Tíminn - 29.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 29. nóvember 1990 Aukin þjónusta samþykkt á aðalfundi Félags sérleyfishafa: Hraðheimsendingarþjónusla og þjónusta um borð í lútum Á aðalfundi Félags sérleyfishafa, sem haldinn var á Húsavík nú fyrir stuttu, var m.a. fjallað um að taka upp nýja þjónustu við al- menning, sem kölluð er „express“-heimsendingarþjónusta. Gunnar Sveinsson, framkvæmda- stjóri félagsins og forstjóri BSÍ, sagði að félagið væri að byrja að skipuleggja þessa þjónustu. Hún væri hugsuð þannig að ef einhver þarf að senda pakka, t.d frá Akur- eyri til Reykjavíkur, þá myndi við- komandi hringja í umferðarmið- stöðina á Akureyri og óska eftir því að pakkinn yrði sendur „express", eða með hraði, til Reykjavíkur. Leigubfll kæmi þá og sækti pakk- ann og kæmi honum á umferðar- miðstöðina þar sem pakkinn yrði sendur strax með rútu til Reykja- víkur. Þar tæki leigubfll við hon- um og æki honum til viðtakanda. Hugmyndin að þessari þjónustu er að sögn Gunnars sótt til Finn- lands, þar sem svipuð þjónusta iyr- irfinnst. Fleiri nýjungar voru ræddar á fundinum, eins og þjón- usta um borð í sérleyfisbflum og sérstakt átak í kynningarmálum sérleyfishafa. Harkaleg gagnrýni kom fram á fundinum á nýlega reglugerð um merki fyrir skólabifreiðar og telur félagið reglugerðina á engan hátt samrýmast íslenskum aðstæðum. Reglugerð þessi heitir „Um merki á skólabflum" nr. 279/1989 og er sett af Dómsmálaráðuneytinu. Gunnar sagði að þegar reglugerð þessi var samin, hefði ekkert sam- ráð verið haft við Félag sérleyfis- hafa. Nú, þegar hún ætti að taka gildi, sæist fyrst hve miklir gallar væru á henni. Reglugerðin væri samin upp úr sambærilegum er- lendum reglum og væri t.d. gert ráð fyrir sérstökum merkjum sem skrúfuð yrðu föst á bflana. Sagði Gunnar að íslenskar aðstæður væru allt aðrar en erlendis og að félagið sæi ekki tilganginn í því að merkja bflana eins og jólatré. Allir þeir bflar sem notaðir eru í skóla- akstur eru einnig notaðir í hvers konar aðra starfsemi og heppilegra væri að nota einhverskonar með- færilegri merkingar sem auðvelt væri að koma fyrir og taka af bflun- um þar sem taka þyrfti merkin af þegar bíllinn færi í annan akstur en skólaakstur. Þá var einnig gagnrýnd á fundin- um reglugerð um gerð og búnað ökutækja, en þar eru teknar upp reglur frá Norðurlöndum sem henta mjög illa við íslenskar að- stæður, að sögn Gunnars. Bætti hann við að sumar af þessum regl- um sköpuðu hreinlega slysahættu. Táldi Gunnar að allt of lítið væri haft samráð við sérleyfishafa, er reglugerðir er tengdust þeim og þeirra starfsemi væru settar. Mikil fjölgun íslenskra farþega með sérleyfisbflum var á síðasta ári, eða um 7% á Iandinu öllu. Er það breyting frá undanförnum ár- um. Vildi Gunnar meina að marg- ar ástæður lægju að baki þessari farþegafjölgun. Sagði hann að menn væru farnir að átta sig á því hvað kostaði að reka einkabflinn og að ferðir með sérleyfishöfum gætu sparað bifreiðaeigendum þó nokkurt fé í stað þess að nota eigin bifreiðar í allar ferðir út á land. Þá sagði hann það staðreynd að menn nota rútuna meira þegar erfiðir vetur ganga yfir. Þá sagði Gunnar að verðlagsþróun hefði verið þann- ig að hlutfallslega ódýrara væri að ferðast með rútu-en öðrum farar- tækjum, t.d. væru flugferðir mun dýrari. Veruleg fjölgun hefúr einnig ver- ið á erlendum farþegum sérleyfis- bifreiða. Ágúst Hafberg, sem verið hefur formaður Félags sérleyfishafa und- anfarin 20 ár, baðst undan endur- kjöri á fundinum. Var honum þökkuð farsæl forusta fyrir Félagi sérleyfishafa. Nýr formaður var kjörinn Þorvarður Guðjónsson -khg. Fjármagnskostnaður við Baldur 145 milljónir Fjármagnskostnaður vegna smíði Breiðafjarðarferjunnar Baldurs nam tæpum 145 millj- ónum króna. Heildarkostnaður vegna smíði bátsins er orðinn rúmar 414 milljónir króna, en henni er enn ekki fulllokið. Þetta kom fram í svari samgönguráð- herra við fyrirspurn Eiðs Guðna- sonar alþingismanns um kostnað við smíði Baldurs. Sjálfur smíðakostnaðurinn er orðinn tæpar 257 milljónir króna. Hönnunar- og reksturskostnaður er 12,4 milljónir og fjármagns- kostnaður og annar lántöku- kostnaður 145 milljónir. Þar af er stimpilgjald, lántökugjald og annar opinber kostnaður við ián- töku um 14 milljónir. Gengis- munur er rúm 58,6 milljónir króna. í fyrirspurn Eiðs er spurt hvort ráðherra telji eðlilegt að sami að- ili annist útboð, hönnun, eftirlit og umboðsstörf fyrir flokkunarfé- lag. í svar ráðherra kemur fram að eðlilegt sé að saman fari hönn- un og útboð. Einnig að eðlilegt sé að sami aðili leggi mat á tilboð, vegna þess að mesta þekking á verkefninu á þeim tíma er hjá honum. Hins vegar segir í svarinu að eðlilegt sé að óháður aðili ann- ist eftirlitsstörf með verkefnum eins og smíði ferju. Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi smíðaði Breiðafjarðarferjuna. -EÓ Breiðafjarðarferjan Baldur. Kennsla fyrir konur frá fjarlægum löndum Starfshópur, sem félagsmálaráð- herra fól að fjalla um málefni kvenna frá fjarlægum menningar- svæðum, hefur lokið störfum. Starfshópurinn var sammála um að höfuðáherslu bæri að leggja á tvö atriði til aöstoðar konunum. 1. Fræðslu um íslenskt samfélag ann- Fyrstu aukatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu starfs- ári verða haldnir í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00. Þessir tónleikar koma í stað áskriftartónleika, sem fella þurfti niður í apríl í fyrra af óviðráðanlegum ástæðum. Á efnisskránni eru þrjú verk: í minningu Benjamíns Brittens eftir Arvo Párt, Söngvarar dauðans eftir Modest Mussorgsí og Sinfónía nr. 13, Babi Jar, eftir Dmitri Sjostako- vits. Auk hljómsveitarinnar taka bassasöngvarar úr Karlakórnum ars vegar með útgáfu bæklings og hins vegar með námskeiðum. 2. ís- lenskukennslu. Starfshópurinn hefur þegar samið bækling og fjallar hann í aðalatrið- um um: Ríkisborgararétt, atvinnu- leyfi, almannatryggingar, félags- þjónustu, heilbrigðismál, skólamál Fóstbræðrum og Karlakór Reykja- víkur ásamt 10 breskum bassa- söngvurum þátt í flutningi 13. sin- fóníu Sjostakovits. Einsöngvari verður danski söngvarinn Aage Haugland og kórstjóri er Peter Locke. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum verður Eistlendingurinn Eri Klas. Áskrifendur síðasta starfsárs hafa fengið miða á tónleikana senda heim til sín. Einnig eru miðar seldir á skrifstofu hljómsveitarinnar í Há- skólabíó og í miðasölunni við upp- og skattamál auk fleiri atriða. Bæk- lingurinn mun á næstunni koma út í enskri þýðingu, en síðan koma út á tælensku og kínversku. Lögð er áhersla á að efla íslensku- kennslu fyrir útlendinga og hefur menntamálaráðuneytið þegar styrkt námskeið í íslensku fyrir útiend- inga. Þar hefur verið reiknaður út kostnaður fyrir slíka kennslu. Talið er að þörf sé á að halda 5-7 nám- skeið. Starfshópurinn telur að fylgja þurfi eftir bæklingnum með nám- skeiðum. Rauði kross íslands hefur í hyggju að standa fyrir námskeiðum fyrir útlendinga, einkum af fjarlæg- um menningarsvæðum. Markmiðið með því er að gera erlendum borg- urum kleift að aðlagast íslensku þjóðfélagi og gerast virkir þátttak- endur. khg Sinfóníuhljómsveit íslands: TÓNLEIKAR í KVÖLD Ólafur Ragnar Grímsson oddviti sendinefndar PGA: Áskorun um bann við tilraunum með kjarnavopn Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra afhcnti sl. þriðjudag ásamt scndinefnd þingmannasamtakanna PGA staðgengli breska forsætisráð- herrans áskorun um að banna tilraunir með kjarnavopn. Á mánudag hafði nefndin afhent Mikhall Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, sams- konar áskorun. Ólafur Ragnar er oddviti þessarar sendinefndar og f gær átti hún að afhenda Bush Bandaríkjaforseta áskorunina, en Ólafur gat ekki tekið þátt í því, þar sem hann hélt heimleiðis í fyrrakvöld. Tvö þúsund þingmenn í nær fimmtíu löndum hafa skrifað undir áskorunina, og þar á meðal um helmingur íslcnskra þingmanna. Þing- mannasamtökin PGA hafa beitt sér mjög fyrir friðar- og afvopnunar- málum á síðasta áratug. Meðal heistu verkefna samtakanna hefur verið að bcrjast fyrir því að samþykkt verði algert bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Um þessi mál verður haldin alþjóðaráðstefna 118 ríkja í New York í janúar, og þar rædd tillaga um algert tilraunabann. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.