Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. janúar 1991 HELGIN 13 að orðan yrði afnumin með öllu. Tryggvi Þórhallsson fylgdi til- lögunni úr hlaði fyrir hönd fjár- veitinganefndar. Gat hann þess að fálkaorðan væri margrætt mál innan þings og utan og hefðu margir haft horn í síðu orðunnar fyrr og síðar. Þar sem tilraunir til að leggja orðuna niður eða takmarka hana ein- ungis við útlendinga hefðu mis- tekist, hefði orðið að ráði að reyna að fá upp þann ekki alllitla kostnað sem ríkissjóður hefði haft af þessu. Segist Tryggvi hafa leitað í landsreikningum að kostnaðinum við orðuna og séu þær fjárhæðir sem hann hafi fundið þannig: Árið 1920 (teikn- ing fálkaorðunnar) kr. 783,50, árið 1921 kr. 16.551,50, árið 1922 kr. 6.745. Segir ræðumað- ur að ef orðukostnaðurinn hefði orðið svipaður 1923 og hann var 1922 hafí orðan kostað landið á þessum fáu árum allt að þrjátíu þúsund krónum. Segja mætti að fjárveitinganefnd sjálf hefði átt að semja frumvarp, en það sé töluvert vandaverk og þurfi und- irbúning. Fjárveitinganefnd ætl- ast ekki til að útlendingar greiði orðuskatt. í fjárveitinganefnd neðri deild- ar á þessu þingi sátu auk Tryggva, Þorleifur Jónsson, Ing- ólfur Bjarnason, Þórarinn Jóns- son, Jón Sigurðsson, Pétur Otte- sen og Magnús Guðmundsson. Jón Magnússon forsætisráð- herra sagði að mál þetta yrði at- hugað ef tillagan yrði samþykkt. Slíkur skattur væri til í öðrum löndum og að hér væri ekki farið fram á neitt nýstárlegt. Aftur á móti gæti verið vafamál að leggja skatt á þá menn sem þeg- ar hafa verið sæmdir heiðurs- merkjum og eigi mun tíðkast að greiddur sé skattur af lægstu stigum heiðursmerkja. Tryggvi hefði haldið því fram að mikið hafi verið haft á móti orðunni og mörgum líkað illa að hún var stofnuð. Forsætisráðherra sagð- ist halda að þessi óánægja hefði mest komið fram í einu blaði, sem framsögumaðurinn þekkti vel, en hvort það sé almenn skoðun skuli hann láta ósagt. Björn Líndal taldi að með skatt- lagningu orðunnar væri stefnt að því að hinum efnaðri mönn- um einum yrði fært að þiggja heiðursmerki en hinum fátæk- ari ekki. Lýsti hann sig mótfall- inn skattinum. Ásgeir Ásgeirs- son kvaðst andvígur skattinum. Hins vegar þurfi ekki að auð- kenna innlenda menn með krossum, hér þekki hver annan og þurfi ekki sérstök merki á þá sem skara fram úr. Hann segist ekki amast við því að þessu sinni að útlendingum séu veitt íslensk heiðursmerki, en þó hygg ég, segir hann, að vegur vor yrði engu minni þótt við hefðum enga krossa. Lagði hann fram tillögu um að innlendum mönn- um yrðu ekki veitt heiðurs- merki. Hákon Kristófersson lagði til að málinu yrði vísað til stjórnarinnar og að í þeirri til- lögu fælist ekki að stjórnin skyldi hafa framkvæmdir í mál- inu heldur skyldi málið hafa þar hægan svefn svo lengi sem stjórninni sýndist. Tillaga Há- konar var felld, en tillaga fjár- veitinganefndar um að skora á ríkisstjórnina að undirbúa lög- gjöf um skatt af íslenskum heið- ursmerkjum var samþykkt. Hins vegar fór sú ríkisstjórn sem þá sat að völdum og allar stjórnir síðan að ráðum Hákonar Krist- óferssonar og hafa látið málið sofa. Aftur kom orðuskattur til um- Stórkross fálkaorðunnar Til vinstrí: Riddarakross fálka- orð-unnar (með orðubandi fyrir konur). Til hægrí: Stórriddara- kross. Neðst: Stjama stórríddara ræðu á Alþingi 1933 fyrir at- beina Vilmundar Jónssonar er hann bar fram frumvarp um breytingu á lögum um skemmt- anaskatt og þjóðleikhús. Sam- kvæmt frumvarpinu skyldi greiðast 50-200 króna skemmt- anaskattur af hverjum fálka- krossi og af öðrum orðum til- svarandi skattur. Sendimenn er- lendra ríkja skyldu undanþegnir þessum skatti og undanþágu frá að greiða hann átti ráðherra að geta veitt þeim sem afsöluðu sér orðunni. Er ekki hróplegt rang- Iæti, sagði flutningsmaður, að hlaða sköttum á hið alþýðlegasta kvenskraut og öll venjuleg leik- föng, en láta orðurnar, hin dýru leikföng stærstu barnanna, vera algerlega skattfrjáls. Samkvæmt konungsbréfi um stofnun fálka- orðunnar er mælt svo fyrir, segir flutningsmaður, að orðunni megi sæma „þá menn ... þær konur, sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarðar- innar. Fátækir bændur, sjómenn og verkamenn hafa vissulega ekkert að óttast af þessum skatti. Orðunefnd hefur enn ekki kom- ið auga á að þeir hafi eflt hag eða heiður fósturjarðarinnar og hún gerir það áreiðanlega ekki hér eftir.“ Flutningsmaður gat þess í framsögu að hann hefði mikla ástæðu til að halda að enginn ágreiningur væri um málið í deildinni. Ýmsir málsmetandi þingmenn frá öllum flokkum höfðu komið til sín og tjáð sér þakkir fyrir að hafa flutt frum- varpið og óspurðir heitið því fylgi sínu. Enginn annar þingmaður tók til máls. Frumvarpinu var að venju vísað til nefndar. Nefndar- álit kom aldrei og frumvarpið ekki tekið aftur á dagskrá. Á Alþingi 1966 bar Skúli Guð- mundsson fram svofellda tillögu til þingsályktunar: ,AIþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir því að öll ákvæði um hina íslensku fálkaorðu og orðunefnd verði numin úr gildi. Þó skulu þeir, sem hafa hlotið fálkaorðuna, halda þeim heiðursmerkjum." Greinargerðin var í ljóðum þannig: Hér er fariö fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöldin sem til þess fara. Orðan barst frá okkar grönnum eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu t.a.m. Danir. Og sagt er Rússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini valdhafanna í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa þá munu fleiri mæla að enginn íslendingur ætti að dýrka þannig glingur. Málið var tekið til umræðu á sameinuðu þingi. Flutningsmaður gerði grein fyrir tillögunni og las upphaf konungsbréfsins frá 3. júlí 1921 um stofnun fálkaorðunnar og vakti athygli á því að guð væri þar ritað með litlum upphafs- staf en Vér með stórum og að í bréfinu væru konur ekki taldar með mönnum, heldur sérstak- lega. Þegar lýðveldið hafi verið stofnað 1944 og forseti kjörinn hafi ekki verið lengi látið bíða að gefa út forsetabréf um fálka- orðuna. Þar hafi mönnum enn verið skipt í tvo hópa, menn og konur, eins á kóngsins tíð. Þá segir þingmaðurinn að sam- kvæmt Ríkishandbók 1965 hafi fálkaorðan langoftast verið veitt embættismönnum og öðr- um opinberum starfsmönnum, en fáum konum. Meðal orðu- hafa segir þingmaðurinn marga mannkostamenn, sem unnið hafi þjóðinni gagn og séu virð- ingarverðir. „En þegar litið er á hópinn í heild er ekki hægt að segja að þar séu þeir saman- komnir sem hafa öðrum fremur eflt hag og heiður fósturjarðar- innar, sem þó hefði átt að vera skv. forsetabréfinu frá 1944.“ Átelur þingmaðurinn hve fáar konur hafi hlotið fálkaorðuna. „Ég er ekki svo mikill þjóðnýt- ingarmaður, sem það er kaliað, að ég sjái nokkra ástæðu til þess að ríkið reki framleiðslu á fálkaorðum og mér finnst óvið- felldið og jafnvel óviðeigandi að Iáta sjálfan þjóðhöfðingjann, herra forsetann á Bessastöðum, vera afgreiðslumann í þessari ríkisverksmiðju. Ríkið á að mínu áliti að leggja niður krossaverksmiðjuna, þar getur hið frjálsa framtak einstakling- anna komið til sögunnar og notið sín fullkomlega. Ef mig skyldi langa til að eignast skrautmun til að hengja á mig vildi ég miklu heldur kaupa hann sjálfur en láta ríkið gefa mér hann. Ef einkaframtakið kemur hér í stað ríkisrekstrar yrði valfrelsi manna líka miklu meira en nú er. Hér eru til hug- myndaríkir og dverghagir gull- og silfursmiðir og þeir geta framleitt ýmsar gerðir af skrautmunum, en í framleiðslu ríkisverksmiðjunnar vantar fjölbreytnina." Ef svo skyldi fara, segir þing- maðurinn, að meirihluti Alþing- is vilji að ríki haldi áfram að framleiða fálkaorðuna, þá þurfi að fella úr gildi forsetabréfið um orðuna og gefa út nýtt þar sem ekki ætti að nefna heiður og hag fósturjarðarinnar, en að orðuna skuli einkum veita embættis- mönnum og þá sérstaklega þeim sem eru tíðir gestir í veislum stórhöfðingja innan lands og ut- an. Þetta segir þingmaðurinn að sé alveg nauðsynlegt til þess að bréfið verði í samræmi við fram- kvæmdina og framkvæmdin í samræmi við bréfið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: Helgin (12.01.1991)
https://timarit.is/issue/281039

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Helgin (12.01.1991)

Aðgerðir: