Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn » . . ; . i t , t;þriðjufiagur 5, ,qi9rs,.1Ö91 75. búnaðarþingi lauk um helgina: Jón kosinn formaður Búnaðarfélags íslands Jón Helgason alþingismaður var kosinn formaður Búnaðarfélags íslands í lok búnaðarþings, en því lauk síðastliðinn laugardag. Alls voru lögð fram á þinginu 43 mál, en stærstu málin voru álit sjö- mannanefndar og skipulagsmál félagskerfis bænda. Samþykkt var að fjölga í stjóm félagsins úr þremur í fimm. í nýrri stjórn BÍ eiga sæti auk Jóns Helgasonar, Gunnar Sæ- mundsson, bóndi að Hrútatungu, Magnús Sigurðsson, bóndi að Gilsbakka, Hermann Sigurjóns- son, bóndi að Raftholti og Egill Jónsson, alþingismaður, Seljavöll- um. Magnús sat í fyrri stjórn en hinir fjórir hafa ekki áður setið í stjórninni. „Verkefni nýrrar stjórnar eru rnörg," sagði Jón Helgason. „Ég geri ráð fýrir að efst á blaði verði það verkefni að styrkja leiðbein- ingarþjónustuna við bændur. Bændur hafa mikla þörf fýrir góða ráðgjöf nú þegar breytingar eru að Jón Helgason, formaður Búnað- arfélagsins. verða á landbúnaðinum og brýnt að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Það er þrýst á landbúnaðinn að auka framleiðni og til þess að hægt sé að mæta þessum kröfum þurfúm við á öflugu leiðbeininga- og rannsóknastarfi að halda. Við þurfum einnig að reyna að finna atvinnutækifæri fýrir þá sem verða að hætta hefðbundnum bú- skap.“ Búnaðarþing beindi því til Stétt- arsambands bænda að gefa sauð- fjárbændum lengri tíma til að að- laga framleiðslu sína markaðinum heldur en gert er ráð fýrir í tillög- um sjömannanefndar. í umræð- um á þinginu kom fram sú von að ályktunin mætti styrkja stöðu Stéttarsambandsins í viðræðum við landbúnaðarráðuneytið um nýjan búvörusamning. Skipulagsmál bændasamtakanna voru annað stærsta mál þingsins. Gerðar voru minniháttar breyt- ingar á BÍ nú, en málið verður áfram til umræðu. Jón Helgason sagðist þó telja ýmis önnur verk- efni brýnni en skipulagsmálin, en þau verði samt áfram til athugun- ar. -EÓ Uppboð á eign Kirkjujarðasjóðs Stúlkumar sem keppa um titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur 1991. Efrí röð firá vinstrí talið: Esther Ósk Eríingsdóttir, Guðrún Olga Gústafs- dóttir, Rakel Haraldsdóttir, Svava Haraldsdóttir og Halla Björg Bjöms- dóttir. Neðrí röð ffá vinstrí: Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, Kolbrún Heba Ámadóttir og Sigurveig Guðmundsdóttir. Hver er fallegasta stúlka Reykjavíkur? í Lögbirtingarblaðinu er auglýst uppboð á Söðulsholti í Eyjahreppi, með tilheyrandi húsum og mannvirkjum, en það er þinglýst eign Kirkjujarðasjóðs. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki íslands og nemur skuldin um 4 milljónum króna. Skuldimar munu vera til- komnar vegna heimildar yfirvalda til handa ábúendum að taka lán með veði í eigninni, að sögn Þorleifs Pálssonar hjá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Þorbjörn Hlynur Árnason biskups- ritari sagði að það væri í samræmi við jarðarlög að ábúenda væri heim- ilað að taka veð í jörðinni fyrir fram- kvæmdum. „Það gilda sömu lög um kirkjujarðir og jarðir í eigu ríkisins. Það er annar aðili en kirjan sem fer með umsjá kirkjujarða og gefur út veðleyfi vegna þeirra, en það er væg- ast sagt hæpið fýrirkomulag," sagði Þorbjörn. Þorbjörn sagði einnig að búið væri að afturkalla uppboðið, en það var stofnlánadeild landbúnaðarins sem bað um þetta uppboð. „Þetta var prestsetur, en hefur verið í umsjá ábúanda sl. fimm ár. Ábúandi byggði þarna refahús og líklega hafa þessi lán verið tekin vegna þeirra," sagði Þorbjörn í samtali við Tímann í gær. Þorleifur Pálson sagði að alvanalegt væri að leyfi til lántöku með veði í jörðinni væri gefið þegar fram- kvæmdir á henni væru annars vegar. .Ábúandi er skuldarinn og fyrir framkvæmdir á híbýlum og öðru á jörðinni greiðir ábúandi venjulega eftir sérstöku mati,“ sagði Þorleifur jafnframt. —GEÓ Fegurðardrottning Reykjavíkur verður valin á Hótel Islandi þann 15. mars nk. Átta stúlkur keppa um tit- ilinn að þessu sinni, en af þeim eru tvær stúlkur systur en svo hefur ekki verið áður í þessari keppni. Stúlkurnar munu bæði koma fram í sundfötum og samkvæmisklæðn- aði á úrslitakvöldi keppninnar þar sem sjö manna dómnefnd mun dæma hver sé fegursta stúlka Reykjavíkur þetta árið. Stúlkurnar sem taka þátt í keppn- inni eru: Esther Ósk Erlingsdóttir 17 ára, Guðrún Olga Gústafsdóttir 20 ára, Halla Björg Björnsdóttir 18 ára, Kolbrún Heba Árnadóttir 18 ára, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir Páll Pétursson að afloknu þingi Norðurlandaráðs: Aukin alþjóöasamskipti gera samstarfið blómlegra en áöur „Ég tel ekkert vafamál aö þetta þing hafi verið mjög vel heppn- að og hafi raunar markað tímamót í sögu norræns samstarfs. Norðurlandaráð hefur ekki fjallað að marki um utanríkismál fyrr en nú og á þessu þingi var fjallaö ítarlega um þau mál. Bæði um málefni Evrópu en sérstaklega þó um málefni Eystrasaltslanda," sagði Páll Pétursson alþingismaður. Hann var varaformaður sendinefndar íslands á 39. þingi Norður- landaráðs en þinginu lauk sl. föstudag. Til þingsins, sem haldiö var í Kaupmannahöfn, var boðið vara- forsetum Eistlands og Lettlands og varaforseta Litháens. Á sérstökum hátíðarfundi sem boðað var til ávörpuðu þeir þingið og þar fengu þeir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Og síðasti dagur þings- ins var eingöngu helgaður um- ræðum um málstað þessara ríkja. „Það eru uppi fjölmargar áætlanir um samstarf og aðstoð við Eystra- saltslöndin og þær voru ræddar á þinginu," sagði Páll Pétursson. „Ég held að hugmyndir um beina aðild þessara ríkja að Norður- landaráði séu hvorki nálægar né skynsamlegar. En það lokar hins vegar ekki þeim möguleika að eðli- legt sé að hafa samstarf við þessi ríki eins og mikill vilji er fyrir. Deila þeirra við stjórnina í Moskvu verður ekki leyst nema með frið- samlegum hætti og það getur tek- ið langan tíma að leysa hana. Og að lausn á þeirri deilu verður Norður- landaráð að stuðla eins og hægt er,“ sagði Páll. Eystrasaltsmálin sagði hann að hefðu verið aðalmál þingsins. Á eftir þeim hefðu síðan komið um- ræður um tillögur um breytingar á norrænu samstarfi. Þær snerust' um að það yrði bæði fljót- og skil- virkara. Páll sagði að undanfarið hefði sérstök nefnd unnið að end- urskoðun þessa samstarfs og hefði hún skílað áliti sl. haust. Það hefði verið að taka alþjöðamál til víð- tækari umfjöllunar en verið hefur hingað til. „Jafnframt hefur þróun- in orðið sú að innan Norðurlanda- ráðs hafa flokkaeiningarnar Íátið meira til sín taka. Það er aftur at- riði sem við íslendingar eru óánægðir með enda bitnaði það á okkur í formannskjöri til nefnda. í nefndum ráðsins eigum við nú engan formann. Til þessa hefur Norðurlandaráð verið samstarf Páll Pétursson fimm jafnrétthárra þjóðþinga, óháð stærð þjóðanna. En með því . að þetta sé fært yfir á flokkspól- ítískan grundvöll stöndum við fs- lendingar verr að vígi en áður. Ég lít hins vegar svo á að þetta sé ekki neitt til að hafa áhyggjur af og á næsta þingi réttum við okkar hlut,“ sagði Páll. Þá voru málefni Evrópusam- starfsins til umræðu á þinginu. Páll sagði að þau mál mörkuðu af- stöðu. Danir hefðu lagt á það áherslu á að fá aðrar Norðurlanda- þjóðir með sér í þetta samstarf. Innan þess ættu þeir erfitt upp- dráttar en byggjust greinilega við því að ef fleiri Norðurlandaþjóðir gerðust aðilar að samstarfinu yxi norrænum sjónarmiðum ásmegin á þeim vettvangi. Það hafi mjög markað ræður Dananna að þeir hafi gert hosur sínar grænar fyrir öðrum norrænum þjóðum um að koma með sér í evrópskt samstarf. Það hafi farið i taugarnar á sumum íslendinganna því slíkt henti ekki öllum Norðurlöndunum. Jafnvel þó Svíar muni bráðlega ganga í EB og Finnar ef til vill í náinni framtíð þá þurfi það ekki að kollkeyra nor- rænt samstarf. Vera Dana í EB hafi sýnt að það geti eigi að síður stað- ið með blóma. Páll Pétursson sagði það vera mat manna að norrænt samstarf hafi aldrei fýrr staðið með eins miklum blóma og einmitt á síðasta ári. Það orsakist af auknum alþjóðasam- skiptum. Páll sagði það vera sína skoðun að stjórnmálamenn á Norðurlöndunum hefðu umheim- inum ýmislegt að segja og samstaf þessara 5 norrænu ríkja væri ein- stakt á heimsvísu. Það geti verið öðrum þjóðum heimsins til leið- beiningar í samstarfi sín á milli. -sbs. 21 árs, Rakel Haraldsdóttir 21 árs, Sigurveig Guðmundsdóttir 19 ára og Svava Haraldsdóttir 18 ára. Stúlkurnar eru allar við nám, að einni undanskilinni. -sbs. Skagstrendingur hf. hyggst kaupa nýjan frystitogara. Sveinn Ingólfsson framkvstj: Dregur ekki úr vinnu í landi Útgerðarfyrirtækið Skagstrending- ur hf. á Skagaströnd hefur í hyggju að kaupa nýjan og fullkominn frystitogara. Ef af kaupunum verð- ur er líklegt að ísfiskstogari fýrir- tækisins, Amar HU-1, verði látinn fara. „Við erum að hugsa um að fá okkur stærri frystitogara, og höfum skoð- að skip í Noregi og Færeyjum. Ef af verður er líklegt að við látum ís- fiskstogarann okkar, Arnar HU-1, fara í staðinn. Þá mundi frystitogar- inn okkar Örvar, HU-21, fara á ís- fisksveiðar. Við ætlum ekki að hætta ísfisks- veiðunum og vonumst til að frysti- húsið borgi okkur það hátt verð að þær standi undir sér. Vinna í landi ætti því ekkert að dragast saman þrátt fýrir þessar breytingar, ef af verður. Annars er þetta bara í athug- un hjá okkur, það hefur alls ekki verið tekin nein ákvörðun," sagði Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf., í samtali við Tímann. -aá. Tveir grímu- klæddir rændu söluturn Tveir grímuklæddir menn, annar vopnaður barefli, rændu 8-10 þús- und krónum úr peningakassa sölu- turns við Hjarðarhaga 49 á sunnu- dagskvöldið. Engin vitni önnur en afgreiðslukona í söluturninum eru að atburðinum. Samkvæmt heim- ildum Tímans mun þetta vera í ann- að sinn á nokkrum árum sem grímuklæddir menn koma og ræna peningum úr sjoppunni. Lögregla leitar mannanna en þeir höfðu ekki fundist síðast þegar fréttist. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.