Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 7
14
HELGIN
Laugardagur 12. janúar 1991
Laugardagur 12. janúar 1991
HELGIN
W
15
Hin lukkulegu brúöhjón eftír vígsluna.
Rod Stewart
í hnapphelduna
Þrátt fyrir 24 ára aldursmun eru brúðhjónin ekki í
vafa um ævinlega hamingju í sambúðinni
Nú um síöustu jól lyftist brúnin á
Bretum, þegar poppgoðiö Rod Ste-
wart var á ferðinni þar í landi að
kynna fjölskyldu sinni hina nýju eig-
inkonu sína, Rachel Hunter. Eink-
um þurfti hann að leiða hana á fund
móður sinnar Elsie, sem er 85 ára
að aldri og gat ekki verið viðstödd
sjálft brúðkaupið, sem fram fór í Be-
verly Hills. Aldur móðurinnar þarf
ekki aö koma á óvart, því sonurinn
er nú 45 ára. Brúðurin er hins vegar
aðeins 21 árs.
Brúðkaupið sóttu einkum ættingjar
brúðhjónanna og voru þeir miklu
fleiri en fræga fólkið, kunningjar
brúðgumans. Haft var eftir móður
brúðarinnar, Janine Phillips, að þetta
hefði verið „gamaldags brúkaup",
þrátt fyrir að glys sviðsljósanna væri
ekki langt undan — nærvera sjón-
varpsmanna og fréttafólks. Gestir
komnu til kirkjunnar í tveggja-hæða
Lundúnastrætisvagni. Og brúðurin
lét Rod bíða eftir sér í hálfa klukku-
stund, sem vakti athygli. Hún var
klædd mjög flegnum, hvítum satín-
kjól með fimmtán metra slóða. Þegar
Rod kom auga á hana hrópaði hann
upp: „Hún er stórkostleg, stórfögur,
dásamleg!"
Fótbolti, áfengi og konur — í þesari
röð — hafa verið talin helstu áhuga-
mál Rod Stewart. En þótt hann eyddi
kvöldinu fyrir brúðkaupið til þess að
leika fyrir uppáhaldsfótboltalið sitt í
Los Angeles, þá fór hann þaðan
snemma til þess að vera viðstaddur
kvöldverðarboð fjölskyldunnar. Hann
ræddi þar að vísu um fátt annað en
fótbolta, en Rachel mun hafa fyrir-
gefið honum það.
Don bróðir hans, en hann er sextug-
ur, var svaramaður, og honum varð á
orði: „Hann er ástfangnari af þessari
stúlku en nokurri annarri. Þetta er
líka í fyrsta sinni, sem honum finnst
hann ekki þvingaður í sambandinu".
Þótt Rod hafi verið kenndur við
fjölda fagurra kvenna, þar á meðal
Britt Ekland og Susan George, hefur
hann aðeins einu sinni áður verið
kvæntur. Sú var Alana Stewart, móð-
ir Sean (10 ára) og Kemberley (11
ára), en hún var brúðarmær. Hjóna-
bandið entist í sex ár. Fyrir ekki
löngu sleit hann sambandi sínu við
vinstúlku sína Kelly Emberg, en það
hafði varað í fimm ár. Þau áttu saman
dótturina Ruby, sem er tveggja ára.
Rod er ekki í vafa um að hjónaband-
ið muni endast til lífstíðar. „Ég áttaði
mig á að þessari konu vildi ég eyða
ævinni með. Ég bað hana að giftast
mér fimm vikum eftir að við sáumst
fyrst“.
Rod er hreykinn af þeim miklu vin-
sældum sem hann æ nýtur í Skot-
landi og því lék sekkjapípuhljómsveit
við athöfnina í kirkjunni.
Brúðartertan var látin tákna upp-
runa þeirra beggja. Hún var í laginu
eins og þinghúsið í London — en
efst á henni trónaði kiwi- ávöxtur,
sem átti að minna á að Rachel er ætt-
uð frá Nýja Sjálandi.
Þau hyggjast vera samvistum eins
mikið og tök eru á og mun Rachel
fylgja bóndanum á hnatt- tónleika-
ferð sem stendur fyrir dyrum. Jafn-
framt mun hún starfa nokkuð sa»n
fyrirsæta. Rod hyggst selja lúxushýsi
sitt í London, en þar hefur hann not-
ið lífsins með fyrri konu sinni og vin-
stúlkum síðar. Þannig munu þau
Rachel byrja hjúskapinn á spánnýju
heimili. Éinn vina þeirra segir: „Rod
ætlar nú að byrja nýtt líf — þess hef-
ur Rachel líka krafist“.
Rachel ásamt brúðarmeyjum sínum.
Það var kátt á Hjalla í brúðkaupsveislunni og hin nýgrftu brugðu á leik.
w-
EG NYTI OLL
TÆKIFÆRIN í LÍFINU
- É6 MENNTA MIG - É6 STUNDA LÍKAMSRÆKT
- ÉG FERÐAST 66 SPIIA
í HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS
í Happdrætti Háskóla íslands er hærra
vinningshlutfall en í nokkru öðru happdrætti í heimi:
70% veltunnar eru greidd út í vinninga. Hæstu
mögulegir vinningar í hverjum mánuði eru 18 milljónir
og í desember er hæsti vinningur 45 milljónir. Allir
vinningar eru að sjálfsögðu skattfrjálsir.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings