Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.03.1991, Blaðsíða 5
fy l : 51.; t, f • i i r f f,« , i Þriöjudágur 5. mars 1991 iV.'P.i .v Tíminn 5 Rætt um opinberar framkvæmdir umfram fjárlög á Alþingi: Olafur Ragnar í kosningaham? Á ríkisstjómarfundi á föstudag lagði Ólafur Ragnar Grímsson ijár- málaráðherra fram lista yfir opinberar framkvæmdir sem hugsan- iega mætti fiýta, verði ekkert úr framkvæmdum vegna álvers á þessu árí. Þessi tillaga ráðherrans varð tilefni utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. í umræðunni deildu þingmenn hart á ráðherrann og sögðu hann vera í kosningaham. Um er að ræða fjórar meginfram- kvæmdir. í fyrsta lagi að ljúka fram- kvæmdum við Egilsstaðaflugvöl!. í öðru lagi að hefja hafnarfram- kvæmdir í Þorlákshöfn, en þar er fyrirhugað að byggja þilplötuverk- smiðju sem krefst betri hafnarað- stöðu. í þriðja lagi að breikka Reykjanesbraut og í fjórða lagi að gera Flugleiðum kleift að ráðast í byggingu flugskýlis á Keflavíkur- flugvelli, en rætt hefur verið um að ríkið felli niður gjöld og fleira sem Flugleiðir eiga að borga. Þá eru ótaldar framkvæmdir á þéttbýlis- stöðum sem loðnubresturinn hefur komið illa við. Um er að ræða fram- kvæmdir fyrir tvo milljarða. Það var Pálmi Jónsson sem hóf um- ræðuna og spurði hvort ríkisstjórn- in væri búin að afskrifa að byrjað yrði á framkvæmdum vegna álvers á þessu ári og hvort tekin hefði verið ákvörðun í ríkisstjórninni um að ráðast í opinberar framkvæmdir umfram fjárlög og lánsfjárlög. For- sætisráðherra svaraði báðum spurn- ingunum neitandi. Hann sagði ekki útilokað að einhverjar framkvæmd- ar yrðu seinni hluta árs, en vakti jafnframt athygli á afstöðu stjórnar Landsvirkjunar, sem telur ekki rétt- að fara út í umfangsmiklar fram- kvæmdir meðan ekki hefur verið gengið frá samningum um álver. Steingrímur sagði að vegna loðnu- brests yrði hagvöxtur eitthvað minni en gert var ráð iyrir og spáð væri að atvinnuleysi yrði 1,9%, sem er meira en reiknað var með. Margir þingmenn tóku til máls í umræðunum og voru flestir á því að tillögur Ólafs Ragnars bæru keim af því að framundan væru kosningar. Málmfríður Sigurðardóttir benti á að í fyrra og hittifyrra hefðu engar framkvæmdir verið vegna álvers, en samt hefði ekki verið talin ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana. Hún sagði hins vegar eðlilegt að auka opinberar framkvæmdir þar sem loðnubresturinn kæmi harðast niður. Halldór Blöndal vakti athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir að ráðast í breikkun Reykjanesbrautar í langtímaáætlun í vegagerð sem liggur núna fyrir Alþingi. Ólafur Ragnar mótmælti því að hér væri um kosningatiilögur að ræða. Hann sagði þetta eðlileg viðbrögð við loðnubresti og við beiðnum manna um að ráðist yrði í umræddar fram- kvæmdir hið fyrsta. -EÓ Skautasvellið í Laugar- dal formlega opnað Um síðustu helgi var skauta- svellið í Laugardai í Reykjavík formlega tekið í notkun. Það er 1.800 fermetrar að stærð og kostar 165 miljónir á núgild- andi verðlagi. Mannvirkið sam- anstendur af útisvellplötu, þjónustuhúsi, frystiklefa og lóð. Sem kunnugt er var svellið opn- að almenningi í desember sl., en nú er þjónustuhúsið form- lega opnað almenningi. Skautasvellið er vinsælt meðal yngri kynslóðarínnar. Það var vorið 1989 sem jarðvinna við þetta mannvirki hófst með út- boði á jarðvinnu, en síðar var gerð annarra verkþátta boðin út. Þeim framkvæmdum lauk í nóvember sl., þannig að hægt var að taka svellið í notkun skömmu síðar. Og nú er öll- um framkvæmdum lokið og mann- virkið því fullgert. Aðsókn að skautasvellinu hefur yerið mjög góð það sem af er. íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur mun hafa yfirumsjón með rekstrinum og starfsmenn íþrótta- vallanna í Laugardal annast dagleg- an rekstur. Opnunartímar eru ákveðnir og skiptast þeir í barna-, al- mennings- og æfingatíma. Nánari upplýsingar þar um fást í síma 685533. -sbs. Kratar á þingi ósamstiga í byggðamálum: MEINLAUS OSKALISTI EDA MIKIL- VÆGT SKREF? Eiður Guðnason og Karl Steinar harðlega og sagði viðhorf þeirra til Guðnason, þingmenn Alþýðu- dreifbýlisins einkcnnast af skamm- flokksins, eru ósammála um ágætí sýni. stjómarfrumvarps um Byggða- Kari Steinar sagði enga þÖrf á stofnun sem starfandi forsætísráð- frumvarpinu og fullyrtí að það væri herra mælti íyrir á þingi sl. fimmtu- lagt ffam til að friða kjósendur. dag. Eiður sagði ffumvarpið athygl- Hann sagði nægar lagaheimildir isvert og að á bak við það lægju vera til í dag til að ffamkvæma til- margar gagnlegar tíUögur, en Kari lögur um þær leiðir sem þyggða- Steinar sagði frumvarpið óþarft og nefndimar leggja til að famar verði. gagnslaust. Hann sagði hflllur í Byggðastofnun Það var Halldór Ásgrímsson, starf- vera fullar af pappír og kallaði andi forsætísraðherra, sem mælti starfsfólk þar pappírstígrisdýr. Kari fyrir írumvarpinu. Frumvarpið er Steinar sagði tiÚögur nefndanna ávöxtur tveggja nefnda sem skipað- vera meinlausan óskalista. Ekki ar voru fyrir ári síðan til að koma væri hægt að festa hönd á neinu og með tillögur í byggðamálum. Þegar ekkert væri sagt hvemig ætti að hefur ítariega verið greint ffá tillög- ffamkvæma tillöguraar, Itann sagði um nefndanna í Tímanum. Frum- þá byggðastefnu, sem fylgt hefur varpið gerir ráð fyrir að Byggða- verið, einkennast af þvf að milljón- stofnun verði falið að gera byggða- um væri ausið í hyggðariög og von- áætlun til fjögurra ára sem lögð laus fyrirtæki, en Önnur héruð skil- verði fyrir Alþingi. Áætlunin verði in eftir. Suðumes væru dæmi um endurskoðuð á tveggja ára fresti. Þá byggðariag sem hefði verið svelt er í frumvarpinu kveðið skýrar á um Þar væru nú nærri 300 manns at- hlutverk Byggðastofnunar og stofn- vinnulaus. uninni falið að hafa meira ffum- Stefán Guðmundsson alþingis- kvæði í byggðamálum. maður fysti vonbrigðum sínum Miklar umræður urðu um frum- með ummæli Karis Steinars, sem varpið og töldu flestir það vera til hann sagði byggð á vanþekkingu og bóta og að nefhdimar hefðu unnið sýna Byggðastofnun og starfsmenn gott starf, en þær voru undir for- hennar lítilsvirðingu. Hann sagði ystu Jóns Helgasonar og Stefáns tillögur þeirrar nefndar sem hainn Guðmundssonar. Eiður Guðnason veitti forstöðu þær róttækustu sem sagðist telja að tillögur nefndanna komið hefðu fram í byggðamálum gætu skilað góðum árangri ef vel til þessa. Hann sagðist óska eftir tækist til við framkvæmd þeirra. umræðum fþjóöfélaginu umtillög- Hann sagðist telja að hægt væri að urnar. Stefán sagði að með tíllögun- flytja þjónustustörf út á land og um væri verið að færa vald og nefndi sem dæmi störf hjá Pósti og ábyrgð út á landsbyggöina. Jón síma. Þetta tæki hins vegar tíma og Helgason alþingismaður sagðist þyrfti að undirbúa vel. Eiður sagði vona að með tillögunum yrði hægt að fækka þyrfti sveitarfélögum í að snúa við þeirri öfugþróun sem landinu niður í 50, en þau eru um verið hefur í byggðamálum. Mestu 200 í dag. Eiður vék að jöfnun máli skipti þó hveraig yrði unnið úr orituvetðs og sagðist vona að hægt þeim tillögum sem fyrir liggja. yrði að stíga mikilvæg skref í þá átt Skúli Alexandersson alþingismað- á næstunni, en lagði jafnframt ur sagðist telja að með því að gera áherslu á að það væri erfitt að jafna byggðaáætlun tíl fiögurra ára væri orkuverð án þess að það kostaði út- verið að skapa ramma sem liklegur gjöld hjá ríkinu. Eiður sagði tíma- væri til að skila árangursríkri bært að endurskoða skipulag raf- byggðastefnu. Hann sagði að það orkumála nú þegar áformað er að væri mjög erfitt að búa til langtíma- hefia bygglngu stórvitkjanir. Hann stefnu í byggðamálum, vegna þess sagðí ekki eðlilegt að Reykjavíkur- að henni tengdust svo mörg önnur borg, sem á nærri helming í Lands- stór pólitísk mál sem skiptar skoð- vhkjun, væri aðili að virkjun austur anir eru um, Ld. stefna í sjávarút- á Fljótsdalshéraði. Eiður gagntýndi vegsmálum. forystumenn Reykjavfinirborgar -EO Olafsfirðingar vilja ÁTVR-búð Nokkrir áhugamenn um opnun 830 manns og samkvæmt þvt áfengisverslunar f Ólafsftrði vilja þurfa 250-300 manns að skrifa að samhliða alþingiskosningun- undir stuðningsyfiriýsinguna. um í vor kjósi Ólafsfirðingar um Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri það hvort opna skuli áfengisversl- í Ólafsfirði, segir að ef þriðjungur un í ólafsfirði eður ei. I því skyni atkvæðisbærra manna í Ólafsfirði hafa þeir lagt fram undirskrifta- skrifi undir, beri bæjarstjórn sam- lista þar sem óskað er eftir að kvæmt gildandi áfengislögum að stuðningsmenn setji nöfn sín. sjá til þess að kosning fari fram, Samkvæmt gildandi lögum þarf og sjá um framkvæmd hennar. undirskriftir frá um 33% at- Undirskriftalistarair Uggja enn kvæðabærra manna í Olafsfirði tíl framml, og ekki útséð enn hvort þess að kosning fari fram. Á kjor- tilskilinn íjöldi næsL skrá við síðustu kosningar voru hiá-akureyri. Alþingismenn óttast um framtíð Norðurlandaráðs Hörð viðbrögð komu fram á Alþingi í gær við fyrirhuguðum breytingum á Norðurlandaráði, en á þingi Norð- uriandaráðs var lögð fram tillaga um að auka áhrif stjómmálaflokka, en draga að sama skapi úr valdi aðildar- landa Norðurlandaráðs. Eftir þetta þing á ísland, í fyrsta skipti síðan ár- ið 1952, engan formann í fasta- nefndum Norðurlandaráðs. Það var Matthías Á. Mathiesen sem hóf um- ræðuna. Páll Pétursson, fyrrverandi forseti Norðurlandaráðs, sagði að málið snérist um að vinstriflokkamir hefðu ekki verið tilbúnir til að styðja Sig- hvat Björgvinsson til formennsku í einni af fastanefndunum. Páll sagði ekki ástæða til að gera of mikið úr þessari niðurstöðu, en þörf væri á því að koma því rækilega til skila við hin löndin að íslendingar séu mjög óánægðir með hana. Hann sagði að íslendingar hefðu gegnt þremur trúnaðarstöðum innan Norðurlanda- ráðs á síðasta kjörtímabili, en hefðu núna tvær. Ragnhildur Helgadóttir sagði að Norðurlandaráð væri, eins og orð- anna hljóðan gæfi til kynna, ráð nor- rænna landa, en ekki ráð norrænna flokka. Þannig hefði samstarfið verið og þannig ætti það að vera áfram. Guðrún Helgadóttir sagði að Alþingi yrði að spyrna við fæti, því að Norður- landaráð yrði ekki nema svipur hjá sjón ef þessi þróun yrði látin ganga yf- ir og flokkarnir látnir ráða. Hún sagði flokkana mislita hjörð og í mörgum tilfellum ættu þeir lítið sameiginlegt. Guðmundur H. Garðarsson sagði að þessi niðurstaða Norðurlandaráðs ætti ekki að þurfa að koma alþingis- mönnum svo mjög á óvart. í heimin- um eigi sér nú stað þróun sem sé í þá átt að draga úr áhrifum sjálfstæðra landa. Hann benti á nánari samvinnu í Evrópu f þessu sambandi. Hann sagði hins vegar annað mál hvort menn væru sáttir við þessa þróun. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.