Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. janúar 1991 HELGIN 17 Stórstyrjöld brýst út við Persaflóa um miðjan janúar. Mannfall verður gífurlegt. ísrael dregst inn í hernaðarátökin og grípur til gereyðingarvopna. Öll valdahlutföll í Mið-Austurlöndum raskast. (rakar verða gjörsigraðir. f lok stríðsins hefjast margra ára róstur, þar sem múslimar ná að sameinast. Saddam Hussein lætur lífið. Verðlag á olíu tvöfaldast til langs tíma. Vistkerfi heimsins raskast verulega við Persaflóastríðið. Hussein konungur Jórdaníu hrökklast frá völdum. Leiðtogaskipti verða I Sýrlandi. Mubarak, forseti Egyptaiands, verður myrtur. Bush Bandaríkjaforseta verður sýnt banatilræði. Hernaðarátök breiðast út um ríki Afríku. Jóhannesi Páli páfa verður sýnt banatilræði. Efnt verður til þingkosninga í Bretlandi. íhaldsmenn sigra. Frakkland ákveður að gefa Korsiku takmarkað sjálfstæði. Samningaviðræður milli Evrópubandalagsins og Bandaríkjamanna, kenndar við GATT, verða teknar upp að nýju um tollfrjáls viðskipti. Málamiðlunarsamningar takast. Stjórnarbylting verður gerð í Argentínu. Samskipti Bandaríkjamanna og Kúbumanna batna mikið á árinu. Ólafur Noregskonungur fellurfrá. Ástand alþjóðamála stórversnar á árinu. Sjálfstæðisviðleitni Eystrasaltsríkjanna barin niður með harðri ERLENDIR ATBURÐIR 1991 Gorbatsjov heldur áfram að styrkja stöðu sína. Nokkur árangur næst í efnahagsmálum Sovétríkjanna. Nýr sambandssáttmáii lýðvelda Sovétríkjanna tekur gildi. Miklir mannflutningar frá Sovétríkjunum til V-Evrópu hefjast. Dollarinn heldur áfram að falla og viss einkenni kreppu gera vart við sig í Bandaríkjunum. Stjórnarslit verða í Indlandi. Rajiv Gandhi kemst afturtil valda. Til landamæraátaka kemur milli Indverja og Pakistana. Mikil hungursneyð verður í Afríku. Réttindi svartra aukast í S-Afríku. Alvarlegt járnbrautarslys verður í Belgíu. Upp kemur alvarlegt hneyksli í þýsku stjórninni. Til mikilla verkfalla kemur í Póllandi. Mikjall, fyrrum konungi Rúmeníu, verður leyft að snúa heim til Rúmeníu. Mjög stórt bankarán verður framið í Kaupmannahöfn. Brúðkaup verður í dönsku konungsfjölskyldunni. Eldur kemur upp í tveimur norskum borpöllum. Fram koma sannanir um að miklu magni af geislavirkum úrgangi hafi verið fleygt í Barentshafið. Þáttaskil verða í stjórnmálum í Afganistan. Methveitiuppskera verður í Sovétríkjunum. Borgarastyrjöld blossar upp í Júgóslavíu. Stórbruni verður í geimvísindastofnun Bandaríkjamanna „NASA“. Ansjósuveiðar Perúmanna ganga treglega. Ben Johnson hlaugagikkur sýnir hver sé sá sprettharðasti. (tölsk knattspyrnulið verða mjög sigurstrangleg I Evrópumótum í vor. Arsenal verður breskur deildarmeistari í knattspyrnu eftir mjög harða keppni við Liverpool. Manchester United verður breskur bikarmeistari. Nýtt lyf kemur fram sem veldur byltingu í baráttu við illræmdan sjúkdóm. Frægur bandarískur leikari fellur frá. Eldgos brýst út í Japan. Dularfullir atburðir gerast í Bermudaþríhyrningnum. Hryðjuverkaalda dynur yfir í almennu farþegaflugi. Samningar takast um sameiginlegan gjaldmiðil innan Evrópubandalagsins. Miklir jarðskjálftar ganga yfir Filippseyjar. sraelar grípa til gereyðingarvopna. Mubarak - verður hann myrtur? Bandarískir geimfarar. Stórbmni verður hjá NASA. Samskipti Kúbu og Bandaríkjanna batna. Hungursneyð í Afríku Spáð er verkföilum í Póllandi á árínu. Hussein lætur lífið í styrjöldinni. Rajiv Gandhi kemst aftur til valda.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Helgin (12.01.1991)
https://timarit.is/issue/281039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Helgin (12.01.1991)

Aðgerðir: