Tíminn - 15.12.1990, Qupperneq 10
10 Tíminn
Laugardagur 15. desember 1990
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um gagnrýni á afskipti ríkisvaldsins af vaxtamálum:
„Eg blæs á slíkt“
Á síðustu dögum hafa óvenju miklar sviptingar verið í stjórnmála-
lífi landsmanna, einkum vegna umdeildra bráðabirgðalaga um
launamál sem sett voru í sumar. Um tíma virtist sem líf ríkisstjóm-
arinnar væri í hættu og rætt var um að forsætisráðherra hygðist
íjúfa þing og efna til kosninga í janúar. Nú hefur hins vegar komið
í ljós að ömggur meirihluti er fyrir bráðabirgðalögunum á Alþingi
og flest bendir til að ríkisstjómin sitji út kjörtímabilið.
Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra
var spuröur hvaöa áhrif þessir síðustu atburðir
hefðu haft á stjómina.
„Það er enginn vafi á því að þetta erfiða mál
hefur þjappað stjómarliðinu saman. Það sama
gerðist í fyrra þegar borið var fram vantraust á
ríkisstjómina. Þá þjöppuðu stjómarflokkamir
sér fastar saman. Það er í raun ótrúleg sam-
staða með þessum fjómm flokkum, sem eru
um margt ólíkir. Ég tel þar Stefán Valgeirsson
ekki með, en mér finnst hann hafa upp á síð-
kastið Ieikið tveim skjöldum. Ég er afar sáttur
við þessa niðurstöðu og tel hana sýna ólíkt
meiri samstöðu hjá stjómarfiokkunum heldur
en td. hjá Sjálfstæðisflokknum."
Telur þú að flokkamir gangi kannski til kosn-
inga sem ein heild?
„Eg ætla engu að spá um það hvort þessi nið-
urstaða verður til þess að þeir gangi til kosn-
inga í vor ákveðnir að vinna saman áfram. Ég
hef ekkert farið leynt með þá skoðun mína að
þetta stjómarsamstarf hefur verið gott og ég
held að allir verði í raun að viðurkenna að það
hefur komið ótrúlega miklu til leiðar. Hinu
neita ég ekki að það hefur oft á tíðum verið erf-
itt Flokkamir hafa þurft að ræða mjög mikið
saman um ýmis mál til að komast að sameigin-
legri niðurstöðu.
Eg get ekkert haft á móti því að þessir flokkar
vinni áfram saman, fái þeir meirihluta til þess
og nái þeir saman um málefhagrundvöll. Hins
vegar hefur Framsóknarflokkurinn ætíð haft
þá reglu að ganga óbundinn til kosninga. Ég
minni á að nokkrir alþýðuflokksmenn hafa gef-
ið yfirlýsingar um að þeir geti hugsað sér ann-
að stjómarmynstur eftir kosningar."
Kosið verður um efnahagsstefhu
ríkisstjómarinnar og stefnu
Sjálfstæðisflokksins
Er ekki Ijóst að í næstu kosningum verður
kosið um efnahagsstefnu þessarar ríkisstjómar
og efhahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins?
M held að jafnvel þótt nokkur tími líði frá
þessum síðustu atburðum, þá hljóti kosning-
arnar í vor að snúast annars vegar um ábyrga
og harða stefnu ríkisstjómar í efnahagsmálum
og hins vegar um þá óábyrgu stefnu sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur orðið uppvís að. Ég
held einnig að það hljóti að verða kosið um
frjálshyggjuna annars vegar og það sem mætti
kalla stjómhyggjuna hins vegar. Þegar ég tala
um stjómhyggju er ég ekki að tala um stefnu
sem byggir á höftum. Ríkisstjómin hefúr fylgt
þeirri stefnu að skapa aðstæður í þjóðfélaginu
fyrir samkomulag margra aðila á breiðum
gmnni sem hefur það að markmiði að hafa
áhrif á þróun mála.
Þegar Iitið er yfir þessa síðustu atburði og
maður reynir að finna einhverja vitræna skýr-
ingu á þeim, er augljóst að þama er um átök að
ræða á milli frjálshyggjunnar sem byggir á
óheftri markaðsstarfsemi og þeirrar stefnu
sem ríkisstjómin hefur fylgL Þetta kemur
mjög glöggt fram í skrifum Ellerts Schram rit-
stjóra. Þetta kemur aftur og aftur fram undir
rós í ræðum Þorsteins Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins. Og þetta kemur einnig
glöggt fram hjá Davíð Oddssyni, varaformanni
flokksins, t.d. í sjónvarpsþætti sem við tókum
báðir þátt í. Þar nefndi borgarstjóri þjóðarsátt-
ina „gervilausn". Þá hafa fræðimenn bent á
þetta sama, t.d. Guðmundur Magnússon pró-
fessor. Ég er því sannfærður um að þetta er
skýringin á upphlaupi Sjálfstæðisflokksins."
Þorsteinn Pálsson talaði um það á þingi í vik-
unni að þjóðarsáttin væri bara gamaldags mið-
stýrð launastefna. Tekur þú undir þetta sjónar-
mið hans?
„Nei, ég get alls ekki tekið undir að þetta sé
miðstýring. Það eru margir aðilar sem standa
að þessari þjóðarsátt Ríkisstjómin lagði
gmnninn að henni með aðgerðum á árinu
1989. Síðan voru línumar lagðar í kjarasamn-
ingum ASÍ og VSÍ/VMS og BSRB og ríkisins. Ef
menn vilja endilega kalla þetta einhvers konar
stýringu, þá er þetta fyrst og fremst samstýr-
ing. Eg get ekki séð að þjóðarsáttin gangi á
nokkum hátt gegn skynsamlegu markaðskerfi,
jafnvel þótt verkalýðshreyfingin reki áróður
gegn þeim verslunum sem hækka verðið mest.
Er það ekki leyfilegt? Eiga ekki viðskiptavinim-
ir rétt á að vera vel upplýstir um hvar boðið er
upp á ódýmstu vömna? Þjóðarsáttin einkenn-
ist fyrst og fremst af skynsamlegu frjálsræði,
stjómhyggju."
Þióðarsátt safnar eldd upp
vandamálum
Menn tala gjaman um að þetta eða hitt megi
ekki gera á tíma þjóðarsáttarinnar. Er ekki ver-
ið að safha upp vandamálum?
„Reynt hefur verið að forðast það. Þegar talað
er um að vandamál safnist upp er gjaman bent
á fjárlagadæmið. Ég vísa t.d. til athugasemda
sem Guðmundur Magnússon hefur gert Halli
á fjárlögum er ekki nýtt vandamál. Hann er bú-
inn að vera tit staðar í fjölda ára. í fjárlagadæm-
inu em gífúrlega stór viðfangsefni, sem stafa
kannski fyrst og fremst af því að útgjöld vaxa
stöðugt. í heilbrigðisþjónustunni em menn
famir að gera miklu fleiri hluti en áður vom
gerðir. Aðgerð á ökkla, eins og ég fór í fyrir
nokkmm dögum, hefði ekki verið gerð fýrir
tuttugu ámm. Menn em alltaf sem betur fer að
taka nýja tækni í þjónustu sína, en við höfum
ekki aflað tekna til að standa undir þjónust-
unni. Ég sé ekki að þetta komi þjóðarsáttinni
nokkum skapaðan hlut við. Það kann þó að
vera að sjálfstæðismenn telji að við hefðum átt
að skera þjónustuna stórkostlega niður. Vissu-
lega hefúr það verið liður í þjóðarsáttinni að
hækka ekki skatta. Ég viðurkenni að þegar
hagffæðingamir segja núna: „Eina vitið er að
hækka tekjuskattinn til að spoma gegn þenslu
og draga úr halla á fjárlögum", þá gerir þjóðar-
sáttin það erfitt. Það er hins vegar hrein vit-
leysa aö segja að vandamál safnist fyrir vegna
þjóöarsáttarinnar. Vandamál hlóðust upp þeg-
ar sett var á verðstöðvun hér áður fyrr og ég
held að mennimir séu að mgla þessu saman."
BHMR takí þátt í viðræðum við
aðila vinnumarkaðarins og
ríkisvaldið
Hvað telur þú að taki við í september 1991,
þegar gildandi kjarasamningar renna út?
„Ég tel að á sumarmánuðum fari vinnuveit-
endur, verkalýðshreyfingin, ríkisvaldið, BSRB,
bændur og vonandi BHMR að ræða saman um
hvers konar kjarasamningar eigi að taka við.
Inn í þær viðræður verður vitanlega að taka
hvem þátt sem veldur erfiðleikum, eins og t.d.
fjárlögin. Næsta ríkisstjóm verður að marka
stefnuna í fjárlagadæminu. Hún verður að
sjálfsögðu að halda áfram að gæta spamaðar og
aðhalds, en hún verður einnig að gera upp við
sig hvort hún ætlar að brúa bilið með auknum
sköttum eða með því að skera niöur þjónustu.
Ég fer ekki leynt með þá von mína að ef sam-
staða er um að ljúka samanburði á launum há-
skólamenntaðra manna utan og innan ríkis-
geirans, þá geti náðst samstaða um að leiðrétta
launamuninn ef niðurstaðan verður sú að leið-
réttingar er þörf. Þess vegna hef ég lagt mikla
áherslu á að þessum samanburði verði haldið
áfram og honum lokið. En leiðrétting á kjör-
um BHMR-manna verður að gerast í tengslum
við gerð annarra kjarasamninga."
Þú telur sem sé ekki að allt fari hér úr bönd-
unum í september 1991?
„Nei, ef skynsamlega er á málum haldið og
menn láta stjómast af stjómhyggju í stað
frjálshyggju, þá mun það ekki gerast. Ef hins
vegar allt er gefið ffjálst og stjómvöld ákveða
að hætta allri viðleitni til að hafa áhrif á ákvarð-
anir fyrirtækja og einstaklinga, má búast við
sprengingu í haust“
Margir hafa gagnrýnt hlut bankanna í þjóðar-
sáttinni. Verða þeir ekki að leggja meira á sig í
framtíðinni?
„Ég hef ásamt fleirum gagnrýnt bankana. Vit-
anlega er það mjög ánægjulegt að á fjármagns-
markaðinum skuli nú ríkja visst jafnvægi. Bent
hefur verið á að framundan kunni að vera ein-
hver þenslumerki og gæta verður vel að því.
Það er hins vegar langt frá því að Seðlabankinn
segi að þensla sé hafin, þótt hann vari við
henni. Það hefur verið mjög skaðlegt að bank-
amir skuli ekki hafa fengist til að lækka raun-
vexti sína. Vextimir em of háir. Því verður hins
vegar ekki neitað að þetta tengist hallanum á
ríkissjóði og tengist þeirri ákvörðun ríkis-
stjómarinnar að fjármagna hallann innan-
lands. Hallinn hefur aldrei áður verið fjár-
magnaður innanlands með sama hætti og nú
er gert, en enginn vafi er á að þetta er afar já-
kvæð ráðstöfun.“
Sumir hafa gagnrýnt afskipti ríkis-
valdsins af vaxtamálum
„Það eru frjálshyggjumenn sem gera það. Ég
blæs á slíkt. Ef ríkisvaldið má ekki leitast við að
hafa bein og óbein áhrif á vaxtamálin er ríkis-
valdið að sleppa úr sínum höndum gífurlega
stómm þætti efnahagsmála. Landslög em
þannig að Seðlabankinn er tæki ríkisvaldsins.
Seðlabankinn er mjög sjálfstæð stofnun og
hefur ekki heimild til að gefa beinar fyrirskip-
anir í vaxtamálum, nema að vextir hér á landi
séu hærri en í nágrannalöndunum. Seðla-
bankinn telur að vextir hér á landi séu svipaðir
og á Norðurlöndunum, en þeir em tvímæla-
laust hærri en í Bandaríkjunum og Evrópu-
bandalagslöndunum."
Kemur til greina að afnema
þingrofsréttinn
Þú hafðir í huga að rjúfa þing þegar fyrir lá að
bráðabirgðalögin myndu falla í neðri deild. í
kjölfarið hafa komið fram hugmyndir um að
afnema þingrofsréttinn. Tekur þú undir þessar
hugmyndir?
„Eg hef lengi gælt við þá skoðun að hafa þetta
eins og í Noregi og hafa engan þingrofsrétt.
Þeir þingmenn sem kjömir em verða þá ábyrg-
ir fyrir stjóm landsins í fjögur ár. Það myndi
þýöa að þingmenn verða að mynda nýja ríkis-
stjóm ef stjómarkreppa verður á miðju kjör-
tímabili eða forseti myndar embættismanna-
stjóm. Ég tel þetta koma vel til greina, enda
hefur ekki farið framhjá neinum að ég hef ekki
hlaupið til þess að rjúfa þing. Ég hef ekki tekið
undir með þeim sem vilja rjúfa þing, næstum
því af þeirri ástæðu einni að stjómarflokkamir
standa líklega nokkuð vel núna.“
Var Matthías Bjamason búinn að tilkynna þér
að hann myndi sitja hjá við afgreiðslu bráða-
birgðalaganna í neðri deild áður en Hjörleifúr
Guttormsson tilkynnti sína breyttu afstöðu?
.d'Jei, það er alrangt sem kemur fram í DV að
Matthías hafi verið búinn að lýsa því yfir að
hann ætlaði að sitja hjá. Þessi misskilningur
hefur líklega orðið til vegna þess að menn vissu
að Matthías hringdi til mín á mánudaginn í
síðustu viku, en það var einungis til að fá
ákveðnar upplýsingar. Ég vissi hins vegar að
hann var óánægður með afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins til bráðabirgðalaganna."
Kosið verður um afstöðuna til EB
Svíar hafa samþykkt að sækja um aðild að EB.
Er ekki ljóst að kosið verður um Evrópumálin
í vor?
,Jú, efnahagsmálin og afstaðan til Evrópu-
bandalagsins, auk byggðamála verða stærstu
mál komandi kosninga. Mér finnst það sorg-
legt að það skuli koma fram í skoðanakönnun
að fjórðungur þjóðarinnar heldur að við séum
aðilar að EB. Þessar upplýsingar koma manni
mjög á óvart og sýna að þjóðin veit lítið um
þessi mál. Við höfum ekki upplýst þjóðina
nægilega vel. Það vantar einnig í þessa upplýs-
ingamiðlun hvað við búum í raun við góða
samninga við EB í dag. Margaret Thatcher
sagði við mig í sumar að hún undraðist hvað
við hefðum góða samninga og spurði: „Hvað
þurfið þið meira?“ Það er mikið satt í þessu. Við
erum með langsamlega bestu viðskiptasamn-
inga við EB sem nokkur þjóð hefúr. Við erum
fyrir innan tollmúrana. Allur iðnaður hér er
tollfrjáls. Þess vegna eru menn að hugsa um að
byggja hér þilplötuverksmiðju og þess vegna
erum við að tala um að byggja hér álbræðslu. í
raun og veru vantar okkur ekkert í þetta nema
tollfrelsi á vissar tegundir af fiski. Saltfiskur
skiptir þar að sjálfsögðu máli, en mikilvægast
er að fá fellda niður tolla á ferskum flökum og
af síld. Við getum aukið hér frelsi í fjármagns-
flutningum að eigin fhimkvæði. Við þurfum
enga samninga til þess. Við getum aukið hér
frelsi til erlendra fjárfestinga eins og okkur
sýnist og til þess þaiíf enga samninga. í raun og
veru sýnist mér að með því að gerast aðilar
væri sáralítið sem við fengjum til viðbótar, en
myndum fóma mjög miklu. Við yrðum að
gangast undir Rómarsáttmálann þar sem
kveðið er á um samstýringu á sjávarútvegi og
sameiginlega nýtingu orkulinda o.fl., sem
þýddi í raun afsal fullveldis.“
Getur ekki orðið erfitt fyrir kjósendur að taka
afstöðu til stjómmálaflokkanna með þetta mál
í huga, þar sem sumir flokkar eru ekki með
mjög skýra stefnu í málinu?
„Það er rétt Við framsóknarmenn höfum hins
vegar markað skýra steftiu í þessu máli. Við
teljum fúlla aðild ekki koma til greina. Okkar
kjörorð er: „Öflug þjóð í eigin landi" og það lýs-
ir vel okkar afstöðu til málsins. Sjálfstæðis-
menn slá hins vegar úr og í, en kjósendur
flokksins verða auðvitað að krefjast skýra svara
um hvað stefnu hann hefúr í málinu."
Sagt hefúr verið að stefna Framsóknarflokks-
ins í þessu mál markist fyrst og fremst af and-
úð þeirra á útlendingum?
„Þetta er fráleitt. Við stöndum mjög ákveðið
að viðræðunum um evrópskt efnahagssvæði.
Ég geri ráð fyrir að flytja fljótlega frumvarp
sem felur í sér stóraukið frelsi erlendra aðila til
að fjárfesta hér á landi, en um leið verja það
sem mikilvægast er betur en nú er gert, Ld.
sjávarútveginn. Við höfum stutt þær aðgerðir
sem nú er verið að fara út í og eiga að auka
frelsi til fjármagnsflutninga til og frá landinu.
Afstaða okkar framsóknarmanna byggist á rót-
gróinni trú okkar á land og þjóð og þeirri vissu
okkar að við ráðum okkar hlutum betur en
aðrir."
Fleira ófrágengið í álmálinu en
kappsfullir menn vildu trúa
Hefur þú trú á að þessi ríkisstjóm nái að und-
irrita samninga um byggingu álvers á Keilis-
nesi í vor?
,dá, það hef ég. Málið þokast í rétta átt. Hins
vegar hefur komið í ljós að miklu fleira er ófrá-
gengið í því en ýmsir kappsfullir menn vildu
trúa í september síðastliðnum. T.d. er alls ekki
komin niðurstaða varðandi mengunarvamir,
en að sjálfsögðu kemur ekki til greina að við
verðum neitt linari í kröfum í þeim efnum en
almennt gerist. Stærstu málin, eins og trygg-
ingar og fjármögnun fyrirtækisins, em ekki
frágengin. Ég held að þyngst hafi nokkuð um
fjármögnunina vegna þróunar á alþjóðlegum
lánamörkuðum. En ég vona að við getum lagt
fram frumvarp fyrir þingið í febrúar og breið
samstaða náist um það.“
Verður tilkynnt um einhverjar sérstakar að-
gerðir í byggðamálum í tengslum við bygg-
ingu álversins á Keilisnesi?
,Já, það er óhjákvæmilegt. Ég geri mér vonir
um að byggðanefndin skili mér áliti fljótlega.
Ég vona einnig að nefnd sem er að skoða starf-
semi Byggðastofnunar geri hið sama. Ég von-
ast til að geta lagt fyrir Alþingi í janúar þings-
ályktun um byggðastefnu þar sem lagt verði út
á nýjar brautir í sumum sviðum. Ég vona jafn-
framt að nokkrir handfastir hlutir verði
ákveðnir, ef svo má að orði komast. Ég á þar við
skref í átt að jafnara orkuverði o.fl.“
Egill Ólafsson