Tíminn - 09.02.1991, Page 7
14
HELGIN
Laugardagur 9. febrúar 1991
Paradis
Hálf öld er liðin frá andláti F. Scott Fitzgeralds
Hefði Francis Scott Fitzgerald aldrei komið fram á sjónarsviðið
hefði þurft að finna hann upp. En vandinn er sá að varla neinn hefði
getað tekið slíka sköpun að sér nema Scott Fitzgerald sjálfur. Varla
eru önnur dæmi um að höfundur hafi skilgreint heilt tímabil og
verið sjálfur annar eins fulltrúi þess sem persóna og Scott Fitzger-
ald.
Stormurinn á undan
logninu
Tímabilið sem hér um ræðir var
jass-tímabilið, þessir hraðfleygu
dagar léttúðugra, ungra stúlkna og
nætur-partía - stormviðrið á undan
logninu. Hér lifði og hrærðist Fitz-
gerald og varð hluti af þessu. En
þegar þetta tímaskeið óumflýjan-
Íega hlaut að enda var hlutverki
hans að miklu leyti lokið, það hvarf
líkt og kaffiilmur, þegar sterku
áfengi er hellt út í bollann. „Hann
var saman settur úr einhverju af
allri þeirri snilli sem finnst með
amerísku þjóðinni og öllum barna-
skap hennar", sagði H L Mencken
um höfund The Great Gatsby, Ten-
der is the Night og The Last Tycoon.
Harmleikur Fitzgeralds var sá að
hið síðartalda hafði yfirhöndina.
Nú, er fimmtíu ár eru liðin frá
dauða hans, er hann metinn og
hafður f meiri heiðri meðal bók-
menntamanna og þeirra er með
völdin fara í Hollywood en nokkurn
tíma meðan hann lifði. Æfi hans er
orðin að fmynd hins glæsta hóglífis
og áhyggjulausa úrkynjunarlífernis.
En satt að segja var hann einangr-
aður og afskiptur maður sem lést úr
hjartaslagi aðeins 44 ára, eftir að
hafa selt kvikmyndaiðnaðinum
hæfileika sína fyrir hlálega lágt
verð. Hann mátti meira að segja
þola að vinnu hans var fleygt fram-
an í hann aftur.
Grískur guð á 20 öld
Fitzgerald var fæddur í St Paul í
Minneapolis 24. september 1896.
Foreldrar hans voru metnaðar-
gjarnt fólk en ekki efnað og voru
gott dæmi um miðstéttarifólk á
þeim árum. Sonurinn var látinn
ganga í einkaskóla og þá sendur í
Princeton- háskóla. Sem ungur
stúdent var hann íþróttamannlega
vaxinn og aðlaðandi maður, með
skarpa andlitsdrætti. Eitthvað í út-
liti hans minnti á grískan guð, sem
villst hafði inn í 20. öldina. Þar sem
hann var áhugalus um námið gerð-
ist hann sjálfboðaliði í hernum
seint í fyrri heimsstyrjöld. En
hvorki Princeton (þar sem hann
sinnti engu námi) né herinn (þar
sem hann lenti aldrei í bardaga)
fengu kennt honum margt. En á
báðum stöðum varð hann áskynja
um ýmislegt er að gagni mátti koma
verðandi rithöfundi. Hann tók að
skrifa á skólatíma sínum og heppn-
aðist að selja ritgerð eftir sig, en
Charles Scribner’s hafnaði fyrstu
skáldsögu hans, The Romantic Ego-
ist. Þetta forlag átti seinna eftir að
gefa út verk hans í heilu líki.
Frækom
vonbrigðanna
Árið 1918 kynntist hann Zeldu Sa-
yre, efnaðri fegurðardís frá Suður-
ríkjunum, sem meira yndi hafði af
að láta ljós sitt skína meðal tísku-
skálda samtíðarinnar en eyða tíma
sínum með óþekktum byrjanda í
listinni. Samt var það hún sem varð
til þess að Fitzgerald ákvað að end-
urskoða skáldsögu sína. Þessi nýja
gerð hlaut nafnið „This Side of Par-
adise“. Nú var handritið samþykkt
og gefið út í mars 1920. Mánuði
síðar gengu þau Zelda í hjónaband.
Þótt bókin fengi ágæta dóma og
hagnaður af henni væri mikill, var
sem þarna væri þegar sáð fræjum
þeirra vonbrigða sem einkenndu líf
Scott Fitzgeralds. Sagan af Amory
Blaine felur nefnilega í sér siðræn-
an boðskap. Lauslæti og efnis-
hyggja kunna ekki lukku að stýra
og það er loks er söguhetjan hefur
tapað öllum auði sínum að hún
finnur frið og fullnægju í tilver-
unni. En menn litu fram hjá þess-
um aðvörunarþáttum og bókin
varð að nokkurs konar handbók í
galsafengnu líferni meðal þeirra
ungu og gáfuðu. Bókin varð að am-
erískri hliðstæðu Brideshead Revi-
sited eftir Evelyn Waugh. Lesendur
létu boðskapinn fram hjá sér fara,
en veltu sér upp úr lítríki og fjöri
frásagnarinnar.
Æðisgengið gaman
Þrátt fyrir að Fitzgerald tæki það
nærri sér hve bók hans missti þess
VIRBISSUKIHHIVKSMM
t '
— ' • Mörg fyrirtæki og fjölmargir
. • iónaóarmenn hafa nýtt sér.
•' | ' i ' - frádráttarbæran _
. v I viróisaukaskattinn auk lága
verösins á LADA SKUTBÍL og ^
^ eignast frábæran vinnubíl,
‘ X'x * rúmgóóan og kraftmikinn.
Kr. 346.000 ánvsk.
'N Tökum gamla bílinn upp ínýjan
og semjum um eftirstöðvar. -
,\ \ i i • • '
__ Opiö laugardaga frá kl. 10-14.
: \ * •N ■ \ ’
/ ^ -—
MliStiLm
Staðgr. verð
1200 SAFÍR 4ra g ....345.268,-
1500 STATION 4ro g 429.763,-
1500 STATION 5ra g 452.71 1,-
1500 STATION LUX 5 g.... 467.045,-
1600 LUX5 g 454.992,-
1300 SAMARA 4 g., 3 d.. 452.480,-
1300 SAMARA 4 g., 5 d.. 492.349,-
*1500 SAMARA 5 g., 3 d. 495.886,-
*1500 SAMARA-LUX 5 g., 3 d.507.714,-
‘1500 SAMARA 5 g., 5 d. 523.682,-
♦1500 SAMARA-LUX 5 g.. 5 d.542.029,-
1600 SP0RT 4 g 678.796,
1600 SP0RT 5 g 723.328,-
* „Metallic” litirkr. 11.000 -
i — i \
marks er hann ætlaðist til, döns-
uðu þau kona hans í ljós þeirrar
fræðgar sem nú umlukti þau. Þetta
var byrjunin á því sem Fitzgerald
kallaði „mesta og æðisgengnasta
gaman í mannkynssögunni". Þótt
Zelda hefði frumkvæðið í taumleys-
inu, þá fylgdi maður hennar and-
mælalaust á eftir. Kostnaðurinn af
hinum geggjuðu partíum, boðum,
ferðalögum og innkaupum kom
umga fólkinu í stórkostlegar skuld-
ir. Fitzgerald varð að skrifa án afláts
til þess að halda þeim á floti og
honum tókst að finna kaupendur
að nær öllu sem hann festi á blað.
Það varð höfundinum þó höfuð-
verkur alla hans ævi að bók-
menntasmekkur lesenda var svo
háður tískusveiflum. Fyrir söguna
The Popular Girl, sem tók hann
varla viku að rita, fékk hann 1500
dollara hjá Saturday Evening Post.
En fyrir hina snilldargóðu sögu
The Diamond as big as the Ritz
greiddi The Smart Set honum að-
eins 300 dollara.
Árið 1921 fæddist þeim dóttirin
Frances Scott og rólegra gerðist í
kring um þau Zeldu. Árið eftir kom
út The Beautiful and the Damned,
frábærlega rituð skáldsaga um ung
hjón sem lausungarlífið hefur lagt
að velli. Dómarnir voru misjafnir
og full biturðar fluttust Fitzgerald-
hjónin til Evrópu. Þau urðu hluti af
þeirri flökku-kynslóð, sem Gertrud
Stein kallaði „hina glötuðu". Zelda
og Scott, sem ýmist dvöldu f
Bandaríkjunum eða á frönsku
Rivierunni, voru prinsinn og prins-
essan í þessu litskrúðuga samfé-
lagi. Árið 1925 kom út The Great
Gatsby, bókmenntalegur óður um
ameríska drauminn og harmræn
takmörk hans. Með þessu hófst
Fitzgerald ekki aðeins upp á hátind
frægðar sinnar, heldur hófst nú og
tími drykkjusýki hans og hægfara
sjálfstortímingar. „Síðustu viku hef
ég drukkið minna en einn og hálfan
pott af veikri ginblöndu með löngu
millibili", ritaði hann vini sínum
einum, sem hann vildi sannfæra
um hófsemi sína. Um 1930 voru
þau Zelda komin fram á ystu nöf
taugabilunar og andlegrar veiklun-
ar. Fitzgerald tókst að bjarga sér
með vinnu sinni, en Zelda, sem
kvaldist af stöðugri taugaspennu og
brotnaði saman. Hún greindist
þjást af geðklofa og var komið fyrir
á hæli í Sviss þar sem hún leið af of-
skynjunum og ofsóknaræði.
Vægðarlaus
sjálfslýsing
Næsta skáldsaga Fitzgeralds var
Tender is the night, sem út kom
1934. Þetta er vægðarlaus sjálfslýs-
ing, sem segir frá geðlækninum
Dick Diver, sem kvæntur er geðbil-
aðri konu. Óvinsamlegir og vægð-
arlausir dómar, auk þess sem hann
þurfti mjög á fé að halda vegna
áfengisnautnar sinnar, varð til þess
að hann tók að sér að semja handrit
fyrir kvikmyndir. Hann afsakaði
þetta fyrir dóttur sinni með þessum
orðum: ,AHur vandaður skáldskap-
ur verður til með því að synda und-
ir yfirborðinu og halda fyrir nefið“.
Því miður var geta hans til slíkra
sundiðkana orðin mjög takmörkuð.
Löngum stundum lifði hann f
móðu áfengisvímu. Um skeið rofaði
nokkuð til fyrir atbeina hinnar
ensk-fæddu Sheilu Graham. Hún
annaðist þennan niðurbrotna
mann af alúð og varð honum lífs-
nauðsynlegur stuðingur.
En stuðningur hennar kom of
seint. í nóvember 1940 fékk hann
minniháttar hjartaáfall og mánuði
síðar, er hann sat í hægindastól og
var að maula súkkulaði, fékk hann
annað áfall. Hann lést nær sam-
stundis. Útförin var átakanleg og
fátt sem minnti á hve merkur höf-
undur var genginn. Þau viðurkenn-
ingarorð sem hann verðskuldaði
komu ekki fyrr en síðar, þegar The
Last Tycoon var gefinn út. Þá skrif-
aði Stephen Vincent Bénet í Satur-
day Review of Literature: „Nú getið
þér tekið ofan, herrar mínir, og það
er eins gott að þér gerið það. Hér er
ekki goðsögn á ferð heldur skáld-
frægð- og við nánari athugun gæti
hún orðið óbifanlegasta skáldfrægð
okkar tfma“.
(Michael Coren/ Sunday Times)
Laugardagur 9. febrúar 1991
HELGIN
15
Jill St John og Jason Robards í hlutverkum sínum f kvikmyndinni „Tender is the Night“.
BILFEEÆ) TIL EVROPU
MEÐ XÚXUSSKIPI
■ \M □ ■ - IÍ-Ib w-llr "by-
555/11
iiiiiiiiiiiiiiii
"‘iiiiiiiiiiiiiiiiiiii
□ mi........... ■ ■
iiiiiiiiiiiini
SMYRIL — LINE
Það er notaleg tilbreyting
að sigla með lúxusfleytu til
Evrópu. Um borð í þægi-
legri ferju með öllum ný-
tísku þægindum geturðu
slakað á og byrjað að njóta
sumarleyfisins. Hreint
sjávarloftið hressir ótrú-
lega og streitan hverfur eins
og dögg fyrir sólu á Atlants-
hafsöldunni. Norræna er
bílferja af fullkomnustu
gerð, búin þeim þægindum
sem kröfuharðir
ferðamenn nútímans
vilja. Um borð í
Norrænu er að finna
veitingastaði, frí-
höfn, bari, diskótek
og leikherbergi fyrir
bömin. Fullkominn stöð-
ugleikabúnaður gerir
siglinguna að ljúfum leik.
Þannig eiga sumarfríin að
vera. Hringdu eða
líttu inn og fáðu all-
ar upplýsingar um
ferðir Norrænu til
Færeyja, Noregs,
Danmerkur og
Hjaltlands, því vel
undirbúið sumarfrí er
vel heppnað sumarfrí.
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
SMYRIL-LINE ÍSLAND
LAJJGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK
SIMi 91-62 63 62
AUSTFAR HF.
N0RRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI
SIMI 97-211 11
tækniskóli
t
íslands
Tækniskóli íslands
óskar að ráða í eftirtalin störf:
1) 100% staða skólaritara á skrifstofu skólans.
2) 50% staða bókasafnsfræðings á bókasafn
skólans.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma
84933 og á skrifstofu skólans að Höfðabakka 9
kl. 8-10 og 13-15 alla virka daga.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.
Rektor
Loftkældar
dieselrafstöðvar
fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur,
björgunarsveitir og útgerðarmenn.
Eigum á lager margar stærðir.frá
1.7KW til 5 KVA, 220 og 380 volt.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Á næstunni getum við einnig boðið
vatnskældarrafstöðvar7.6 - 10.0 - 17.0og
23 KW á ótrúlega hagstæðu verði.
Sala - Ráðgjöf - Þjónusta.
SKÚTUVOGI 12A, 124 REYKJAVÍK
SÍMI 82530
FRIÐRIK SOPHUSSON
...Rauttnef
gefurmöguledka
Sala rauöa nefsins er fyrir lokaátak húsbyggingar
Samtaka endurhæföra mænuskaddaöra.
• SEM-hópurinn.