Tíminn - 27.11.1990, Page 9

Tíminn - 27.11.1990, Page 9
 Eldur í þaki Landssímah ússins um helcjina: Tjónið getur numið allt að 200 m.kr. Eldur kom upp í þaki Landssíma- hússins við Austurvöll um klukkan 6.40 á laugardagsmorgun. í gær- morgun var búið að reisa nýtt þak á húsið, en það hafði skemmst að stórum hluta í brunanum. Miklar skemmdir urðu einnig á tækjabún- aði í húsinu sem höfðu í för með sér að talsverðar truflanir urðu á símasambandi innanlands og til út- landa á laugardeginum. Strax á laugardagskvöld var búið að koma í veg fyrir mikið af þessum truflun- um. Sumar símalínumar voru þó ekki á fullum afköstum, eins og t.d. línur til Bretlands og Norður- landa sem voru með þriðjungs af- köst þangað til á sunnudagskvöld. Full afköst voru komin á allar símalínur í gærmorgun. Það var klukkan 6.44 að nætur- vörður í Alþingishúsinu gerði slökkviliðinu viðvart og aðeins 6 mínútum síðar var slökkvistarfið hafið. Allir slökkviliðsmenn borgar- innar voru kvaddir á staðinn og not- aður var allur búnaður slökkviliðs- ins til að ráða niðurlögum eldsins. Sex manns voru við vinnu í húsinu þegar eldurinn braust út, en engan þeirra sakaði. Slökkviliðinu tókst að hindra að eldurinn breiddist út til viðbygginga eða bærist niður hæðir Landssímahússins og um klukkan níu hafði eldurinn verið slökktur. Starfsmenn Símans höfðu þá þegar hafist handa við að gera ráðstafanir vegna bilana í símakerfinu og við að meta tjónið. Að sögn Ólafs Tómassonar, póst- og símamálastjóra, hafa starfsmenn Símstöðvarinnar, smiðir og slökkvi- menn gengið mjög vel fram við björgunarstörf og sagði hann að þetta sýndi okkur hvað íslendingar gætu þegar mikið lægi við. Rann- sóknarlögregla ríkisins er að kanna eldsupptökin sem enn eru ókunn, en tiígátur eru uppi um að þau megi rekja til vinnuljósa sem voru á þaki hússins, eða rafmagns. Ólafur sagði einnig að það kæmi honum ekki á óvart þó að tjónið vegna brunans myndi nema ein- hversstaðar á bilinu 100-200 millj- ónir króna. „Starfsfólk hefur lagt nótt við dag við að vinna að viðgerð- um á tækjabúnaði og skipta um tæki þar sem þarf. Þó má búast við að það séu allskonar skemmdir sem eiga eftir að koma fram núna næstu dagana eða vikurnar. Þarf þá jafnvel að skipta um búnað sem er í gangi í dag. Varðandi tjón á húsinu sjálfu geri ég ráð fyrir að brunatryggingar meti það, en tjón á tækjum verður tekið saman á næstunni," bætti Ól- afur við. Mestar skemmdir urðu á tölvu- deild tæknideildar sem hefur aðset- ur sitt á efstu hæð Landssímahúss- ins. Símstöðvar og búnaður á neðri hæðum í húsinu urðu fyrir tals- verðum skemmdum af völdum vatns sem streymdi á milli hæða, þrátt fyrir að slökkviliðinu hafi ver- ið unnt að veita mestu af vatninu niður eftir stigahúsinu. Búið er að leggja pappa á norðurþak hússins, þakið sem snýr að Austurvelli var bæði rifið og byggt samtímis. Hafa þær framkvæmdir gengið mjög hratt fyrir sig. Eitt af því sem rask- aði starfsemi stöðvarinnar voru millistöðvastrengir sem brunnu saman og þurfti að klippa þá í sund- ur og tengja saman. Sjálfvirku stöðvarnar biluðu hins vegar ekki. Ólafur sagði að nú þyrfti að gera ráðstafanir til að fá ný tæki strax til viðgerða og áframhaldandi upp- byggingar. „Mikið af þessum tækj- um eru ekki búðarhilluvarningur, heldur þarf að smíða þetta hverju sinni, þannig að það getur vel verið að við reynum að fá lánuð einhver tæki erlendis. Ég á von á því að þrátt fyrir brunann eigi rekstur Pósts og síma eftir að ganga eðlilega og þær lækkanir sem við gerðum á síma- gjöldum um síðustu mánaðamót munu koma til framkvæmda. Við vitum ekki í sjálfu sér hvernig þetta tjón verður greitt, en við reiknum a.m.k. ekki með að breyta gjald- skránni vegna þessa. Það er búið að flytja mikið af tækjum út úr húsinu og á verkstæði og við sjáum á sumu að ekkert er hægt að gera við það nema henda því á haugana. Annað er ef til vill hægt að gera við. Það kemur allt í ljós í nákvæmu mati, sem verður gert á því tjóni sem orð- ið hefur“, sagði Ólafur. khg. Kústar, ekki tölvur, voru í lykilhlutverkum í húsnæöi tölvudeildar Pósts og síma í gar. Þar var f gær unnið að viðgerð og endurbótum. Nýtt þak á Landssímahúsinu var byggt nær jafnóöum og það gamla var rifið. Timamyndlr PJotur aioKKvmoio noiaoi KorruDiia tii ao sprauta a eidinn i paKinu tii aö byrja með.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.