Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 4
12 T HELGIN Laugardagur 12. janúar 1991 SUMARIÐ1921 komu Kristján konungur X. og Alexandrine drottning í heimsókn til íslands. Þá var gefið út 3. júlí í Reykjavík konungsbréf um stofnun hinnar ís- lensku fálkaorðu. Stofnun fálkaorðunnar átti nokkurn aðdrag- anda. Af embættis- mönnum mun Jón Hj. Sveinbjörnsson kon- ungsritari vafalaust hafa ráðið mestu um efnisatriði konungs- bréfsins og sennilega samið það. Gerð orð- unnar svipar um sumt til Dannebrogsorðunn- ar, en sitt hvað í orðu- reglunum virðist sótt í norskar fyrirmyndir. Um eitt voru reglur fálka- orðunnar mjög frá- brugðnar Dannebrogs- orðunni. Gert var strax ráð fyrir að konur yrðu sæmdar fálkaorðunni, en slíkt gerðist ekki með Dannebrogsorð- unafyrr en árið 1951. Hans Christian Tegner, prófess- or við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn, teiknaði fálkaorð- una og innsigli hennar í samráði við konungsritara og skjaldar- merkjafræðinginn Poul Bredo Grandjean. Orðuna smíðaði Po- ul Ulrich Michelsen, orðusmiður í Kaupmannahöfn. Áður en fálkaorðan var stofnuð hafði ríkisstjórnin borið málið undir alþingismenn á lokuðum fundi árið 1919. Mikill meiri- hluti þingmanna mun hafa greitt atkvæði með stofnun orð- unnar, tveir setið hjá, tveir greitt atkvæði á móti, en einhverjir kunna að hafa verið fjarverandi. Stofnun orðunnar kom ekki formlega til meðferðar Alþingis og ekki virðist vera til nein fund- argerð eða minnisblað frá þess- um lokaða fundi. Um orðuna var hins vegar fjallað á Alþingi síðar, bæði fjárveitingar til hennar og eins um tillögur og frumvörp sem orðuna hafa varðað. Verða þau atriði rakin nokkuð hér á eftir. Umræður á Alþingi Á Alþingi árið 1922 flutti Gunn- ar Sigurðsson tillögu til þings- ályktunar um að landstjórnin fengi því framgengt við konung að einungis útlendingar yrðu sæmdir fálkaorðunni og Pétur Ottesen flutti tillögu um að orð- an yrði afnumin. Gunnar taldi liggja að baki orðukerfmu ein- hverja lægstu hvöt manna, hé- gómagirnina, og sæktust menn eftir orðum af sömu ástæðu og villimenn beri hringi í nefínu, kínverskar konur gjöreyðileggi á sér fæturna með þröngum skóm til þess að ganga betur í augum á karlmönnum og konur í kaup- stöðum gangi á svo háum hæl- um að heita megi að þær gangi á tánum. Þá séu krossar einatt hentugt vopn í höndum land- stjórnar til þess að launa trygga þjónustu og jafnframt til að tryggja sér stuðningsmenn. Margt fleira sagði flutningsmað- ur. Taldi hann að af umræðum á leynifundi þingmanna um málið megi fullyrða að ætlan flestra hafi verið að orðan yrði einungis veitt útlendingum. Hins vegar hafi framkvæmdin orðið sú að orðunni hafi verið ausið gegnd- arlaust út. Þá telur þingmaður- inn að nauðsyn hefði borið til að skattleggja orðuna, a.m.k. sem nemi rentum af þeim nær tutt- ugu þúsundum sem búið sé að eyða í hana. Einnig vill þing- maðurinn að landstjórnin leið- rétti einkunnarorð Jóns Sig- urðssonar sem séu rangfærð. Þau hafi verið: Eigi víkja, en á orðunni standi: Aldrei að víkja. Jón Sigurðsson hafi verið vitur maður en ekki þverhaus. Þá seg- ist Gunnar Sigurðsson vera sam- þykkur tillögu Péturs Ottesens um afnám orðunnar. Pétur Ottesen kvaðst ætla að þegar á Alþingi 1919 hafi farið að heyrast raddir um að eigi myndi annað hlýða, þegar landið hefði fengið viðurkennt fullveldi, en^ að sýna það með ytri táknum, þ.á’ m. að koma upp heiðursmerki. Málið hafi fengið fremur daufar undirtektir á lokuðum fundi þingmanna sem Jón Magnússon forsætisráðherra efndi til, en þó farið svo að meirihluti hafi feng- ist fyrir því að stofna orðuna, og telur hann sig ekki misminna að gert hafi verið ráð íyrir að orðan yrði einvörðungu veitt útlend- ingum eða a.m.k. ekki út af því brugðið nema undir sérstökum kringumstæðum. Sjálfur segist hann hafa greitt atkvæði á móti stofnun orðunnar og annar þingmaður, Kristinn Daníels- son. Segir hann orðuna mælast afar illa fyrir úti um land og beri að afnema hana með öllu. 2. HLUTI Ýmsir fleiri tóku til máls. Sig- urður Eggerz, sem orðinn var forsætisráðherra í stað Jóns Magnússonar, sagði að orðan hefði verið stofnuð að vilja meirihluta alþingismanna í sam- bandi við heimsókn konungs og væri það of mikill hringlanda- háttur ef sömu þingmenn sam- þykktu nú að afnema orðuna. Magnús Guðmundsson sagði að skipuð hefði verið nefnd eftir ákvörðun Alþingis og það bein- línis gert til þess að koma í veg fyrir að nokkur stjórn gæti mis- notað hana. Hann mótmælti því að orðan hefði verið ætluð út- lendingum einum. Kvaðst hann hafa verið á fundinum sem fjall- aði um málið og myndi hann ekki betur en að þar hefði komið fram, að útlendingum myndi þykja lítið til koma ef orðan væri ætluð þeim einum. Einnig mót- mælti Magnús Guðmundsson því að undirtektir hefðu verið daufar. Slíkt væri ekki hægt að segja um mál sem einungis tveir þingmenn af öllum þingheimi hefðu greitt atkvæði gegn. Nú væri laust sæti í orðunefnd og mætti setja í það mann sem ekki yrði of ör á orður, t.d. Gunnar Sigurðsson. Gunnar taldi réttara að setja Pétur Ottesen í nefnd- ina. Sveinn í Firði Ólafsson sagðist sjá eftir tímanum sem færi í þessar umræður. Sam- þykkt tillögunnar væri móðgun við konung. Rétt væri það hjá Magnúsi Guðmundssyni að leyfi það sem þingið veitti til stofnun- ar orðunnar hefði ekki verið bundið því skilyrði að hún yrði einungis veitt útlendingum, þótt það væri á hinn bóginn aðal- ástæðan fyrir því að hún var tek- in upp. Bar Sveinn síðan fram frávísunartillögu. Sigurður Hjörleifsson Kvaran taldi rétt að geta sýnt erlendum mönnum þakklætisvott með orðuveitingu þar sem vér séum hvorki örir né stórtækir á fé eða gjafir. Bjarni Jónsson frá Vogi taldi orðuna sjálfstæðismál og sjálfstæðisvott að vera laus við dönsku kross- ana. Þótt orðuveitingar komi ekki alltaf réttlátlega niður, þá sé sama að segja um önnur mann- anna verk. Ekki þyki niðurjöfn- unarnefndir ávallt réttlátar í sinni niðurjöfnun. Málinu lyktaði þannig að dag- skrártillaga Sveins Olafssonar var felld og einnig tillögur Pét- urs Ottesens og Gunnars Sig- urðssonar. Málefni orðunnar bar á ný á góma á Alþingi árið 1924 og þá í því formi að fjárveitinganefnd Alþingis bar fram tillögu um að skora á ríkisstjórnina að undir- búa löggjöf um skatt af íslensk- um heiðursmerkjum og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp um það efni. Verði skatturinn við það miðaður að fullkomlega greiðist kostnaður sá sem ríkið hefur og hefur haft af fálkaorð- unni. Ásgeir Ásgeirsson bar þá fram breytingatillögu um að eigi yrðu aðrir sæmdir orðunni en útlend- ingar og Pétur Ottesen fór af stað með sitt gamla hugðarefni

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Helgin (12.01.1991)
https://timarit.is/issue/281039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Helgin (12.01.1991)

Aðgerðir: