Tíminn - 27.11.1990, Side 14

Tíminn - 27.11.1990, Side 14
14 Handknattleikur— Island- Tékkóslóvakía: „Yngri mennimir stóðu sig“ — sagði Þorbergur Aðalsteinsson eftir taplausa „Tékkahelgi" „Ég er ánægður með þessa leiki þegar á heiidina er litið. Þetta er betra en ég reiknaði með, en það má alltaf gera ráð fyrir bakslagi. Yngri mennimir stóðu sig vel og það er mjög jákvætt," sagði Þorbergur Að- alsteinsson á sunnudagskvöld, eftir að ísland og Tékkóslóvakía gerðu 22-22 jafntefli í Laugardalshöll. Liðin gerðu einnig jafntefli á laug- ardag, þá 21-21. íslendingar voru yf- ir allan fyrri hálfleikinn í þeim leik allt að fjórum mörkum, en Tékkar náðu að jafna fyrir hlé 10-10. Jafnt var á flestum tölum í síðari hálfleik og voru íslendingar yfirleitt fyrri til að skora. Tékkarnir áttu síð- asta markið í leiknum sem var jöfn- unarmarkið, 21- 21. Konráð Olavsson átti mjög góðan leik á laugardag, sem og Júlíus Jón- asson. Valdimar Grímsson átti einn- ig góða spretti og þeir léku vel nýlið- arnir í vörninni, Patrekur Jóhannes- son og Einar Sigurðsson. Þorgils Óttar Mathiesen lék á línunni sinn síðasta landsleik, en komst ekki á blað. Guðmundur Hrafnkelsson stóð alian tímann í markinu og varði ágætlega eða 13 skot. Mörk íslands: Konráð 6, Júlíus 6/1, Valdimar 4, Sigurður 3/1, Jón 1 og Patrekur 1. Markahæstir Tékkanna voru þeir Para og Martinat með 5 mörk hvor. Víti í súginn Sigurður Bjarnason skoraði 2 fyrstu mörk íslands í leiknum og síðan fylgdu 3 mörk frá Jakob Sig- urðssyni. Skúli Gunnsteinsson, sem lék á línunni í leiknum, bætti 6. markinu við og staðan var orðin 6-2. Munurinn var 2-3 mörk íslandi í hag það sem eftir var fyrri hálfleiks, en í leikhléi munaði einu marki 13- 12. Tékkar tóku strax forystuna í síðari hálfleik og voru jafnan 1-2 mörk yfír allan hálfleikinn. íslendingar náðu þó að jafna 14-14 og 17-17. Þegar skammt var til leiksloka höfðu Tékkar 3 marka forystu 19-22, en þeir Sigurður, Júlíus og Skúli sáu um að jafna metin. Júlíus fékk víta- kast þegar leiktíminn var úti, en skaut í þverslá. Þar með rann sigur- inn okkar mönnum úr greipum og annað jafnteflið í röð var staðreynd 22- 22. Jakob og Júlíus voru bestu menn íslands í leiknum, en frammistaða Bergsveins Bergsveinssonar, sem lék síðustu 11 mín. leiksins, skipti sköpum og tryggði íslandi jafnteflið. Hann varði 4 skot á mikilvægum augnablikum. Guðmundur hafði fyrr varið 9/1 skot. Sem fyrr voru þeir sterkir í vörninni Patrekur og Einar og ekki má gleyma Sigurði Bjarnasyni, sem gerði góða hluti í sókninni og barðist vel í vörninni. Enn vantar hann þó þann stöðug- leika sem landsliðsmaður þarf að hafa. Skúli komst einnig vel frá leiknum. Héðinn Gilsson lék nú með íslenska liðinu, en náði sér ekki á strik. Mörkin ísland: Jakob 6, Júlíus 6/4, Sigurður 3, Skúli 3, Bjarki 2 og Héðinn 2. Para var markahæstur Tékkanna með 8/4 og Sovadina gerði 5. „Það þarf að slípa sóknarleikinn betur. Ég vissi að þetta yrði stirt því, Júlíus og Héðinn hafa ekkert verið með liðinu að undanförnu. Þeir eiga því enn eftir að læra fleiri leikkerfi. Ég er nokkuð ánægður með mark- vörsluna í þessum leikjum. Guð- mundur hefur staðið sig vel og Bergsveinn kom mjög vel út á þeim stutta tíma sem hann lék. Þetta eru viðunandi úrslit, Tékkarnir töpuðu með 1 marki fyrir Þjóðverjum nú nýlega og unnu Dani með 8 marka mun,“ sagði Þorbergur landsliðs- þjálfari. í kvöld mætir ísland liði Bandaríkj- anna í Stykkishólmi kl. 20.00 en á fimmtudag heldur liðið áleiðis til Danmerkur til þátttöku í alþjóðlegu móti. BL Vinningstölur laugardaginn 24. nóv. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.916.863 2.4 rM 5 120.339 3. 4af5 124 8.370 4. 3af 5 4.948 489 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.976.010 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 „Hafnfirðingamlr“ Þorgils Óttar Mathiesen úr FH, sem söng sinn svana- söng meö iandsliðinu á laugardag, og Petr Bammk úr Haukum í leikn- um á laugardag. Ekki tókst Þorgils að skora úr þessu færi, því mark- vörður Tékkanna varði. Tímamynd Pjetur. Körfuknattleikur — Úrvalsdeild: Tindastólsmenn lágu í Grindavík Sigurgöngu Tindastóls í úrvals- deildinni iauk á sunnudagskvöid er noröanmenn mættu Crindvðtingum í Crindavik. Heimamenn unnu ör- uggan sigur 98-83, eftir að staðan í leikhléi var 60-47. Tindastólsmenn voru yfir í upp- hafi leiksins, en heimamenn jöfnuðu og komust yfir eftir góðan leikkafla. í síðari hálfleik náðu gestirnir að minnka muninn mest í 2 stig, en lengra komust þeir ekki og Grindvík- ingar unnu sinn 7. leik í röð. Ef fer sem horfir verður erfitt fyrir Keflvík- inga og Tindastól að koma í veg fyrir að Grindvíkingar hirði sæti í úrslita- keppninni. Stigin Crindavík: Dan Krebbs 33, Jóhannes 19, Guðmundur 16, Stein- þór 15, Rúnar 13, og Sveinbjöm 22. Tindastóll: Ivan Jonas 29, Pétur G. 21, Valur 13, Pétur V. 12, Einar 6 og Sverrir 2. Stórleikur Robinsons Njarðvíkingar unnu Hauka 99-84 í Njarðvík á laugardag. í leikhléi var staðan 49-42. Síðari hálfleikur var kaflaskiptur og heimamenn tóku fram úr undir lokin. Rodney Robin- son átti stórleik í Iiði Njarðvíkinga, skoraði 36 stig og hirti 35 fráköst. Hjá Haukum átti Henning Henn- ingsson mjög góðan leik. Stigin Njarövík: Robinson 36, Teitur 26, ísak 10, Friðrik 8, Ástþór 7, Gunnar 6, Kristinn 4 og Hreiðar 2. Haukar: Henning 29, ívar 21, Jón Amar 14, Noblet 14 og Pálmar 6. KR vann Snæfell KR-ingar unnu öruggan sigur á Snæfelli 65-87 í Stykkishólmi á sunnudagskvöld. í leikhléi var stað- an 31-42. Stigin Snœfell: Bárður 26, Brynjar 22, Ríkharður 6, Peregoud 3, Sæþór 2 og Þorkell 2. KR: Bow 17, Lárus 17, Páll 14, Axel 13, Matthías 12, Her- mann 5, Hörður Gauti 5, Böðvar 2 og Björn 2. Góður leikur Sigurðar Keflvíkingar unnu nauman sigur á Þórsurum í Keflavík 83-75. í leikhléi var 10 stiga munur Þórsurum í vil 35-45. Sigurður Ingimundarson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga, en Sturla, Konráð og Evans voru bestir Þórsara. Stigin ÍBK: Sigurður 27, Lytle 19, Falur 15, Albert 12, Jón Kr. 6 og Eg- ill 4. Þór: Evans 23, Konráð 17, Sturla 14, Jón Örn 12, Guðmundur 7 og Bjöm 2. Staðan í úrvalsdeildinni A-riöill: Njarðvík 11 8 3 999- 848 16 KR 12 8 4 975- 930 16 Haukar 12 6 6 994-1003 12 Snæfell 12 2 10 843- 987 4 ÍR 11 0 11 824-1060 0 B-riðill: Keflavík 12 10 2 1162-1061 20 Tindastóll 11 9 2 1085-977 18 Grindavík 12 8 4 1038-778 16 Þór 12 4 8 1127-1108 8 Valur 11 3 8 895- 970 8 BL I Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregiö veröur I Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk. Velunnarar flokksins eru hvattír til að greiöa heimsenda giróseöla fýr- ir þann tima. Allarfrekarí upplýsingar veittar á skrífstofu flokksins eða í sfma 91- 674580. Framsóknarflokkurinn Borgnesingar - Bæjarmálefni I vetur veröur opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgarnesi veröa á staönum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhríf á málefni Borgarnesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst aö vanda fyrir hinum áríegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverölaun ferö til Akureyrar fyrir 2, gist á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverölaun. Mætiö öll. Stjómin Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til aö llta inn. K.S.F.S. Aukakjördæmisþing í Vesturlandskjördæmi Aukakjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturíandi haldiö aö Hótel Borg- amesi sunnudaginn 2. desember kl. 10. Dagskrá: Forval og frágangur framboðslista Framsóknarflokkslns I Vesturlands- kjördæmi til alþingiskosninganna 1991. Væntanlegir þátttakendur í forvali hafi samband viö formann uppstillingar- nefndar, Ells Jónsson Borgamesi, s: 71195. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna aö Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaöur framsóknarfélaganna, Guöbjörg, verðurá staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin. Norðurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaös framsóknarmanna, hefur veriö flutt frá Sauöárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum I Fljótum. Hægt er aö ná I rit- stjóra alla daga I síma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. Konur Suðurlandi Jón Helgason Guönl Ágústsson Farin verður hópferð I Alþingi þriðjudaginn 27. nóv. nk. á vegum Félags framsóknar- kvenna í Árnessýslu. Að lokinni samverustund I Al- þingi verður sitthvaö sér til gamans gert. Þátttaka tilkynnist I slöasta lagi 24. nóvember nk. I slma 63388 eöa 66677. Aðalfundur Framsóknar- félags Skagafjarðar verður haldinn í Framsóknarhúsinu á Sauöárkróki föstudaginn 30. nóv- ember kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þingmenn flokksins I kjördæminu mæta á fundinn og ræöa stjóm- málaviöhorfiö. Stjómin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins aö Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sími 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.