Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 1
12.-13. janúar 1991 Flest ósjálfrátt var honum vel gefiö Að þessu sinni munum við rifja upp eitt og annað um Staðarhóls-Pál er svo var nefndur, en hann var einn litríkasti og sérstæðasti íslendingurinn á síðari hluta 16. aldar. Kunnastur er hann fyrir skáldskap sinn, en eins og ljóst verður af því sem á eftir fer var hann og mikill umsvifamaður í þjóðlífínu. Sérstaklega sem höfuðpersónan í ýmsum kunnustu þrætumálum þessara tíma. Staðarhóls- Páll fæddist á Sval- barði í Eyjafirði og af frændum sínum og niðjum talinn fæddur um 1535, en hlýtur þó að vera eldri. Hann lærði í skóla að Munkaþverárklaustri. Hann kemur fyrst við sögu í Staðar- hólsmálum, en þar sótti hann tilkall til Staðarhóls fyrir systur sína og systurson á Alþingi 1553 og vann málið. Er auðséð að hann hefur þá verið eldri en tví- tugur, því landslög leyfðu ekki yngri mönnum forráð sjálfra sín né annarra. Fór hann þá um haustið á konungsfund og fékk staðfestingu konungs á dómn- um 19. febrúar 1554. Mun hann þá lítt hafa hlíft andstæðingum sínum, en þeir voru Marteinn biskup, sem hélt uppi tilkalli Skálholtskirkju, Pétri bróður hans og Daða í Snóksdal, sem var mágur þeirra. Kom þetta bráðlega fram í. aðgerðum kon- ungsvaldsins við þessa menn. í sömu lotu hefur hann fengið sýsluvöld í Þingeyjarþingi. Þegar Páll kom heim þótti hann hafa vaxið af þessu öllu saman og var hann nú kenndur við málið og nefndur Staðarhóls-Páll. Hélst nafnið við hann þótt ekki ætti hann heima á Staöarhóli til langframa. Lengst af bjó hann á Reykhólum, sem hann keypti af séra Þorleifi Björnssyni. Þangað fluttist hann um 1570 eða svo, þótt um tíma ræki hann jafn- framt bú að Staðarhóli. En á Reykhólumn bjó hann til dauða- dags 1598. Páll hafði keypt Staðarhól af systur sinni fyrir aðrar jarðir, en ekki var staðurinn laus að held- ur. Daði í Snóksdal hafði umboð Skálholtskirkju á Staðarhóli. Var hann ekki vanur að láta hlut sinn fyrir öðrum mönnum. Kom fýrir ekki þótt Páll kallaði eftir staðnum og tollum til hans, er voru Bjarnareyjartollar, hvað eftir annað með kærumálum til konungs. Er jafnvel ólíklegt að Páll hafi náð fullu eignarhaldi á staðnum fyrr en við lát Daða eða í veikindum hans 1562-1563. Var Páll t.d. umboðsmaður Magnúsar hins prúða, bróður síns, árið 1561 í sýslustörfum í Þingeyjarþingi. Bú hefur hann haft á Einarsstöðum í Reykjadal um þessar mundir og er til brot úr hrakvísu um dalinn eftir hann frá þeim tíma. Sumir segja að eitt ár áður hafi hann búið á Eyrarlandi. Stórættuð eiginkona Það var árið 1558 að Páll fékk göfugrar konu, Helgu Aradóttur, lögmanns. Var Ari sonur Jóns biskups Arasonar og hafði verið Staðarhóls-Páii var sérkenni- legur gáfu- maður, skáld og lögvitringur. En óeirðasamur var hann og sást lítt fýrir höggvinn með honum í Skál- holti. Studdu föðurfrændur hennar þann ráðahag og réðu loks hjónabandinu. En móður- faðir Helgu, Þorleifur Grímsson á Möðruvöllum, streittist lengi á móti bónorði Páls svo sem sjá má af skjali er til er frá 1556. Ekki var Þorleifur því viðstaddur kaupmála þeirra í byrjun árs 1558 né nokkur umboðsmaður af hans hendi, en föðurbróðir Helgu, séra Sigurður á Grenjað- arstöðum, lét dæma sig gifting- armann hennar. Þorleifur Grímsson dó síðar sama ár og einnig Grímur sýslumaður, son- ur hans. Skömmu síðar settust þeir Páll og Ormur Sturluson í búið á Möðruvöllum. Þóttu þeir heldur hafa þar í sukki að því er segir í vísu einni eftir Hall skáld Magnússon. Það kom reyndar til að Páll taldi Þorleif hafa ánafnað Helgu dótturdóttur sinni Möðruvelli. Til eru og tvö ósam- hljóða kaupmálabréf Ara lög- manns við dóttur Þorleifs. í öðru eru Möðruvellir áskildir konu- efni lögmannsins, en líklega er það ómerkt og hefur aldrei verið samþykkt af Þorleifi. Risu af þessu rammar deilur með Páli og öðrum er að stóðu, svonefnd Möðruvallamál. Dáleikar voru miklir með þeim Páli og Helgu framan af og varð- veitt eru tvö ástarkvæði til henn- ar frá honum fyrir hjónaband þeirra, óvenjuleg á þeim tíma, vel gerð og sýna einlægni hans í ástamálunum, þótt annað sé kvæðið þýtt úr útlendu máli. Hafði Páll áður í tveimur erind- um harmað afdrif þeirra Hóla- feðga og kallað hefnd Guðs yfir þá er þar áttu sök að máli. Þau Páll og Helga héldu brúð- kaup sitt að Grund í Eyjafirði. Þar þótti greinilegt að þau unn- ust heitt, enda höfðu þau beðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Helgin (12.01.1991)
https://timarit.is/issue/281039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Helgin (12.01.1991)

Aðgerðir: