Tíminn - 14.12.1990, Page 10

Tíminn - 14.12.1990, Page 10
10 Tíminn Föstudagur 14. desember 1990 NYJAR BÆKUR Til Ameríku Setberg gefur út skáldsöguna Til Ameríku eftir finnska rithöfund- inn Antti Tuuri í þýðingu Njarð- ar P. Njarðvík. Erkki Hakala hef- ur flækst í þvílíka fjármálaóreiðu og skattavanskil, að hann sér þann kost vænstan að flýja und- an yfirvofandi málsókn og réttar- höldum. Hann kemur mikilli fjárfúlgu undan og stingur af með fulla tösku af peningum. Leið hans liggur til Florida, sem er orðinn eins konar griðastaður finnskra skattsvikara. En Amer- íka reynist Erkki Hakala engin paradís. Höfundurinn hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1985. Verð 2.750 kr. Rugl í ríminu Iðunn hefur gefið út bókina Rugl í ríminu eftir Rúnar Ár- mann Arthúrsson. Hér á ferðinni þriðja unglingabók höfundar, en hinar fyrri eru Algjörir byrjendur og Er andi í glasinu? Rugl í ríminu er mögnuð og margslungin saga sem hrífur les- andann á vit ótrúlegra atburða og ævintýra, hörkuspennandi allt til loka. Hér segir frá Hildi og stráknum með dularfullu fortíð- ina, en þau hefðu aldrei kynnst ef Hildur hefði gert eins og henni var ráðlagt. Þá hefðu þau líka misst af miklu. Krakkarnir fengu svo sannarlega að upplifa tímana tvenna og sumt var harla erfitt að útskýra fyrir öðrum, eins og inn- brot vopnaða mannsins og óvænta frammistöðu Lolla í spumingakeppni sjónvarpsins. Það gat að minnsta kosti enginn sagt að þau væru ekki reynslunni ríkari eftir tvísýnan eltingaleik. Bókin er prentuð í Odda hf. Mannraunir Fróði hf. hefur gefið út bókina Mannraunir eftir Sighvat Blönda- hl, er hefur að geyma sannar frá- sagnir af mannraunum sem nokkrir íslendingar hafa ratað í. Höfimdur bókarinnar hefur lengi verið félagi í Flugbjörgun- arsveitinni í Reykjavík og tekið virkan þátt í björgunarstörfum, auk þess sem harrn hefur um ára- bil lagt fyrir sig fjallgöngur bæði hér heima og erlendis. Sighvatur segir í bókimú frá eig- in reynslu, eins og t.d. þegar hann kom fyrstur að flaki lítillar flugvélar á Eiríksjökli og tók þátt í björgun tveggja manna sem í vélinni voru. Hann segir einnig frá flugslysi á Mosfellsheiði sem sannarlega fór betur en á horfðist og þegar manni var bjargað úr jökulsprungu á Vatnajökli. Þá segir Sighvatur frá eftirminnileg- um fjallgöngum, m.a. á Mount McKinley, hæsta fjall Norður- Ameríku, og hinn illræmda Ei- gertind í Ölpunum. Svikin Komin er úr bókin Svikin eftir Bandaríkjamanninn Stan Telchin. Bókagerðin Lilja annast útgáfuna í samvinnu við Samtök um kristna boðun meðal Gyðinga. í bókirtni er rakinn eins konar trú- arárekstur sem verður innan bandarískrar gyðingafjölskyldu þegar önnur dóttirin á heimilinu gerist kristin. Bókina þýddu sr. Magnús Guð- mundsson og Benedikt Jasonar- son en prentvinnsla fór fram hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Bókin er kilja og 144 bls. að stærð. DAGBOK Fríkirkjan í Reykjavík Laugardaginn 15. dcs. kl. 13.00 syngur kirkjukórinn við kirkjuna, ef vcður leyfir, annars inni. RARlKkórinn syngur kl. 16.00. Sunnudagur kl. 11.00: Bamaguðsþjón- usta. Helgilcikur, kór bamanna o.m.fl. Gestgjafi í söguhomi cr Iðunn Steinsdótt- ir, rithöfundur og kcnnari. Frá kl. 16.30 vcrða jólalög sungin í kirkjunni og lcikið á flautu, píanó og org- el. Kl. 17.00 jólavaka. Ræðu flytur Davíð Schcving Thorstcinsson ffamkvæmda- stjóri. Upplcstur Elva Gísladóttir leik- kona. Böm úr bamastarfi safnaðarins flytja hclgilcik. Bamakór Fríkirkjunnar, Kantötukórinn og Fríkirkjukórinn syngja. Einsöngvarar: Hanna Dóra Sturludótt- ir, Ragnar Davíðsson, Loftur Erlingsson, Auður Gunnarsdóttir og Sigurður Stcin- grímsson. Ilka Pctrovka Bcnkova lcikur á flautu, Pavcl Smid yngri á píanó og Vio- lcta Smid á orgcí. Stjómcndur Pavel Smid, Violcta Smid og Þuríður J. Sigurð- ardóttir. Miðvikudagur: Morgunandakl kl. 7.30. Cecil Haraldsson. N A G í B M A H F Ú Z Míramar Setberg hefur gefið út skáldsög- una Míramar eftir egypska Nób- elsskáldið Nagíb Mahfúz í þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar. Gömul grísk kona rekur gisti- heimilið Míramar í Alexandríu. Það ber merki um foman glæsi- brag, þótt það sé nú í nokkurri niðumíðslu. Utan sumartímans er erfitt að fá viðskiptavini, en þennan vetur hýsir gistiheimilið fimm gesti, tvo roskna og þrjá unga karlmenn og fjallar sagan um samband þeirra við þjón- ustustúlkuna, hina fögm bónda- dóttur Zóhm. Með heilbrigðu stolti sínu verð- ur hún miðdepill í mikilli flækju er snýst um ástir, völd og auðæfi. Bókin kostar 2380 kr. Breiðfirðingafélagið vcrður mcð kaffivcitingar fyrir cldri fé- laga sunnudaginn 16. dcsembcr kl. 15 í Brciðfirðingabúð 1 Faxafcni 14. Laugardagsganga Hana nú Vikulcg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað ffá Digrancsvegi 12 kl. 10.00. Litið upp úr jólabakstrinum og öðrum jólaundirbúningi og komið á góðra vina fúnd 1 laugardagsgöngunni. Búið ykkur vcl, scrstaklcga til fótanna. Nýlagað molakaffi. Grensáskirkja Æskulýðsstarf 10-12 ára í dag kl. 17. Laugarneskirkja Mæðra- og feðramorgnar föstudaga kl. 10 í safnaðarhcimilinu í umsjón Báru Frið- riksdóttur. Esjuganga Ferðafélagsins sunnudaginn 16. des. Kl. 10.30: Esja — Kcrhólakambur, vetr- arsólstöður. Gönguferð á Esju er alltaf tímabær og á sunnudaginn vcrður hin ár- lega Esjuganga Fcrðafélagsins um vctrar- sólstöður. Gcngið ffá Esjubergi á Kcr- hólakamb (856 m) og sömu leið til baka. Fólki á eigin farartækjum er vclkomið að slást i för. Munið að klæðast hlýjum föt- um, vindheldri yfirhöfn og hafa þægilega gönguskó á fótum. Það er á allra færi að ganga á Esju. Gangið með Ferðafélagi ís- lands og njótið öruggrar leiðsagnar. Vcrð kr. 1.000.-. Brottför ffá Umferðarmið- stöðinni, austanmcgin. Ferðafélag íslands óskar öllum gönguglöðum íslendingum gleðilegra jóla og bjóðum alla velkomna í hressandi gönguferðir á nýju ári. Ferðafélag íslands Frá Mæörastyrksnefnd Kópavogs Á vcgum Kvenfclagasambands Kópa- vogs starfar Mæðrastyrksnefnd. Rcynir nefndin að veita aðstoð þegar til hennar cr lcitað. Kópavogsbúar, vinsamlega hafið sam- band við okkur ef þið vitið af bágstöddum samborgurum. Sólveig s. 40531. Margrét s. 41080. Hansína s. 641721. Bókmenntadagskrá í Hafnarborg Laugardaginn 15. desember nk. kl. 16.00 vcrður bókmcnntadagskrá 1 kaffistofu Hafnarborgar. Eflirtaldir rithöfúndar munu Icsa úr nýútkomnum bókum sínum: Ámi Ibsen, Einar Már Guðmundsson, Guðrún Hclgadóttir, Kristín Loflsdóttir, Ólafúr Gunnarsson, Símon Jón, Steinunn Sigurðardóttir. í kaffistofú Hafnarborgar stendur nú einnig yfir sýning á verkum eftir tólf hafnfirska listamcnn. Öll verkin á sýning- unni eru til sölu á staðnum, en cinnig bjóða listamcnn þeim sem áhuga hafa að hcimsækja vinnustofúr sínar næstu vik- umar. Þcssi vísir að gallcrii í Hafnarfirði cr framtak listamannanna og til þess gcrt að bcnda bæjarbúum og öðmm á að öflugt myndlistarstarf blómgast í Firðinum. Kaffistofan cr opin alla daga frá kl. 11- 19. Sigrún Bima Bimisdóttir. í hillingum Út er komin bókin „í hillingum" cflir Sig- rúnu Bimu Bimisdóttur. Bókin hefúr að gcyma tólf stuttar smásögur sem fjalla cinkum um samskipti kynjanna í bliðu og stríðu. Þetta er fyrsta bók Sigrúnar Bimu. Hún hefúr lokið BA-prófi f bókmenntum frá Háskóla íslands. Sigrún Bima stundar nú nám 1 fomleifafræði á írlandi. Til eldri borgara Lokað verður 1 Risinu, Hverfisgötu 105, í dag föstudag. Gönguhrólfar hittast á morgun, laugardag, kl. 10 á Hverfisgötu 105. Tónleikar á Hellu Laugardaginn 15. desembcr kl. 16.00 vcrða haldnir opmbcrir tónleikar að Ár- túni 5 á Hellu, Rangárvöllum. Þórhallur Birgisson og Kathleen Beardcn leika á fiðlur, Helga Þórarinsdóttir á víólu, Nora Komblueh á selló, Óskar Ingólfsson á klarinettu og Snorri S. Birgisson á píanó. Á efhisskrá tónleikanna em tvö tón- verk: ldarinettukvintctt í A-dúr K 581 cft- ir Mozart og pianókvintett í f-moll op. 34 eflir Brahms. í efnisskrá tónlcikanna segir um verk- in: Klarinettukvintett f A-dúr K 581 eflir Mozart var ffumfluttur í Vínarborg i des- ember árið 1789. Mozart samdi vcrkið fyrir vin sinn Anton Stadler, sem var einn allra fremsti klarincttuleikari síns tíma. Stadlcr vann mikið að því að endurbæta og þróa hljóðfæri sitt. Kvintcttinn K 581 er eitt dýrasta djásn klarinettunnar. Píanókvintett f f-moll op. 34. Árið 1862 hóf Johannes Brahms (1833- 1897) að semja kvintctt fýrir 2 fiðlur, víólu og 2 selló, scm hann sendi síðan vini sínum, fiðlulcikaranum Joachim. Þcgar æfmgar hófúst sannfærðist Brahms um að hljóð- færaskipan sú sem hann haföi valið væri ekki sú heppilegasta og árið 1864 um- skrifaði hann tónsmíðina fyrir 2 píanó og flutti opinbcrlega ásamt Karl Tausig. Skömmu siðar breytti Brahms enn um og í júlí 1864 scndi hann útgcfanda sínum verkið i cndanlegri gerð, þcirri sem hér cr leikin: kvintett fyrir pianó og strcngja- kvartett. Brahms hcfúr brætt i eitt mót söng strcngjahljóðfæranna og mátt pí- anósins úr fyrri gcrðunum tvcimur. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verður á staðnum. Slml 92-11070. Framsóknarfélögin. Borgnesingar- Bæjarmálefni (vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgamesi verða á staönum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgamesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. Norðurtand vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná I rit- stjóra alla daga ( slma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að llta inn. K.S.F.S. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum árlegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverðlaun ferö tll Akureyrar fyrir 2, glst á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverðlaun. Mætið öll. Stjómln Keflvíkingar aglóð i Félaasheimilinu, Hafnargc Jólaglóð i Félagsheimilinu.Hafnargötu 62, nk. sunnudag 16. desember kl. 20.30. Upplestur, grín og gaman. Allir velunnarar Framsóknarflokksins velkomnir. __________________________Stjóm Fulltrúaráðsins. Keflvíkingar Bæjarmálafundur verður manudaginn 17. desember kl. 17.00 i Félags- heimilinu, Hafnargötu 62. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokksstarfið tímanlega - þ.e. fýrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið verður I Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk. Velunnarar flokkslns eru hvattir til að greiöa heimsenda gíróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I slma 91- 674580. Framsóknarfíokkurinn Jólahappdrætti S.U.F. Eftirfarandi númer hafa veriö dregin út I Jólahappdrætti S.U.F.: 1. des. 1. vinnlngur 2036,2. vinningur 974 2. des. 3. vinningur 3666,4. vinningur 20 3. des. 5. vinningur 3203, 6. vinningur 3530 4. des. 7. vinningur 5579, 8. vinningur 1452 5. des. 9. vinningur 3788,10. vinningur 5753 6. des. 11. vinningur 3935,12. vinningur 3354 7. des. 13. vinningur 5703,14. vinningur4815 8. des. 15. vinningur 2027,16. vinningur 2895 9. des. 17. vinningur 3261,18. vinningur 2201 10. des. 19. vinningur 3867,20. vinningur 5194 11. des. 21. vinningur 5984,22. vinningur 864 12. des. 23. vinningur 1195,24. vinningur 4874 13. des. 25. vinningur 1924, 26. vinningur 716 Dregin verða út tvö númer á hverjum degi fram til 24. des. Munið að greiða heimsenda glróseðla. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20. Sími 91-624480 eða 91-28408. Með kveðju. S.U.F.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.