Tíminn - 19.01.1991, Page 9

Tíminn - 19.01.1991, Page 9
Laugardagur 19. janúar 1991 HELGIN 17 PLOTUR/DISKAR ' Sléttuúlfarnir: Líf og f jör í Fagradal Hver kannast ekki við lagið „Litli kall“ eða „Akstur á undarlegum vegi“? Þetta eru tvö vinsælustu lögin af plötu Sléttuúlfanna, „Líf og fjör í Fagradal", sem kom út í síðasta mánuði. Þetta eru jafn- framt þau tvö lög plötunnar sem gerð voru myndbönd við. Það eru gamalreyndir jaxlar úr poppbransanum sem standa að Sléttuúlfunum, þeir Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og B.J. Cole. Að auki njóta þeir aðstoðar góðra gesta á borð við Sigríði Beinteins, Árna Sche- ving, Friðrik Karlsson og fleiri. Björgvin er sjálfur framleiðandi plötunnar, en Skffan gefur hana út. „Líf og fjör í Fagradal" geymir ellefu lög sem eru eins og gefur að skilja skilgetnar afurðir þeirra sem að gripnum standa. Út á spila- mennsku, tæknivinnu og flutning er ekkert að setja, enda um hóp at- vinnumanna að ræða. Hvað varðar frumleika og boðskap má í stuttu máli segja að hvorugt sé til staðar, enda sjálfsagt ekki til þess ætlast. Platan skilar sínu hlutverki - sem iðnaðarpopp - vel. Lögin renna án nokkura erfiðleika inn um annað og út um hitt. Skagfirska söngsveitin í Reykjavík tuttugu ára: Nú „íslensk“ afmælisplata Skagfirska söngsveitin í Reykja- vík hefur nýverið sent frá sér sína fimmtu plötu og ber hún nafnið Ljómar heimur. Platan er gefin út í tilefni tuttugu ára afmælis söng- sveitarinnar, en Skagfirska söng- sveitin hefur áður sent frá sér fjór- ar hljómplötur. ÓKEYPIS HÖNNUN auglýsingar ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 Að þessu sinni er lögð megin- áhersla á flutning íslenskrar tón- listar og þá ekki síst eftir skagfirsk tónskáld. Ljómar heimur hefur að geyma alls átján lög og þar af ein- ungis eitt eftir erlendan höfund. Stjórnandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson og hann er jafn- framt höfundur sex þeirra laga sem flutt eru á plötunni. Hér er á ferðinni eigulegur gripur sem undirstrikar þá sérstöðu sem Skagfirska söngsveitin hefur með- al íslenskra kóra. Konur eru í meirihluta innan kórsins og reyndar mætti finna söngnum það helst til foráttu að tenórinn sé á stundum ívið of veikur þegar á heildina er litið. Undirleikari Skagfirsku söng- sveitarinnar er Vileta Smid. -ÁG Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar: GLING GLÓ Fyrir síðustu jól sendu Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guð- mundar Ingólfssonar frá sér plöt- una Gling- Gló sem inniheldur þrettán gömul dægurlög í nýjum útsetningum. Þetta er í fýrsta skipti sem djasstríó Guðmundar fær til liðs við sig söngkonu og út- koman er virkilega nýstárleg blanda gamalla og nýrra tíma. Líklega þekkja flestir Björk Guð- mundsdóttur sem söngkonu í hljómsveitum á borð við Tappa tí- karrass, Kukl og nú síðast Sykur- molunum, sem eru orðnir nokk- urn veginn heimsfrægir. Þar hefur hún beitt sinni sérstæðu rödd við flutning súrrealístískra tónsmíða og dæmigerðs dægurpopps við góðar undirtektir. Hér fer hún hins vegar inn á nýjar brautir og þó ekki alveg ókunnar (hver kann- ast ekki við „Kata rokkar" og „Jólaköttinn"?) Um hinn helminginn, Tríó Guð- mundar Ingólfssonar, er það að segja að þar eru á ferðinni tveir hundvanir Guðmundar og efnileg- ur og vaxandi bassaleikar, Þórður Högnason. Menn sem kunna sitt fag og skila sínu vel. Niðurstaðan er djassblandin dægurlög á borð við „Lugtar-Gvend“, „Bílavísur", „Bellu símamær" og fleiri gamla smelli, þar sem bæði spilarar og söngkona njóta sín vel. Ef finna ætti þessum góða grip eitthvað til foráttu mætti þar heist nefna flámælgi Bjargar sem sting- ur í eyrun á köflum. - ÁG ■ 1S watta seodiorta E M, t ,5 wött sem (areími i £ .# * <$> W \mx 0$ LOKSINS í EINU TÆKI: RAUNVERULEGUR FARSÍMI OG TÆKNI- LEGA FULLKOMINN BÍLASÍMI! í litlum farsímum eru mörg atriði sem skipta stóru máli! Mobira Talkman 510 er í senn einstaklega fyrirferðarlítill farsími og tæknilega fullkominn bílasími. Hann getur fallið nákvæmlega í hólfið fyrir útvarpstæki (margir nýir bílar eru með tvö slík hólf) og þegar þú ferð úr bílnum kippirðu símanum með þér á augabragði. Þessi nýi sími er á stærð við þykka bók, þyngdin er aðeins rúm 2 kíló og Mobira ábyrgist gæðin alla leið í gegn! Kynntu þér afdráttarlausa yfirburði Mobira • og reiknaðu önnur dæmi til enda! Ármúla 26,108 Reykjavík, sími 91-31500 og 91-36700 Tækin minnka- tæknin eykst!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.