Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Tíminn 9 Mikil gleði við vígslu Múlaganga sl. föstudag. Greiðari samgöngur efla byggðina: EITT SAMFELLT ATVINNUSVÆDI Múlagöngin í Ólafsfjarðarmúla voru formlega vígð sl. föstudag, að viðstöddu fjölmenni. For- seti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðr- aði Ólafsfirðinga með naerveru sinni, og al- þingismenn og fjöldi góðra gesta mættu á staðinn. Óhætt er að segja að mikil hátíðar- stemmning hafi ríkt í Ólafsfirði á föstudaginn, og gáfu flest fyrirtæki starfsfólki sínu frí í til- efni af vígslunni. Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Brim- nesi og upp í göngin, þar sem Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra klippti á borða og veitti göngunum formlega móttöku frá vegamálastjóra. Flutt var stutt vígsluathöfn, þar sem sóknarprestur Ólafsfirðinga blessaði göngin, Litla lúðrasveitin lék og samkór Ól- afsfjarðar söng. Að því búnu var haldið í fé- lagsheimilið þar sem bæjarstjórn Ólafsfjarðar bauð upp á kaffiveitingar. Forseti íslands, samgönguráðherra o.fl fluttu ávörp, og tónlist var leikin. í félagsheimilinu var einnig sam- sýning nokkurra ólafsfirskra myndlistar- manna, og myndverk og ritsmíöar yngstu kynslóðarinnar voru til sýnis í Barnaskólan- um. Um kvöldið var tónlistardagskrá í félags- heimilinu, þar sem Ólafsfirðingarnir Örn Magnússon píanóleikari og Jón Þorsteinsson óperusöngvari skemmtu, og að því búnu dun- aði dansinn fram eftir nóttu. Eitt samfellt Eyjafjarðarsvæði Margir hafa velt þeirri spurningu fyrir sér hvaða þýðingu Múlagöngin hafi fyrir Ólafs- fjörð og Eyjafjarðarsvæðið í heild. Er þá helst haft í huga samstarf sveitarfélaga, hvort held- ur er á sviði atvinnuuppbyggingar eða félags- legrar þjónustu. Því er spáð að Múlagöngin eigi eftir að valda byltingu í samstarfi sveitar- félaga við Eyjafjörð og að í framtíðinni verði þar eitt atvinnusvæði. Þannig verði greiðari samgöngur til að efla byggðina, en menn noti ekki tækifærið og flytji burt. Múlavegurinn hefur löngum verið erfiður ljár í þúfu og hindrað eðlilegar samgöngur við Ólafsfjörð. Ljóst er að Ólafsfirðingar eru fegnir að vera lausir við Múlann. Bjarni Kr. Grímsson bæjar- stjóri sagði m.a. í ávarpi við vígsluathöfnina að Ólafsfirðingar færu í dag frjálsir ferða sinna, lausir við hættur Múlavegarins. Um ieið horfðu Ólafsfirðingar með tilhlökkun til aukins samstarfs og samvinnu við nágranna- byggðalögin, samstarfs sem reyndar væri þeg- ar hafið. Þótt Ólafsfirðingar hafi sætt sig við Múlaveg- inn, reyndist oft erfiðara að fá aðra til að fara yfir hann. Greiðar samgöngur eru eitt stærsta hagsmunamál hvers byggðarlags. Það á ekki síst við nú á tímum vaxandi ferðaþjónustu og þess hraða sem nútímaneysluþjóðfélag krefst. Afskekkt byggðarlög og byggðarlög sem búa við erfiðar samgöngur hafa orðið útundan og hefur Ólafsfjörður ekki farið varhluta af því. Helsti kostur ganganna eru öruggar sam- göngur. Á síðustu árum hefur verið leitað hag- ræðingar og samruna fyrirtækja. Á sínum tíma voru bæði sláturhús og mjólkursamlag í Ólafsfirði, nú eru hins vegar bæði mjólk og sláturdýr flutt til Akureyrar. Því þurfa Ólafs- firðingar að fá mjólk, brauð og ýmsar nauð- synjavörur að. Samskiptin við Eyjafjarðar- svæöið hafa aukist á fleiri sviðum. Dalvíkingar og Ólafsfirðingar eru nú með sameiginlega sorphirðu, samvinnu í skólamálum, á íþrótta- sviðinu og svo mætti áfram telja. Helsta áhyggjuefni Ólafsfirðinga er að þeir verði að einhverju leyti afskiptir. Þ.e. að upp- bygging atvinnu og þjónustu verði fremur á Dalvík eða Akureyri. Hins vegar hlýtur sam- starf sveitarfélaganna að byggjast á því að báð- ir aðilar hagnist á þvf og hafa forsvarsmenn annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð lýst yfir vilja sínum þar að lútandi. Helstu staðreyndir Framkvæmdir við jarðgangagerð í Ólafsfjarð- armúla hófust í ágúst 1988, og sprengdi Stein- grímur J. Sigfússon fyrstu hleðsluna þann 11. október sama ár. Steingrímur var síðan aftur á ferðinni með „skæruliðaútbúnað" sinn 15. mars 1990 og sprengdi síðustu hleðsluna. Göngin voru óformlega tekin í notkun 19. desember 1990, en formleg vígsla fór fram 1. mars 1991, u.þ.b tveimur og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust. Heildarkostnaður við verkið er um 1250 milljónir króna. Tilboð Krafttaks sf í gangagerðina nam 537 milljón- um króna í júlí 1988, en framreiknað lætur nærri að tilboðið sé tæpar 950 milljónir króna. Göngin sjálf eru 3140 m löng, 5 m breið og 5,5 m á hæð. Að vegskálum meðtöldum er heildarlengd ganganna um 3400 metrar. Veg- skálinn Ólafsfjarðarmegin er 165 m langur, og er ekið inn í hann í 75 m hæð yfir sjó. Vegskál- inn Dalvíkurmegin er 100 m langur, og ekið inn í hann í 125 m hæð yfir sjó. Halli gang- anna er um 2%, og liggja þau í því sem næst beinni línu. Allkröpp beygja er þó þar sem göng og vegskáli mætast Ólafsfjarðarmegin, og telja kunnugir það helsta annmarka gang- anna. Göngin eru styrkt með sprautusteypu og bergboltum, auk þess sem um 1600 fer- metrar af gúmmíklæðningu var sett innan í göngin til að varna frosti og að vatn falli á ak- brautina. Drenkerfi var komið fyrir í vegstæð- inu og leiðir það vatn út úr göngunum. Eftir miðjum göngunum og í forskálum var settur upp kapalstigi og í hann hengd lýsing. Lýsing- in í forskálunum verður breytileg og fer eftir birtunni utan ganganna. Ein akrein er í göng- unum, en 19 útskot með 160 m millibili eru Eftir Halldór Inga Ásgeirsson Steingrímur J. Sigfusson samgönguráðherra klippir á borðann og opnar Múlagöngin fórmlega. Hjá honum stendur Snæbjöm Jónasson vegamálastjórí. ætluð til að mætast. Þá eru í göngunum 5 neyðarsímar tengdir beint við lögreglustöðina á Ákureyri. Nærri lætur að um 100 þúsund rúmmetrar af föstu bergi hafi verið sprengdir upp og þeim ekið út úr fjallinu. Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga jafn- gildir það um 130 þúsund rúmmetrum af lausu grjóti, og var efnið m.a. notað sem upp- fylling fyrir veginn að göngunum sitt hvorum megin og hluti þess var harpaður og nýttur í undirlag í göngunum sjálfum. Alls fóru um 200 tonn af dínamíti í um 1000 sprengingum í að losa um bergið. Að meðaltali voru sprengdir 50 metrar inn í fjallið í viku hverri. Verkið gekk mun hraðar en gert var ráð fyrir í upphafi. Framkvæmdum lauk nokkrum mánuðum fyrr en ráð var fyrir gert og umferð hleypt á göngin einum vetri fyrr en ella. Það var helst að vatnsagi tefði framkvæmdir. Reyndar kom verulega á óvart hversu mikið vatn leyndist í berginu. Vatns- streymið var mælt, og reyndist rennslið um 120 lítrar á sekúndu. Til tals kom að reyna að nýta vatnið í þágu Ólafsfjarðarbæjar, en vegna þess hve framkvæmdir við það hefðu orðið dýrar var horfið frá því. Mörgum kemur á óvart hversu fámenn sveit manna vann við jarðgöngin. Yfirleitt voru 25 manns að störfum, þar með talið starfsfólk í eldhúsi og skrifstofu. í fjallinu sjálfu unnu var unnið á fimm manna vöktum. Á meðan unnið var að gerð vegskálanna voru undirverktakar einnig að störfum, þ.a. starfsmannafjöldin fór í 40-50 manns þegar mest var. Vinnan við gangagerðina er hættuleg, og verða menn að gæta fyllstu varúðar. Þrátt fyrir það urðu tvö vinnuslys. Annars vegar slaðaðist íslendingur, sem vann við ásprautun á bergið, er laust grjót úr loftinu hrundi yfir hann. Maðurinn meiddist í baki, en var kominn aftur til vinnu sex mánuðum síðar. Hitt slysið var alvarlegra. Norðmaður, margreyndur við jarðgangagerð,, var að vinna inni í göngunum þegar grjót tók að hrynja úr loftinu. Maðurinn reyndi að forða sér en oddhvass steinn féll á annan fót hans og tók hann af fyrir neðan hné. Maðurinn fékk staurfót, en hann kom samt aftur og var við- staddur þegar síðasta hleðslan var sprengd. Verklok og framtíðaráætlanir Þar með eru formlega tekin í notkun lengstu jarðgöng sem byggð hafa verið á íslandi til þessa, fyrsti stóráfanginn á sviði gangagerðar og jafnframt fyrsti áfanginn í sérstakri jarð- gangaáætlun. Næsta skref er jarðgangagerð á Vestfjörðum og er stefnt að því að fram- kvæmdir hefjist þar í sumar eða haust. Áætl- aður verktími er fjögur ár, en fyrirhuguð jarð- göng á Vestfjörðum verða mun lengri en Múlagöngin, eða ríflega níu kílómetrar. Múlagöngin og fyrirhugaðar framkvæmdir á Vestfjörðum hafa vakið vonir um úrbætur hjá íbúum byggðarlaga sem búa við erfiðar sam- göngur. Nú hafa verið kveðnar niður úrtölu- raddir, ráðamenn og fræðingar sem töldu að jarðlög og bergtegundir íslenskra fjalla væru svo erfið viðureignar að það útilokaði jarð- gangagerð á íslandi. Austfirðingar vilja gjarn- an sjá áætlanir um úrbætur og einnig hafa Siglfirðingar reifað hugmyndir um nýjan veg og jarðgöng sem tengi Siglufjörð og Ólafsfjörð og komi í stað vegarins yfir Lágheiði sem margir kalla ógreiðfærustu fjárgötur á íslandi. hiá-akureyri. 1 - m m \ Wm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.