Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 14. mars' 1991 Vaka tapar í kosningum í H.I.: RUMLEGA 8% FYLGIS- AUKNING HJÁ RÖSKVU Röskva, samtök félagshyggjufólks í Háskóla íslands, sigraði í kosn- ingum til Stúdentaráðs, sem fram fóru í fyrradag. Hún jók fylgi sitt um 8% frá síðustu kosningum, hlaut 1504 atkvæði og 7 fulltrúa. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 1498 atkvæði og 6 fuiltrúa. í kosningum til Háskólaráðs fékk hvor fylking einn mann. 5046 voru á lq'örskrá og greiddu 62,3% þeirra atkvæði, sem er mun meiri kjörsókn en undanfarin ár. Stúdentaráðsliðar eru 30, þar af 4 fulltrúar stúdenta í Háskólaráði. Kosið er um helming þeirra á hverju ári. Frá síðustu kosningum á Vaka 8 ráðsliða og Röskva 7. Nú bætast við 8 Röskvumenn og 7 Vökumenn, þannig að fylkingarnar hafa jafn- marga fulltrúa í Stúdentaráði. Sama staða kom upp fyrir þremur árum í kjölfar kosningasigurs Vöku. Eftir nokkurra vikna samningavið- ræður fékk hún stjórn Stúdenta- ráðs, en Röskva lánasjóðsfulltrúa og stjórnarmann í Félagsstofnun stúd- enta. Ljóst er að Röskva gerir nú kröfu um að fá stjórn Stúdentaráðs. „Úrslitin koma mér á óvart, ég átti ekki von á að stúdentar höfnuðu því góða starfi sem Stúdentaráð hefur haldið uppi. En ég hef engar skýr- ingar á tapinu," segir Hermann Her- mannsson, sem var í efsta sæti á lista Vöku. „Ég er fyrst og fremst stoltur yfir því að Háskólastúdentar skuli hafa tekið þeirri áskorun að meta málefni okkar og stefnu fordómalaust. Und- anfarin ár hefur stúdentapólitíkin einkennst dálítið af skítkasti og titt- lingaskít, sem gerði það að verkum að fólk missti áhugann á henni. Þessi mikla kjörsókn í gær er ánægjuleg staðfesting á því að í skólanum hefur orðið sú vakning sem við vildum einmitt fá fram. Ég held að á lista okkar hafi verið mjög skemmtileg blanda af fólki úr ólíkum áttum, með mismunandi Tungnamennimir sem standa að leiksýningunni Grípið í tómt Gripið í tómt í Biskupstungum Á laugardagskvöldið ætlar Ungmennafélag Biskups- tungna að frumflytja nýjan íslenskan gamanleik, með grafalvarlegu ívafi, sem ber nafnið „Gripið í tómt“. Höfundur er Pétur Eggerz, sem jafnframt leikstýrir. Fjórtán Tungnamenn taka þátt í sýningunni. Aðal- hlutverkið er í höndum Brynjars Sigurðssonar sem fer með hlutverk Leynráðs Ljóstrans. Lagahöfundur er Ingvi Þór Kormáksson en Iög hans eru sérstaklega samin fyrir þetta leikrit. Texta samdi höfundur leikritsins, Pétur Eggerz. Útsetningu og upptöku laga annaðist Sigurður Rúnar Jónsson. Tungnamenn frumsýna leikritið í Aratungu á laugar- dagskvöldið en síðan verður það sýnt víðsvegar á Suð- urlandi og í Kópavogi. Leiksýning þessi er liður í M- hátíð á Suðurlandi, en hún hefst um helgina. -sbs. viðhorf, sem getur unnið saman og bjó til mjög góða stefnu. Mér sýnist líka að hugmynd okkar um opinn og lifandi Háskóla, hafi lagst vel í fólk, eins og kjörsóknin sýnir kannski best,“ segir Skúli Helgason efsti maður á lista Röskvu. Úrslit Stúdentaráðskosninganna eru athyglisverð vegna þess að nú er aðeins rúmur mánuður í alþingis- kosningar. Vaka er nátengd Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna og menn spyrja sig nú hvort hægri- bylgjan, sem gengið hefur yfir, sé í rénun og ungt fólk á leið á miðjuna, til félagshyggjunnar. 300 til 400 hús í Reykjavík án hita- vatnsinntakssía í svari Gunnars H. Kristinssonar hitaveitustjóra við fyrirspum þriggja fulltrúa minnihlutans í borgarstjóm, sem lögð var fram á fundi Borgarráðs í febrúar sl., kem- ur fram að í 300-400 húsum í Reykjavík em ekki síur við hita- vatnsinntak þeirra, en Hitaveita Reykjavíkur ber ábyrgð á þess kon- ar búnaði. Síur eiga að stöðva að óhreinindi svo sem sandur, ryðkom og fleira, og útfellingar berist í heitavatnsmæla og stjómtæki húsa, þótt það sé ekki algild regla. Ofangreind fyrirspurn var lögð fram af þeim Sigrúnu Magnúsdótt- ur, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, Kristínu Á. Ólafsdóttur, borgarfulltrúa Nýs vettvangs, og Sigurjóni Péturssyni, borgarfulltrúa Allþýðubandalagsins, í framhaldi af svari borgarlögmanns vegna bóta- skyldu Hitaveitu Reykjavíkur vegna útfellinga og óhreininda sem borist höfðu inn í hitaveituinntakskerfi margra húsa og valdið þar skemmd- um. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur kom fram í svari borgarlögmanns að síur við hitaveituinntak húsa til- heyrðu Hitaveitunni og bæri hún ábyrgð á þeim en ekki húsráðandi. í fyrirspurninni segir m.a.: Borga- lögmaður (segir í svari sínu) „hugs- anlega gæti galli á síum eða van- ræksla af hálfu Hitaveitunnar í sam- bandi við hreinsun eða viðhald á þeim leitt til útfellinga í hitakerfi húsa eða tjóns af þeirri ástæðu." „Því er spurt; eru síur í öllum hús- um borgarinnar við hitavatnsinn- tak, ef ekki í hvaða götum eða borg- arhlutum eru ekki síur? Er það ekki rétt skilið að Hitaveita Reykjavíkur beri ábyrgð á því aö síur séu við hita- vatnsinntak allra húsa?“ f svari hitaveitustjóra kemur fram, eins og áður sagði, að við 300-400 hús í borginni eru ekki inntakssíur og mun það vera sökum þess að fyr- ir 1960 voru ekki settar síur við inn- tök húsa „en þá höfðu verið tengd um 4400 hús við veituna, þarna er um að ræða hverfi innan Hring- brautar, Norðurmýri, Hlíðahverfi sunnan Miklubrautar, Melahverfi nyrst og Túnahverfi. Frá 1960 hafa verið síur verið settar á öll hús þeg- ar þau hafa verið tengd. Settar hafa verið síur í eldri hús eftir því sem til- efni hefur gefist til og munu nú vera 300-400 hús sem enn hafa ekki síur, í ofannefndum hverfum," segir m.a. í svarinu. Auk þess kemur fram í svari hita- veitustjóra að síur eru hluti af veitu- kerfi Hitaveitunnar „og ber henni því viðhaldsskylda á þeim á sama hátt og mælum t.d.“ En í svari þessu kemur einnig fram að síur geti ekki hindrað að útfelling myndist í teng- ingum eða hitakerfum húsa „ef skil- yrði til þess eru fyrir hendi, þ.e. að yfírmettun nái alla leið inn í húsin, dæmi hafa lítil fundist um það enn- þá, en það er hins vegar engan veg- inn fulírannsakað." —GEÓ Menningarhátíð - sem stendur til hausts Akureyri Innbrot hjá Sjálfsbjörg Brotist var inn í Bjarg við Bugöu- síðu á Akureyri aðfaranótt mið- vikudags. Þar eru m.a. til húsa Sjálfsbjörg, Plastiöjan Bjarg og Ako-pokinn. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri, brutu innbrotsþjófamir upp nokkrar hurðir og eru þær taldar ónýtar, þá voru nokkrar skemmdir unnar á innanstokksmunum og talið er að um 60 þúsund krónur í pen- ingum hafi horfið. Innbrotið er óupplýst, og sömuleiðis innbrot- in sem framin vom um helgina í Baraaskóla Akureyrar og skipa- smíðastöðina Vör. hiá-akureyri. Ríkissaksóknari birti lögreglumanni ákæru í gær: Ákærður fyrir ofbeldi Rfidssaksóknari birti í gær fyrrum lögreglumanni, eins og það er orð- að, ákæm vegna meints ofbeldis við handtöku ungs pilts á Bergþóm- götu milli jóla og nýárs. Manninum er gefið að sök að hafa tekið unga piltinn hálstaki með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, dregið hann í átt að lög- reglubíl og sleppt honum síðan þannig að hann féll með andlitið í gangstéttina. Pilturinn slasaðist talsvert, m.a. brotnuðu í honum sjö tennur. Lögreglumaðurinn var leystur frá störfum fljótlega eftir að rannsókn málsins hófst og er hann nú á hálfum launum. —SE M-hátíð á Suðurlandi hefst formlega á laugardaginn. Hátíðahöldin hefjast í húsi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Suðurlandi með fjölbreyttri setning- arhátíð, en hátíðin verður haldin víðsvegar í héraöinu og stendur til hausts. Það er menntamálaráöuneytið stendur að hátíðahöldunum í samvinnu við sveitarstjómir á Suðurlandi undir yf- irskriftinni: „mál - menning - mennt- un“. Menningarhátíðir, sem þessi, hafa verið haldnar á vegum menntamála- ráðuneytisins víða um land. Þær hóf- ust á Akureyri 1986 og á síðasta ári var haldin vegleg M- hátíð á Vestur- landi. Tilgangur þeirra er meðal ann- ars sá að varpa ljósi á menningarstarf- semi í hverjum fjórðungi og vera hvatning til athafna í þeim efnum. Öll sveitarfélög á Suðurlandi, auk hér- aðsnefnda, tilnefndu fulltrúa í nefnd sem hefur staðið að undirbúningi þeirrar M-hátíðar sem nú stendur fyr- ir dyrum. Hátíðahöldin á Suðurlandi hefjast í Fjölbrautaskóla Suðurlands á laugar- daginn kl. 13.30 með ávörpum menntamálaráðherra og séra Heimis Steinssonar þjóðgarðsvarðar á Þing- völlum. Þá verður þar upplestur, söngur, hljóðfæraleikur og margt fleira. Hátíðardagskrár M-hátíðarinnar verða í héraðinu sem hér segir: í Hveragerði 13. apríl og 1.-3. maí, Vestmannaeyjum 26.-27. apríl, Vill- ingaholts-, Gaulverjabæjar- og Hraungerðishreppum 1.-3. maí, Kirkjubæjarklaustri 23.-24. mars, 11. ágúst og 23.-25. ágúst, uppsveitum Árnessýslu 12., 14., 26. apríl og 3. maí, Hvolsvelli 18. maí, Þorlákshöfn 19.-20. október, Stokkseyri 17. maí, Eyrarbakka 30. mars, Hellu 25. aprfl og í Vík í Mýrdal verður hátíðin í haust. 23. mars verður síðan opnuð í Lista- safni Árnessýlu á Selfossi sýning á þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónsson- ar listmálara á vegum Listasafns ís- Iands. 28. mars verður síðan opnuð sýning í Ámesi í Gnúpverjahreppi á verkum Jóhanns Briem listmálara. Báðir voru þeir Ásgrímur og Jóhann Ámesingar að uppmna. -sbs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.