Tíminn - 29.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 29. nóvember 1990 ÍRAK IRAKAR FYLKJA SÉRAD BAKIFOR- INGJA SÍNUM — lítil hætta á uppreisn innanlands Ekki líður sá dagur að umheiminum berist ekki nýjar frétt- ir af ástandinu við Persaflóa og gífuryrðum andstæðing- anna. Stríðshættan virðist aukast dag frá degi, en ekki ból- ar á þeirrí uppreisn innanlands í írak sem sumir vestrænir hernaðarsérfræðingar hafa gert sér vonir um. Eftirfarandi frásögn af tilfinningum íraskra borgara í garð leiðtoga síns er tekin að láni úr breska blaðinu The Sunday Times. Hollusta Nihads al-Sadi við leið- toga sinn, Saddam Hassan, á sér engin takmörk. Hann hefur málað 45 veggmyndir af foringjanum í meira en líkamsstærð og nú vildi hann gera gott betur. Hann mætti í blóðbanka í Bagdad og fór fram á að sér yrði tekið blóð, til að mála með því enn eina mynd af hinum mikla manni. Listamaðurinn skýrði það út fyrir starfsfólkinu að þegar ástandið væri jafnalvarlegt og nú, dygði ekki að mála 18 metra háar mynd- ir af Saddam til að sýna tryggð sína. Þess vegna vildi hann nú fá blóð úr sjálfum sér til málningar- vinnunnar, „bara einn desílítra". Þegar honum var synjað bónarinn- ar í blóðbankanum fann hann mis- kunnsama hjúkrunarkonu við Ibn al-Nafis kennslusjúkrahúsið, sem með því kom í veg fyrir að hann stæði við eið sinn um að kaupa hníf og skera á æðar sínar sjálfur. „Augu hans eru sem sverð“ AI-Sadi var ákafur að sýna ást sína. Hann hellti blóði sínu í bikar, dýfði í pensli og tók til við að mála blóðrautt höfuð á hvíta pappírsörk. Yfirskegg fór á sinn stað, dregið vatnsþynntu blóði. Myndin þykir líkjast Saddam Hussein nokkuð vel og verður gefið heiðursrými á sýningu í Bagdad í nóvember. E.t.v. má segja að A1 Sadi sýni hollustu sína við Saddam á sér- viskulegan hátt, en hann er síður en svo einn um það að dást að hon- um. írakar leggja sig fram um að sýna fram á aðdáun sína á foringja sínum. Abdul Razzaq Abdul Wa- had, lárviðarskáld landsins, hefur ort óð til Saddams, þar sem hon- um er lýst svo að „augu hans eru sem sverð". Óánægja með hátt vöruverð, vöruskort og útlit fyrir stríð En það eru svo sem ekki allir ír- akar svona auðmjúkir. í Bagdad hefur ólgað óánægja vegna hás vöruverðs, skorts og útlitsins fyrir enn eitt stríðið. Flestir írakar vildu gjarna draga sig tilbaka frá Kúvæt hið fyrsta ef það yrði til þess að endi væri bundinn á líkurnar fyrir því að átök við herliðið undir for- ystu Bandaríkjamanna við Persa- flóa brjótist út. Hernaðarsérfræðingar í Washing- ton létu sig dreyma um að virkja þessa óánægju í innanlandsupp- reisn, sem steypti Saddam af stóli og bjargaði þannig bandalagsríkj- unum frá tortímandi styrjöld. Þeir gerðu sér vonir um að andstaðan innanlands yxi ef viðskiptabann gerði almenningi lífið leitt og hernaðarógnunin gerði ólíklegt að fólk kæmist af. En eftir hátt í fjög- urra mánaða umsátur og saman- söfnun geysimikils herafla í suðri eru engin merki sjáanleg um að slíkri uppreisn verði hrint af stað. Almenningur hefur nóg að bíta og brenna og á skikkanlegu verði í viðtölum við íraka og stjórnarer- indreka kemur í ljós að þó að verð- lag á sumum vörum hafi hækkað um 20% vegna viðskiptabannsins og dregið úr verksmiðjufram- leiðslu um u.þ.b. 30%, hefur bann- ið ekki enn haft nein afgerandi áhrif. Nauðsynjar eins og hveiti og matarolía eru að vísu skammtaðar en fást enn við lágu, niðurgreiddu verði. Kaupmenn segjast hafa allt að því ársbirgðir af vörum, og við þær bætast munaðarvörur sem rænt hefur verið frá Kúvæt. Jafnvel írakar sem gagnrýna Saddam í einkaviðræðum, hafa áhyggjur af að ringulreið myndi skapast ef pólitíska ástandið breyttist. Þeir minnast hinna sí- felldu blóðugu byltinga sem gerð- ar voru í kjölfarið á afnámi kon- ungdæmisins 1958 og héldu áfram allt þangað til Saddam kom á reglu, með grimmd, eftir að Ba’ath-flokkurinn hrifsaði völdin 1968. Því er það að meðan óánægðir ír- akar hafa lítið meira aðhafst en að vonast til að Saddam falli, hafa milljónir skoðanabræðra al-Sadis fylkt sér um ríkisstjórn sem hefur reynst þeim vel. Sem dæmi má nefna að listamaðurinn þiggur nú laun fyrir að hanna minnismerki þar sem sigur Saddams í stríðinu milli írans og íraks er lofsunginn. Fyrirmyndin að minnismerkinu er ævaforn orrusta þar sem Arabar sigruðu Persa. Þeir sem heim- sækja minnismerkið eiga kost á því að hlýða á upptökur af símtöl- um sem Saddam átti við hershöfð- ingja sína. Utanaökomandi ógnun þjappar fólkinu saman írakar í lægri virðingarstöðum líta einnig svo á að hagsmunir þeirra og stjórnarinnar fari saman. Um 260,000 manna starfa í ýmsum ör- yggissveitum og til viðbótar er ein og hálf milljón manna félagar í Ba’ath-flokknum eða stuðnings- menn hans. íröskum stjórnvöldum hefur tek- ist ágætlega að innræta þegnum Listamaöurinn Nihad al-Sadi hef- ur málað 45 veggmyndir af Saddam Hussein í meira en lík- amsstærð. En nú, þegar mikið liggur við, lætur hann taka sér blóð sem hann notar til að mála andlitsmyndir af foringjanum. sínum þá tilfinningu að óvinir sitji um þá. „Það er okkar reynsla að ír- akar fylkjast enn frekar um for- ystumenn sína þegar þeim fmnst sér ógnað," segir háttsettur írask- ur embættismaður. „Fólk sem finnst sér ógnað í daglegu lífi snýst æ meir gegn þeim sem ógnunina hefur í frammi. Þetta reyndist rétt í stríðinu við írani og þetta er svona núna.“ íraskir fjölmiðlar sýna hersafnað- inn við Persaflóa sem innrás óvin- veitts heimsveldishers í Miðaust- urlönd, og nefna aldrei að innrás fraka í Kúvæt hafi hleypt hættu- ástandinu af stað. Fjölmiðlarnir birta frásagnir af því hvernig þeirra mönnum tekst að sigrast á við- skiptabanninu. „Þó að óhróðursherferðin gegn írak, sem stjórnað er af Ameríkön- um, hafi orðið til þess að írösk börn fá ekki lengur mjólk," var óljós uppsláttarfrásögn Bagdad- blaðsins Observer nýlega, „hefur henni ekki tekist að koma í veg fyr- ir að íraskir lesendur fái bækur í hendur.” Dagblaðið al-Qaddissiyah bauð lesendum sínum upp á upp- skriftir að því hvernig notast má við döðlur í stað innflutts sykurs. Á hverjum degi birta blöðin frásagn- ir af fjölskyldum sem hafa ræktað grænmeti í „sigurgörðum". Frændur Saddams í háar stöður Að áliti sérfræðinga á andstaðan við Saddam ekki eftir að koma frá almenningi á götunum, heldur þeim sem ofar standa í virðingar- stiganum. En jafnvel þar hafa menn sameinast um foringja sinn. Gamlir félagar í Ba’ath-flokknum, eins og Tariq Aziz utanríkisráð- herra og Taha Yasin Ramadan að- stoðarforsætisráðherra, hafa lengi átt stirð samskipti við þá sem þeir líta á sem „nýgræðinga” í innsta hring Saddams. En nú virðast gömlu, grónu flokksmennirnir hafa lagt allt ósamkomulag til hliðar og sýna Saddam óhagganlegan stuðning, og sömuleiðis hefur fjölskylda hans þjappað sér saman. Nýíega tók Hussein Kamel, iðnaðar- og hergagnaframleiðsluráðherra, frændi Saddams sem giftist dóttur hans, við embætti olíumálaráð- herra, sem Issam al-Chlabi hafði gegnt en var rekinn eftir að hann fyrirskipaði óvinsæla skömmtun á bensíni. Annar valdamikill frændi Saddams, Ali Hassan al-Majid, gegnir embætti sem hann er ekki öfundsverður af, hann er ríkis- stjóri í Kúvæt. Andóf og ótryggð þurrkuð út Sérhver vottur af andófi eða ótryggð hefur verið þurrkaður út. Fyrir skemmstu leysti Saddam yf- irmann herráðsins frá störfum og setti aðstoðarmann hans í hans stað. Ástæðan er sögð sú að hers- höfðingjanum hafði láðst aö segja foringjanum að hann hefði fengið bréf frá fyrrum yfirmönnum í hernum þar sem þeir lögðu fast að honum að koma í veg fyrir stór- slys. Saddam veit að það er trúlega að- eins frá hernum sem raunveruleg uppreisn gæti komið og hann vildi vara þá við sem ábyrgðina bæru. Á því sem næst hverju kvöldi kemur hann fram í sjónvarpi í forsæti herráðsins, klæddur bardagabún- ingi hersins sem er eftirlætisein- kennisbúningur hans þessa dag- ana. Myndunum er beint að skot- gröfunum í Kúvæt og þar taka her- mennirnir vel eftir hvernig sýningarnar eru matreiddar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.