Tíminn - 22.03.1991, Side 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Holnarhusinu v Tryggvogotu.
S 28822
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstaklinga
PÓSTFAX
91-68-76-91
11 niinii
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991
Forsetar Eystrasaltsríkjanna funda á morgun:
Fundur Eystrasaltsríkja
í Reykjavík í marsmánuði?
Á fundi forseta Eystrasaltsríkjanna á morgun verður tekin af-
staða til þess hvort halda eigi sameiginlegan fund Eystra-
saltsríkjanna í Reykjavík þar sem mótaðar verða tillögur um
sjálfstæði þeirra, sem síðan verða sendar Sovétmönnum.
Eins og kunnugt er þá sóttu forsætis- og utanríkisráðherra
Eistlands það fast að íslendingar tækju að sér sáttahlutverk í
deilunni við Sovétríkin, þegar þeir voru í heimsókn hér fyrir
skömmu.
Sérfræðingur eistneska utanrík- þriðjudag og miðvikudag fundi
isráðuneytisins í þjóðarrétti hélt á með utanríkisráðherra þar sem
unnið var að gerð tillögu, sem
leggja á fyrir sameiginlegan fund
forseta Eystrasaltsríkjanna sem
haldinn verður á morgun. í til-
lögudrögunum er hlutverk íslend-
inga sem sáttaaðila í málefnum
Sovétríkjanna og Eystrasaltsríkj-
anna skilgreint og gerð grein fyrir
inntaki hugsanlegs samnings
þeirra á milli er varðar ýmsa þætti
sjálfstæðismálsins, s.s. efnahags-
legt uppgjör, öryggismál og mann-
réttindamál. Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra greindi
frá þessum tillögudrögum á ríkis-
stjórnarfundi í gærmorgun, en
framhald málsins ræðst síðan á
fundinum forsetanna. Jón Baldvin
sagði í samtali við Tímann að ef
sameiginleg niðurstaða næðist á
þessum fundi þá mætti gera ráð
fyrir því að einhvern tímann í
næsta mánuði yrði fundur, trúlega
í Reykjavík, um málið með þátt-
töku sérfræðinga frá Eystrasalts-
þjóðunum. Hann sagði að því væri
enn haldið opnu að leita eftir þátt-
töku annarra Norðurlanda í þessu
máli og það yrði rætt í dag og á
morgun á utanríkisráðherrafundi
Norðurlanda. Aðspurður sagði Jón
Baldvin að hugmyndin væri sú að
fullmóta þessar tillögur á fundi í
Reykjavík og koma þeim síðan á
framfæri við sovésk stjórnvöld.
—SE
Passíusálmarn-
ir í nýrri útgáfu
Frá vinstri talið: Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson, Jóhannes Pálmason
formaður sóknamefndar Hall-
grímskirkju og sr. Karí Sigur-
bjömsson. Tímamynd: Pjetur
Út er komin hjá forlagi Hallgríms-
kirkju ný útgáfa af Passíusálmun-
um. Þetta er 79. útgáfa sálmanna á
íslensku og annaðist dr. Sigurbjöm
Einarsson biskup hana.
Píslarsagan er prentuð á undan
sálmunum og henni skipt í 50 kafla
og er einn sálmur ortur út frá hverj-
um kafla.
Dr. Sigurbjörn hefur gert skýring-
ar um torskilin orð sem koma fyrir í
köflunum og ætti það að vera fólki
hjálp við að skilja sálmana til fulln-
ustu. Þá eru upphöf allra sálmanna
skráð í þessari útgáfu til hægðar-
auka ef finna skal einstök vers.
Útgefendur segja þetta vera góða
fermingargjöf.
Þessi útgáfa Passíusálmanna er í
fallegu bandi og kostar eintakið
2.500 krónur.
-sbs.
. Atvikið áttl sór þannig stað að
maðurinn var að aka fram úr bíinum þegar hann rakst á hann. Ekki urðu mikfar skemmdir á ðkutækjun-
Um, I ÍjBlfÍI fe|ffí||l|ÍI ■ ffeíf mrnámmmm j
Tlmwnynd: pjatur
Hjól atvinnulífsins snúast nú á Seyðisfirði:
Frekari fyrirgreiðsla við
atvinnulífið í biðstöðu
Bæjaryfírvöldum á Seyðisfírði hafa
enn ekki borist svör frá stjómvöld-
um um hvemig verður staðið að
frekari aðstoð við atvinnulífíð í
bænum. „Málið er í biðstöðu,“
sagði Jónas Hallgrímsson, forseti
bæjarstjómar á Seyðisfirði.
Fyrir nokkru samþykkti ríkis-
stjórnin að veita 20 miljónum króna
til frekari aðstoðar við atvinnulíf á
Seyðisfirði. Var Byggðastofnun falið
að standa að útfæra þá aðstoð. Einn-
ig var þess óskað að ríkið felldi niður
gamla 10 miljóna króna skuld vegna
Fiskvinnslunnar hf., sem varð gjald-
þrota haustið 1989. Jónas sagði að
fjármálaráðherra hefði tekið jákvætt
í þá bón, en meira vissi hann ekki.
Nóg hefur verið að gera hjá fisk-
vinnslunni Dvergasteini á Seyðis-
firði að undanförnu. Það fyrirtæki er
stofnað á rústum Fiskiðjunnar hf.
og Norðursíldar. Þar hafa verið 55
manns að störfum og nægur afli hef-
ur borist að landi.
Eftir að Fiskvinnslan hf. varð gjald-
þrota lönduðu togarar Seyðfirðinga,
Gullver og Otto Wathne, annars
staðar. Þegar Dvergasteinn tók til
starfa sl. haust var söltuð sfid fram
eftir hausti, en frá áramótum hefur
þar verið bolfiskur. Þá hefur Gullver
byrjað að landa aftur í sinni heima-
höfn. Sl. laugardag kom hann með
140 tonn að landi og kemur aftur á
næstu dögum. Eins hefur verið
samið um að togari Vopnfirðinga,
Eyvindur Vopni, landi þar fljótlega.
„Við höfum nægan afla til vinnslu
fram yfir páska,“ sagði Svanbjörn
Stefánsson, framkvæmdastjóri
Dvergasteins.
Engu að síður eru 50 manns á at-
vinnuleysisskrá á Seyðisfirði, eða
um 5% 1000 íbúa staðarins. Þar
kemur m.a. til hvernig Ioðnuvertíð-
in brást og eins að sl. haust var mun
minni sfld söltuð á staðnum en oft
áður. „Þegar slíkt gerist kippir veru-
lega í atvinnulífi staðarins," sagði
Jónas Hallgrímsson.
-sbs.
Nýr rektor á Bifröst
Nú um páskana tekur Vésteinn
Benediktsson viðskiptafræðingur
við starfí rektors Samvinnuháskól-
ans á Bifröst í Borgarfirði.
Jafnframt tekur Jónas Guðmunds-
son hagfræðingur við starfi aðstoð-
arrektors, frá sama tíma.