Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 _____^ ýtt Ókeypis auglýsingar ^^fyrh^instaklinga^ POSTFAX 91-68-76-91 HOGG- jy DEYFAR Verslió hjá fagmönnum varahlutir HamarsböfAa 1 - s. 67-67-44 T I í niiiin ÞRIÐJUDAGUR 5.MARS 1991 Forsætisráðherra telur tilboðsdrög EB um sjávarútvegsmál ófullnægjandi: EB tekur hænuskref í sjávarútvegsmálum Innan EB er núna verið að móta tilboð í sjávarútvegsmálum sem búist er við að verði lagt fram í viðræðunum um evrópskt efna- hagssvæði á næstu vikum. Tilboðið gerir ráð fyrir að EB lækki tolla á sjávarafurðum, en á móti fái bandalagið aðgang að ís- lenskum fiskimiðum og íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að tilboð sé ófullnægjandi. Það er sjávarútvegsdeild Evrópu- bandaiagsins sem sér um að búa til tilboð sem verður væntanlega lagt fram í viðræðunum um evr- ópskt efnahagssvæði á næstu vik- um. Tilboðsdrögin gera ráð fyrir að tollur á söltuðum þorskflökum verði afnuminn, en hann er nú 20%. Gert er ráð fyrir að tollur á blautverkuðum saltfiski lækki úr 13% í 7% og á söltuðum flökum úr 16% í 8%. Á móti þessu vill EB m.a. fá að veiða 30 þúsund tonn af fiski í þorskígildum talið í lögsögu íslands, Noregs og í Eystrasalti og gera sérstakan fiskveiðisamning við ísland. EB leggur einnig áherslu á að ekki verði um að ræða undantekningar varðandi fjárfestingar fyrirtækja í sjávarút- vegi. ísland hefur, vegna bókunar 6 í samningi íslands við EB, ekki þurft að borga alla þá tolla sem til- boðið gerir ráð fyrir að verði lækk- aðir eða felldir niður, þannig að það felur í raun ekki í sér stórt skref af hálfu EB. íslendingar hafa krafist tollfrjáls aðgangs fyrir sjávarafurðir í EES. Jafnframt hafa þeir hafnað ákveðið qllum kröfum EB um rétt EB- þjöða til að veiða í íslenskri fisk- veiðilögsögu. Sama má segja um kröfu EB um að fá að fjárfesta í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Aðalsamningamenn íslands í Brussel hafa þegar komið þeim skilaboðum til samningamanna EB að ísland geti alls ekki fallist á tilboðsdrögin sem samninga- grundvöll. Svipuð viðbrögð hafa komið fram hjá Norðmönnum. Vonast er til að þessi viðbrögð leiði til þess að EB endurskoði tilboðið. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist ekki telja þessi tilboðsdrög grundvöll til frekari samninga, en tók jafnframt fram að ekki væri búið að leggja neitt fram í samningaviðræðun- um og vitað væri að ágreiningur væri um tilboðið innan EB. „Ef að það er þannig að við þurf- um að láta verulegar veiðiheimild- ir af hendi til þess að fá aðeins nokkra tolla lækkaða eða fellda niður, eins og rætt hefur verið um, þá er það alls kostar ófullnægj- andi,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði hugsanlegt að málið yrði leyst þannig að sett verði inn í samninginn neðan- málsgrein sem gildi um íslend- inga eina. Vandamálið væri hins vegar afstaða Norðmanna í samn- ingaviðræðunum, en þeir vilja fá sömu sérsamninga og íslendingar. Þessa kröfu setja þeir fram þrátt fyrir að hlutfall sjávarafurða í út- flutningi þeirra sé ekki nema 7%, en 75% heildarútflutnings íslend- inga séu sjávarafurðir. „Ég held að það sé kominn tími til þess að þjóðirnar í norðvestan- verðu Atlantshafi bindist samtök- um um að hafa þessar auðlindir í eigin hendi. Ég er ákveðinn í að ræða þetta mál frekar við græn- lensk stjórnvöld eftir kosningar á Grænlandi. Það er hins vegar mjög alvarlegt ef Grænlendingar ætla að ganga inn í EB að nýju og selja auðlindirnar," sagði Stein- grímur. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sölusamtaka ís- lenskra fiskframleiðenda, sagði þetta nýjasta tilboð ekki auka mönnum bjartsýni um að út úr samningaviðræðunum komi eitt- hvað sem íslendingar geta sætt sig við. í tilboðsdrögunum séu að vísu ljósir punktar í sambandi við lækkun tolla, en útilokað sé að fallast á kröfur EB um fiskveiði- réttindi og rétt til að fjárfesta í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Hann vakti einnig athygli á því að í tilboðinu væri ekkert minnst á niðurfeilingu á tollum af ferskum flökum og síld. Magnús sagði að samningatækni íslenskra stjórnvalda hafi verið að láta sjávarútvegsmálin bíða þar til flest önnur ágreiningsmál væru úr sögunni. Hann sagðist enn treysta því að stjórnvöld nái fram viðun- andi lausn í þessum mikilvæga málaflokki í lokataflinu. Magnús sagði að EB hefði enn sem komið er ekki gefið neitt eftir í sjávarút- vegsmálinu og kröfur þeirra séu í samræmi við það sem búist var við. Magnús sagði um afstöðu Norð- manna í þessu máli að hugsanlega hefðu íslendingar ekki lagt nægi- lega mikla áherslu á að kynna mál- stað sinn innan EFTA. Áherslan hefði fyrst og fremst verið að kynna málstaðinn innan EB. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra mun í dag skýra sjónarmið íslenskra stjórnvalda á blaðamannafundi. -EÓ Gránqes fær lán Sænska álfyrirtækið Granges, sem er eitt þriggja fyrirtækja í Atlantsál- hópnum, hefur fengið jákvæð svör frá sænskum lánastofnunum um að fjármagna byggingu álvers á íslandi. Iðnaðarráðherra sagði að á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvort þetta og endalok stríðsins við Persaflóa verði til þess að hægt verði að ljúka fjármögnun fyrirtækisins, og þar með samningum, fyrr en gert er ráð fyrir. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að miða við að ljúka fjármögnun fyrirtækisins ekki seinna en í haust og sú niðurstaða standi óhögguð á þessari stundu. Þó að Gránges hafi fengið jákvæð- ar móttökur hjá sænskum bönkum er óvíst að það flýti fyrir. Stærsti að- ilinn í Atlantsálhópnum er Alumax og það þarf að útvega stærstan hluta af fjármagninu. Enn sem komið er hefur ekkert frést af betri fréttum úr þeirri átt. -EÓ Maður finnst látinn í Reykjavík: Var höfuðhögg dauðaorsökin? 28 ára gamall maður fannst lát- inn í bakgarði við Bankastræti snemma á sunnudagsmorgun- inn. Maðurinn var með áverka á höfði, en ekki er enn talið full- Ijóst hvort hann hlaut þá af mannavöldum. Maðurinn fannst llggjandi á tröppum við íbúðarhús og var það ibúi í húsinu sem fann manninn og lét lögregluna vita. Maðurinn var skilríkja- og pen- ingalaus. Margir hafa verið yflr- heyrðir vegna málsins og Rann- sóknarlögreglan telur sig vita um ferðir mannsins allt þar til um klukkan þrjú um nóttina. Enginn hafði verið handtekinn í gær- kvöldi vegna málsins. —SE Eldur kviknaði í húsi við Stigahlíð í gær og eru skemmdir á húsinu miklar. Tímamynd: Pjetur Eldur í húsi við Stigahlíð Eldur kviknaði í einbýlishúsi við Stigahlíð í gærmorg- un. Mikill eldur var í stofu hússins, en slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn. Húsið er mjög illa farið að innan og ljóst er að skemmdir eru miklar. Slökkviliðið var kallað að húsinu klukkan 09.51. Þá var mikill eldur í stofu hússins og voru fimm reykkafarar sendir inn til að leita að fólki, en talið var að einhver væri í húsinu. Enginn var inni í húsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var nær eingöngu í stofunni. Sót, reykur og hiti bárust um allt húsið og er það meira eða minna skemmt. Rannsóknarlögreglan rannsakaði í gær eldsupptök og samkvæmt upplýsingum frá Helga Daní- elssyni hjá RLR er möguleiki á því að um íkveikju hafi verið að ræða. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.