Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.03.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. mars 1991 Tíminn 9 AÐUTAN Olof Palme ávann sér óvinsældir ýmissa erlendra stjómvalda, td. þeirra bandarísku með því að mót- mæla Víetnamstríðinu. Fimm árum eftir morðið á Olof Palme: Enn ótal kenningar á lofti en lögreglunni verður ekkert ágengt Hans Ölvebro lögreglustjórí stjómar nú rannsókninni. Hann segir ör- uggt að morðingjann sé að finna í þeim 13.000 ábendingum sem lögreglan er enn að vinna úr. Fimm árum eftir morðið á Olof Palme eru leikmenn önnum kafnir við að leysa ráðgátuna og koma fram með undarlegustu kenningar. í þýska vikuritinu Der Spiegel eru sumar þeirra raktar nýlega. Það er ekki oft sem Sten Andersson, sænska utanríkisráðherranum, verður orða vant En hann á bágt með að koma orðum að tilfinning- um sínum þegar talið berst að vini hans og pólitískum samferðamanni sem féll fyrir hendi óþekkts morð- ingja fyrir rúmum fimm árum. „01- of Palme hafði meiri þýðingu fyrir mig en ég gerði mér nokkra grein fyrir á meðan hann lifði,“ segir hann vandræðalegur. En nákvæmlega hvaða þýðingu Palme hafði fyrir lífs- braut hans vill eða getur þessi fyrr- verandi aðalritari sósíaldemókrata- flokksins sænska ekki nánar útskýrt. Fyrrverandi tennisfélagi Palmes, Harry Schein, sem nú leikur tennis í hverri viku við syni hans, Joakim, 32 ára, og Márten, 29 ára, á í svipuðum erfiðleikum með að skýra nákvæm- lega sínar tilfinningar. Hann segir Palme hafa „auðgað líf‘ sitt Skýrar getur þessi fyrrverandi bankastjóri, sem fluttist til Svíþjóðar frá Austur- ríki, ekki lýst vináttu þeirra. Og ekki gengur fyrrverandi pólitískum and- stæðingum Palmes betur að skýra sín viðhorf. Carl Bildt, formaður stjómarandstöðuflokks íhalds- manna, viðurkennir að hann hafi aldrei skilið hvað hafi rekið Palme áfram né hvað hann hafi rekið áfram. Nú orðið má varla nefna Palme né morð- ið í Svíþjóð Fimm árum eftir banvæna skotið, sem hleypt var af á sænska forsætis- ráðherrann síðasta febrúarkvöld árs- ins 1986 í miðborg Stokkhólms, er morðið mönnum jafnvel enn meiri ráðgáta en Palme sjálfur lífs. Ew- onne Winblad, aðalritstjóri sjón- varpsfréttatímaritsins „Rapport", finnur ekki aðra skýringu en þá, að það sé orðið því sem næst bannorð að ræða um Palme. Fyrir því er mikilvæg ástæða. Eftir umfangsmestu rannsóknina í sænskri glæpasögu, sem meira en 300 lögreglumenn störfuðu að í upphafi og 25 rannsóknarlögreglu- menn eru enn uppteknir við, stend- ur lögreglan uppi án nokkurra vís- bendinga sem hönd er á festandi. Lögreglan getur ekki bent á neinn gerningsmann, ekki lagt fram morð- vopnið — og jafnvel ekki sýnt fram á minnstu ástæðu til morðsins. í haust er leið sýknaði, vegna ófull- nægjandi sannana, landsyfirréttur- inn eiturlyfjasjúklinginn og smá- glæpamanninn Christer Pettersson, sem grunaður var Um morðið og dæmdur sekur í héraðsrétti Stokk- hólms í júlí 1989. Eftir þau úrslit dundar saman- skroppin morðdeildin vondauf við svo sem ekki neitt. Bundinn var end- ir á virka rannsókn í fyrrasumar. Þeir starfsmenn sem enn eru við vinnu grisja og skilgreina þær 13.000 upplýsingar og ábendingar sem borist hafa. Hans Ölvebro, yfir- maður rannsóknarinnar, er viss um að morðingja Palmes sé að finna í upplýsingabunkanum. „Tortryggni mín í garð lögreglunnar er alger“ Og þar er rithöfundurinn Sven Anér sannfærður um að nafn morð- ingjans fær að hvíla í friði til eilífðar- nóns. Anér, sem býr í Uppsölum, er einn af tæplega tug leikmanna sem fást við leynilögreglustörf og halda enn áfram rannsóknum á eigin spýt- ur. „Tortryggni mín í garð lögregl- unnar er alger," segir hann til að réttlæta rannsóknir sínar, sem hafa tekið allan hans tíma í fjögur ár og ,þaft meiri kostnað en tekjur" í för með sér, eins og hann kemst að orði. En hann hefur heldur ekki komist að því hver það var sem hleypti af skotinu forðum. Anér segir: „Um Palme spannst vefur haturs og árás- argimi. Sænskir lögreglumenn, liðsforingjar í sjóhemum, öfgasinn- aðir hægrimenn og CIA höfðu allir sama markmið." Systkinin Kari og Pertti Poutiainen em á „lögregluslóðinni", sem bygg- ist á kenningu um að Palme hafi orðið fórnarlamb „hornaboltasam- bandsins", sérdeildar borgarlögreglu Stokkhólms sem þekkt er fyrir hrottaskap. Þau systkinin trúa því að rangt hafi verið haft við í lögreglu- rannsókninni. Til sönnunar nefna þau að í meira en eitt ár var upphaflega segulbands- spólan, sem hafði að geyma öll fjar- skipti við miðstöð Stokkhólmslög- reglunnar um morðnóttina, spor- laust horfið. Auk þess var lögreglu- bíll númer 1180 á ferðinni, sem þó Lisbet Palme var með manni sínum þegar hann var drepinn. Nú heldur ein kenningin því ffam að hún hafi vitað hvað til stóð. átti alls ekki að vera í notkun skv. starfslista. Vegna „þeirra hópa sem standa að baki morðinu" hefúr Kari þá trú að morðingjamir verði aldrei gripnir. Meintir samsekir lögreglumenn nafn- greindir í bók Sjónvarpsffamleiðandinn Lars Krantz tekur undir meinta lögreglu- slóð. Hann hefur m.a.s. nefrít með nafni þá tvo lögreglumenn sem hann álítur samseka. Hann hefur ekki enn þann dag í dag horfið frá þessum grun, en hefúr nú bætt fleiri undirróðursmönnum á listann. Krantz segir nú að morðið hafi eig- inlega verið fjölskyldudrama. Álit hans er að Lisbet kona Palmes hafi a.m.k. verið með í ráðum. Ekki virðist síður torráðin kenn- ingin sem Sven Wernström rithöf- undur setur fram. Samkvæmt henni eiga sósíaldemókrataflokkurinn, lögreglan og öryggisþjónustan Sápo einhvern veginn að blandast inn í málið. Um það leyti sem morðið var framið var verið að kanna meint skattsvik Palmes. Rétt fyrir morðið voru skjölin varðandi málið eyði- lögð. Ahugamennirnir sem fást við þess- ar rannsóknir útiloka ekki að vopna- sala Bofors-verksmiðjunnar sænsku til Indlands, sem friðarvinurinn Palme kom sjálfur á, hafi orðið hon- um til áfellis. Síðar kom í ljós að Bo- fors greiddi fyrir þessum viðskiptum með mútum. Því er haldið fram að Gandhi, þáverandi forsætisráðherra Indlands, hafi breitt yfir þessi við- skipti og það hafi aftur átt sinn þátt í kosningaósigri hans. Hefði beðið Palmes pólitísk niður- læging vegna þessa, hefði hann dregið sósíaldemókrata með sér í fallinu, álítur Wemström. Og þá eru það erlendu tengslin Tveir sjálfvaldir einkaspæjarar sjá alltaf skírskotanir sem benda til er- lendra samtaka, sem eiga að standa að baki morðsins. Ebbe Carlsson, bókaútgáfuritstjóri og náinn vinur Hans Holmér, hins afsetta lögreglu- stjóra sem í fyrstu stjómaði rann- sókninni, hefur ennþá þá trú, að Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, sé viðriðinn banatilræðið. Carlsson rak rannsóknir sínar með samþykki þáverandi dómsmálaráð- herra, Anna-Greta Leijon. Þegar í ljós kom að hann lét smygla inn ólöglegum hlerunartækjum, varð ráðherrann að taka pokann sinn. Carlsson hvetur til þess að opinberri rannsókn verði haldið áfram. ,Ann- ars heldur þetta graftarkýli áfram að eitra allt pólitískt líf árum saman,“ segir hann. Á nýja braut vill aftur á móti halda Olle Alsén, þáverandi leiðarahöfund- ur frjálslynda Stokkhólmsblaðsins Dagens Nyheter. Samkvæmt upplýs- ingum, sem hann á að hafa fengið frá fyrrverandi CIA- manninum Ibrahim Razin, sendi Licio Gelli, yf- irmaður hinnar illræmdu ítölsku ffímúrarastúku Propaganda Due, P2, þrem dögum fyrir morðið sím- skeyti til bandaríska stúkubróðurins Philips Guarino. Þar stóð: Segðu vini okkar að sænska tréð verði fellt Hvers vegna ítalska stúkan ætti að hafa haft áhuga á dauða Palmes get- ur Alsén ekki svarað. Palme var þekktasti stjórnmálamaður Svíþjóð- ar. Iðulega var hann móðgandi með afskiptum sínum og fór í taugamar á ríkisstjórnum annarra landa. Þannig tóku Richard Nixon Bandaríkjafor- seti og Henry Kissinger utanríkis- ráðherra illa upp gagnrýni hans á Ví- etnamstríðið og samband hans við Jassir Arafat, leiðtoga PLO, fór fyrir brjóstið á ísraelsmönnum. En áhrif Palmes á alþjóðavettvangi vom lítil. Palme kom sér út úr húsi hjá Bandaríkja- mönnum og Nató Hugsanlega ástæðu til að svo líti út að erlendum samtökum fyndist æskilegt að útrýma Palme álítur sig vita Nathan Shachar, fréttaritari Dagens Nyheter í Jerúsalem og son- ur bókmenntaprófessorsins Knut Ahnlund, sem er félagi í þeirri sömu sænsku akademíu sem útdeilir nób- elsverðlaununum. Samkvæmt skilgreiningu Sha- chars fylgdi Palme pólitískum áætl- unum, sem hvorki Bandaríkjastjóm í Washington né yfirstjórn Nató í Briissel gátu sætt sig við. Sænski forsætisráðherrann studdi sovésku tillöguna um að koma upp kjama- vopnalausu svæði í Norður- Evrópu, sem í raun hefði líka náð til Nató- landanna Danmerkur og Noregs. Þennan leik hefði Palme leikið þar sem hann hefði „fengið dæmalaust góðar undirtektir hjá friðarhreyf- ingunni11. Shachar þykir undarlegt að þessi tvíleikur skuli aldrei hafa verið athugaður „í þeim hugmynda- auðugu sviðsetningum sem hægt er að vinna úr ástæðu til morðsins". Það finnst varla sá hópur sem ekki hefur enn verið talinn til morðingja Palmes. Það er ekki að undra að Hans Ölvebro lögreglustjóri er bú- inn að fá sig fullsaddan af öllum leikmönnunum sem rannsaka og tjá sig um Palme-málið. ,AHar yfir- lýsingar þeirra em hreinn upp- spuni," segir hann. En það verður hann að búa við þar til lögreglan getur sjálf dregið fram morðingj- ann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.