Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 20
20 Tíminn JÓLABLAÐ 1990 slaknar og spennist á víxl og við- kvæmar taugar hrökkva stund- um til í taktinum. Þá drekkur heildsalinn sér til vansa og er heima í nokkra daga. Þegar hann veit ekki hvað hann á af sér að gera þar fer hann að hringja og arransera í allar áttir. Eitt sinn við þannig aðstæður birtist útlendur blómakaupmaður með pott og kassa, gróðurmold, áburð og nokkur blóm, en Jónas hafði hringt til hans að heiman og beðið hann að yfirfara blóma- gluggana. Skipta um mold, raða blómunum fagmannlega, grisja eða bæta inn blómum eftir þörf- um. Þetta varð um leið kennslu- stund fyrir mig, ég stússaðist kringum Andersen og spurði hann út úr um blómin, hvað þau hétu og hvað þau þyrftu af áburði, birtu o.þ.h. En þegar reikningurinn kom um næstu mánaðamót var heild- salinn okkar næstum dottinn af stólnum. Rúmar 80 þúsund krónur! Fyrsta viðbragð hans var að fara í símann. Ég man ekki hvort hann vildi fá 50 eða 60% afslátt. En þá sýndi Andersen að hann var enginn auli heldur. ,Aðalatriði er,“ sagði hann, „að þú ert ánægð með verkið. Hitt geta vi alltaf tala um.“ Um haustið komu svo dýrindis vasar og styttur á heildsöluna og Andersen gerði ríflega pöntun. Við sendum út reikninga og víxla til samþykktar um mánaðamót- in en Andersen endursendi, því eiiis og hann útskýrði næst þeg- ar hann kom á sinni sjarmerandi tv Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegrajóla árs og friðar Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. * íslensku: „Tað geng bara upp í mín reikning." Lexía þessarar blómahugleið- ingar er afar greinileg: Bíðendur hafa byr en bráðir andróður. 5. Þekkirðu Kólus? Blöðin eru rauð og græn. Stundum græn með rauðum dröfnum og stund- um rauð með graenum dröfnum. Sama tegundin. í sama gluggan- um. Hjá sömu konunni! Svo þegar ég hlusta á einhverja fræð- inga í útvarpinu á rás 2 milli 6 og 7 sem telja sig hafa kannað eitt og annað, eða vita af hverju hitt eða þetta sé svona eða öðru- vísi, þarf ég ekki annað en líta á kólusana til að vita að syo einfalt er það nú ekki. Það ER bara stundum meira rautt en grænt í kólusnum, lífinu og starfinu, og ekkert við því að gera. Hitt er svo annað mál að hyggnir menn laga og breyta því sem þeir geta breytt. En það er ekki minni kúnst og heilt ævi- starf að taka hinu með sátt eins og það kemur. Freyja gaf mér einn kólusinn, sem Þorbjörg hans Björns hafði gefið henni — með þeirri ráð- leggingu að rífa alltaf blómin af, sem eru tilkomulítil eins og korn á stöngli. Annars yrðu blöðin föl og litlaus. En ég hef aldrei viljað gera það. Blómin eru þó tilgangur jurtarinnar, og ég sé einhverja líkingu með föla blaðinu með blómið og glefsu úr sænskri ljóðlínu lagðri í munn móður um börn sín: „Dom skal voksa og jag skal avta.“ 6. Svo er það Heimilisfriðurinn. Nokkuð mónótónn eins og slíkur jafnan er, hvert blaðið öðru líkt. En það verður stórt og blaðsælt og gott í stóra stofugluggann út að götunni, myndar þar skjól- garð og hlífð sem er vel við hæfi. Ég hafði verið í heimsókn hjá Sollu, sem er gift drykkjumanni og við höfðum rætt böl brenni- vínsins og óútskýranleik tilfinn- inganna þrjá eða fjóra kaffibolla og ég var að fara þegar hún spurði hvort ég vildi ekki eiga annað tveggja eins blóma sem uxu í hennar glugga. Ég var búin að eiga það til hausts þegar ég hringdi í hana og spurði hvort hennar blóm væri búið að blómstra. „Nei,“ sagði hún, „það vex og vex en blómstr- ar ekki.“ Eins var með mitt. En það var þá sem ég náði í skottið á Andersen blómafræðingi. „Skiptu um mold á því,“ sagði hann. „En er það rétti tíminn?" spurði ég. „Ef einhver vanþrif eru á blómi, er sjálfsagt að skipta um mold á því — sama hvaða tími er,“ sagði fagmaðurinn. Þegar ég hvolfdi því úr pottin- um uppgötvaði ég að það hafði verið í afar grýttri mold, ég var lengi að skola smásteinana úr stóru og flóknu rótarkerfi. Það blómstraði um mánuði eftir að það komst í gróðurmold. Það er vissulega vísdómur í þessari blómasögu, en þess eðlis að það verður hver að finna hann fyrir sjálfan sig. Það geta ekki aðrir gert. 7. Bládísin er afbrigði af gyðingn- gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum Kaupfélag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.