Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐ 1990 Tíminn 3 Græningjar féngu engan þing- mann þrátt fýrír margvísleg kosn- ingamál, sem reyndar hafa mörg hver veríö tekin upp af hinum flokkunum. Nú hvöttu þeirtd. her- menn bandamanna við Persaflóa til að koma til síns heima áður en til blóðsúthellinga komi. „Þjóðveijar eiga sér nú enga óvini,“ segir Helmut Kohl Kosningarnar voru í reyndinni bara endapunktur á hraðri og mikilli atburðarás, sem aðeins hefur staðið í rúmt ár, til sam- einingar Þýskalands. Allt frá því múrinn „hrundi“ 9. nóvember 1989 hefur gengið ótrúlega hratt og vel að hrinda samein- ingunni í framkvæmd. Og Helmut Kohl hefur sýnt á sér nýja og óvænta hlið í öllum þeim framkvæmdum. Þessi 130 kílóa þungi og tæpra tveggja metra hái maður var lengi vel hafður að háði og spotti vegna klaufalegrar framkomu og um- mæla. Frægt var þegar hann líkti Gorbatsjov við Göbbels og eins hljóp hann á sig þegar hann ætlaði ekki að viðurkenna landamærin við Pólland við Od- er-Neisse-línuna svokölluðu. En skyndilega kom nýr og breyttur Helmut Kohl fram á sjónarsviðið. Hann var fljótur að taka við sér þegar blasti við að nú gæfist tækifæri til að sameina ríkið sem hafði verið klofið í 40 ár. Og nú sýndi hann líka að honum var vel lagið að semja við forystumenn annarra ríkja svo að öllum líkaði. Enda vill hann að skýrt komi fram að Þjóðverjar eigi sér nú enga óvini og þessi stórkostlegu um- skipti í sögu Þýskalands komi ekki í kjölfar ófriðar, eins og aðrar stórbreytingar í sögu landsins hafa gert. Helmut Á AÐVENTUIÞÝSKALANDI: Fyrstu kosn- ingar í sam- einuðu land- inu í 58 ár Sunnudaginn 2. desember sl. gengu Þjóðverjar að kjörborð- inu um gjörvallt landið, þar sem áður var Vestur- og Aust- ur-Þýskaland, og er það í fyrsta sinn síðan 1932 að kosningar eru haldnar í sameinuðu Þýskalandi. Þeir sem síðast kusu í sameinuðu landinu og höfðu nýfengið kosningarétt, en þá var aldursmarkið 20 ár, eru því nú orðnir um áttrætt. Eins og við var búist fór Helmut Kohl kanslari og flokkur hans, Kristilegir demókratar, með sigur af hólmi í kosningunum nú og ef eitthvað var var sigur hans stærri en spáð hafði verið. Með sárt ennið sátu hins vegar sósí- aldemókratar og kanslaraefni þeirra, Oskar Lafontaine, sem ekki alls fýrir löngu hafði þótt sigurstranglegur og flokkur hans haft sigur í hverjum fylk- iskosningunum af öðrum. En Oskar Lafontaine bar ekki gæfu til að skynja hvers konar tilfinningamál þessar kosning- ar voru, hreint ekki pólitískar, og almenningur kærði sig ekk- ert um að hlusta á sífellt nöld- ur um að allt tilstandið væri óhugnanlega dýrt og hefði gengið alltof hratt fyrir sig. Annar sigurvegari kosning- anna var Hans-Dietrich Gen- scher og flokkur hans Frjáls- lyndir demókratar, sem hlaut nú 11% fylgi í landinu öllu og munaði þar ekki síst um at- kvæðin úr austurhlutanum, en sjálfur er Genscher upprunn- inn þaðan, frá Halle. Sár sín sleikja hins vegar Græningjar í vesturhluta landsins sem auðnaðist ekki að ná þeim 5% atkvæða sem skilyrði er til að koma manni á þing, þeir fengu 4,8%. Og slitrurnar af gamla austur-þýska kommúnista- flokknum SED, sem nú kallast PDS, riðu ekki feitum hesti frá kosningunum í vesturhlutan- um. Á bak við gamla ráðhúsið í Bonn leyndist fjölsóttur jólamarkaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.