Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 5. mars 1991 IHúsnæðisnefnd ______Hafnarfjarðar Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir um- sóknum um félagslegar íbúðir í Hafnarfirði. Um er að ræða: 1. Félagslegar eignaríbúðir (sbr. eldri lög um verkamannabústaði). 2. Kaupleiguíbúðir a) Félagslegar kaupleiguíbúðir. b) Almennar kaupleiguíbúðir. 3. Endursöluíbúðir byggðar skv. eldri lögum. Þeir einir koma til greina varðandi félagslegar eignaríbúðir og félagslegar kaupleiguíbúðir sem uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Hafa haft meðaltekjur síðustu þrjú árin sem eru undir tekjumörkum sem húsnæðismála- stjórn ákvarðar. 3. Sýna fram á greiðslugetu og við það er miðað að greiðslubyrði lána fari ekki yfir þriðjung af tekjum. Réttur til almennra kaupleiguíbúða er ekki bund- inn tekjumörkum en tekið er tillit til húsnæðisað- stæðna og fjölskyldustærðar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu húsnæðisnefndar, Strandgötu 11, 3. hæð, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna fyrir þann tíma. Vakin er athygli á því að eldri umsóknir þarf að endurnýja, annars falla þær úr gildi. Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar Strandgötu 11,3. hæð Sími 651300. BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 (Robiri))' Rafstöðvar OG dælur FRÁ SUBARU ðaM- ■J0T Revkjavík: 91-686915 Akurevri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísatjorður: 94-3574 Blönduúv. 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaöir: 97-11623 Vopnafjörður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HKLGARPAKKAR BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í krtngum landið Bíliikiga með útibú aili i kringurn tandift, gera |iér möguiegt að leigja bíl á cinum stað og skila honuni á öðrum. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf lit taks Þjóðaratkvæðagreiðslan í Eistlandi og Lettlandi: Stér meirihluti vill sjálfstæði Kröfuganga sjálfstæöissinna í Litháen. Mikill meirihluti íbúa Eistlands og Lettlands er fylgjandi sjálfstæði lýðveldanna, samkvæmt skoðana- könnunum sem fram fóru í lýðveld- unum um helgina. Sovésk stjóm- völd höfðu haldið því fram að lítill hluti íbúanna styddi sjálfstæðisvið- leitni stjómvalda lýðveldanna, en niðurstaðan úr skoðanakönnunum sýnir hið gagnstæða. í Eistlandi var 83% þátttaka í skoð- anakönnuninni og 78% greiddu at- kvæði með sjálfstæði lýðveldisins. í Lettlandi var 88% þátttaka og 73% sögðust fylgjandi sjálfstæði. Eistlendingar eru rétt rúmlega 60% allra íbúa Eistlands og í Lett- landi eru ekki nema rétt rúmlega 50% þjóðarinnar Lettar og er stuðn- ingurinn við sjálfstæði lýðveldanna miðað við það enn glæsilegri. „Þetta er sögulegur dagur fyrir Eistland," sagði forseti lýðveldisins, Arnold Ruutel, við fréttamenn eftir að niðurstaða könnunarinnar var ljós. „Þetta er stórt skref í aðalbar- áttu okkar — sjálfstæðibaráttunni," bætti forsetinn við. Hann sagði að könnunin sýndi að fullur stuðning- ur væri við ríkisstjórnina. Embættismenn í Lettlandi sögðu að niðurstaða skoðanakönnunar- innar sýndi að mjög stór hluti Letta og talsverður híuti Rússa í Lettlandi vildu sjálfstæði. Anatolijs Gor- bunovs, forseti Lettlands, sagði að þetta styrkti sjálfstæðisbaráttuna og setti þrýsting á stjórnina í Moskvu um að breyta stefnu sinni gagnvart sjálfstæðisviðleitni Eystrasaltslýð- veldanna. Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti lýsti svipaða skoðanakönnun, sem fram fór í Litháen í febrúar, ólög- lega. Hann segir að lýðveldin verði að fara að sovéskum lögum í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Reuter-SÞJ Samkomulag næst um friðarskilmála: SADDAM AÐ MISSA STJÓRN Á LANDINU íslömsku byltingarsamtökin (SA- IRI), sem viíja koma Saddam Hus- sein íraksforseta frá völdum, höfðu í gær náð sex borgum í suðurhluta ír- aks á sitt vald, að sögn talsmanns samtakanna, en nokkrar hersveitir Lýðveldishersins (úrvalssveitir íraska hersins) börðust á móti upp- reisnarmönnum. Liðsmenn samtak- anna eru sjítar, róttækir múslimar, en þeir eru fjölmennir í Suður-írak. Samtökin eru hliðholl írönum sem flestir eru sjítar. Súnnítar, sem ekki eru eins róttækir og sjítar, eru ráð- andi stétt í írak. Saddam íraksforseti er m.a. súnníti. Meðal þeirra borga, sem sjítar ráða nú yfir, er Basra, sem er önnur stærsta borg íraks og skammt frá landamærum íraks og írans. Þeir hafa drepið borgarstjóra og lögreglustjóra borgarinnar. Þeir ráða einnig yfir borgunum AI Am- arah, Samawah, Nasiriyah, Di- waniyah og A1 Kut. Heil hersveit Lýðveldishersins gafst upp fyrir uppreisnarmönnum í borginni AI Amarah í gær, en borgin er 160 km norðvestur af Basra. Harðir bardagar voru í gær milli uppreisnarmanna og hluta Lýðveld- ishersins. Margir íiaskir hermenn höfðu gengið til liðs við íslömsku byltingarsamtökin, sem höfðu í gær eyðilagt um 100 skriðdreka Lýðveld- ishersins, en mannfall var mikið og skriðdrekarnir skutu á fólk, sagði yf- irmaður byltingarsamtakanna, Mo- hammed Bager al-Hakim. Hakim hvatti Kúrda, s’em eru fjölmennir f Norður-írak og hafa barist fyrir sjálf- stæði sínu í fjölmörg ár, að mynda aðrar vígstöðvar fyrir norðan Bagd- ad til að létta sjítum baráttuna í suðri. lálsmaður íslömsku bylting- arsamtakanna í Damaskus, Bayan Jabr, sagði að skæruliðar Kúrda hefðu náð borginni Sulaymaniyah í norðurhluta landsins á sitt vald. Borgin er um 250 km norðaustur af Bagdad. Fjarskiptakerfi íraka er nú í rúst og íraksher er veikburða og mjög erfitt er fyrir stjórnvöld að bregðast við byltingum. Uppreisnin í suðurhluta íraks hófst á laugardag. Uppreisnarmenn opn- uðu öll fangelsi og Sri Lanka- búar, sem höfðu verið fangar í Basra og flúðu til Kúvæts, sögðu að uppreisn- in hefði hafist í Basra. „Þeir vilja vera eins og franir," sagði einn þeirra. Friðarskilmálar samþykktir Hershöfðingjar bandamanna og ír- aka hittust í Safwan-héraðinu á sunnudag til að ræða um friðarskil- málana sem bandamenn settu írök- um. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á laugardagskvöld skilyrði bandamanna. A fundinum í Safwan samþykktu írösku hershöfð- ingjarnir öll skilyrðin og seinna á sunnudeginum samþykktu írösk stjórnvöld formlega öll skilyrðin fyr- ir Sameinuðu þjóðunum. Meðal skilyrða bandamanna er frelsun stríðsfanga. írakar slepptu í gær tíu stríðsföngum — sex Banda- ríkjamönnum, þremur Bretum og einum ítala. Einn Bandaríkjamann- anna var kvenmaður, sá eini sem handtekinn var í átökunum. Búist var við að stríðsfangarnir kæmu til Jórdaníu seint í gær. í gær lýstu bandamenn því yfir að þeir mundu sleppa 300 íröskum stríðsföngum á þriðjudag. Bandamenn segjast hafa 60-70 þúsund íraska stríðsfanga, en þeir telja að frakar hafi um 40 þús- und stríðsfanga og flestir þeirra séu kúvæskir borgarar. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.