Tíminn - 05.03.1991, Síða 7

Tíminn - 05.03.1991, Síða 7
Þriðjudagur 5. mars 1991 Tíminn 7 Síðan 16. janúar sl. þegar her- afli bandamanna, hins svokall- aða fjölþjóðahers, hóf loftárás- ir á Kúveit og frak hefur heim- urinn staðið meira og minna á öndinni, enda aldrei áður get- að fylgst með slíkum stans- iausum fréttaflutningi í sjón- varpsútsendingum beint af stríðsvettvangi. Ekki voru ailir á einu máli um áreiðanleika fréttanna, en þó hlýtur smám saman að hafa runnið upp ljós fyrir flestum að báðir aðilar beittu fyrir sig fréttamiðlun- um í áróðursskyni. Já, það var miklu púðri eytt í að sýna í sjónvarpi frá því sem var að gerast þá stundina, en minna skýrt frá aðdraganda og undanfara stríðsins og þaðan af minna hefur verið fjallað um hvað nú tekur við. Það er þó mörgum áhyggjuefni, ekki síst Evrópumönnum sem höfðu horft vongóðir til uppbygg- ingar nýrrar, samvinnuþýðrar Evr- ópu — og veraldar. Rudolf Aug- stein, ritstjóri Der Spiegel, lýsti áhyggjum sínum nýlega í nokkurs konar leiðara í blaði sínu. Leiðar- ann kallar hann „High Noon“ og vísar þar til frægrar bandarískrar kvikmyndar í vestrastíl. Maður vitnar ekki gjarna í páfa, þó frekast þann sem embættið skipar þá stundina. En einn for- vera núverandi páfa, Píus XII., orð- aði 1953 texta fyrir herlækna sem hægt er að taka skilyrðislaust und- ir. Hann vildi að sérhvert stríð yrði fordæmt sem ekki sé hægt að rétt- læta með óhjákvæmilegri nauðsyn (þá snerist málið um Kóreu): Maður er aðeins tilneyddur til að fara í stríð til að verjast þungbæru óréttlæti, sem samfélagið verður fyrir og ekki er hægt að verjast með öðrum ráðum, þar sem að öðrum kosti gefi alþjóðleg tengsl grófu ofbeldi og samviskuleysi lausan tauminn. Það er einmitt þetta sem er leið- arljósið að ályktunum Sameinuðu þjóðanna hvað varðar Saddam Hussein og Kúveit. En Píus XII. hafði líka þá skoðun að: Þegar tjónið sem stríðið veldur er ekki í neinu samræmi við óréttlæt- ið sem framið hefur verið, getur það verið skylda að umbera órétt- lætið. Með áherslu, en einungis „fyrst og fremst", minntist páflnn á stríð með kjarnorku-, líffræðilegum og efnavopnum. Hvað verður eftir í Kúveit að stríðinu loknu? Það sem nú hefur verið að gerast er skaði sem er ekki í neinu hlut- falli við það óréttlæti sem þegar hefúr verið framið eða það sem stendur til að fremja. í lok vopna- viðskipta í Kúveit stendur varla annað eftir en glæsiverslanastjórn El-Sabbah- ættarinnar á sviðinni jörð, studd olíuhagsmunum vest- rænu ríkjanna. Á því leikur víst enginn vafi að meirihluti írösku þjóðarinnar stendur að baki foringja sínum, Saddam Hussein. En það gegnir líka sama máli um Mubarak í Eg- yptalandi og Assad í Sýrlandi og Gaddafi í Líbýu. En jafnvíst er líka það að einræð- isherrann í Bagdad hafði ástæðu til Réttlætti tilefnið alla þá eyðileggingu og sóun mannslífa sem stríð hefur alltaf í för með sér? spyr Rudolf Augstein. Hver verður eftirleikur Persa- flóastríðsins? Schwarzkopf, yfirhershöfðingi bandamanna, hefúr veríð daglegur gestur á sjónvarpsskjám undanfamar vikur. Aldrei hefur verið jafrímikill fréttaflutningur samstundis frá stríðsvettvangi og í Persaflóastríðinu, en öllum er Ijóst að hann þjónaði fyrst og fremst áróðurstilgangi. að ætla að leikmennirnir í banda- rísku utanríkisþjónustunni hvettu hann til að láta höggið ríða á Kú- væt. Hafa menn hugleitt gaum- gæfilega afleiðingarnir af því ef óbætanlegur skaði yrði gerður á írak og Kúveit og öllu svæðinu umhverfis? Bush tók erfíða ákvörðun úr illa undirbúinni aðstöðu Það er sjálfsagt ekki röng ályktun að George Bush hafi orðið að taka erfiðustu ákvörðun lífs síns þegar hann gaf skipun um að hefja árás, og reyndar, öfugt við Lincoln 1861 og Rooseveit 1941, úr illa undirbú- inni aðstöðu. Þess vegna gerðu Bandaríkin ályktanir S.Þ. svo víðtækar, rétt eins og Saddam Hussein reyndi að komast undan þeim, með hjálp Sovétríkjanna. Þá var þetta ekki lengur orðið stríð S.Þ. gegn afturgöngu Hitlers sem var orðin óð. Þvert á móti var það eftirlátið Gorbatsjov Sovétfor- seta að semja samningaramma sem gæfi góðar vonir, sem banda- ríski forsetinn reif samstundis ruddalega til grunna. Vald án andstæðs afís þekkir engin takmörk Vald án andstæðs afls þekkir eng- in takmörk. Á meðan ótti stafaði af Sovétríkjunum gat mesta heims- veldið ekki leyft sér hvað sem er. Nú vitum við hins vegar við hverju við getum búist á neyðarstundu af ríki sem er of reiðubúið að klæðast einkennisbúningi heimslögreglu. Þýska þingið sýndi einróma bjart- sýni að morgni föstudagsins 22. febrúár með tilliti til sovésku frið- aráætlunarinnar og samningavið- ræðnanna í Moskvu. Að kvöldi sama dags átti talsmaður ríkis- stjórnarinnar ekki annars úrkosti en að gefa jáyrði sitt við lögreglu- stjóraúrslitakostunum frá Wash- ington. Með „High-Noon“ framkomu sinni hefúr George Bush tekið áhættu sem enginn getur haft yfir- sýn yfir. Er hann enn hræddur um að vera álitinn „wimp“, bleyða? í reynd gerir hann pólitíska stefnu ísraels að sinni eigin, rétt eins og Sovétríkin væru þegar sundurlim- uð. Nýir Saddamar eiga eftir aö koma fram á sjónarsviðið Að koma Saddam Hussein frá völdum er enn eftirsóknarverðasta markmiðið. En að gera þennan ír- aka að aðalvandamáli alls menn- ingarheimsins var þó áreiðanlega mistök. Það verður áfram nóg eftir af fá- tækum Aröbum og öruggt að nýir Saddamar eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið. Það sem má a.m.k. búast við er að alvarleg tilraun verði gerð tii að leysa vandamál Austurlanda nær. Það voru ekki Arabar sem drápu milljónir Gyðinga með gasi. En það eru ísraelar sem svipta millj- ónir Palestínumanna rétti. Svo lengi sem það er ekki sjálfsagt mál að líbanskar konur og börn séu nákvæmlega jafn „saklaus" stríðs- fórnarlömb og Gyðingakonur og - börn í ísrael, verður enginn frið- ur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.