Tíminn - 28.11.1990, Side 14

Tíminn - 28.11.1990, Side 14
14 Tíminn Miðvikudagur 28. nóvember 1990 Helgi Bjamason. Bændnr á hvunn- dagsfötum - 2. bindi Hörpuútgáfan hefur sent frá sér annað bindi bókarinnar Bændur á hvunndagsfötum eftir Helga Bjarnason blaðamann. í bókinni eru frásagnir fimm bænda sem segja frá mismunandi lífshlaupi, búskap, félagsstörfum, áhuga- málum og skoðunum. Þeir eru: Einar E. Gíslason á Syðra- Skörð- ugili, Benedikt Hjaltason á Hrafnagili, Öm Einarsson í Silf- urtúni, Björn H. Karlsson á Svart- hömrum og Guðmundur Láruss- on í Stekkum. Fyrsta bindið kom út á síðasta ári og fékk góðar viðtökur. Ákveðið hefur verið að Bændur á hvunn- dagsfötum verði þriggja binda safn og er ráðgert að síðasta bindið komi út á næsta ári. í þessum bókum er í lifandi máli og myndum skráður drjúgur kafli íslenskrar búskaparsögu og félagsmálasögu bændastéttarinn- ar. Bændur á hvunndagsfötum er 201 blaðsíða að stærð, prýdd yfir 120 myndum auk yfirlitskorta af heimabyggð viðmælenda. Bókin er unnin að öllu leyti í prent- smiðjunni Odda hf. Ný barnabók eftir Hope Millington Fróði hf. hefur gefið út bamabók- ina Stefán Bragi fer í flugferð eft- ir Hope Millington með mynd- skreytingum eftir Gunnlaug Ól- afsson Johnson. Bókin segir frá flugferð Stefáns Braga með pabba og mömmu og þar ber margt nýstárlegt fyrir sjónir. Hartn eignast vin sem heit- ir Hlynur og saman fara þeir til flugmannanna sem leyfa þeim að stýra vélinni. Og margt annað skrítið og skemmtilegt verður á vegi þeirra félaga í flugferðinni. Stefán Bragi fer í flugferð er lítið ævintýri sem auðvelt er fyrir böm að taka þátt í með því að lesa söguna og lita myndirnar. Bókin er 38 blaðsíður. Umbrot, filmuvinna, prentun og bókband var í höndum Prentstofu G.Ben. hf. Ævintýri í garði Bókaútgáfan Selfjall hefur gefið út bókina „Dýrin í garðinum" eftir Margréti E. Jónsdóttur. Þetta er þriðja barnabók hertnar. Áður hafa komið út eftir hana Skotta og vinir hennar og Skotta eignast nýja vini. Artna V. Gunnarsdóttir myndskreytti allar bækurnar. Dýrin í garðinum búa í þéttbýli eins og nafnið bendir til. í næst- um því öllum húsagörðum búa einhver dýr sem börn geta skoð- að á hverjum degi. í trjágarðin- um við gamla húsið býr starrinn Trausti og hann Depill litli vinur hans sem er auðnutittlingur. Þar gera þrastahjón sér líka hreiður og lífsreynd hagamús, sem hvergi fær irtni, ekki einu sinni í kirkju, sest þar að. Litlu félagam- ir lenda í margs konar ævintýr- um. Atakanleg ævi- saga Margrétar Róbertsdóttur Fróði hf. hefur gefið út ævisögu Margrétar Róbertsdóttur sem nefnist Lífsstríðið — Frá Þriðja ríki Hitlers til Þorlákshafnar eftir Eirík Jónsson. Æviferill Margrétar er lyginni líkastur og erfiðleikar og hörm- ungar framan af við hvert fótmál. Lífshlaup flestra er sem samfelld paradísarganga í samanburði við það sem hún hefur mátt þola. Margrét fæddist og ólst upp í Þriðja ríki Hitlers. Hún lýsir reynslu stríðsáranna sem ung stúlka og þeim hörmungum sem tóku við þegar Rauði herinn hernam austurhluta Þýskalands í stríðslok og eirði engu. Eftir miklar hremmingar komst hún til íslands og réð sig sem vinnukona á sveitabæ í Fljóts- hlíðinni. Ekki voru erfiðleikarnir þó að baki, því fyrstu ár íslands- dvalarinnar reyndust ótrúlega erfið. Um síðir birti þó til. Margrét gift- ist íslendingi og fann að lokum hamingjuna. Hún býr nú í Þor- lákshöfn. Lífsstríðið er 189 blaðsíður. Prentstofa G. Ben. prentaði og batt í band. Teiknideild Fróða hannaði bókarkápu. Stóra barnabókin gefin út í þriðja sinn Fróði hf. hefur gefið út þriðju út- gáfu Stóru bamabókarinnar, sem fyrst kom út fyrir nokkrum ár- um, en verið hefur ófáanleg um langt skeið. Jóhanna Thorsteins- son fóstra valdi efnið, en mynd- skreytingar gerði Haukur fiall- dórsson myndlistarmaður. í Stóra bamabókinni era ýmsar perlur sem íslensk böm hafa kunnað vel að meta í gegnum tíðina: Gátur, sögur, ævintýri, ljóð, bamagælur, þrautir, þulur, bænir, leikir og föndur. Stóra bamabókin er 96 bls. Prent- stofa G. Ben. vann bókina. Karamazov- bræðurnir eftir Dostojevskí Út er komin hjá Máli og menn- ingu fyrra bindi skáldsögunnar Karamazovbræðurnir eftir rúss- neska rithöfundinn Fjodor Do- stojevskí í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Þetta er síðasta og mesta skáld- saga Dostojevskí. Hún kom fyrst út í Pétursborg árið 1879. Sagan spinnst í kringum gamla saurlíf- issegginn, Fjodor Karamazov, og hina þrjá skilgetnu syni hans, dýrlinginn Aljosha, svallarann Dmitri og hugsuðinn Ivan og í bakgranni era aðrar ógleyman- legar persónur, svo sem glæfra- kvendið og örlagavaldurinn Grashenka og hin hvatvísa Kat- erína. Smám saman streymir fram saga um afbrýði, hatur og morð, en jafnframt kærleika, bróðurþel og ást og í heild tekst verkið á við hinar stóra spumingar mann- legrar tilvera: tilvist Guðs, mátt hins illa og möguleika kærleik- ans. Þetta er þriðja skáldsagan eftir Dostojevskí sem út kemur í þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Bókin er 356 bls., prentuð í Prent- stofu G. Ben. Robert Guillemette hannaði kápu. Bændabýti Iðunn hefur gefið út skáldsögu eftir Böðvar Guðmundsson. Ber hún heitið Bændabýti og er fyrsta skáldsaga höfundar, en Böðvar Guðmundsson er löngu þjóðkunnur fyrir ljóð sín, leikrit og smásögur. Sögumaður leikur sér hér að furðum mannlífsins í bland við raunsæilegar þjóðlífslýsingar. Skoplegar hliðar martnlífsins era dregnar fram en um leið lögð áhersla á harmsöguleg átök. Aðalpersóna sögunnar, Þórður Hlíðar, finnur á stundum til þess að hann sé ekki alveg venjulegur maður, honum kunni að vera ætlað annað og stærra hlutverk fyrir land og fólk. Hann gerist maður og spámaður hins nýja tíma í íslenskum landbúnaði, og þá getur ýmislegt gerst, kannski ekki allt mjög kristilegt. Bókin er prentuð í Odda hf. Leiðbeiningar fyrir konur um framhjáhald Iðunn hefur gefið út bókina Leið- beiningar fyrir konur um fram- hjáhald sem er skáldsaga eftir breska rithöfundinn Carol Clewlow í íslenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Hér er á ferðinni áhrifamikið og umtalað skáldverk um sterkar og sjálfstæðar nútímakonur, en jafn- framt tilfinninganæmar og auð- særðar undir niðri, konur sem njóta frelsis til að elska — og frelsis til að þjást. Þær era ham- ingjusamar í forboðinni ást sinni, þeirri ást sem þrangin er angist og þjáningu framhjáhaldsins. Leiðbeiningar fyrir konur um framhjáhald er saga sem er leiftr- andi af bitra háði sem fléttað er djúpri samkennd og sársauka. Bókin er prentuð í Odda hf. Halldóra Thoroddsen, Ijóðskáld og myndlistarmaður. Tímamynd: Ámi Bjama Stofuljóð: Ný ljóðabók - nýtt skáld Út er komin ljóðabókin Stofuljóð eftir Halldóra Thoroddsen. Hall- dóra er myndlistarmaður og út- litsteiknari á Tímanum og er þetta hennar fyrsta ljóðabók. Ljóðin í bókinni er flest ný eða nýleg, ort á þessu ári. Bókin er 40 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðju GuðjónsÓ hf. og gefin út af höf- undi sjálfum. Síðasta orðið Iðunn hefur gefið út nýja skáld- sögu eftir Steinunni Sigurðar- dóttur rithöfund. Nefnist hún Síðasta orðið og er viðamikið og framlegt skáldverk þar sem höf- undurinn leikur sér listilega að máli og stíl. í kynningu útgefanda á efni sög- unnar segir: Að landlæknisdótt- urinni glæsilegu, Öldu Ivarsen, standa sterkir stofnar valmenna og kvensköranga. Hér stíga ætt- menni hennar fram á sjónarsvið- ið, eitt af öðra, séð með augum samferðarmanna sinna. Þetta er mikill ættbogi, „þrútinn af lítil- læti, manngæsku og stórhug", en byrgir bresti sína og leyndarmál bak við luktar dyr. í þessari margslungnu og áleitnu skáldsögu Steinunnar Sigurðar- dóttur er saga þessa fólks sögð í eftirmælum, greinum og sendi- bréfum héðan og að handan. Öll er sú saga ofin ísmeygilegri kímni, nöpra háði og einlægri samúð. Og eins og oft gerist í eft- irmælum segir það sem ósagt er látið einatt hálfa söguna. Bókin er prentuð í Odda hf. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið verður [ Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk. Velunnarar flokksins eru hvattir til aö greiða heimsenda gíróseðla fyr- ir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða ( slma 91- 674580. Framsóknarfíokkurínn Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opiö alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guöbjörg, verður é staðnum. Simi 92-11070. Framsóknarfélögin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sfmi 43222. K.F.R. Suöurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Siminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Aukakjördæmisþing í Vesturlandskjördæmi Aukakjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi haldið að Hótel Borg- arnesi sunnudaginn 2. desember kl. 10. Dagskrá: Forval og frágangur framboðslista Framsóknarflokksins í Vesturiands- kjördæmi til alþingiskosninganna 1991. Væntanlegir þátttakendur í forvali hafi samband við formann uppstillingar- nefndar, Elis Jónsson Borgamesi, s: 71195. Borgnesingar- Bæjarmálefni I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgarnesi verða á staönum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgamesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Aðalfundur Framsóknar- félags Skagafjarðar veröur haldinn I Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 30. nóv- ember kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þingmenn flokksins i kjördæminu mæta á fundinn og ræða stjóm- málaviðhorfiö. Stjórnin. Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum ártegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverðlaun ferð til Akureyrar fyrir 2, gist á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverölaun. Mætiö öll. Stjómin Noröurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná I rit- stjóra alla daga í síma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.