Tíminn - 11.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 11. desember 1990
ÚTLÖND
Stórsigur Lechs Walesa í pólsku kosningunum:
TVminski hótar kæru
en hefur verið stefnt
Ævintýramaðurinn Tyminski á nú undir högg að sækja í Póllandi.
Lech Walesa vann stórsigur í
seinni umferð pólsku forseta-
kosninganna sem fram fóru á
sunnudag. Walesa fékk 74,25%
atkvæða, en mótframbjóðandi
hans, viðskiptajöfurinn Stan-
islaw TVminski, fékk 25,75%
atkvæða. Lítil kosningaþátttaka
var, eða 53,4% miðað við
60,6% í fyrri umferðinni.
Kosningarnar virðast ætla að
draga dilk á eftir sér, því iym-
inski hefur hótað að kæra kosn-
inguna, en honum hefur sjálf-
um verið stefnt af yfirsaksókn-
ara fyrir meiðyrði í kosninga-
baráttunni.
Walesa skálaði í kampavíni í aðal-
stöðvum Samstöðu, óháðu verka-
lýðssamtakanna, með stuðnings-
mönnum sínum þegar ljóst þótti að
hann ynni stórsigur. Þúsundir
manna fögnuðu sigri hans. Walesa
hét því að reisa við efnahag Pól-
lands, m.a. með því að koma á
frjálsum markaði og byggja á evr-
ópsku þjóðskipulagi. Hann mun
taka við af lýrrverandi leiðtoga
kommúnista, Wojciech Jaruzelski,
síðar í mánuðinum. Walesa hefur
beðið Bogdan Borusiewicz um að
verða leiðtogi Samstöðu, en hann
hættir þar sjálfkrafa um leið og
hann tekur við forsetaembættinu.
Tyminski sagði að óréttlæti hefði
verið beittaf hálfu stuðningsmanna
Walesa. „Alla kosningabaráttuna
hefur fjöldi fólks lifað í ótta. Fólk er
barið í stórum stfl. Jafnvel börnin
eru hrædd,“ sagði Tyminski. Þegar
hann var spurður hvort hann hefði
einhver skilaboð til Walesa, sagðist
hann vona að Walesa gerði engin
mistök, því ef hann gerði það kæmi
nýr Tyminski sem væri miklu
sterkari en hann hefði verið í þess-
um kosningum.
Yfirsaksóknari ríkisins hefur
bannað Týminski að yfirgefa landið
vegna niðrandi ummæla hans um
Tadeusz Mazowiecki forsætisráð-
herra í fyrri umferð forsetakosn-
inganna. Týminski hefur verið
stefnt til yfirheyrslu. í grein 270 í
pólskum refsilögum er gert ráð fyr-
ir að hægt sé að setja menn í fang-
elsi fyrir að lítillækka æðstu stjórn-
málamenn landsins opinberlega.
Grein 270 hljóðar svo: „Hver sá
sem opinberlega ærumeiðir, spott-
ar eða lítillækkar pólsku þjóðina,
lýðveldið Pólland eða æðstu stjórn-
málamenn Iýðveldisins getur átt
von á fangelsisvist frá hálfu ári upp
í átta ár.“ Ekki náðist í lýminski til
að fá hans álit á þessu. Hann lét sig
hverfa eftir að hafa tilkynnt að
hann ætlaði að kæra kosningarnar.
Walesa sagði í seinustu viku að
hann hefði beðið yfirvöld um að
hleypa Tyminski ekki úr landi eftir
kosningarnar, vegna ummæla hans
um Mazowiecki og aðra í kosninga-
undirbúningnum. Walesa sagði á
sunnudaginn á blaðamannafundi,
eftir að sigur hans var í höfn, að
Tyminski ætti að biðjast afsökunar.
Reuter-SÞJ
Nóbels-
verólauna-
afhending
Aðstoðamaður utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, Anatoly
Kovalyov, tók við friðarverð-
iaunum Nóbels fyrir hönd Mik-
haii Gorbatsjovs, forseta Sovét-
ríkjanna, en verðlaunaafhend-
ingin fór fram í Ósió í gær.
Gorbatsjov fær verðlaunin fyr-
ir að eiga þátt í að binda enda á
kalda stríðið, kollvarpa stjóm-
um harðlínukommúnista í
Aústur-Evrópu og hjálpa til við
sameiningu Þýskalands.
í bréfi frá Gorbatsjov, sem Ko-
vaiyov las fyrir samkunduna,
sagði Gorbatsjov, sem gat ekki
tekið við verðlaununum vegna
annríkis heima fyrir, að heimin-
um stæði enn ógn af alræðis-
og árásarhneigð. Hann bætti við
að hann liti ekki á verðlaunin
sem persónulega viðurkenn-
ingu á sér, heldur sem viður-
kenningu á perestrojku og
breyttum hugsunarhætti í
stjómmálum sem sé mjög mik-
ilvægur fyrir framtíð mann-
kynsins.
Talsverð mótmæli gegn því að
Gorbatsjov hlyti friðarverðlaun-
in urðu fyrir utan sendiráð Nor-
egs í Moskvu. „Svo kann að
virðast að Gorbatsjov sé frjáls-
lyndur og lýðræðislegur, en
raunin er sú að hann gerir allt
til að sovéska heimsveldið haldi
velli,“ sagði Gorín, einn tíu
mótmælenda sem komu frá
Úkraínu. Reuter-SÞJ
Persaflói:
Kúvæt hefur
tapað 40 millj'-
örðum dollara
Enduruppbygging Kúvæts mun
að öllum líkindum taka fjögur ár
og kosta 40 milljarða dala, ef
gert er ráð fyrir að ekkert stríð
verði milli íraka og fjölþjóða-
hersins í Saudi-Arabíu og Irakar
fari frá Kúvæt fyrir 15. janúar,
að sögn stjórnvalda Kúvæt.
Samþykkt Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna um heimilun á
beitingu hervalds gegn frökum
15. janúar ef þeir hafi þá ekki yfir-
gefið Kúvæt og væntanlegar við-
ræður Bandaríkjanna og íraks
hafa vakið vonir íbúa Kúvæts um
að frelsun lands þeirra sé í nánd.
Kúvæt mun að sjálfsögðu krefjast
skaðabóta fyrir rán og skemmdir
sem írakar hafa unnið í Kúvæt, en
stjórnmálamenn og bankamenn
telja að írakar muni verða tregir
til að borga og jafnvel ekki borga
neitt.
íraskir hermenn hafa á kerfis-
bundinn hátt flutt ýmis verðmæti
frá Kúvæt, s.s. tækjabúnað
sjúkrahúsa, tölvur, símaklefa,
borð, stóla og bækur úr skólum.
Þeir hafa tæmt birgðageymslur,
brennt stjórnarskrifstofur og tek-
ið eigur almennings. Þeir hafa
einnig tekið gull- og gjaldeyris-
forða Kúvætbanka. Stjórnarfor-
maður Kúvætbanka hefur reiknað
út að það muni taka fjögur ár fyr-
ir Kúvæt að komast í sama horf og
fyrir innrásina, ef írakar fara frið-
samlega frá Kúvæt og skemma
ekki olíulindirnar og að sögn fyrr-
verandi fjármálaráðherra Kúvæts
mun það kosta allt upp í 40 millj-
arða dala.
Reuter-SÞJ
Mannskaöaveður í Bretlandi
Að minnsta kosti átta hafa látið líf-
ið í óveðri sem gekk yfir Bretlands-
eyjar um helgina og er talið hið
versta í tuttugu ár. Björgunarmenn
leituðu á sunnudag að hundruðum
ökumanna sem talið var að sætu
fastir í bifreiðum sínum í allt að
tveggja og hálfs metra háum snjó-
sköflum. Spáð er meirí snjókomu.
Nær allar samgöngur lágu niðri og
rafmagn fór af á mörgum stöðum.
Veðrið var verra eftir því sem norðar
dró. Margir leituðu skjóls í opinber-
um byggingum og á gististöðum.
Slæm veður hafa geisað víðar í Evr-
ópu. Á Spáni snjóaði mjög mikið í
gær í norðanverðu landinu sem hef-
ur orðið til þess að einangra þorp og
ferðamenn. Á Ítalíu var mikil úr-
koma í gær, bæði rigning og snjó-
koma. Snjór einangraði þorp á
Norður- Ítalíu og um það bil heim-
ingur Feneyja fór á kaf í flóðum.
Reuter-SÞJ
Volkswagen kaupir
þriðjung í Skoda
Á sunnudag var ákveðið að
tékkneska ríkisfyrirtækið
Skoda gengi í samstarf við
Volkswagen í Þýskalandi í
stað Renault-Volvo- sam-
steypunnar.
Að sögn stjórnvalda var tilboð
Volkswagen 8 milljarðar marka (5
milljarðar dollara) sem gefur 25-
33% eignaraðild, en tilboð Rena-
ult-Volvo 13 milljarðar franka (2.6
milljarðar dollara). Einnig gerði
tilboð Volkswagen ráð fyrir 8
milljarða fjárfestingu fyrir alda-
mót til þróunar og markaðssóknar
verksmiðjanna. Félagsleg hlið til-
boðsins var einnig mun betri hjá
Volkswagen en Renault-Volvo. Til-
boð Volkswagens veitti m.a. mun
meira atvinnuöryggi en tilboð
Renault- Volvo, að mati stéttarfé-
lags verkamanna í Skoda-verk-
smiðjunum.
24 bílaframleiðendur frá Japan,
Evrópu og Ameríku sýndu áhuga á
samstarfi við Skoda, en tveir
þeirra voru valdir úr hópnum fyrr
á þessu ári.
Reuter-SÞJ
Kosningar
á Grænlandi
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku landstjómarinnar, hef-
ur ákveðið að haída kosningar í
mars, tveimur mánuðum fyrr en
ráðgert hafði veríð, vegna óánægju
sem hefur hlotist með eyðslu ráð-
herra og þar vegur þyngst að lands-
sjóðurinn hefur greitt fyrir áfengi
sem ráðherrar hafa notað í einka-
þarfir.
Frá árinu 1988 hefur flokkur Motz-
feldts, Simut, setið í minnihluta-
stjórn með stuðningi Atassut. Nú
hefur Atassut hætt stuðningi sínum
vegna hneykslisins og er Motzfeldt
því nauðugur einn kostur að segja af
sér. Simut hefur verið í stjórn allt frá
upphafi heimastjórnartímabilsins á
Grænlandi árið 1979. Ritzau-SÞJ
Fréttavfiiiit
Nicosia - frakar vara Bandarfk-
in við því að þeir muni aldrei
sleppa Kúvæt.
Washington - Ágreiningur hefur
komiö upp milli Iraka og Banda-
ríkjamanna um dagsetningar á
sáttafundunum tveimur sem fyr-
irhugaðir eru milli utanrikisráð-
herra og forseta landanna
vegna Persaflóadeiiunnar.
Houston - Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og She-
vardnadze, utanrikisráðherra
Sovétrikjanna, hittast í heimabæ
Bakers til að ræða Persaflóa-
deiluna og hemaðarskipulagn-
ingu.
Baghdad - Hundruð vest-
rænna og japanskra gísla fóru
frá Baghdad í gær, en ákveðið
var á föstudaginn að sleppa öll-
um gíslum frá írak og Kúvæt.
Prag - Forseti Tékkóslóvakfu,
Vaclav Havel, sagði að Tékkó-
slóvakia væri á barmi efnahags-
kreppu og skoraöi á stjórnmála-
menn að gripa (taumana áöur
en það væri um seinan.
Bonn - Lothar de Maiziere, sið-
asti forsætisráðherra Austur-
Þýskalands, og nú flokksbróðir
Helmuts Kohl kanslara hefur
verið sakaður um að hafa njósn-
að fyrir kommúnista.
Varsjá - Pólsk yfirvöld hafa
stefnt Stanislaw Tyminski, sem
tapaði fyrir Lech Walesa i seinni
umferð forsetakosninganna, til
yfirheyrslu vegna meiðyrða um
forsætisráðherrann og bannað
honum að yfirgefa landið.
Bogota - Stjórnarher Kóiombiu
réðst i gær á höfuðstöðvar
stærsta skæruliðahópsins (
landinu.
London - Kuldabylgja frá norð-
urheimskautinu riður nú yfir Evr-
ópu. Að minnsta kosti átján hafa
látist af völdum veðurfarsins og
samgöngur hafa gengið illa.
Reuter-SÞJ