Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 2
10 T HELGIN ✓ '%/MfW VATRYGGINGAFELAG Nffif ISLWÖSIII Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. MMC Lancer GLX árgerð 1990 Mazda 626 LX árgerð 1988 MMC Tredia 1800 GLS árgerð 1987 Alfa Romeo 4x4 árgerð 1987 Suzuki Swift GL árgerð 1987 MMC Pajero Long árgerð 1987 Mazda 626 2000 GLX árgerð 1986 Peugot 505 GR árgerð 1985 Subaru 1800 GLF árgerð 1984 Mazda 626 2000 árgerð 1982 Mazda 626 2000 árgerð 1982 Daihatsu Charade árgerð 1982 Suzuki SS 80 árgerð 1981 Mazda 323 1400 árgerð 1980 Ford Fiesta 1100 árgerð 1978 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 14. janúar nk. kl. 12-16. ÁSAMATÍMA: Á Hvolsvelli: Toyota Corolla 1300 árgerð 1986 Á Akranesi: Toyota Cressida árgerð 1978 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 17:00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS h.f. - Okutækjadeild FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 STARFSMAÐUR í ÚTIDEILD Útideild sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga í Reykjavík. Markmiðið með starfinu er að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Við óskum eft- ir starfsmanni í dag- og kvöldvinnu. Félagsráð- gjafamenntun eða sambærileg menntun æski- leg, sem og starfsreynsla á sviði félags- og upp- eldismála. Nánari upplýsingar í síma 621611 og 20365. Umsóknarfrestur er til 22. janúar nk. AÐSTOÐARMAÐUR í FÉLAGSSTARFI Óskum eftir að ráða aðstoðarmann við félags- starf í félags- og þjónustumiðstöð aldraðra að Aflagranda 40. Staðan er 50% og laus frá 1. mars nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 622571. Umsóknarfrestur er til 22. janúar nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum er þar fást. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavikur, óskar eftir tilboðum I símakerfi, tengiskáp, ásamt uppsetningu fyrir Útsýnishús Öskjuhlíð. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. febrúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Laugardagur 12. janúar 1991 r -^VÍV p rftxS ■ivvtwv.v w 4»v ^ o/ 'j Qj 'ð*~r f*Uir LtrP*. ...... .. ^ JVv v»x« .vS o LVm wocjÁT'J o 'WxvTj ? on v/f .TP ^WV V»1V ■Wt jítvw wu\v J.XV M* O 'Ww I ig Otl' C r. ,V«>'V s Rithönd Páls Jónssonar á Staðarhóli. Fyrsta blaðsíða uppkasts af kæru á hendur Daða Guðmundssyni í Snóksdal. li STAÐARHOLS- PÁLL þess lengi að mega ganga í eina sæng. Risu þau vart af Iínbeði sínum svo vikum skipti eftir brúðkaupsveisluna og þekkja menn ekki dæmu um annan eins blæjubríma. Hjónaslit En ekki urðu ástir þeirra Páls og Helgu langvinnar. Bar þar til að skaplyndi þeirra beggja var strítt: Hann var allra manna stórorðastur, en hún duttlunga- full, enda er svo sagt að heima- menn á Grund í Eyjafirði hafí fagnað mjög er Helga varð í burtu þaðan frá Þórunni föður- systur sinni. Fannst Páli og lítt til um vitsmuni hennar. Kom þar að hann orti til hennar háðu- íegar vísur og eru þrjár þeirra varðveittar, hver frá sínum tíma. Allar eru vísurnar meinlegar, ekki síst sú sem hér fer á eftir: Lítið er lunga í lóuþrælsunga. Þó er enn minna mannvitið kvinna. Kom svo að þau slitu samvistir 1578 að frásögn Páls sjálfs. Héngu þau þó saman á sama bæ, þótt lítt skeytti Helga um bú þeirra og væri löngum stundum annars staðar. Loks fór Helga al- farin burtu, sennilega 1590, að Munkaþverá til dóttur sinnar. Þar var hún á lífi 1611. Til er langt kvæði eftir Pál, alls 29 er- indi, og er það talið ort um þær mundir er konan fór alfarin frá honum. Er hann þar rauna- mæddur, deilir á vini og aldar- brag. Teíur hann hollast að láta aðra afskiptalausa, búa að sínu, hafa hljótt um sig, temja sér dyggðir og treysta Guði. Ber kvæðið vott um meiri guðrækni en er að finna í öðrum ljóðum hans. Málastapp Páls En þótt svo virðist sem Páll sé sums staðar bljúgur eða klökkur í kvæði þessu, þá gleymdi hann samt bráðlega sumum þeim heilræðum sem hann fól í því. Stefndi hann Helgu fyrir dóm í héraði 1591 og bar hana ýmsum sökum. Nefndi hann til sam- vistaslit við sig og brottför af heimili, fjáreyðslu og gjafir á laun viö sig: „Hér með hefur hún verið þrálynd, keppin og óhlýðin og sagt upp á sig óheyrilega hluti,“ segir hann. Mál þetta kom til Alþingis á hverju sumri 1592-94 en var ekki útkljáð. Lagðist Oddur biskup Einarsson mjög á móti Páli í málinu og taldi það hneykslunarefni. En Páll svaraði heldur en ekki ein- arðlega og er enn til eiginhand- aruppkast hans. Dregur hann ekkert af því að Oddur biskup hafi sjálfur valdið hneyksli með barneignum. Lýkur bréfinu með þessu heilræði frá Páli: Þeim lyft er neðan úr lágri stétt leiddur upp í vald og mekt, hafí sá lukku í heiðri slétt hún sýni honum ekki stærra prett. Má fara nærri um hug biskups til Páls eftir þetta. Leitaði Páll síðan til konungs og fékk þann 3. febrúar 1595 leyfi hans til að mega kvongvast aftur, ef hann legði fram dóm um skilnað. Skaut hann þessu til Alþingis 1595 og jók því nú við sakargift- irnar að hjúskapur sinn og Helgu hefði ekki farið löglega fram, þar sem allt hefði farið fram á sama degi - kaup, festing og brúðkaup. Dómsmenn sinntu þessu ekki og kváðu Pál sjálfan eigi síður valdan að sundurlyndi þeirra og þverúð. Hreyfði Páll máli þessu þá ekki framar. Nýjar kvonbænir Árin á undan hafði Páll verið í einskonar bónorðsumleitunum við Halldóru, dóttur Guðbrands biskups, og eru varðveitt frá honum tvö bréf til biskups frá árunum 1593 og 1594. Eru þau gott dæmi um rithátt hans og íburð í máli. Heitir hann þar biskupi fylgi gegn Jóni lögmanni bróður sínum og hverjum sem væri öðrum. Kveðst hann enda vilja ánafna biskupi eignir sínar öðrum mönnum fremur. Hér fer á eftir kafli úr öðru bréfanna: .Almáttugur Guð gefi yður heill, lukku og velferð lífs og sál- ar - yður þakka ég allt gott. Sendi ég yður nú það bréf er ég skrifaði í haust og hjá mér hefur legið, sömuleiðis það bréf sem skrifað hefur verið fyrir fjórum árum og hjá mér hefur hér til af sérdeilis forhugsan geymt verið, item útskrift af bréfi í vetur, ég þenkti yður að skrifa og senda, hefði mig ekki forfallið snjóar og ófærð... Syndin ástríðir altíð Guðs verk. Löngu fyrr en þér voruð skapað- ur hafði Guð fyrirhugað yður biskup verða á Hólum. Hvort meinið þér ei að guð hafi og séð fyrir hvert Helga skyldi víkja? Nei, þó Guð sé glaður, þá er hann enginn gárungur... Þér vit- ið ei nema sá góði Guð hafi fyrir- hugað mig, auman jarðarmaðk... yður og yðrum til styrktar og að- stoðar...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Helgin (12.01.1991)
https://timarit.is/issue/281039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Helgin (12.01.1991)

Aðgerðir: