Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 15
,íííhióbMi5 t>rlðjUCiágu'r S.'febrúár 1991 IÞROTTIR Handknattleikur — Bikarúrslit: Bkarinn g er nú bara rétt að ná mér niður á jörðina núna. Það var frábær bar- átta í 6-0 vöminni og góð mark- varsla Sigmars sem braut þá niður. Við vorum yfirspenntir í byijun og það tók tíma að ná sér niður, við er- um ekki vanir að vera í þessari að- stöðu. Eftir að Sigbjöm var rekinn út af fundum við að við stóðum ein- ir og þurftum að klára dæmið sjálf- ir, enginn mundi hjálpa okkur, og það tókst,“ sagði Sigurður Gunn- arsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sigur á Víkingum í úr- slitaleik bikarkeppninnar á laugar- daginn. Tímamynd Pjetur Liö ÍBV, bikarmeistarar í handknattleik 1991. Sigmar Þröstur Óskarsson, fýríriiði ÍBV, lyftir bikamum eftir sigurínn á Víkingum á laugardag. Bak við hann fagna þeir Sigurður Gunnarsson, Sigurður Fríðríksson og Jóhann Pétursson. Tímamynd Pjetur „Næsta verkefni er að ná mann- skapnum niður á jörðina fyrir úr- slitakeppnina. Ég er dauðhræddur við hana, það verður alltaf visst spennufall eftir svona nokkuð," sagði Sigurður. Það leit ekki gæfulega út fyrir Eyja- mönnum í upphafi leiksins. Víking- ar réðu gengi mála fyrstu 15 mín. og leikmenn ÍBV voru hreinlega ekki með. Eftir að Sigbjörn Óskarsson fékk rauða spjaldið á 16. mín. og staðan var 7-3 Víkingum í vil, vökn- uðu Eyjamenn til lífsins og breyttu stöðunni í 7-11. Víkingar áttu síð- asta markið í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 8-11. Víkingar vöknuðu til lífsins í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í 13- 14, en Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum 13-17. Aftur minnkuðu Víkingar muninn í 1 mark 19-20, en Eyjamenn voru bún- ir að finna lyktina af bikarnum og baráttan var meiri í liði þeirra í lok- in og lokatölur voru 22-26. Þessi leikur verður lengi í minnum hafður, og þá sérstaklega fyrir þá miklu stemmningu sem ríkti í Höll- inni. Fjöldi Eyjamanna í röðum áhorfenda setti svip á leikinn og spennan var mikil lengst af. Fögn- uður Eyjamanna í leikslok var gífur- legur. Þeir unnu bikarinn í fyrstu tilraun, en Víkingar verða enn um sinn að bíða endurreisnarinnar. Ágætir dómarar leiksins voru þeir Rögnvald Erlingsson og Stefán Arn- aldsson. Mörkin. Víkingur: Birgir 7, Trufan 5/3, Guðmundur 3, Árni 3/2, Bjarki 2, Karl 1 og Björgvin 1. ÍBV: Guð- finnur 6, Sigurður G. 5, Sigurður F. 5/3, Jóhann 4, Gylfi 4/1, Sigbjörn 1 og Þorsteinn 1. „Ég hefði nú kosið önnur úrslit. Þegar við vorum 4 mörkum yfir hættum við að leika af skynsemi. Þeir komust á bragðið og eftir það var þetta erfitt. Þeir höfðu heppnina með sér í leiknum og allir lausir boltar féllu í þeirra hendur. Við lék- um illa, alls ekki eins og við höfum gert í allan vetur. Við höfum verið mjög óheppnir með meiðsl að und- anförnu og það hefur háð okkur að geta aldrei haft fyrstu 7 mennina með á æfingum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Víkinga, eft- ir leikinn. „Nú reynir á okkur. Framundan er úrslitakeppnin. Við erum ekki brotnir, við bítum á jaxlinn og bölv- um í hljóði. Úr því sem komið er höfum við allt að vinna en engu að tapa.“ BL Framsókn- arkonur Suðurlandi Félag framsóknarkvenna I Ár- nessýslu heldur spjallfundl með konum á framboðslista Framsóknarflokksins á Suð- urlandi sem hér segir: Bryðjubúð, Vík föstudaginn 8. mars kl. 21. Kirkjuhvoli, Kirkjubæjar- klaustri laugardaginn 9. mars kl. 14. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjölmenna og taka með sérgesti. Stióm FFÁ. n y Unnur Stefánsd. Ólafía Ingólfsd. 1 á§k Þuriður Bemódusd. Ungt framsóknarfólk í Rangárvallasýslu Nú lífgum við félagsskapinn við og höldum fund ( Hllðarenda á Hvolsvelli þriðjudaginn 12. mars nk. kl. 21.00 og að sjálfsögðu mæta allir. Margir góðir gestir koma á fundin. _ F.h. undirbúningsnefndar GunnarJón Yngvason og Gunnsó Framkvæmdastjómarfund- urSUF verður haldinn 7. mars kl. 19.00 að Hafnarstræti 20. Formaður SUF Kópavogur Bæjarmálafundur verður haldinn flmmtudaginn 7. mars nk. kl. 20.30 í hús- næði framsóknarfélaganna (Kópavogi að Digranesvegi 12. Fundarefni: Kosningastarfið framundan. Allir framsóknarmenn velkomnir. Vestlendingar - Akranes Opnum kosningaskrifstofu á Akranesi laugardaginn 9. mars nk. kl. 16 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Eftir formlega opnun verða stutt ávörp frambjóðenda Allir velunnarar velkomnir. Veitingar á staðnum. Framkvæmdanefnd Kópavogur Skrifstofa framsóknarfélaganna í Kópavogi erflutt i nýtt húsnæði að Digra- nesvegi 12,1. hæð. Skrifstofan eropin alla mánudaga og miðvikudaga kl. 9-12. S(mi41590. Opið hús alla laugardagsmorgna kl. 10-12. Heittá könn- unni. I Framsóknarfólk Sauðárkróki og Skagafirði Framvegis verður skrifstofan I Framsóknarhúsinu opin á laugardags- morgnum milli kl. 10-12. Komiö og takiö þátt f undirbúningi kosninganna. Kaffi á könnunni. Framsóknarfélag Sauðárkróks. Framsóknarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss heldur aðalfund sunnudaginn 10. mars kl. 20.30 ( Veitingastofunni Duggunni, Þoriákshöfn. Fundarefni: Venjuleg aöalfúndarstörf. Ólafia Ingólfsdóttir formaður kjördæmasambandsins mætir á fundinn. Stjómin. Austfirðingar Kosningastjóri KSFA hefur aðsetur á skrifstofu Austra, s. 97-11584. Stjóm KSFA. Miðstjómarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 16. mars og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá og fundarstaöur verður auglýst síðar. Undirbúningsnefnd Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opiö alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verður á staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin. Borgnesingar- Nærsveitir Spiluð verður félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 8. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarféiag Borgamess. ísafjörður og nágrenni Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 8, Isafirði, verður opin frá og með mánudeginum 4. mars kl. 2-6, alla virka daga. Verið velkomin. Heitt kaffi á könnunni. Jens og Gréta. Ræðunámskeið L.F.K. Síðasta kvöldnámskeiðið verður þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30-22.30 að Hafnarstræti 20. Ef fleiri konur vilja bætast ( hópinn, hafið samband við Þórunni eða Önnu I síma 91- 624480. Framkvæmdastjóm L.F.K. Norðurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum ( Fljótum. Hægt er að ná I ritstjóra alla daga i síma 96-71060 og 96-71054. ________________________________________K.F.N.V. Suðuriand Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að lita inn. K.S.F.S. Alþingiskosningar 1991 Undirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir kosningamar ( vor. Málefna- nefnd Framsóknarflokksins I Reykjavík hefur þegar hafið störf. Þeir sem hafa hug á að starfa með henni geta látið vita i sfma 624480 eða mætt á fund nefndarinnar miðvikudagskvöld, kl. 20.00 ( Hafnarstræti 20, 3ju hæð. Málefnanefndin Norðurlandskjördæmi eystra Kosningaskrifstofa ffamsóknarmanna ( Norðurlandskjördæmi eystra að Hafnarstræti 90, Akureyri, s(mi 96-21180, er opin alla virka daga frá kl. 9.00-19.00. Ungir framsóknarmenn Garöabæ Stofnfundur Félags ungra framsóknarmanna, Garðabæ, verður haldinn 5. mars að Goðatúni 2, 2. hæð, kl. 20.30. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta. GunnarJón Yngvason. Ungir framsóknarmenn Opið hús verður framvegis á skrifstofu Framsóknarflokksins á fimmtu- dagskvöldum frá kl. 20.00. Kíkið ( kaffi og létt spjall. FUF Reykjavik/SUF Félagsvist Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi, þriðjudagskvöldið 5. mars kl. 20.30. Kvöldverölaun - Heildarverðlaun. Fjölmennum. Framsóknarfélag Selfoss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.