Tíminn - 28.11.1990, Page 3

Tíminn - 28.11.1990, Page 3
Miðvikudagur 28. nóvember 1990 Tíminn 3 Stórviðburður ef málarinn er sá rétti: MYNDIR EFTIR SIGURÐ MÁLARA BOÐNAR UPP slenskaalfræðiofðabókin—viðamesta verk íslenskrar bókaútgáfu til þessa 30% prentkostnaðar sparaðist erlendis „Alfræðiorðabókin hefur fengið af- bragðs viðtökur. Fyrstu tvö þúsund eintökin eru boðin á sérstöku tilboðs- verði, sem er rúmum fimm þúsund krónum undir söluverði. Það gengur mjög ört á þessar tilboðsbækur. Til dæmis hafa nokkrar stærstu bóka- verslanirlandsins, sem fengu alfræði- orðabókina á laugardaginn var, þegar pantað hana aftur, þar sem laugar- dagssendingin er að seljast upp,“ sagði Öriygur Hálfdánarson bókaút- gefandi í gær. Örlygur sagði í gær að hann vildi að fram kæmi af gefnu tilefni að bókin hefði verið prentuð í Belgíu og bundin inn í Hollandi. Það hefði verið gert vegna þess að þannig hefði prentun og bókband fengist 30% ódýrari heldur en ef framleiðslan hefði átt sér stað hér heima. Auk þess hefði hann viljað vera öruggur um að svo mikið verk sem bókin væri, tefðist ekki í prentun og bókbandi um aðalannatíma í íslenskri bókaútgáfú. „Ég borgaði 70% af fram- leiðsluverði bókarinnar hér heima og verðmunurinn hefði vitanlega komið fram á verði hennar og væntanlega sölu hennar einnig," sagði Örlygur. Alfræðiorðabókin er vafalaust dýrasta og viðamesta verkefni sem ráðist hefur verið í á íslandi í bókaútgáfu nokkru sinni. Að sögn Örlygs þurfa að seljast a.m.k. sjö þúsund eintök til að forlagið nái endum saman, en heildarkostnað- ur er 200 milljónir króna. —sá Tvær olíumyndir eftir Sigurð Guðmundsson málara verða boðnar upp í Súlnasal Hótel Sögu kl. 20.30 á morgun. Myndirnar eru af ungum stúlkum og eru þær málaðar árið 1852. Sigurður Guð- mundsson var einn af okkar fyrstu listamönnum og fékk hann við- umefnið „málari“. Hann var einn helsti hvatamaður að stofnun Þjóðminjasafnsins og íslenski kvenbúningurinn er hannaður af honum. Að sögn Úlfars Þormóðssonar hjá sagði að hann myndi ekki einu Gallerí Borg þá er hér um alveg sinni eftir því að myndir eftir Sig- einstakan viðburð að ræða. Hann urð væru boðnar falar, hvað þá boðnar upp. Um verðhugmyndir á myndunum sagði Úlfar að verðið myndi örugglega verða mjög hátt, þar sem eflaust margir safnarar og söfn hefðu áhuga á að eignast myndirnar og að engar myndir eftir Sigurð væru yfirleitt á boð- stólum. Úlfar vildi þó ekki nefna neinar tölur í því sambandi og sagði að enginn gæti haft minnstu hugmynd um verð myndanna, þar sem ekkert væri við að miða. Úlfar sagði að málverkin væru mjög vel farin. Einhverskonar lakk verndar sjálfa olíumálning- una. Forverðir, menn sem eru sér- menntaðir í gömlum málverkum, eru búnir að fara yfir málverkin og þeir eru sannfærðir um að þau séu eftir Sigurð, þannig að engin hætta á að vera á að hér sé um eft- irlíkingar að ræða. Sigurður mun Otryggur meirihluti að baki bráðabirgðalaganna Stefán Valgeirsson alþingismaður til meðferðar í dómskerfmu. Árni birgðalögunum. Geri Stefán það setjast í fyrsta sinn á þing, að þeir segir að verði ekki fengið álit frá mönnum, sem hafa sérþekkingu í stjómskipunarlögum á bráðabirgða- lögunum sem sett voru á kjara- samning BHMR, muni hann greiða atkvæði gegn lögunum. Tillögu, sem Stefán flutti í sameinuðu þingi um að leitað verði álits umboðs- manns Alþingis á lögunum, var vfs- að frá að tillögu Guðrúnar Helga- dóttur, forseta sameinaðs þings. Stefán sagði að verði leitað lög- fræðilegs álits á lögunum muni hann endurskoða þessa afstöðu sína. Guðrún Helgadóttir sagði að í lögum um umboðsmann Alþingis væri ekki gert ráð fyrir að þingmenn gætu beðið umboðsmanninn um álit á einstökum þingmálum. Hún benti einnig á að búið væri að höfða mál í bæjarþingi Reykjavíkur útaf þessu máli og umboðsmaðurinn gæti ekki farið að segja álit sitt á máli sem væri Gunnarsson alþingismaður skoraði á Stefán að draga tillöguna til baka, en á það var ekki fallist. Frávísunar- tillaga Guðrúnar var samþykkt. Stefán sagði að í tillögu sinni hefði verið beðið um álitsgerð en ekki úr- skurð. Hann sagði það mjög ein- kennileg vinnubrögð að senda til- lögu sína ekki til nefndar til athug- unar, eins og venja er. „Mér finnst það afar merkilegt ef þorri þing- manna er það kærulaus að hann vill ekki fá alla þá vitneskju sem hægt er um það hvort þessi lög brjóta stjórn- arskrána, en fullyrt hefur verið að þau geri það. Ég vil sjálfur ekkert fullyrða um það, en mér hefur fund- ist, eftir því sem ég hef athugað mál- ið betur, að mjög margt bendi til að þau geri það." Geir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn bráða- einnig eru horfur á að lögin falli á jöfnu. Stefán var spurður hvort hann ótt- aðist ekki efnahagslegar afleiðingar þess ef lögin falla. Stefán sagði það ekki vera aðalatriði málsins. „Þess er krafist af þingmönnum, þegar þeir skrifi undir eiðstaf um að þeir haldi stjórnarskrána. Ef einhver vafi leikur á því að lög, sem þeir eru með til umfjöllunar, geri það, hljóta þeir, sem er ekki alveg sama um heiður sinn, að vilja kanna það til hlítar," sagði Stefán. -EÓ ekki hafa málað mikið af málverk- um, heldur gerði hann mikið af teikningum og talsvert af altaris- töflum. Eitthvað af málverkum og teikningum mun vera til í Þjóð- minjasafninu eftir Sigurð. Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði að ef myndirnar væru eftir Sigurð „málara", þá væru þær vissulega mjög verðmiklar. Hann sagði að myndirnar tvær væru þó nokkuð ólíkar þeim myndum sem til væru eftir Sigurð á Þjóðminja- safninu og bætti við að myndirnar væru málaðar þegar Sigurður var í námi, samkvæmt merkingu myndanna. Þór sagði að ekki væri búið að ákveða hvort Þjóðminja- safnið hygðist sækjast eftir mynd- unum tveim. Þá treysti hann sér ekki til að nefna neinar tölur um verð myndanna, né þeirra er til væru á Þjóðminjasafninu eftir Sigurð. Það er Gallerí Borg sem stendur að Listmunauppboðinu í sam- vinnu við Sigurð Benediktsson h.f. Um 80 verk verða boðin upp auk verkanna eftir Sigurð, nær öll eftir þekkta íslenska myndlistar- men. khg. Takmarkaður fiöldi DEUTZ-FAHR rúllubindivéla árgerð 1991 til afgreiðslu í desember á hagstæðu haust tilboðsverði. Hafið samband strax.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.