Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 18
GnnimsT lX>v> 1 «-i í> ÍKA <r>! 18 Tíminn JÓLABLAÐ 1990 Þ JTAÐ ER kominn tími til að huga að blómunum. Páskalilj- urnar eru að bæra á sér og fjöl- æru hnoðrarnir allir að braggast og taka við sér. Þarna undir snjónum og farginu. Eigum við líka að láta eins og fargið sé ekki þarna, týndu millj- ónirnar, verðbólgan, fallítin og ferlegheitin? Fara heldur að huga að blómunum. Inniblóm- unum allavega, fyrst hin sjást Herborg Friðjónsdóttir: Blómabréf ekki ennþá. Má ég kynna þig íyrir þeim hérna í gluggunum. Kannski hefurðu gengið framhjá húsinu og séð þau, en það var eftir að kynna þig fyrir þeim. Þau eru öll til komin eftir að ég flutti hingað utan eitt. Það var búið að vera í vatni langdvölum — og vissirðu það að sum blóm geta lifað mánuðum og árum saman bara í vatni? Lifað — ja tórt öllu frekar í rauðu litlu jóla- sveinastígvéli úr plasti undan gotteríi frá langömmu til krakk- anna. Það stóð í krakkaherberg- isglugganum á Bræðraborgar- stíg og upplifði þar bæði súrt og sætt með öðrum íbúum. Stund- um datt stígvélið á hliðina og blómið úr — jafnvel upp fyrir kommóðuna. Það voru einu skiptin sem það fékk nýtt vatn, já og ef ég tók eftir því af tilviljun að þornað var á því. Þetta blóm gaf vinkona móður minnar mér, þegar ég var nýbök- uð móðir. Réttara sagt þá gaf hún mér tvö altariskerti með áheiti á einhvern dýrðling sem hún hafði séð mynd af á Þjóð- minjasafninu, Þorlák helga eða Guðmund góða. Þegar ég hringdi í mömmu þarna um árið sem ég átti Lilla til að ráðgast við hana um hve- nær ég ætti að fara „uppeftir" og vera mér yfirleitt til halds og trausts, kom hún með þessi kerti sem Sigríður hafði látið hana fá af tilefninu löngu áður. Og við mamma kveiktum á kert- unum og ég hugsaði með hlýju til þessarar góðu konu sem hafði sent mér kerti með áheiti. Þetta var gömul kona og dó nokkrum árum seinna. En hún hafði beðið mig að koma og sýna sér drenginn „þegar færi að hlýna“. Ég man að það var enn vorkul í loft en samt þessi ólýs- anlega tilfinning — eins og núna — angan um komandi vor. Hún gaf mér kaffi og ristað brauð og alls kyns gott kex og stjáklaði í kringum mig og stjan- aði, þessi gamla kona komin yfir áttrætt. Hún bjó ásamt uppkomnum syni sínum í blokkaríbúð við Háaleitisbraut. Það voru mörg blóm í stofunni hennar, reyndar ekki margar sortir, en ég tók eft- ir að sama tegundin var þar í mörgum pottum og þar að auki í vatni í tveim ílátum í stofunni og stórri könnu í eldhúsinu. Það var búið að vera þar í marga mánuði og rótin orðin flanna- stór, en blöðin voru snöggtum Ijósgrænni, en á því sem var í mold. Og hún vildi endilega gefa mér afleggjara, ekki að tala um annað. „Eg kann ekkert að hugsa um blóm,“ sagði ég, „gleymi allt- af að vökva." „Þá geturðu bara látið það standa í vatni,“ sagði hún. En nafnið á blóminu fékk ég ekki þá. Ekki fyrr en löngu seinna. Hjá annarri konu. 2. Næsta blóm sem ég fékk er ekki Mjólkurbú Flóamanna óskar starfsfólki og viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þakkar gott samstarf og viðskipti liðnum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.