Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 20

Tíminn - 14.03.1991, Qupperneq 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Holnartiusinu v Tryggvogotu, S 28822 Ókeypis auglýsingar ^fym^rinstaklinga^ POSTFAX 91-68-76-91 p H ^T/O HÖGG- DEYFAR Verslið h]á fagmönnum i varahlutir ^ Hamarsböfóa 1 - s. 67-67-44 J TVÖFALDURI.vinningur | Ií lllillll FIMMTUDAGUR 14. MARS 1991 Málverk gefið í minningu Olafs Dóra Guðbjartsdóttir, eftirlifandi kona Ólafs heitins Jóhannessonar forsætisráðherra, afhenti Fram- sóknarflokknum í gær málverk af manni sínum til minningar um hann. Málverkið, sem er eftir Sig- urð Sigurðsson listmálara, verður í framtíðinni uppi við í þingflokks- herbergi framsóknarmanna, þar sem fyrir eru málverk af mörgum látnum forystumönnum flokksins. Dóra Guðbjartsdóttir á milli þeirra Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Páls Péturssonar þingflokksformanns þegar hún afhenti málverkið af manni sínum, sem hangir milli hennar og Steingríms. Tlmamynd: Pjetur Ólafur Jóhannesson var fæddur að Stóra-Holti í Fljótum í Skagafirði árið 1913. Hann lauk lögfræðiprófi árið 1939 og starfaði sem málflutn- ingsmaður um skeið en stundaði síðan framhaldsnám erlendis. Hann var prófessor í lögfræði við Háskóla íslands frá 1947 til 1971. Ólafur hóf ungur afskipti af stjórn- málum. Hann var kjörinn þingmað- ur árið 1959 og átti þar sæti til dauðadags. Hann var kjörinn vara- formaður Framsóknarflokksins árið 1960 og var síðan formaður frá 1968-1979. Ólafur var forsætisráð- herra 1971-1974 og aftur 1978- 1979. Dómsmála- og viðskiptaráð- herra 1974-1978 og síðast utanríkis- ráðherra 1980-1983. Ólafur Jóhann- esson lést 20. maí 1984. -sbs. Þinglausnir Ótíklegt er talið að þinglausnir verði á morgun eins og forsæt- isráðherra stefndi að. Nokkur tnikilvæg mál eru enn óafgreidd og liklega dugar morgundagur- inn ekki til afgreiða þau. Þar ber hæst þingsályktunartillaga um álver, frumvarp um ráðstafanir vegna loðnubrests, lánsfjárlög og vegaáætlun. í kvöld verða eldhúsdagsumræður. Á morgun verða þingfundir. Ef ekki tekst að ljúka þingstörfum þá er iík- legt að þinginu verði slitið á mánudag eða þriðjudag. Engir þingfundir verða á laugardag- inn, en þá kemur miðstjórn Framsóknarflokksins saman og leggur h'numar fyrir kosningar. A ríkisstjómarfundi í síðustu viku lögðu ráðherrar fram óska- lista sinn, þ.e. þau mál sem þelr vildu að fengju afgreiðslu fyrir þinglok. Á listanum vom rúm- íega 50 mál. Ljóst er að langt innan við helmingur af þessum málum fá afgreiðslu fyrir þing- lausnir. -EÓ Formaður Stéttarsambands bænda sagði á aukafulltrúafundi að fulltrúar í sjömanna- nefnd hefðu viljað semja um innflutning á búvörum í næstu kjarasamningum: Vildu innflutning og litlar kauphækkanir Aukafulltrúafundur Stéttarsam- bands bænda hófst í Reykjavík í gær. Verkefni fundarins er að taka afstöðu til nýs búvörusamnings. Greidd verða atkvæði um samning- inn í dag. Fulltrúar á fundinum geta ekki gert breytingar á sjálfum samningstextanum, en þeir geta ályktað um framkvæmd hans og reynt að hafa áhrif á reglugerðir sem settar verða til hliðar viö samninginn. Reiknað er með mikl- um umræðum um samninginn á fundinum, en hann er lokaður blaðamönnum. f upphafi fundar gerði Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsam- bandsins, ítarlega grein fyrir bú- vörusamningnum. Hann sagði að leitast hefði verið við að mynda sem breiðasta samstöðu um samning- inn. Hann sagði ljóst að ekki hefði verið vilji fyrir því hjá þjóðinni og ekki heldur pólitískur vilji á Alþingi að halda áfram að greiða útfíutn- ingsbætur. Um störf sjömanna- nefndar sagði hann að í upphafi nefndarstarfsins hefði verið vilji fyr- ir því af hálfu sumra fulltrúa vinnu- markaðarins í nefndinni að leyfa 1 0 ieldingalækur á Rangárvöllum: ðt i n e r fji f- JSC igh tal )i run in u Mikið tjón varð á bænum Geldinga- læk á Rangárvöllum þegar 200 kinda fjárhús og hlaða, með miklu af heyi í, brunnu þar til kaldra kola í fyrrakvöld. Tvö önnur fjárhús, sem voru sambyggð hlöðunni, skemmdust minna. Að sögn Grétu Þorsteinsdóttur, húsfreyju á Geldingalæk, varð fólk fyrst vart við brunann upp úr klukk- an sjö um kvöldið. Vindur stóð beint á íbúðarhúsið og í fyrstu hélt fólk að reykjarlyktin kæmi vegna sinuelds. En síðan kom í Ijós að kviknað var í hlöðunni og fjárhúsinu. Slökkvilið frá Hellu og Hvolsvelli kom fljótlega á vettvang og var að störfum fram undir hádegi í gærmorgun. Elds- upptök eru enn ekki Ijós, en Gréta sagðist hallast að því að kviknað hefði í út frá rafmagni. Á Geldingalæk er búið með um 300 fjár og nokkuð af hrossum. Gréta segir einhver ráð finnast með að koma fénu í hús þar sem tvö fjárhús af þremur séu lítið skemmd. Eins sé tíðin góð og auð jörð og því hægt að hafa féð úti við. -sbs. innflutning á búvörum og á þann hátt sætta launþega við minni launahækkanir í komandi kjara- samningum. Hann sagði að fulltrú- um bænda í nefndinni hefði tekist að ýta þessum hugmyndum út af borðinu. Haukur sagðist telja að í gamla bú- vörusamningnum hefði vantað hvatann fyrir bændur að auka sölu á kjöti. í nýja samningnum fengju bændur aftur þennan hvata. Þeir græddu á því ef sala ykist og að sama skapi töpuðu þeir ef sala minnkaði. Haukur sagði að þeir sem segðu að það væri nánast jafnvægi milli neyslu og framleiðslu sauðfjáraf- urða horfðu framhjá mikilvægum staðreyndum, sem er leigður réttur og samningar um niðurskurð vegna riðu. Hann sagði að þó nokkrir bændur sem samið hafa um að hætta búskap tímabundið vildu hefja sauðfjárbúskap að nýju á næsta ári. Hann sagði að í þessu væri falin hætta sem yrði að takast á við með uppkaupum á fullvirðis- rétti. Haukur sagði að ríkið tryggði bændum laun í tæplega þrjú ár með kaupum á fullvirðisrétti. Bændum, sem draga úr búskap eða hætta hon- um alveg í haust, gæfist því góður tími til að huga að öðrum atvinnu- tækifærum. Þá benti Haukur á að miklu máli skipti hvernig bændur sjálfir ynnu úr þeirri aðstoð sem þeim væri veitt. Hann sagði líka mikilvægt að búnaðarsamböndin, og sérstaklega ráðunautar þeirra, aðstoðuðu bændur við að ákveða framtíð sína í greininni. Hann sagði að ráðunautar væru þeir menn sem best væru færir um að benda mönn- um á hvort best væri fyrir þá að hætta búskap eða hagræða hjá sér með því að kaupa aukinn fram- leiðslurétt. í lok ræðu sinnar benti Haukur á að framlenging gamla samningsins til eins árs væri slæmur kostur. Þar með væri verið að framlengja óvissutímann án þess að takast á við vandann. -EÓ NOTAÐ OG NYTT SJÁLFSTÆTT BLAÐ Smáauglýsingablaðið Notað og nýtt kemur út á morgun föstu- dag og verður að vanda til sölu á blaðsölustöðum. Notað og nýtt verður frá og með morgundegin- um sjálfstætt blað og fylgir ekki Tímanum, sé hann keyptur í lausasölu. Fastir áskrifendur Tímans munu hins vegar sem áður fá Notað og nýtt sent heim með föstudagsblaðinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.