Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. janúar 1991 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Evelyn Hartmann sagðist bara hafa flotið með vini sínum í skemmtiferð á nýja bflnum hans. Patrick Rhodes var stöðvaðurfyrir umferðariagabrot en fékk morðákæru. betri borgara sem þar var á skrá lík- legan morðingja. Það gæti valdið þeim miklum skaða að nöfn þeirra kæmu fram í tengslum við málið. Heidel vissi samt að hann yrði að gera eitthvað í sambandi við bæk- urnar. Hugsanlega höfðu þeir á rannsóknarstofunni rétt fyrir sér. Rannsóknin fór fram í mikilli kyrrþey og öllum létti þegar niður- staðan reyndist sú að enginn við- skiptavinanna væri sekur um ann- að en að hafa smekk fyrir dýrkeypt- ar konur. Minnisbækurnar voru af- hentar lögregluyfirvöldum og þótt seinna kæmi fram að þær væru til var innihald þeirra aldrei látið uppi* Allar reiður Tomislavs voru rann- sakaðar gaumgæfilega og einkum sambönd hans. Sjálfur gat hann ekki verið morðinginn þar sem hann hafði setið inni en hann gæti hafa komið því þannig fyrir. Ekkert sérstakt benti til sektar hans en maki er yfirleitt efstur á lista yfir grunaða í morðmálum. Sú regla stóðst ekki í þessu tilviki. Tomislav hefði enga ástæðu til að myrða konu sína og átti engan hlut að máli, hvorki beint né óbeint. Hann sagðist ætla að rannsaka mál- ið sjálfur þegar hann slyppi út og þá skyldi dauðarefsing taka gildi í landinu á ný. Heidel efaðist ekki um það en ólík- legt var að Tomislav losnaði úr fangelsinu í bráð þar sem enginn gæti borgað trygginguna. Auk þess var það ekki í hans verkahring að refsa glæpamönnum. Viðurkennast varð að lögreglunni hafði lítið gengið við lausn málsins en nokkrir grunaðir voru í sviðs- ljósinu og nú stóð til að athuga að- stæður þeirra. Öll nöfnin voru úr minnisbókum stúlknanna en ekk- ert benti til að um væri að ræða viðskiptavini eða önnur tengsl. Malaika og Martina höfðu verið fremur kærulausar við bókhaldið og skráð iðnjöfra og sendisveina á sömu síðurnar. Bíllinn í Frakklandi Sá sem Heidel leitaði að var lík- legur til að vera einhvers staðar þar á milli í þjóðfélagsstiganum. Það væri sérkennilegur sendisveinn sem fremdi tvö slfk morð og iðnjöf- ur sem gerði slíkt hið sama væri í meira lagi örvæntingarfullur. Inn á milli voru margir menn en flestir gátu gert grein fyrir ferðum sínum á þeim tíma sem morðin voru framin. Tveir gátu það hins vegar ekki. Þeir hétu Bruno Kreisk- amer og Dieter Bollendorf. Bruno var fertugur en Dieter 38 ára. Báðir voru kvæntir og áttu börn á ung- lingsaldri. - Þeir eru báðir í áhættuhópi fjár- hagslega, sagði Heidel. - Þeir hafa nóga peninga til að eyða í eina nótt eða tvær en ekki nóg til að halda því áfram. Annar þeirra gæti hafa ánetjast. - Þeir eru á þeim aldrei sem slíkt gerist gjarnan, tók Grombach að- stoðarmaður hans undir. - Eigum við ekki að athuga fjárreiður þeirra? Það hefur komið fyrir að fjölskyldumenn heillast af vændis- konum, eyða öllu í þær, stela frá fyrirtækjunum og kóróna svo allt með morði. Heidel kafaði nú dýpra í málið og komst þá að því að Bruno var í fjár- hagsvandræðum en Dieter ekki. Hins vegar reyndist Bruno eftir allt saman hafa fjarvistarsönnun fyrir morðkvöldið þegar betur var að gáð. Þá var Dieter eftir en ekkert benti til sektar hans og hvað hafði hann þá gert við Benzinn? - Hann gæti hafa látið einhvern aka honum yfir til Frakklands, stakk Grombach upp á. - Við vor- um að fá boð frá frönsku lögregl- unni um að bíllinn hefði lent í úr- taki við eftirlit hjá umferðarlög- reglunni á hraðbrautinni milli Ly- on og Parísar. Þeir vissu ekki að við leituðum bflsins og ökumaðurinn fékk bara sekt fyrir að hann og far- þeginn voru ekki í bflbeltum. - Farþeginn? - Þau voru tvö í bflnum, svaraði Grombach. - Síðhærður, ungur maður og ljóshærð stúlka. Hann talaði lýtalausa frönsku. - Hver í ósköpunum gæti það ver- ið? spurði Heidel. - Við höfum eng- an slíkan á listanum. - Við komumst að því fljótlega, sagði Grombach. - Ég lét frönsku lögregluna vita að parið væri eftir- lýst vegna gruns um morð og hver einasti maður í liðinu er að leita að bflnum. Engin svör fást Klukkan var þrjú síðdegis 17. júní þegar Benzinn var stöðvaður og tíu dögum síðar var það í smábænum Villefranche, alllangt frá hrað- brautinni að þýskur ferðamaður kvartaði við lögregluna um að mað- ur hefði reynt að selja sér útvarps- tæki úr bíl og orðið illur þegar hann vildi ekki kaupa það. Varð- stjórinn taldi þetta ekki alvarlegt mál en þegar hann bað ferðamann- inn um lýsingu á sölumanninum var honum tjáð að sá hefði verið síðhærður og í för með ungri, ljós- hærðri stúlku. Þau hefðu verið á kopargljáandi Benz SEC 500. Eftir framkomu þeirra að dæma gæti bíllinn sem best verið stolinn. Þetta var öllu athyglisverðara og áður en bíll var sendur til að leita að parinu athugaði varðstjórinn lista yfir týnda bfla. Þar fann hann koparlita Benzinn og þeir sem á honum voru féllu undir grun vegna morðs í Þýskalandi. Fimm mínútum síðar var lögregla komin um alla vegi á stóru svæði í grenndinni og klukkan fimm síð- degis var Benzinn stöðvaður við vegartálma og ökumaður og far- þegi handtekin. Lýsingin kom heim við það sem ferðamaðurinn hafði sagt. Maðurinn kvaðst heita Patrick Rhodes og vera 35 ára. Stúlkan hét Evelyn Hartmann og var 23 ára. Meira fékkst ekki upp úr honum að sinni. Hann þverneitaði að svara nokkrum spurningum. Evelyn var öllu liðugra um málbeinið. Hún kvaðst vera dóttir hæstaréttardóm- ara á eftirlaunum og eiga heima í Niederkassel í Dusseldorf hjá for- eldrum sínum. Það hverfi er norð- ur af Oberkassel og enn virðulegra ef nokkuð er. Þar sem parið var ekki eftirlýst í Frakklandi fyrir neinar sakir, ákvað lögreglustjórinn að spyrja það ekki frekar heldur hringdi til Dusseld- orf og tilkynnti að bíllinn væri fundinn og parið í honum yrði í vörslu lögreglunnar þar til einhver sækti það. Daginn eftir fór Heidel ásamt nokkrum manna sinna að sækja Patrick, Evelyn og bílinn. Hann kom einnig aftur með tvo dýra demantshringa úr eigu Malaiku og Martinu. Þeir fundust í bflnum, ásamt skráningarskjölum hans sem voru á nafni Martinu. Patrick Rhodes hafði greinilega hugsað sem svo að þægilegra væri að selja útvarpið en hringana og hafði tekið það úr bflnum í þeim tilgangi. Hann var enn ekki farinn að segja orð þegar komið var til Dusseldorf en þrátt fyrir það gat lögreglan komist að ýmsu um hann. Gerbreytti stúlkunni Hann hafði verið í frönsku útlend- ingahersveitinni en þegar ráðning hans rann út flutti hann til Ástral- íu. Til Dusseldorf hafði hann síðan komið fyrir rúmu ári. Að sögn Evelyn hafði Patrick sagt henni að hann ætti efnaða foreldra í Ástralíu og að hann ætti nokkra kappakstursbíla þar. Hann ynni fyr- ir sér í Þýskalandi sem forngripa- sali. Staðreyndin sem kom í ljós var hins vegar sú að Patrick lifði á kókaínsölu og átti hvorki bfla né foreldra í Ástralíu. Hins vegar var hann fjölskyldumaður því hann hafði gifst stúlku að nafni Barbara skömmu eftir komuna til Þýska- lands. Hún sagði lögreglunni hins vegar að hann hefði yfirgefið hana hálfu ári eftir brúðkaupið og hún hefði ekki séð hann síðan. Evelyn Hartmann sagðist ekki hafa vitað að Patrick væri kvæntur og vissi ekki betur en hann hefði keypt bílinn af Martinu Antonijevic. Evelyn virtist í meira lagi ringluð og sama gilti um aðstandendur hennar sem sögðu að hún hefði gerbreyst síðan hún kynntist Patr- ick á krá í Oberkassel í september 1985. Fram að því hafði hún verið ósköp venjuleg dóttir vel stæðra yfirstétt- arforeldra, stundað nám í innan- hússarkitektúr og verið meðal efni- legustu nemenda skólans. Hún hafði stundað venjulegt samkvæm- is- og útilíf, sótt leikhús og safnað fallegum fötum. Einkavinur hennar hafði verið hinn 26 ára Rolf Bart sem var að ljúka laganámi. Hann sagði lög- reglunni að Evelyn hefði skyndi- lega hætt að hitta hann og næst þegar hann hefði séð hana hefði hún verið undarlega klædd, reykj- andi og virst drukkin. Hann hefði orðið furðu lostinn því hún hefði aldrei snert áfengi áður. Auk þess hefði hún verið með einkennilegu fólki sem hann þekkti ekki en þar á meðal var Patrick Rhodes sem hann þekkti nú aftur. Rolf sagði að sér hefði sýnst Patrick stjórna Eve- lyn með harðri hendi. Patrick Rhodes sagði ekki orð um þetta frekar en annað. Það eina sem hann sagði var að biðja um dag- blöð, sígarettur og kvarta um að fletið væri óþægilegt. Hins vegar talaði Evelyn liðlega og fljótlega varð ljóst að hún vissi meira um morðin en hún hafði vilj- að vera láta í upphafi. Hún sagði að Patrick hefði þekkt Malaiku og Martinu allvel í nokkurn tíma, hún vissi ekki hve lengi. Lygaþvælan hrakin Þegar Martina hafði látið spyrjast að hún vildi gjarnan selja Benzinn höfðu þau farið til hennar síðdegis 31. maí og fengið bílinn hjá henni. Seinna um kvöldið hefði Patrick farið þangað aftur einn og sagt Evelyn að sækja sig undir mið- nættið. Hún hefði farið á Benzinum á til- settum tíma og Patrick hefði komið út úr húsinu með byssu í annarri hendi og plastpoka með skartgrip- um í hinni. Þau fleygðu byssunni í Rín af brúnni og óku síðan beint yf- ir til Frakklands og fóru yfir landa- mærin klukkan hálftíu um morg- uninn. Þessi framburður var ekki bara slæmur fyrir Patrick heldur Evelyn líka. Erfitt var að trúa að hana hefði ekkert grunað þegar hún sá Patrick koma út með byssu og skartgripa- poka. Hins vegar hélt hún því stíft fram að hana hefði ekki grunað neitt misjafnt og bara haldið að þau ætluðu að skreppa í skemmtiferð til Frakklands á nýja Benzinum hans Patricks. Patrick var sekur fundinn um rán og tvö morð en Evelyn fyrir að að- stoða við þjófnað og láta undir höf- uð leggjast að tilkynna um glæp. Hún fékk 15 ára fangelsi.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Helgin (12.01.1991)
https://timarit.is/issue/281039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Helgin (12.01.1991)

Aðgerðir: