Tíminn - 21.12.1990, Qupperneq 4

Tíminn - 21.12.1990, Qupperneq 4
Sá óvænti atburður átti sér stað í gærmorgun að Eduard She- vardnaze utanríkisráðherra Sovétríkjanna tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér. Hann hefur verið utanríkisráðherra í fimm ár og ver- ið einn helsti bandamaður Gorbatsjovs og tekið virkan þátt í að þróa og framfylgja perestrojku með honum. Afsögn Shevardnazes í gær kom Gorbatsjov í opna skjöldu. Myndin var tekin af þeim félögum þegar betur horföi fýrír lýðræðisöflum í Sovét en nú. Perestrojka hefur leitt til víðtæks árangurs á mörgum sviðum þ.á.m. í afvopnunarmálum og ekki er víst að „lýðræði" væri við lýði í Austur- Evr- ópu né hefði Þýskaland orðið eitt ef slökunar hefði ekki gætt í Kremi. En þrátt fyrir góðan árangur í utanríkis- málum, sem hvað mest ber að þakka Shevardnaze, hefur stjómvöldum gengið erfiðlega að halda á spöðun- um innanlands. Harðar þjóðemis- deilur hafa geisað og mikili skortur er á matvælum. Efnahagskerfið er í molum. Harðlínukommúnistar og róttækir umbótasinnar hafa notfært sér erfiðleika innanlands til að gagn- rýna perestrojku og nú óttast margir að afsögn Shevardnazes sé fyrsta merki þess að hófsamir umbótasinn- ar séu að gefast upp og allt fari í sama horf og áður. Shevardnaze tilkynnti afsögn sína í ræðu sem hann flutti á fulltrúaþing- inu í Moskvu. Fulltrúar lýðveldanna hlustuðu agndofa á og ekki síst Gor- batsjov en Shevardnaze hafði ekki rætt við hann áður um afsögnina. Shevardnaze sagði að hann væri orð- inn þreyttur á að verja stefnu sína gagnvart harðlínumönnum. Hann sagði að „afturhaldssöm öfl“ hefðu haldið uppi persónulegum áróðri gegn sér og stefnu sinni. „Einræðis- öfl em að ná fótfestu. Umbótasinnar em að hverfa af sjónarsviðinu", sagði Shevardnaze við 2.000 undrandi fulltrúana. „Ég bið ykkur að álasa mér ekki. Lítið á þetta sem framlag mitt ef þið viljið og mótmæli gegn einræði sem virðist vera að festa sig“. Hann sagðist ekki vita hvaða háttur yrði á einræðinu né hver yrði einræðisherra. Shevardnaze er þriðji stjómmálamaðurinn sem lætur undan þrýstingi frá harðlínumönn- um á síðustu mánuðum. Vadim Bak- atiys innanríkisráðherra var m.a. þvingaður úr ráðuneyti sínu og í stað hans kom Boris Pugo sem er róttækur hægri maður. í ræðu sinni vísaði Shevardnaze óbeint á helstu pólitísku andstæð- inga sína og átti augljóslega við Vikt- or Alkanis og Nikolai Petmsjenko. Þessir tveir eru aðalmennimir í svo- nefndum Soyuz, harðlínusamtök- um, sem staðhæfa að þau ráði yfir einum fjórða af fulltrúunum á þing- inu. Gorbatsjov fordæmdi afsögn She- vardnates og sagði að hann hefði átt að ráðfæra sig fyrst við sig og aðra stjómmálamenn sem væm honum hlynntir. „Ég persónulega fordæmi hvernig hann stendur að þessu ... án þess að ráðfæra sig við forsetann“, sagði Gorbatsjov á fulltrúaþinginu í gær. Þeir komu sér þó saman um að Shevardnaze gegndi áfram embætti þangað til þingið samþykkti afsögn- ina formlega. Viðbrögð manna Menn em furðu lostnir yfir afsögn Shevardnazes og óttaslegnir um framhaldið. Helmut Kohl kanslari Þýskalands var felmtri sleginn þegar hann frétti af afsögninni en sagðist vona að Gor- batsjov næði að halda velli. „Útlitið er dökkt", sagði Kohl við fréttamenn í hléi á fyrsta degi sameiginlegs þings Þýskalands. Þegar hann var spurður hvort þetta þýddi að Gorbat- sjov myndi hrökklast frá sagði hann: „Ég held við getum ekki sagt til um það á þessari stundu. Ég vona að hann bjargi sér“. „Kannski er þetta tilraun hjá honum (Shevardnaze) til að snúa málunum perestrojku í hag og leysa vandamálin í Sovétríkjun- um“, bætti Kohl við. „Við gætum ekki fengið skýrara merki um það að róttækir umbóta- sinnar og herinn vilji ekki afvopnun og samvinnu við Vesturlönd", sagði fréttaskýrandi hjá vikutímaritinu New Times. „Þetta em mjög slæmar fréttir. Þetta gæti ekki komið á verri tíma fyrir Vesturlönd og Bandaríkin og er kjörið fyrir íraka í Persaflóadeil- unni“, sagði vestrænn stjórnarerind- reki. Áætlað er að George Bush forseti Bandaríkjanna og Gorbatsjov eigi viðræður 11.-13 febrúar um hinn langþráða START-afvopnunarsamn- ing. „Það sem hefur gerst í dag varp- ar skugga yfir væntanlegan fund“, sagði einn embættismaður. „Hvort einhver árangur verður af honum veltur á því hver næsti leikur stjórn- valda í Kreml verður", bætti hann við. Franski utanríkisráðherran Roland Dumas sagði að hann hefði aldrei skynjað ótta hjá Shevardnze um að einræði kæmist á og sagðist því líta á afsögn hans sem viðvömn til Vestur- landa. Perez de Cuellar, yfirmaður Sam- einuðu þjóðanna, sagðist harma af- sögn Shevardnazes og sagði að þeir væru persónulegir vinir og hann væri stuðningsmaður SÞ. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að afsögn She- vardnazes bæri að taka sem alvarlega viðvömn um að Sovétríkin væri að verða einræðinu að bráð. Hann sagð- ist vera bjartsýnn á að samkomulag tækist um START- afvopnunarsamn- inginn en hann og Shevardnaze hafa einmitt komið fund þeirra Gorbat- sjov og Bush í kring sem fer fram í Moskvu í febrúar. Hjálpar EB? Evrópubandalagið hefur samþykkt að veita Sovétmönnum aðstoð að upphæð eins milljarðar dala og um svipað leyti sem fréttin um afsögn Shevardnazes barst voru flutningar- bílar að leggja af stað frá París með matvæli til Sovétríkjanna. Afsögnin kom flatt upp á EB. „Þetta er mjög slæmt. Hann var sá sem hélt sterk- um tengslum við Vesturlönd", sagði embættismaður hjá EB. Fram- kvæmdaráð EB hafði áætlað hittast í dag til að ræða efnahag Sovétríkj- anna en ætli afsögn Shevardnazes verði ekki það mál sem ber hæst á fundinum því allar forsendur fyrir aðstoðinni hafa breyst. Aðstoðin er veitt með það í huga að stuðla að lýð- ræði sem virðist vera á undanhaldi ef marka má orð Shevardnazes. NATO og afvopnun Mikil vonbrigði voru með afsögnina í höfuðstöðvum NATO. Menn töluðu um að árangur margra ára afvopnu- arviðræðna væri f hættu. „Við erum í losti. Enginn bjóst við þessu", að sögn embættismanns sem vildi ekki láta nafns síns getið. Þeir töluðu um að þetta táknaði mikið meira en af- sögn Shevardnazes, þetta táknaði endalok umbóta í Sovétríkjunum. „Við lítum á þetta sem höfnun... sem getur gert árangur margra ára að engu“, sagði Simon Lunn aðstoðar- ráðherra hjá NATO. Afsögn Shevardnazes styrkir þann ótt,a sem hefur verið hjá NATO, að tiiraun Gorbatsjovs til umbóta sé dæmd til að mistakast og annað- hvort verður alger ringulreið í Sov- étríkjunum og Moskva missir alla stjórn þannig að ríkjasambandið heyri sögunni til eða einræðisöflin nái að komast til valda og færa allt í fyrra horf. Reuter-SÞJ FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Edvard Shevardnaze utanríkisráðherra Sovétríkjanna sagði af sér í gær og varaöl við því að einræði væri aö komast á í Sov- étríkjunum. NIKÓSÍA - Bandarískir embætt- lsmenn reyna að komast að sam- komulagi um hvenær sé hentug- ast að gera árás á íraka ef tilraun- ir tll að semja um fríð fara út um þúfur. Yfirmaður yfir herafla Bandaríkjanna hefur sagt að hann búlst víð löngu og blóðugu stríði. BRUSSEL - Tyridr, sem eiga að- ild að NATO, óttast, að komi til átaka við Persaflóa, ráðíst írakar stjómin hafi hótað viðskiptabanni m.a. á þá en landamærí ríkjanna ef þeir láti verða af hótun sinni. liggja samah. TVrkir hafa beðið um stuðning úr lofti ef til átaka BRUSSEL - Viðræður milli EB kemur. og EFTA hafa gengiö vel og báðir aðílar virðast ákveðnir í að mynda PARÍS - OECD segir að árið eitt markaðssvæði frá Miðjarðar- 1991 verði slæmt ár fyrir Banda- hafi til Norðurskautsins. ríkjamenn í efnahagslegu tilliti en gott fyrir Þýskaland og Japan. BANGKOK - Bresk nítján ára gömul stúlka var dæmd til 25 ára SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Ör- fangelsisvisfar fyrír að reyna að yggisráð Sþ virðist vera að nálgast smygla 26 kg af heróíni frá Tæ- samkomulag um að SÞ haldi al- landi. þjóðlega ráðstefnu til Iausnar á vandamálunum fyrir botni Mið- PANAMA CITY - FjÖldi manns jarðarhafs. tók þátt í minníngarathöfn um þá sem létu lífið í Panama þegar UUBLJANA, Júgóslavía - Slóven- Bandaríkjamenn réðust inn í ía hótar því að kljúfa sig frá Júgó- landið fyrír nákvæmlega einu ári slavíu þrátt fyrir að sambands- síðan. Reuter-SÞJ Chile: Veik staða Pinochets Augusto Pinochet hershöfðingi, sem var einræðisherra þegar herstjórnin var við völd, sætir nú vaxandi óánægju m.a. vegna fjármála- hneykslis og lýðræðislega kjörni for- setinn, Patricio Aylwin og margir yf- irmenn í hernum vilja nú að hann segi af sér sem stjórnandi hersins. Snemma í gær hvöttu stuðnings- menn Pinochets hermenn til að láta í ljós óánægju sína með þann þrýst- ing sem er á Pinochet um að segja af sér og á tímabili óttuðust menn um að herinn tæki aftur völdin í þessu níu mánaða gamla lýðræðisríki. En mótmælin urðu aldrei almenn og dóu út án þess að hafa nokkur pólit- ísk áhrif. Pinochet lét stjórnun landsins af hendi í mars á þessu ári eftir að hafa verið einráður í landinu frá árinu 1973 þegar herforingjastjórn hans komst til valda í blóðugri byltingu. Pinochet hershöfðingi lét þrjár milljónir af fjármunum hersins renna til gjaldþrota fyrirtækis sonar síns. Einnig komst upp um glæpa- hring innan hersins og í kjölfar þess voru tveir hershöfðingjar og sextán ofurstar reknir. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.