn var talað
um að þjóðin yfirgæfi landið. Harð-
leikni landsins við íbúana má rekja
allt til fyrstu búsetunnar.
Kröpp eru kaup ef hreppik
Kaldbak en lætkAkra
orti landnámsmaðurinn Önundur
tréfótur. Nú er hins vegar svo komið
að ýmislegt af því sem gerði lífsskil-
yrði hér hvað erfiðust hefúr breytt
um svip og jafnvel orðið að lífsgæð-
um. Eitt af því er að íslenska þjóðin
er fámenn miðað við stærð landsins.
Fyrir íslenskan landbúnað nú á dög-
um er það kostur, að því leyti að úr-
gangur frá honum veldur enn ekki
teljandi vandræðum, svo sem áburð-
ur eða frárennsli frá votheysgeymsl-
um sem berst út í ár og vötn.
Svalt veðurfar hefur einnig löngum
verið talinn ókostur við ísland. Þessu
loftslagi eigum við hins vegar það að
þakka að við erum laus við margs
konar sjúkdóma á gróðri og skaðdýr
og getum framleitt afurðir okkar
með miklu minni notkun eiturefna
en margar aðrar þjóðir gera. Þá hef-
ur oft verið bent á óhagræði okkar af
að búa langt úti í hafi fjarri öðrum
þjóðum, en á hinn bóginn hefur
þessi fjarlægð varið okkur fyrir því
mengaða andrúmslofti sem aðrar
þjóðir búa við.
Það má spyrja hvort þessir og fleiri
neikvæðir þættir verði auðlind okkar
í þeirri framtíð sem nú blasir við. Út-
flutningur á vatni, sem nú er hafinn,
gæti verið til marks um það.
Á hinn bóginn ber okkur að fylgjast
grannt með þessum málum til þess
að halda stöðu íslands sem land
hreinleika og hollustu. Þar þarf víða
að hafa vakandi auga. Við þurfum að
gæta að úrgangi frá fiskeldisstöðv-
um, og við þurfum að huga að því
sem er að gerast í alifugla- og svína-
rækt í kringum okkur hvað varðar
aðbúnað og dýravemd. Þá er ástæða
til að fylgjast með hvort of nærri er
gengið akurlendi sem hvfldarlaust er
notað undir kartöflurækt.
Það er stefna Stéttarsambands
bænda að haga búskaparháttum hér
á landi, jafnt í búíjárrækt sem jarð-
rækL þannig að hvergi sé gengið á
höfuðstól náttúrunnar og það er
ekkert sem bendir til að íslenskur
landbúnaður geti ekki skilað hlut-
verki sínu í góðri sátt við umhverfið.
í því sambandi er það jafriframt skoð-
un Stéttarsambands bænda að
ábyrgð og stjóm á nýtingu þeirra
Iandgæða sem íslenskur landbúnað-
ur hefur með höndum hljóti að vera
á einni hendi. Það er í samræmi við
niðurstöður skýrslu umhverfis-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, undir
forystu Gro Harlem Bmndtland.
Til þess að tryggt sé að íslenskar bú-
vömr haldi áfram gæðastimpli sín-
um þarf að vera í gangi stöðugt eftir-
Iit með þeim, en vömr sem em Iaus-
ar við aukaefni, svo sem skaðlega
þungmálma, eiturefni, eins og díoxs-
in og PCB, og lyfjaleifar, em okkar
sterkasta tromp. Við þurfum einnig
að efla skilning á því að það er ekkert
sjálfsagt mál að ffamboð á nægum
og heilnæmum mat sé ætíð tiyggL í
heimi hér er fatt ömggt. Það munaði
ekki miklu að eiturskýið frá Tsjemo-
byl næði til íslands með geislavirkt
úrfelli sitt.
Lokaorð mín skulu vera þau að
framtíð íslensks landbúnaðar hefur
allar forsendur til að vera björt og
bjartari en landbúnaður margra
annarra þjóða. Það em vissulega
blikur á lofti. Sumar þeirra ógna
okkur jafnt eða meira en öðmm en
aðrar ógna öðmm þjóðum mun
meira.
En þegar upp er staðið þá emm við
öll á sama báti og örlög okkar em
samfléttuð örlögum annarra.
BÓKMENNTIR
Sögulegur fróðleikur
Sagnir
Túnarit um söguleg efni.
11. árgangur 1990.
Ritstjórinn, Valdimar F. Valdimarsson,
segir í bréfi til lesenda að í ár sé saga
kvenna og bama meginefni ritsins. Er
þar skemmst frá að segja að efnið er yfir-
leitt vei læsiiegar ritgerðir og munu
væntanlega hafa verulegt fræðslugildi
fýrir ungt fólk. Hins vegar munu eldri
menn sem eitthvað hafa lagt sig eftir ís-
lenskri sögu ekki bæta miklu við sig við
þennan lestur.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir byggir rit-
gerð sína á athugun á málum sem komu
fyrir Landsyfirrétt 1802-1919 varðandi
ofbeldi gagnvart bömum. Þetta em eink-
um mál þar sem talið var að bam hefði
látist vegna vondrar aðbúðar. Einnig er
fjallað um ofbeldi gagnvart konum og þá
einkum þau fáu nauðgunarmál sem
komu fyrir Landsyfirrétt.
Eggert Þór Bemharðsson ritar um
„Reykjavíkurstúlkuná' og hlutverk
hennar. Þar fjallar hann um sitt af hverju
sem fært var í letur á 4. tug aldarinnar og
verður einna mest úr fyrirlestri Guð-
mundar Kamban sem raunar birtist í
Eimreiðinni 1929. Mér er að vísu ekki
fyllilega ljóst hver sú siðmenning var
sem Kamban lagði áherslu á að væri
hlutverk og afrek stúlknanna f Reykja-
vík. Siðmenning er stórt og víðtækt orð
en varlega skyldum við dæma að þær
mæður sem áttu dætur í æskublóma um
1930 hafi verið framandi og fjarlægar
allri siðmenningu. Gestrisni var þáttur í
siðmenningu. Siðmenning er alltaf háð
hófsemi og víðsýni. Klæðaburður og út-
vortis snyrting hefur aldrei verið megin-
kjami siðmenningar.
Það verður líka að taka dóma Laxness í
blaðagreinum um 1930 með nokkurri
varúð. Svo mikið er víst að dönsk tísku-
blöð bárust upp um sveitir á íslandi fyrir
1920 og jafnan síðan og ég hygg að víðar
en í Önundarfirði hafi snið sem fylgdu
þeim verið notuð.
Þar sem rætt er í þessu hefti um uppeldi
drengja og stúlkna er sennilega full mik-
ið lagt upp úr því að uppeldi dætranna
hafi af ráðnum huga steftit að því að þær
yrðu þægar og undirgefnar eiginkonur.
Það var verkaskipting í landinu og inn-
anbæjarstörf voru fýrst og ffernst kvenn-
anna. Þær voru yfirleitt ekki beittar
meiri vinnuhörku en bræður þeirra. Og
þeim var kennt að þjóna sér sjálfúm um
leið og þeim var kennt það sem að gagni
kom fyrir aðra.
Ein ritgerð er þama glannalegri en ör-
uggum sögumanni sæmi. Hana skrifar
Jón Ólafúr ísberg um Píningsdóm. Þar
segir m.a.: ,Áður en ísland varð lýðveldi
hafði verið stofnuð síldareinkasala, ein-
okunarverslun með saltfisk og tækni-
vædd stórbú í landbúnaði bönnuð." Hve-
nær vom þau tæknivæddu stórbú bönn-
uð? Því er ekki að neita að mér virðist sú
ritgerð að verulegu leyti á villigötum,
enda telur höfundur meðal heimilda
grein eftir sjálfan sig ,ásamt Gunnari
Halldórssyni og Theodóru Kristinsdótt-
ur sem heitir „íhaldssemi og framfara-
hugmyndir fýrr á tímum" og er þessi
grein nokkurs konar viðbót". Grein
þeirra þriggja birtist í Sögu 1989 og hef
ég áður minnst á hana.
Guðjón Friðriksson á þama greinargott
yfirlit um verslunarkonur í Reykjavík
1880-1917. H.Kr.
Ahugamannahljómsveit
er tekin til starfa
Undanfarna tvo áratugi hefur
starfsemi tónlistarskóla verið með
sérstökum blóma hér á landi og
fjöldi ungmenna lært á hljóðfæri.
Því kann það að sæta nokkurri
furðu hve illa virðist ganga að
manna Sinfóníuhljómsveitina ís-
lenskum hljóðfæraleikurum.
Skýringin er víst sú að við val
hljóðfæraleikara er um ekkert
annað spurt en getu og kunnáttu
— þjóðerni skiptir litlu eða engu
máli — og á afburðamannabekkn-
um eru fleiri kallaðir en útvaldir.
Hins vegar hlýtur öll þessi starf-
semi tónlistarskólanna og mikill
almennur tónlistaráhugi þjóðar-
innar að hafa leitt til þess að um
göturnar gengur fjöldi manna og
kvenna sem lært hefur heilmikið á
hljóðfæri en ekki fengið tækifæri
til að nýta þá kunnáttu sína.
Fyrir þá ættu það að vera gleði-
fréttir að nýlega hóf reglulegar æf-
ingar hljómsveit áhugaspilara
undir stjórn Ingvars Jónassonar
lágfiðluleikara, sem á árum áður
stjórnaði hljómsveit Tónlistarskól-
ans í Reykjavík. Fyrst um sinn
verður þetta strengjasveit, en í
framtíðinni verður kannski bætt
við blásurum og slagverki eftir því
sem viðfangsefnin gefa tilefni til.
Nú þegar eru 15-20 spilarar í
hljómsveitinni, en áhugasamir
ættu annaðhvort að gefa sig fram
með hljóðfæri sín í norðaustur-
stofunni á jarðhæð Tæknigarðs
(bak við Háskólabíó) kl. 20.30 á
miðvikudagskvöldum eða hafa
samband við Leif Benediktsson
verkfræðing, Pál Einarsson jarð-
eðlisfræðing eða Jakob Hallgríms-
son tónlistarmann. Sig.St.