Tíminn - 11.12.1990, Side 8

Tíminn - 11.12.1990, Side 8
8 Tíminn Þriðjudagur 11. desember 1990 Bensínstöðvar: Varrúðarráðstafani r vegna birgðatanka Heilbrígðisnefnd fjallaöi á fundi sínum þann 19. október s.l. um umsókn Landsvirkjunar um leyfi til að setja upp bensínafgreiðslu og birgðatanka að Krókhálsi 7. Heilbrigðisnefndin taldi að eftir- farandi varúðarráðstafanir væru nauðsynlegar vegna umsóknarinn- ar: „1. Að fullnægjandi varnarþró sé undir eldsneytisgeymum og leiðsl- um og geti hún tekið við leka, sem samsvarar a.m.k. rúmtaki stærsta geymisins. 2. Að fullkominn búnað- ur sé fyrir hendi til að íylgjast megi reglulega með leka frá geymum og leiðslum. 3. Að tryggt sé að fari eldsneyti niður umhverfis átöppun- ardælur, berist það eftir yfirborði hlaðsins í olíugildru. 4. Að sjálfvirk- ur búnaður sé notaður við áfyllingu á eldsneytisgeyma, sem kemur í veg fyrir að þeir geti yfirfyllst. Frágangi við áfyllingarstúta eldsneytisgeyma sé þannig háttað að leki berist í varnarþró en ekki olíugildru." Ágúst Karlsson hjá Esso sagði að þeir hjá Esso væru búnir að setja upp nákvæma hæðarmælingu í birgðatanka á nokkrar bensínstöðv- ar, sem lesa mjög nákvæmlega hvað mikið magn sé í birgðatönkunum hverju sinni. Á þeim búnaði er líka viðvörunarbúnaður sem gefur til kynna ef birgðatankarnir eru alveg komnir að því að yfirfyllast. Einnig er í undirbúningi hjá Esso að koma upp sjálfvirkum búnaði á dreifing- arbílana, sem fylla á birgðatankana, sem kemur einnig í veg fyrir að birgðatankarnir yfirfyllist. Ágúst sagði að sá möguleiki væri alltaf fyrir hendi að birgðatankarnir gætu yfirfyllst þegar verið væri að dæla á þá, með þeim afleiðingum að olía færi í jarðveginn án þess að hann kannaðist við að það hefði gerst. Ágúst nefndi einnig að ástæða væri til að gæta fyllstu var- úðar í þessum efnum með tilliti til þess að halda jarðveginum ómeng- uðum. „Þó það sé kostnaðarsamt að koma upp sjálfvirkum búnaði, þá er það líka kostnaðarsamt að lenda í tjóni, þar sem þarf að skipta út jarðvegi og öðru eftir að olía hefur lekið út- fyrir birgðatankana, fyrir utan leið- indin sem slys af þessari gerð valda. Mjög lítið af eldsneyti eins og olíu þarf til þess að skemma stórt svæði af jarðvegi. Þess vegna eiga reglur eins og þessar sem koma frá heil- brigðisnefnd fullan rétt á sér,“ sagði Ágúst. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til að það væri kominn sjálfvirkur búnaður á bensínbíla hjá öðrum olíufélögum, en bjóst við að það væri í undirbúningi eins og hjá þeim í Esso. khg. Ferðaþjónusta bænda: UPPBYGGING Guöjón Guðjónsson, markaðsstjóri SS, og Lelfur Þórsson verk- smíöjustjóri með bWdraykt hangikjöt Sláturfélag Suðurlands: SS til Hvolsvallar Sláturfélag Suðurlands mun götu, en SS hefur reykt hangikjöt flytja starfsemí sína til Hvolsvall- frá árínu 1920. SS notar sér- ar fljótlcga, en starfsemi þeirra staka aðferð við reykingu á hefur verið staðsett við Skúla- hangikjöti sem kallast birkireyk- götu í Reykjavík frá miðjum ing og er notað íslenskt birki við þriðja áratug aldarinnar. SS hóf reykinguna. í ár býður SS upp á starfsemi sína 2. október 1907. nýjung í verkun á birkireyktu Má því búast við því að í ár sé hangikjöti: úrbeinað læri með síðasta jólavertíð SS í fram- legg og úrbeinaðan frampart með leiöslu á hangikjöti við Skúla- legg. —GEÓ Á aðalfundi Félags ferðaþjónustubænda, sem haldinn var föstudag- inn 30. nóvember s.l., kom m.a. fram að uppbygging hefur veríð greið hjá ferðaþjónustubændum á undanfömum árum og að rekst- ur síðasta árs hafi gengið vel. Paul Richardson, formaður FFB, flutti skýrslu stjórnar, en í henni segir m.a. að árangur ferðaþjón- ustubænda megi rekja til þess trausts sem FB hefur áunnið sér meðal ferðamanna og söluaðila í ferðaþjónustu. Paul benti einnig á í ræðu sinni að þótt afkoma hafi verið góð, þá þyrftu ferðaþjónustubændur að stuðla að betri nýtingu með því að lengja ferðamannatímann, sem væri með stysta móti hér á landi. Kosið var í stjórn félagsins á fund- inum og voru stjórnarmenn endur- kjörnir. Paul Richardson hefur verið formaður og framkvæmdastjóri s.l. fjögur ár, en hann gaf ekki kost á sér sem formaður nú. í stjórn Félags ferðaþjónustubænda sitja Valgeir Þorvaldssonn, Vatni á Höfðaströnd, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljóts- tungu, Ágúst Sigurðsson, Geita- skarði, Ingi Tryggvason, Narfastöð- um sem er jafnframt stjórnarfor- maður, og Paul Richardson, Eystra- Skagnesi, sem er framkvæmdastjóri félagsins. —GEÓ Fasteignamat hlunninda tífaldur nettóhagnaður af þeim á ári: Fasteignamat hækkaði um 57% á laxveiðiám Fasteignamat ríkisins hefur á ár- inu unnið að endurmati lax- og silungsveiðihlunninda í landinu. Fasteignamat hlunninda hækkaði nú alls um 57% milli ára, eða um Nýtt prestssetur á Hvammstanga Kristján Björnsson, prestur á Hvammstanga, mun í febrúar flytj- ast í nýtt húsnæði á Hvammstanga, en hann býr nú í Víðidal sem er um 20 km frá Hvammstanga. Sam- kvæmt nýjum lögum, sem tóku í gildi í sumar, er prestinum, sem þjónar því prestakalli er Kristján þjónar, skylt að búa á Hvamms- tanga. Brugðið var á það ráð að kaupa hús á Hvammstanga fyrir prestinn frekar en að byggja til að flýta fyrir aðgerðum. Kristján þjónaði áður prestakalli fyrir Tjarnarkirkju, Breiðabólstaðar- kirkju, Vesturhópshóla og Víðidals- tungu, en samkvæmt nýju lögunum hefur hann þjónað síðan í haust Hvammstangakirkju, Tjarnarkirkju, Vesturhópshóla- og Breiðabólstað- arkirkju. Kristján sagði að hið nýja prestakall væri fjölmennara en það sem hann hefði þjónað áður, en minna landfræðilega. Presturinn í Miðfirði, sem áður þjónaði Hvammstangakirkju, tók við presta- kallinu í Víðidalstungu. khg. 45% meira en mat annarra fast- eigna í landinu. Þarna er um hækkun heildarmatsins að ræða, eða meðaltalshækkun, svo mat einstakra hlunninda getur hafa hækkað miklu meira, jafnvel margfaldast milli ára. Fasteigna- mat allra hlunninda er nú tæplega 5 milljarðar króna, eða litlu minna en mat allra jarðeigna í landinu. Að sögn Magnúsar Ólafssonar, forstjóra Fasteignamats ríkisins, er fasteignamat veiðihlunninda fyrst og fremst reiknað út frá árs- reikningum veiðifélaga, sem Fast- eignamatið leitar eftir að fá sem víðast að. Miðað er við útkomu síð- ustu 3ja ára. Hlunnindin eru met- in sem tífaldur nettóhagnaður. Það þýðir t.d. að laxveiðihlunnindi, sem gefa af sér 100 þús. kr. nettó- arð, eru metin á eina milljón króna að fasteignamati. Matshlut- ar í hlunnindum eru nú rúmlega 4 þúsund á landinu öllu. Fasteigna- mat þeirra er tæplega 5.000 millj- ónir kr., sem fyrr segir, eða um 1.240 þús. kr. að meðaltali. Til nokkurs samanburðar má nefna, að fasteignamat alls rækt- aðs Iands - - 135 þúsund hektara — er um 4.570 milljónir kr. Og fasteignamat óræktaðs lands jarða um 1.830 milljónir kr., eða samtals um 6.400 milljónir samtals. Það er í kringum 1 milljón kr. á hverja jörð að meðaltali. - HEI Blásara- kvintett- inn heldur tónleika í dag, 11. desember, heldur Blása- rakvintett Reykjavíkur ásamt félög- um sína árlegu jólatónleika undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu". Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í Seltjarnarneskirkju. Þetta er í 10. sinn sem þeir félagar koma saman til að leika bjartar og hugljúf- ar blásaraserenöður fyrir borgarbúa í mesta skammdeginu fyrir jólin. Verkin sem leikin verða eru eftir Mozart, Triebensee, Castil-Blaze og Beethoven. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. 1 \ /1 Myndin vartekin á æfíngu í Seltjamameskirkju í síðustu viku. Tímamynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.