Tíminn - 05.12.1990, Qupperneq 8

Tíminn - 05.12.1990, Qupperneq 8
8 Tíminn Miðvikudagur 5. désember 1990 Miðvikudagur 5. desember 1990 Tíminn 9 ! » \Wm Reisugilli að Skógum undir Eyjafjöllum. Byggt yfir Pétursey og héraðsskjölin: Nýtt safnahús orðið fokhelt Qg hAwÁi iw Meitili l%MMiilr«iy 99 Þórður gamli þraukar enn Það er ávallt stór stund þegar áfangi næst í málum sem lengi hafa verið draumur manna og brýn þörf er fyrir. Einn slíkur hefur náðst í byggingu við- byggingar við byggðasafnið að Skógum, en húsið telst nú fokheiL Grunnur húss- ins var steyptur á sl. ári, en húsið var síð- an steypt upp og gert fokhelt á þessu ári. Húsið verður fyrst og fremst notað fyrir byggðasafnið á Skógum, safn Rangæinga og V- Skaftfellinga, en auk þess verður þar héraðsskjalasafn. Af þessu tilefni bauð byggingarnefnd hússins nokkrum gestum til samsætis í félagsheimilinu að Skógum. En fyrst var húsið skoðað og aridtektar gerðu grein fyrir byggingu þess. í máli þeirra kom fram að nýja húsið, sem er á þrem hæðum og 750 fermetrar að flatarmáli — þrisvar sinnum stærra en það gamla. Verktakar hafa frá upphafi verið Byggingaþjón- ustan á Hvolsvelli og Klakkur í Vík. Þeir hafa staðið við bæði kostnaðar- og tímaáætlanir og eiga hrós skilið fyrir það. Eftir að gestir höfðu skoðað nýbygginguna var haldið til samsætis í félagsheimilið að Skógum þar sem nokkrir gesta tóku til máls. 16-17 þús. manna aðsókn Fyrstur talaði í samsætinu Friðjón Guðröðar- son sýslumaður, formaður bygginganefndar. í máli hans kom fram að árið 1990 mætti áætla að gestir safnsins í Skógum verði milli 16 og 17 þúsund manns. Til samanburðar nefndi Friðjón að á venjuleg byggðasöfn væri algeng aðsókn 1- 2 þúsund manns á ári. í máli Friðjóns og ann- arra ræðumanna kom einnig fram að ekki væri ljóst hvenær nýbyggingin yrði tilbúin. Fram- kvæmdir væru dýrar og ekki margir stæðu undir kostnaði við hana og enn sem komið væri hefði ríkið ekki lagt neitt til hennar, en eins og Þórður Tómasson safnvörður orðaði það við Tímann: „Við lifum í góðri von með það.“ Þess skal einnig getið að aðsókn að safninu er mest yfir sumarmánuðina og þá líður varla sá dagur að safnið sé ekki fullt út úr dyrum. Á þessari staðreynd má sjá að þessi bygging er löngu tímabær, enda er safnið orðið heims- frægt fyrir langa löngu og fjölmargir gripir þess hafa legið undir skemmdum vegna plássleysis. í máli Friðjóns kom einnig fram hve samvinna sýslnanna er mikil. Hann þakkaði V- Skaftfell- ingum fyrir raunsnarlega þátttöku og góða samvinnu við Rangæinga um nýbyggingu safrisins, en safnið er í eigu sýslnanna beggja. Fleiri gestir tóku til máls, svo sem Þór Magn- ússon þjóðminjavörður, Jón R. Hjálmarsson fyrrverandi fræðslustjóri og formenn héraðs- nefnda Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslna. í máli allra kom fram ánægja með þessa bygg- ingu og ekki síður með það starf sem Þórður Tómasson safnvörður hefur innt af hendi við það og uppbyggingu þess. í Skógaskóla Nýja viðbyggingin fellur óvenju vel að upphaflegri safnhúsbyggingu að Skógum. Það var fyrir 40 árum að Magnús Gíslason, skólastjóri og þjóðháttafræðingur í Skógum, opnaði héraðsskólann fyrir því reifabami sem byggðasafnið var. Lítil var stofan sem hýsti fyrstu safnmuni þess. Þjóðhaginn ógieyman- legi, Sigurjón Magnússon í Hvammi, innréttaði stofuna og smíðaði fyrstu sýningarpúltin sem enn eru í notkun. Hann er einn þeirra mörgu sem lifa í safninu í listgripum þess. Sumarsýningar safnsins voru uppi í kennslu- stofum Skógaskóla til ársins 1954. Magnús Gíslason og William Möller kennari önnuðust þær. Árið 1954 var gamla safnhúsið reist eftir teikningum húsameistara Skógaskóla, Matthí- asar Einarssonar. { því húsi hefur safnið verið varðveitt til þessa. Þegar húsið var reist komst stærsti og merk- asti gripur safnsins, áraskipið Pétursey, í húsa- skjól og fyrstu fjármunina til hússins gaf ástvin- ur Péturseyjar, ef svo mætti að orði komast, Eyjólfur Guðmundsson rithöfundur að Hvoli. Það var einmitt faðir hans, Guðmundur í Eyjar- hólum, sem verið hafði formaður á Péturseynni og var bæði afla- og farsæll svo af bar. Um hann sagði Halldór Laxness að hann hefði verið gæddur réttskyni sem gerði honum mögulegt að sjá farsælustu lausn í hverju máli, þar sem aðrir sáu enga lausn. Á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974 gaf Kaupfélag Rangæinga safninu kærkomna og rausnarlega peningagjöf. Fyrir hana var reist stórt geymsluhús sem bjargað hefúr mörgum merkum munum frá eyðingu. Þórður kemur Þórður Tómasson flutti að Skógum árið 1959 og tók við forstöðu safnsins. Nokkrum árum síðar hófst hann handa við að endurbyggja hin gömlu hús sem eru stolt safnsins og færa gesti umsvifalaust inn í aðstæður lífs á liðnum tím- um. Meðal þessara húsa eru gömlu bæjarhúsin frá Holti og Skál undir Eyjafjöllum og sam- stæðu húsa frá 19. öld. Þórður Tómasson safnvörður minntist í ræðu sinni gamalla vina í byggðasafnsnefnd sem horfnir eru, þeirra Guðmundar Erlendssonar á Núpi, ísaks Eiríkssonar íÁsi, Gissurar Gissurar- sonar í Selkoti, Sveins Einarssonar á Reyni, Jóns Þorsteinssonar sýslufulltrúa í Norðurvík og Óskars Jónssonar bókara í Vík, svo einhverj- ir séu nefndir. Það er skemmtilegt til þess að vita í þessu sam- bandi, að við byggingu nýja hússins hefur unn- ið sonarsonur Sveins á Reyni, Páll Jónsson, starfsmaður Klakks í Vík. Þórður Tómasson lét þess getið að afa Páls hefði vísast fallið vel í ei- lífðinni að sjá sonarson sinn leggja safninu lið í góðu verki. Auk Páls hefúr og annar sonarsonur manns, sem var mikill hvatamaður að því að safnið yrði reist á sínum tíma, starfað við nýbygginguna. Aðsókn er sem áður segir mikil, sérstaklega yf- ir sumartímann, og varla líður sá dagur að ekki fylli salarkynni safnsins og baðstofúr safnahús- anna söngur á mörgum þjóðtungum, þegar Þórður Tómasson safnvörður kynnir gestum hljóðfæri safnsins og leikur á þau og stjómar söng. Fáir safnverðir sýna söfn sín á jafn lifandi hátt og Þórður. Hann sýnir helst ekki neitt áhald eða hljóðfæri nema að sýna jafnframt hvemig það er notað eða hvemig leikið er á það. Nýja safnhúsið eða viðbyggingin er fallegt hús og skemmtilegt og fer vel við gamla húsið. Það Eftir Sigurgeir Ingólfsson í Hlíð, fréttaritara Tímans, °9 Stefán Asgrímsson Tímamynd: Sigurgeir Ingólfsson jaðrar við að óvanalegt sé að sjá hversu vel nýja húsið fer saman við það gamla. Húsin eru tengd saman með glerhýsi, nokkurs konar almenn- ingi eða umferðarmiðstöð. Þar inni er einnig stijgagangur sem tengir saman hæðir hússins. Ikjallara þess er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir fræðimann sem mun geta dvalið í safninu um stundarsakir við rannsóknir. Síðar meir mun hugmyndin vera að færa Péturseyna yfir í nýja húsið. Þar verða sett á hana segl og hún gerð sjóklár að öllu Ieyti. Það verður gaman að fylgj- ast með þeim framkvæmdum og nýjum um- búnaði skipsins, er gamla húsið var á sínum tíma byggt utan um. „Stíll nýja hússins er að nokkru leyti miðaður við það að hægt verði að setja Pétursey upp í því með rá og reiða, en skipið er dýrmætasti hlutur safnsins án efa, auk þess að vera sá fyrirferðar- mesti," sagði Þórður Tómasson við Tímann. Pétursey, Guðmundur formaður og Máríuhliðið Að sögn Þórðar var það Guðmundur Ólafsson, bóndi í Eyjarhólum, sem lengst af var formaður á Péturseynni og af því segir sonur Guðmundar, Eyjólfur rithöfundur Guðmundsson á Hvoli, margar sögur í bók sinni Pabbi og mamma. Guðmundur í Eyjarhólum reri lengst af úr svonefndu Máríuhliði við útfall Jökulsár á Sól- heimasandi en Máríuhlið er vestan árinnar. Að sögn Þórðar Tómassonar var það besta útræðið á svæðinu og væri það sjálfsagt enn. Miklar eyr- ar eru suður af útfalli Jökulsár sem draga úr afli brimsins. Þaðan gátu því Guðmundur og menn hans róið og lent, þótt annars staðar við suður- ströndina væri ófært. Guðmundur byrjaði róðra úr Máríuhliði árið 1862. Áður hafði hann kannað og fylgst með að- stæðum annars staðar á strandsvæðinu. Að sögn Þórðar er líklegt að áður en Guðmundur hóf útræði frá þessum stað, hafi róðrar verið stundaðir þaðan. Nafn staðarins benti til þess, svo og sú trú að þama yrði aldrei að skipi. Fleiri hófu sjóróðra úr Máríuhliði í kjölfar Guðmundar formanns á Pétursey og var byggð sjóbúð þar niðri á sandinum sem stóð um tíma. Vermenn komu víða að, bæði úr Mýrdal og und- an Eyjafjöllum, og var um langan veg að fara fyrir marga, þótt flestir kæmu á hestum sínum að morgni og færu síðan heim að kveldi að róðri loknum. Halldór Jónsson, kaupmaður íVík, keypti skip- ið um síðustu aldamót og var það notað bæði sem fiskibátur og uppskipunarbátur allt fram undir 1940. Það var síðan Jón Halldórsson kaupmaður, sonur Halldórs, sem gaf Péturs- eyna til byggðasafnsins að Skógum, en Eyjólfur, sonur Guðmundar formanns, gaf fyrstu fjár- upphæðina til að byggja yfir skipið eins og fyrr segir. Þórður Tómasson sagði að oftsinnis væri búið að breyta skipinu og endurbæta svo að ólíklegt væri að einhver fjöl væri enn eftir í því frá smíðaárinu 1855. „Gildi þess liggur bæði í sögu þess en einnig í því að það sýnir hið foma sunn- lenska skipalag — brimsandalag — lagað til ýt- inga og lendinga frá brimsöndum. Skip með þessu lagi em mjög ólík öðmm, t.d. Breiða- fjarðarskipum. Þau em miklu breiðari og til- tölulega beint á súð, enda skipunum ævinlega rennt við þegar lent var, og látið slá flötum upp í fjörusandinn. Þá ristu brimsandaskipin gmnnt og þurftu því ekki djúpt vatn til að kom- ast á flot. Þórður sagði að Pétursey hefði verið þungt í róðri. Hún var mikið skip og hafði 17 manna áhöfn og er tæpir 10 m að lengd og þrír að breidd. ........I......................£ &........ /; /• ••••■: ••:•••••■•■: v-y

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.