Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn JÓLABLAÐ 1990 1 Asperins 2 Sequens 3 Exerbaus 4 Hilarius 5 Gaudes 6 Nolensvolius 7 Clauduns 8 Contour HUNDSINS Orðabókarhöfundurínn Sigfús Blöndal (1874-1950) var fjölhæfur maður og (jölmenntaður. Hann var afkastamikill ríthöfundur, samdi ýmislegt fleira en dansk-íslensku orðabókina tröll- auknu sem svo notadrjúg hefur reynst þjóð okkar við að halda höfði gagnvart Dön- um. Sigfús rítaði mergð blaða- og tímarítsgreinar um menningarmál og birti þær víða um lönd. Hann þýddi tals- vert af ljóðum og leikrítum. Sjálfur frumsamdi hann þijú leikrit en fullgerði ekki öll. Tvær ljóðabækur eftir hann komu út, hin fýrrí, „Drottningin í Algeirsborg", áríð 1917, hin síðari, „Sunnan yfir sæ“, árið 1947. Sigfús sá um útgáfur á íslenskum merkis- rítum fyrri tíða, s.s. .Ævisögu Jóns Indíafara" og „Píslarsögu Jóns Magnússonar". Hann ritaði mikið sagnfræðirít um Væríngja. Þau skrif Sigfúsar Blöndal sem hér verða tekin til umfjöllunar hafa, eft- ir því sem best verður séð, legið í al- geru þagnargildi til þessa. Tvö upp- köst að lausamálsverkum, annað rit- gerðardrög um draumsýnir mann- kyns á framtíðarríkið. Hafði Sigfús dregið saman mikið efni til bókar- innar, en komst aldrei langt með að skrifa hana. Hitt ritverkið er skáld- saga sem hér birtist kafli úr. Titil sögunnar er „Landar í Höfn“ og fjallar, eftir því sem ég hef komist næst, um líf skóla- og listafólks í Höfn um aldamótin. Sigfús hafði ritað alllangt mál þegar hann hætti við, og hreinritaði ekki. Hann virðist hafa haft byggingu sögunnar á hreinu frá því fyrsta að hann stakk niður penna til að rita hana og ég álít að fyrsta kaflann hefði höfundur ekki bætt með því að rita hann frek- ar. Líklega gildir sama um allt hand- ritið, 170 stórar og smáar síður, en höfundur hefur af einhverjum ástæðum kosið að rita söguna með blýanti eftir fyrsta kaflann. Þau skrif eru svo klesst nú tæpri öld frá ritun- artíma að engu er líkara en ritað sé með arabískum leturtáknum. Þessi hluti handritsins er skráður á laus blöð og bætir ekki úr skák, e.t.v. er hann ónýtur. Fyrsti kaflinn, sá sem hér birtist, er aftur á móti ritaður með penna í stílabók. Kaflinn fer nærri því að mynda sjálfstæða sögu og er óvenju- legur, með hliðsjón af íslenskum samtíðarskrifum. Titillinn er höf- undar sem hóf verkið á því að ákveða framvindu sögunnar og kaflafyrirsagnir. Sagan er að líkind- um rituð á árunum 1892-8, á há- skólaárum Sigfúsar Blöndals í Höfn. Sagan af „Skírn hundsins" hlýtur að Hundsskírn Það sögubrot Sigfúsar Blöndals sem hár birtist er úr nýútkominni bók Þorsteins Antonssonar Vaxandi vængir. Undirtitill er Aftur ■ aldir um ótroðnar slóðir. í bókinni er að finna sögur og frásagnir eftir merka menn og velþekkta, en hafa ekki birst áður. Af ýmsum ástæðum hefur þessum rit- verkum verið hampað fyrr og liggja til þess ýmsar ástæður, svo sem blygðunar- kennd fyrri tíma eða að höfundar eða aðstandend- ur þeirra hafi ekki talið ritsmíðamar þesslegar að birta ætti aimenningi. Saga Sigfúsar Blöndal sem hér birtist er skrifuð um aidamótin síðustu. Helgi Sigurðs- son gerði myndir í bókina og er sú skreyting sem hér birtist Sigfús Blondal. þaðan tekin. teljast til hinna fyrstu skrifa íslend- ings sem flokkast geti undir raun- sæisbókmenntir. Fyrstu sögur Gests Pálssonar komu út á bók árið 1888. En Sigfús Blöndal hefur ekki kært sig um hálfvelgju Georgs Brandesar, eftir þessum skrifum að sæma, raunsæið er af öðrum toga, kannski sótt til Frakka fyrir áhrif frá Grími Thomsen, þeim lynti hvorum við annan, Grími og Sigfúsi, á námsár- um Sigfúsar og þrátt fyrir þann ald- ursmun sem á þeim var. Sigfús Biöndal fæddist í Hjallalandi í Vatnsdal árið 1874. Hann reyndist framúrskarandi námsmaður og það svo að hann lauk stúdentsprófi með besta vitnisburði 17 ára gamall. Hann nam grísku og latínu við Hafnarháskóla með ensku að auka- grein, gerðist að loknu prófi starfs- maður Þjóðarbókhlöðunnar og vann þar sem bókavörður til ársins 1939. í hálfan annan áratug var hann lektor í nútímaíslensku við Hafnarháskóla. Sigfús varði tuttugu árum ævi sinnar í samningu dansk- íslensku oröabókar sinnar og var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Hafnarháskóla eftir útkomu orða- bókarinnar. Sigfúsi er lýst svo að hann hafi ver- ið fjörmaður, félagslyndur, söngvinn og hafi lagt sig einkum eftir þjóðlög- um frá ýmsum löndum. Hann lék sjálfur undir á gítar, ástarsöngvar létu honum vel. Fordild bar aldrei á í fari hans né hofmóð en aftur á mót hispursleysi þess sem sífellt leitar að fróðleik og fegurð. Sigfús var hnell- inn maður á velli, snotur í útliti og kvikur á fæti svo að sópaði að hon- um þar sem hann fór. Hann kvænt- ist tvívegis og eignaðist marga af- komendur. I. Það var glaða sólskin yfir Kaup- mannahöfn. Borgin var að vakna og fara á fætur. Sívaliturn gnæfði yfir miðbæinn, grár og gamall eins og langafi sem lítur elskulegu ellibrosi á ungviðið í kring. Sólargeislarnir báru kveðju frá honum yfir götuna til jafnaldra hans hinum megin, stúdentagarðsins fræga, Kollegium Domus Regiær, Regensen sem Dan- ir kalla miðstöðvar íslenska stúd- entalífsins vegna forréttinda þeirra sem íslenskir stúdentar við Kaup- mannahafnarháskóla höfðu öldum saman haft til að búa þar. Inni á Garði var ennþá allt kyrrt og hljótt, enginn þar á ferli nema gamli næturvörðurinn sem stóð frammi undir portnershvelfingunni og var þar að tína saman bjórflöskur og koma þeim fyrir á afviknum stað. Uppi á fjórða gangi númer fimm hringdi vekjaraúr hátt og hvellt og stud. mag. Árni Thorlacius þaut upp. Hann hafði verið að dreyma svo yndislega heim til íslands, hvernig hann lá þar í ilmandi birkiskóginum uppi við Hreðavatn, á kletti þar, bak- aður í sólskininu. Honum sýndist vatninu bregða fyrir sig þegar hann var að vakna — eða var það máske spegillinn á veggnum móti rúminu? Árni flýtti sér í fötin. Hann átti sem sé að vera „vekjari" þann morgun- inn og það var nú ekki alltaf eins auðvelt fyrir morgunsvæfan stúd- ent. Samkvæmt hinum ströngu lögum í „Den gamle Vækkerforening", frægu og ágætu félagi sem Hostrup gerði ódauðlegt á sínum tíma, áttu félagsmenn að skiptast á að vekja stallbræður sína, hver fjóra daga í röð. Tíminn var mismunandi, en þetta var um hásumar og því skylt að vekja kl. 6. Það stóðst á að Árni var alklæddur og Garðklukkan sló. „Sigur andans yfir holdinu" (það var orðtak félagsins), hugsaði Árni, „ekki þarf ég að borga 75 aura fyrir að gleyma að vekja eins og síðast." Hann kveikti á kerti í skriðbyttunni sem vekjarinn átti að hafa í hendi til að lýsa sér á þyrnibrautinni því þó glaða sólskin væri úti var full ástæða til að bregða upp ljósi þegar inn kom í herbergi félagsmanna því í flestum þeirra voru gluggarnir byrgðir á nóttinni með hlerum að innan svo inni var niðamyrkur. Vakningin gekk fljótt og vel þann daginn, margir félagsmenn voru farnir upp í sveit, sumir höfðu sett krossmark á dyrnar hjá sér sem var merki þess að ekki mátti vekja þá þann daginn — það kostaði fimm aura — einstaka maður „var veikur“ sem á máli Vökufélagsins þýddi það að menn fyrir tíu aura máttu sofa í næði í átta daga, en voru svo skyldir til að vera heilbrigðir í næstu átta daga á eftir. Svefnpurkurnar sumar hverjar fóru nú reyndar svoleiðis að að þeir krossuðu dyrnar sínar hvern morgun af þeim átta, þangað til þeim var leyfilegt að tilkynna að þeir væru veikir aftur — þeir voru bestu menn félagsins og borguðu drjúgast í sjóðinn sem svo var varið til skóg- arferða á vorin og glæsigilda á vet- urna. Eftir fjórðung stundar voru allir vaktir sem vekja átti og nú byrjuðu eftirlitin. Við fyrsta eftirlit áttu allir að vera komnir í sokka og brækur og hafa hneppt efsta hnappnum í buxnaklaufinni — annars var 10 aura sekt. Við næsta eftirlitið, kort- eri seinna, áttu þeir að vera alklædd- ir. Það var ekki nema einn maður sem auðgaði félagssjóðinn með tuttugu aurum þann daginn við annað eftir- lit, en það var landi og góðkunningi vekjarans, stud. jur. Steingrímur Steingrímsson. „Herra Steingrímur Steingríms- son, annað eftirlit!" þrumaði Árni sigri hrósandi þegar hann kom inn og hitti Steingrím ennþá liggjandi í rúminu. — „Heyrðu nú annars, Steingrímur, mikill bannsettur slóði ertu. Geturðu ekki reynt að aðast úr bólinu, það er glaða sólskin úti. Kond’ í sjó.“ „Því læturðu svona, maður, get- urðu ekki látið mig í friði — ég þarf að sofa út seg’ eg. Farðu og líttu eft- ir hinurn," nöldraði Steingrímur. — „Ég er búin með þá alla, þú ert sá seinasti í dag. En ég get ekki séð þig slóðast svona í bólinu í þessu veðri!" — ,Æi. farðu út, ég þarf að sofa.“ — „Nei, hvað ætli þú þurfir að sofa? Eins og þú hafir ekki haft tíma til þess í nótt? Hefurðu máski vakað og verið á túr?“ — „Onei, tæplega get ég nú sagt það.“ Steingrímur sá að ekki mundi vera hægt að koma Árna af sér því nú var hann búinn að draga annan hlerann frá glugganum og var sest- ur á koffort sem stóð þar. — „Ég var nú annars í Táfala í gærkvöld og kom heim ósköp skikkanlega um tvöleytið." „Um tvöleytið? Tafala er lokað klukkan tólf, svo eitthvað hefurðu verið að slóra.“ „Ja, mér varð gengið inn í Litar- ann.“ „Nú, þá þarf ég nú ekki að spyrja um hvað þú hefur gert.“ — „Litar- inn" („Farvegade") var þar gata sem fáa siðsama menn fysti að koma í á næturþeli. „Ja, þó þú þykist ekki þurfa þess með að koma þar þá er nú sú gata og hennar fólk góð fyrir mig og mína líka. Mér er hvergi betur tekið í allri Danmörku. Ég hitti blessaða lóu og fór á eftir henni — og svo kenndi ég í brjósti um litla skinnið — mér fannst það vera synd að láta hana sofa eina svo ég fór upp til hennar „Ef þú þekktir heiðarlegar stúlkur hér mundirðu ekki vilja hætta heilsu þinni, andlegri og líkamlegri, hjá þess konar kvenfólki." — „Heyrðu nú, góði Árni, þetta getur nú verið gott og blessað sem þú segir, en segðu mér, þú þekkir nú flesta af okkur eins vel og ég — hvernig í ósköpunum eigum við að gera annað? Við komum hingað ein- mitt á þeim aldri sem náttúran segir okkur að við þurfum að kynnast kvenfólki, og svo —? Eigum við að híma hér við háskólann, fullorðnir karlmenn, í einlífi, hreinlífi og meinlífi, ein fimm, sex eða sjö ár og svo máske halda okkur í skefjum, hamingjan má vita hvað mörg ár á eftir þangað til við getum gifst? Heldurðu að náttúran hafi skapað mann til að fara svona að ráði sínu? Þú og aðrir dyggðapostular, sem þykist vera svo hreinir og heilagir, ættuð við og við að gera ykkur ljóst hvað sterk ástríða þetta getur orðið hjá hraustum karlmanni." „Hvernig fara stúlkurnar að?“ „Eins og þær séu betri! Vertu viss um það, hafi kvenmaður einu sinni farið að hugsa um slíkt fyrir alvöru þá er hún ekki hætis hót betri en við erum.“ „Svo það heldur þú?“ „Þú talar eins og barn um hluti sem þú ekki berð skynbragð á. Við þurf- um annars að fara að uppala þig, Árni. Þú endar líklega með því að ganga í Kristilegt félag ungra manna eða eitthvað þvflíkt húmbúg, andlitin skínandi af fjálgleik og sál- irnar skitnar. Ojæja — tíminn líður — man ég það þegar ég fyrst átti við stelpu — mér hálfbauð við henni líka, en þetta fer af. Besta ráðið til að venja sig af þessum asnalega við- bjóði er að heita á Bakkus gamla, vera helst svona dálítið hýr, eins og þær nú oft eru, blessaðar lóurnar." „Steingrímur, en geturðu ekki séð hvernig þetta endar? Þær einustu konur sem þú kynnist á þínum besta aldri, eru þess háttar að þú aldrei þyrðir að kannast opinberlega við að þú þekktir þær.“ „Getur verið, lagsmaður, en bíddu við — ég veit vel hvað þú ætlar að fara. Ég hef svo sem heyrt klifað á því að það að kynnast menntuðum og góðum stúlkum geti haft göfg- andi áhrif og allt þess háttar bölvað slúður. En hvernig í ósköpunum ættum við að fara að því hér? Hvaða góðar og menntaðar stúlkur standa okkur hér til boða? Getur þú bent mér á nokkurn af okkar kunningj- um sem á færi á slíku? Þó einhverjir okkar máske kynnist fjölskyldum hér svo, að þeir séu boðnir þangað í kvöldverð eða miðdagsverð nokkr- um sinnum á vetri — kynnist mað- ur máske stúlkunum á heimilinu fyrir það? Og þó svo væri, er það víst að þær séu svo miklu betri en stúlk- urnar heima? Fáar af þeim munu vera svo vitlausar að fara að verða skotnar í fátækum útlendingum eins og við erum, og ef við færum að verða skotnir í þeim yrðum við þeim auðvitað aðeins til athlægis. Og ég veit ekki betur en við séum nógu útgengileg vara þegar heim er kom- ið. „Þær kunna að meta kandídat með láði,“ segir skáldið." „Mér finnst maður nú geta kynnst kvenfólki án þess að vera að hugsa um ástir. Þú sjálfur og þínir líkar er- uð orðnir svo grómteknir af ykkar holdlegu hugsunum að þið getið ekki litið stelpu án þess strax að fara að daðra við hana.“ ,Æ, hættu nú, blessaður — ég fer á fætur," sagði Steingrímur, vatt sér fram úr rúminu og stóð upp, alls- nakinn, því eftir gömlum sið hafði hann enga spjör á sér á nóttunni. Á Iíkamanum var hvergi blettur né hrukka, hörundið mjúkt og hvítt og vöðvarnir stæltir. Ekki var að sjá að þriggja ára slarklíf við skólann hefði neitt skaðað heilsu hans. Steingrímur var fallegur þar sem hann stóð á miðju gólfinu, teygði úr sér og lék ýmsar leikfimilistir eftir venju sinni á morgnana áður en hann fór í fötin. Árni, sem hafði mikinn áhuga á listum, hlustaði á fyrirlestra um gríska myndasmiði og hafði næmt auga fyrir líkamlegri fegurð, gat ekki annað en dáðst að því hvað snyrtilegar allar hreyfingar Steingríms voru og hvað undrunar- legt samræmi var yfir öllum hlutum líkamans. Steingrímur fór svo að klæðast, en hélt áfram samtalinu við Árna. „Já, ég er nú ekki búinn að segja þér alla söguna af mér í nótt. Þegar ég kom heim á Garð um tvöleytið,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.