Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 10
18
T HELGIN
Laugardagur 12. janúar 1991
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Ágirnd á bfl varö kveikj-
an aö tveimur morðum
Önnur stúlkan vildi selja bílinn til að leysa mann sinn úr fangelsi.
Sá sem ágimtist bflinn gat hins vegar ekki borgað og tók það ráð að
myrða báðar stúlkumar, ræna bflnum og skartgripum þeirra að
auki.
1. júní 1986 var sunnudagur og
hin þrítuga Liselotte Scharmer fór
seint á fætur. Það hafði verið mikið
að gera kvöldið áður, ekki aðeins
var helgi heldur var sumarið komið
og það hafði örvandi áhrif á við-
skiptin. Liselotte var vændiskona
og með þeim eftirsóttari.
Hún var þó ekki ein þeirra sem
standa í dyragættum í borginni eða
leita viðskipta á þjóðvegunum út
frá henni. Liselotte var fyrsta flokks
og setti upp hátt gjald. Hún átti
demantshringa og loðfeldi og í bfl-
skúrnum hennar stóð stöðutáknið:
Splunkunýr og gljáandi Benz 500.
Þetta laugardagskvöld voru tekjur
Liselotte álfka og miðaldra kaup-
sýslumaður hefur í mánaðarlaun.
Það réttlætti að hún ætti frí á
sunnudeginum. Eftir góðan morg-
unverð yfirgaf hún glæsilega íbúð
sína klukkan rúmlega 11 og hélt
áleiðis í heimsókn.
Liselotte fór ekki á Benzinum því
hún ætlaði bara stuttan spöl upp
með götunni og veðrið var gott.
Luegallee er breiðgata, prýdd trjám
og er í dýra Obekassel-hverfinu á
vesturbakka Rínar í Dusseldorf í
Þýskalandi. Þar eru mörg útikaffi-
hús og margt um manninn á
sunnudagsmorgnum.
íbúðin sem Liselotte ætlaði að
heimsækja var ekki síður íburðar-
mikil en hennar eigin og pening-
arnir fyrir henni komu frá sömu
uppsprettu. í Dusseldorf búa um
700 þúsund manns og hafa það
gott. Nægir peningar eru til sem sjá
fyrir Liselotte og mörgum hennar
líkum. Malaika Fechenbach og
Martina Antonijevic voru keppi-
nautar Liselotte en líka vinkonur
hennar.
Vinátta Malaiku og Martinu var þó
öllu nánari. Hvor um sig hafði sem
best ráð á glæsiíbúð en þær kusu að
búa saman. Liselotte skildi það vel
því allar þrjár voru þessar konur
þannig gerðar að ekki skipti þær
öllu máli hvort rekkjunautarnir
voru karl- eða kvenkyns. Malaika
var Ijóshærð, 28 ára en Martina
dökk yfirlitum og 32 ára.
Enginn svaraði dyrabjöllunni og
Liselotte ákvað að reyna ekki frek-
ar. Hugsanlegt var að nóttin hefði
verið löng hjá stöllunum og þær
væru því enn sofandi. Hún var í
þann veginn að snúa frá þegar hún
heyrði torkennilegt hljóð að innan.
Það var eins og einhver kveinaði
sáran. Liselotte lagði eyrað að
hurðinni og hlustaði betur.
Eftir litla stund þekkti hún hljóð-
ið. Peggy og Sue,
Yorkshireterrier-hundar vinkvenn-
anna, grétu eins og hjörtu þeirra
væru að bresta. Malaika og Martina
hefðu aldrei látið slíkt viðgangast ef
þær væru heima og þær hefðu
heldur ekki farið út og skilið dýrin
eftir ein. Fegurðardísirnar tvær
með fallegu, kafloðnu hundana
voru algeng sjón er þær gengu um
breiðgötuna eða fengu sér kaffi á
hinu rándýra Köenig-kaffihúsi.
Tvö lík
á stofugólfinu
Liselotte sá að ekki stoðaði að
hringja frekar eða berja svo hún fór
niður að leita húsvarðarins. Vin-
konur hennar myndu varla þakka
henni fyrir að kalla á lögregluna ef
ekkert væri að en aðstæður allar
bentu til að eitthvað yrði að gera.
Húsvörðurinn vissi hvað stúlkurn-
ar störfuðu og hann brá snöggt við,
sótti lykla sína og fór upp með
Liselotte til að opna.
Malaika og Martina voru í dagstof-
unni, klæddar vinnufötum sínum,
sokkabandabeltum, nælonsokkum
og hælaháum skóm. Þær lágu á
hnausþykku, hvítu gólfteppinu og
blóðið sem rann úr höfðum þeirra
hafði myndað stóra, rauða flekki.
Hjá þeim kúrðu hundarnir, þrýstu
sér hvor upp að sínu líkinu og
kveinuðu ámátlega.
- Guð hjálpi mér, stundi húsvörð-
urinn upp en Liselotte sagði ekkert.
Hún snerist á hæli og gekk hröðum
skrefum heim til sín. Þegar hún
lokaði að baki sér og tók að gráta,
uppgötvaði hún að hún hafði bitið
svo fast á neðri vörina að blóðið
lagaði úr henni.
- Þetta voru háklassa vændiskon-
ur og rándýrar, sagði Franz Heidel,
yfirmaður í rannsóknarlögregl-
unni. - Þær höfðu allt til reiðu sem
menn vildu borga fyrir.
- Ein kúla úr lítilli byssu af nánast
engu færi, sagði læknirinn eftir að
hafa skoðað líkin lauslega. - Þetta
eru aftökur. Báðar voru skotnar í
vinstra gagnaugað. Það hefur verið
rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
- Leitið að minnisbókum, síma-
skrá eða einhverju með nafnalist-
um, sagði Heidel við aðstoðarmenn
sína. - Ég kalla á tæknimenn þegar
ég er búinn að skoða íbúðina.
Það tók vel þjálfaðan mann ekki
langa stund að leita af sér allan
grun og von bráðar komu tækni-
menn á vettvang. Læknirinn beið í
iíkhúsinu eftir að rannsaka líkin
betur, þótt sunnudagur væri. Hei-
del hefði að öllu jöfnu farið á skrif-
stofuna og látið undirmenn sína
um fráganginn en í þetta sinn vildi
hann fylgjast með öllu. Það var
aldrei að vita hvað menn gerðu við
það sem þeir kynnu að finna. Tíma-
rit borguðu vel fyrir frásagnir, eink-
um ef atburðirnir voru safaríkir og
svo var vissulega hér.
Ólar voru settar á hundana og lög-
reglumaður gætti þeirra í eldhús-
inu en síðan var húsvörðurinn beð-
inn að taka þá í sína vörslu. Hann
harðneitaði því og sagði nær að
biðja stúlkuna sem verið hefði með
honum þegar hann fann líkin. Þá
loks kom fram að fleiri hefðu kom-
ið á staðinn. Heidel skammaði hús-
vörðinn fyrir að leyna upplýsingum
en fékk loks nafn og heimilisfang
Liselotte.
Hún gat ekki gefið neinar upplýs-
ingar um morðin en hún tók að sér
hundana og veitti upplýsingar um
stallsystur sínar.
Eiginmaður
í fangelsi
Martina hafði nýlega gifst 34 ára
Júgóslava og hafði ætlað að hætta
vændi bráðlega. Því miður hafði
eiginmaðurinn, Tomislav An-
tonijevic, verið handtekinn í brúð-
kaupsferðinni fyrir rán á verðmætu
íbúðinni en greinilega í flaustri svo
enn var þar töluvert af skartgrip-
um. Liselotte og Tomislav gátu gef-
ið upplýsingar um nokkuð af því
sem vantaði og var það álitlegt
magn.
Nú fór Heidel að hallast á þá skoð-
un að ástæða morðanna hefði ein-
faldlega verið rán. Stúlkurnar
hefðu hleypt föstum viðskiptavini
inn, hann skotið þær og rænt öllu
sem hann kom höndum yfir í flýti.
Loftbyssan, óskipulögð leit í hirsl-
um og þjófnaður á óseljanlegum bíl
benti til að hér væri um fúskara að
ræða.
Viðskiptavinir
útilokaðir
Sérfræðingarnir á rannsóknar-
stofunni voru á öndverðum meiði
við Heidel. Þeir þóttust vissir um
að þjófnaðurinn væri bara til mála-
mynda og settur á svið til að fela
hina raunverulegu ástæðu morð-
anna, sem væri líkast til fjárkúgun
gegn einhverjum hinna virtu við-
skiptavina sem ekki mátti vamm
sitt vita. Hins vegar fannst ekkert
einasta nafn í íbúðinni svo talið var
að morðinginn hefði tekið allar
minnisbækur með sér.
Hins vegar hafði Heidel leitað vel
og fundið minnisbækurnar áður en
tæknimenn komu. Þær voru nú
vandlega læstar niðri í hirslum
hans og hann taldi engan þeirra
málverki. Það var ófundið enn og
Tomislav í gæsluvarðhaldi gegn 25
þúsund dollara tryggingu. Martina
hélt áfram störfum til að útvega
tryggingarféð. Jafnvel manneskja
með hennar tekjur yrði dálítinn
tíma að því, svo hún hafði íhugað
að selja Benzinn sinn, 500 SEC.
Þegar Heidel og menn hans litu
inn í bílskúrinn var þar engan Benz
að finna. - Það var viss léttir, varð
lögregluforingjanum að orði.
Daginn eftir var sest á rökstóla yf-
ir þeim skýrslum sem komnar voru
inn á borð Heidels. Telja mátti víst
að flestir viðskiptavina stúlknanna
væru háttsettir og virðulegir borg-
arar sem ekki þyrftu að stela sér til
viðurværis. Ljóst þótti nú að Benz-
inum hefði verið stolið, auk lausa-
fjár og skartgripa. Heidei taldi
þjófnaðinn ef til vill bragð til að
dylja raunverulega ástæðu morð-
anna.
Að sjálfsögðu yrði auðveldast að
finna bflinn sem var gljáandi kopar-
brúnn með númerinu D-YS 500 og
metinn á 85 þúsund dollara.
- Náunginn getur ekki haldið hon-
um, fullyrti Heidel. - Hann hlýtur
að reyna að selja hann.
Þar skjátlaðist þeim góða lög-
regluforingja. Hvergi fannst tangur
né tetur af bílnum og það voru mik-
il vonbrigði því hann var nánast
eina slóðin sem hægt var að rekja.
Ekkert kom á óvart í krufnings-
skýrslunni. Kúlurnar voru fjar-
lægðar úr líkunum og sendar til
greiningar. Þær reyndust hafa kom-
ið úr loftbyssu með útboruðu
hlaupi. Hvergi var getið um þá
byssu í skotvopnaskrám lögregl-
unnar og vissulega fannst hún ekki
á morðstaðnum.
Þar var samt mikið um fmgraför
og varla við öðru að búast þar sem
mikil umgengni var. Ekkert benti
til að nein fingrafaranna væru eftir Malaika Fechenbach veitti karimönnum dýra þjónustu en hún bjó með
morðingjann. Leitað hafði veri í vinkonu sinni.