Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 3
'
Laugardagur 12. janúar 1991
HELGIN
11
Þetta allt finnið þér að leiðar-
lengd í þeim þæklingi er ég
sendi Halldóru yðvarri minni.
Með Guðs orlofi og yðar ætla ég
héðan af svo að skrifa, treystandi
Guði og yður hún megi ekki úr
fangi brjótast. Guð almáttugur
gefi það að ég megi alla mína líf-
daga, ef það er Guðs, yðar og
hennar vilji, svo vera henni til
gleði og yndis, yður til heiðurs
og sæmdar og hennar systkin-
um, börnum yðar, til aðstoðar
og góðara ráða...“
Vísustúfum stráir hann innan
um. Bók hefur Páll sent Hall-
dóru með með kvæðum ýmiss
konar og er hún því miður glöt-
uð. En eitt kvæðanna er varð-
veitt. Það er 24 erindi og er til
Halldóru sjálfrar. Er furðumikill
ástarkliður í því af jafngömlum
manni og vel er það kveðið, sbr.
þessi vísa:
Hugsar blaðið héðan á veg
í hendi að lenda þinni,
og þá á bréfið betra en ég.
Bagi er að fjarlægðinni.
Fjarri tók biskup kvonbænum
Páls og skaut Páll þá til hans
kviðlingi nokkrum með heldur
daufú virðingarbragði. Hugði
Páll ekki á kvonbænir framar.
Þrjú börn átti hann með konu
sinni og að auki tvær dætur
óskilgetnar.
Lögspekingurinn
Páll var hinn mesti fjárgæslu-
maður og þótt undarlegt kunni
að virðast, því hann var í senn
nokkuð hvikull, sukksamur og
eyðslusamur. Sældist hann
ailmjög til jarða. Hann var tal-
inn lagamaður mikill um sína
daga og allra manna mælskast-
ur. Hefúr hann átt ágætt bóka-
safn. Frá honum er komið að
minnsta kosti annað höfuðhand-
rit Grágásar (Konungsbók), ef
ekki hitt
líka (Staðarhólsbók). Hann var
vel heima í rómverskum lögum
og útlendri lagasetningu. Hann
hefur og lesið fjölbreyttara efni
en þá var títt hérlendis. Má fá-
gætt heita að hann hefur átt rit
eftir Machiavelli, hinn fræga
stjórnspeking, hvert svo sem það
rit hefur verið, og ort vísur um.
Orðkringur var hann og skjótur
til andsvara. Flestum sinna sam-
tíðarmanna var honum léttara
um að yrkja, en fór þar ekki að
almannahætti. Ofurhugi hefir
hann verið dæmafár, sbr. vísuna:
Ýtar sigla austur um sjó
öldujónum káta.
Skipið er nýtt en skerið hró
skal því undan láta.
En Páll átti einnig viðkvæmari
strengi í hörpu sinni, sbr. þetta
ástarkvæði:
Eg leit í einum garði
yfrið fagurt blóm,
hvar engan mann þess varði,
eg svo þangað kóm.
Einatt á mig starði
auðs fyrir fagran róm
sú lystug liljan fróm.
Hún var svo hýr að líta,
sem hermi eg ungri frá,
rétt sem rósin hvíta
eða renni blóð í snjá.
Enga yfrið nýta
eg með augum sá
eða vænni en þá.
Með aldrinum jókst sérviska
hans og undarlegt háttarlag.
Mun hafa verið talið að honum
væri ekki að öllu leyti sjálfrátt.
Jón Guðmundsson lærði segir
að hann væri „ofbjóðanlegur í
orðum og lét fátt ótalað, allra
manna ófalskastur". Minna þessi
orð á málshátt sem Páli er eign-
aður: „Tak eigi grásleppu í gull-
neti“. En þann kost hafði hann
jafnframt að sögn Jóns lærða að
„hann taldi sér aldrei minnkun-
að bæta og biðja fyrir sinn mis-
gerning; það gera nú fáir höfð-
ingjar á íslandi“. Þess getur Jón
og að innræti Páls hafi verið
betra miklu en stóryrði hans
gætu þótt benda til. Er það af
öllu auðsætt að Páll hefur verið
gáfumaður mikill, en ekki alls
kostar gæfumaður. Má þykja
mega heimfæra til hans það sem
stundum er sagt um svipaða
menn að honum hafi verið flest
ósjálfrátt vel gefið. Sumt af göll-
um hans hefur verið kynfylgja
frá Svalbarðsmönnum, ber-
mælgi, ofstopi, sérviska í sum-
um greinum og íburður í fram-
setningu. Kom þetta einnig fram
með sumum niðja hans. Völd
hans urðu minni en efni stóðu
til. Auk þess sem talið hefur ver-
ið skulu nefnd sýslustörf í
Barðastrandarsýslu um 1567, í
Strandasýslu 1574 og seinna aft-
ur. Jafnframt í ísafjarðarsýslu,
eigi síðar en 1574 og árin þar á
eftir. Ekki virðist hann hafa not-
að sér veislu konungs fyrir
Húnavatnsþingi og Þingeyrar-
klaustri, en bréf fékk hann fyrir
þeim 1569. Óvíst er hvort hann
hefur sjálfur notað konungsleyfi
til verslunar, sem hann fékk í
Flatey 1589, en þar er ætlað að
hann hafi verið hlíf og skjöldur
þýskra fiskimanna.
En hér látum við lokið að segja
frá Staðarhóls- Páli, sem setti
hvað mestan svip allra manna á
síðari hluta sextándu aldar á ís-
landi.
Allsheijar-
atkvæða-
greiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næsta
kjörtímabil.
Tillögur skulu vera samkvæmt A- lið 19. greinar í
lögum félagsins. Tillögum, ásamt meðmælum
hundrað fullgildra félagsmanna, skal skila á skrif-
stofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en
kl. 11 fyrir hádegi þriðjudaginn 22. janúar 1991.
Kjörstjóm Iðju
Kjörbók Landsbankans var á árinu 1990
sami góði spamaðarkosturinn og áöur - jafnt fyrir
einstaklinga sem fyrirtæki. Grunnvextirá Kjörbók eru nú
9%. Standi hiuti innstæðunnar óhreyfður hækka
vextirnir afturvirkt: í 10,4% eftir 16 mánuði
og í 11% eftir 24 mánuði. Þá er innstæða
á Kjörbók óbundin og að auki með verðtryggingu
á þann hluta hennar sem stendur óhreyfður yfir heilt
verðtryggingartímabil, en þau eru frá 1. jan.-30. júní
og frá 1. júlí til 31. desember.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna