Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 26. mars 1991 Ólafur Ragnar Grímsson segir lækna vera með hótanir og vísar til bréfs samninganefndar lækna til samninganefndar ríkisins: Læknar eiga beitt vopn Upp er komin hörð deila milli fjármálaráðherra og sérfræðinga á sjúkrahúsum eftir ummæli fjármálaráðherra í fréttatíma Sjónvarps- ins sl. laugardag um að læknar beittu sjúklingum fyrir sig í kjarab- aráttu. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í samtali við Tímann að í bréfi sem formaður samninganefndar lækna lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara 10. janúar sl., segjast læknar eiga beitt vopn og þegar búið sé að egna menn mikið kynni því að verða beitt. Högni Óskarsson, formaður Lækna- félags Reykjavíkur, sagði að þetta vopn væri það sama og allir laun- þegar hefðu, þ.e. að þeir gætu sagt upp störfum sínum, en ekki að þeir myndu láta sjúklinga sína deyja ef þeir fengju ekki sem mesta peninga í sinn hlut, eins og fjármálaráðherra hefði sagt. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í gær að í þessu bréfi hóti læknar því að þeir muni krefjast þess að loka spítölunum og eingöngu sinna stærri slysum og bráðustu lífs- hættulegum veikindum ef ekki verði gengið að kröfum þeirra. Ólaf- ur sagði að hann hefði lýst þeim við- horfum að það að lækna sjúka ætti ekki að vera verktakabisness sem menn stórgræði á. Hann sagðist geta nefnt fleiri dæmi um hótanir lækna í sín eyru en þetta væri það áþreifanlegasta í augnablikinu. „Við erum ekki að byggja upp heilbrigð- iskerfi hér á íslandi til að ákveðinn hluti læknastéttarinnar sé með árs- tekjur á bilinu 5-10 milljónir og þaðan af meira, en þessi ákveðni hluti virðist fyrst og fremst meta kerfið eftir því hvað þeir geti grætt á því. Við viljum hafa góða heilbrigð- isþjónustu þar sem starfsfólkið hef- ur góð laun en við erum ekki að búa til gullnámur fyrir hluta læknastétt- arinnar. Það sem að þetta plagg sýn- ir er að þeir láta rækilega í það skína að þegar ekki er orðið við þeirra kröfum þá hafi þeir vald til að loka sjúkrahúsunum," sagði Ólafur. Hann sagði að þessi orð í bréfinu tali sínu máli og stjórnmálamönn- um sé einfaldlega stillt upp við vegg vilji þeir ekki samþykkja kröfur lækna. Aðspurður sagði Ólafur að þeir gætu fyrst og fremst treyst á fólkið í landinu sem vilji hafa góða heilbrigðisþjónustu en vilji ekki að þeir sem þar vinni séu með gullkort á skjótfenginn gróða í gær var skotið á skyndifundi í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og þar var Ólafi Ragnari ritað bréf þar sem þess er krafist að hann dragi ummæli sín í fréttum Sjónvarpsins sl. laugardag til baka ellegar rök- styðji þau. í bréfinu segir að það sé alrangt að forráðamenn lækna hafi haft í hótunum í eyru fjármálaráð- herra og krefst stjórn Læknafélags Reykjavíkur að skýrt verði frá því um hvaða forráðamenn lækna sé að ræða, þannig að læknasamtökin geti tekið afstöðu til þess, hvort þeir hafi brotið siðareglur lækna. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur krefst þess að fá skriflegar skýringar frá ráð- herra og að afsökunarbeiðni hans verði birt opinberlega innan tveggja daga, og verði hann ekki við þessum óskum þá muni stjórnin íhuga aðrar leiðir til þess að ummæli hans verði dæmd ómerk. Iðnlánasjóður: Mestur hagnaður af fjárfestingalánadeild Tæplega 137 milljón króna hagnað- ur varð af starfsemi Iðnlánasjóðs á síðasta ári. Meginhluti þessa er vegna starfsemi fjárfestingalána- deildar, en hagnaöur af henni er 131 milljón. Þetta kom meðal annars fram á ársfundi sjóðsins sem hald- inn var í gær. Rekstrartekjur sjóðsins á síðasta ári voru 1.376 millj. og fjármagnsgjöld 811 millj. Eftir afskriftir er hagnað- urinn 136,8 millj. Innan Iðnlánasjóðs eru þrjár deildir með aðskilinn fjárhag. Fjárfestinga- lánadeild skilaði 130 millj. króna hagnaði, vöruþróunar- og markaðs- deild var með 7,4 millj. í tekjuafgang og loks tryggingadeild útflutningsaf- urða sem 1,4 millj. króna tap varð á. Innborgað iðnlánasjóðsgjald var 105.1 millj. og lánum að upphæð 88.1 millj. var breytt í styrki. Því gæt- ir Iðnlánasjóðsgjalds óverulega í hagnaði sjóðsins. Endanlega afskrif- uð útlán voru 104,7 millj. á árinu en voru árið áðúr 36,7 millj. Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlána- sjóðs, sagði að þrátt fyrir mikla dreif- ingu útlána og töku trygginga eftir hefðbundnum aðferðum banka hefði áhætta í allri útlánastarfsemi aukist stórum. -sbs. Margir árekstrar 17 árekstrar urðu í umferðinni í Reykjavík í gær. Það er mikið miðað við suma aðra daga. Engin slys urðu þó á fólki. Að sögn varðstjóra mátti rekja or- sakir a.m.k. eins árekstursins til þess að ökumaður var að stinga sér yfir á gulu ljósi, en náði ekki yfir gatna- mótin áður en rauða ljósið small á. Lögreglan hefur verið að undan- förnu verið að beita sér gegn slíku háttalagi á gatnamótum þar sem eru umferðarljós og beitt gegn því sekt- um. -sbs. Olía lak á götu Olía úr yfirfullum tankbfi lak niður í gærdag. Atvikið átti sér stað á gatna- mótum Nýbýlavegar og Reykjanes- brautar í Kópavogi. Menn frá olíufélaginu komu á vett- vang og helltu hreinsiefni á flekkinn. Slökkviliðsmenn komu á vettvang og smúluðu gumsinu burt. -sbs. í áðurnefndu bréfi samninganefnd- ar lækna til samninganefndar ríkis- ins segir að því miður verði það að segjast að margir í hópi sjúkrahús- lækna telji svo búið að afbaka laun sín að þeir eru alveg tilbúnir að fara nú út í harða baráttu fyrir mikla breytingu á þeim. „Ljóst er að samn- ingar verða að lokum gerðir. Þess skyldu menn einnig minnast og má ekki skoða þetta á neinn hátt sem ókurteisi eða hótanir að menn munu ekki vinna stríð við lækna jafnvel ekki með lagasetningu og nægir þar að vísa til sögunnar í ná- grannalöndum okkar og vert að menn kynntu sér hana. Læknar eiga beitt vopn. Þegar búið er að egna menn mikið kynni því að verða beitt," segir orðrétt í bréfinu. Högni Óskarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði að þetta væri ekki bréf heldur minnis- punktar eða vinnuplagg úr deilunni milli aðstoðarlækna og ríkisins. Vinnuplaggið hefði verið lagt fram 10. janúar sl. þegar samningar voru búnir að dragast mjög á langinn. Ól- afur Ragnar hefði alltaf breytt um- boði samninganefndar sinnar þegar eitthvað var farið að miða og menn því orðnir ansi þreyttir á framkomu hans. Högni sagði að aðstoðarlækn- ar hefðu dregið saman vinnu sína og eldri sérfræðingar þurft að ganga inn í þeirra störf og taka forvaktir, þ.e. að vaka allar nætur á sjúkrahús- unum. Margir af þessum eldri sér- fræðingum gátu það ekki mikið lengur því var ljóst að draga þyrfti saman seglin ef ekki yrði samið fljótt. Aðspurður sagði Högni að þetta beitta vopn lækna væri það sama og aðrir launþegar hefðu, þ.e. þeir gætu sagt upp störfum. Læknar hefðu hins vegar alltaf í þau fáu skipti, þegar þeir hefðu neyðst til að segja upp, sinnt sínum sjúklingum. Það væri því alrangt að halda því fram að þeir væru að hóta því að drepa fólk. Högni sagði að í nágrannalöndum okkar hefði ríkisvaldið þröngvað vinnufyrirkomulagi upp á aðstoðar- lækna og það sé vinnufyrirkomulag sem ekki hafi gengið, fyrst og fremst vegna þess að sjúklingar hafa fengið lélegri þjónustu. Því væri verið að benda á það í þessu plaggi að læknar hafi barist í sínum málum erlendis og ríkisvald- ið beitt þvingunum sem það hafi síðan fengið aftur í bakið. Högni sagði að þeir héldu fast við sínar kröfur og sagði að þetta vinnuplagg sem fjármálaráðherra hefði lagt fram sanni alls ekki mál hans. —SE Finnur Ingólfsson skoðar reiðhesta í eigu hestamanna hjá Hestamannfélaginu Fáki. Tímamynd: Ami Bjama Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu: Gerð reiðvega ábótavant Hestamannafélögin á höfðuborg- arsvæðinu telja að mikill mis- brestur hafi orðið á framkvæmd samkomulags milli Landsam- bands hestamannafélaga og Vega- gerðar rfidsins um gerð reiðvega frá árinu 1982 þar sem m.a. er kveðið á um að séð sé fyrir um- ferð hestamanna þar sem vegir með bundnu slitlagi eru lagðir. Hestamenn vilja að meginmark- mið reiðvegagerðar verði að tengja saman hesthúsahverfin í héraðinu með reiðgötum. Hestamannafélögin í Kjalarnes- þingi buðu frambjóðendum stjórnmálaflokkanna til kynninga- fundar sl. laugardag til að vekja at- hygli á þessu máli, þar sem m.a. var farið í skoðunarferð um félags- svæði félaganna. Finnur Ingólfs- son, efsti maður á lista Framsókn- arflokksins í Reykjavík, var meðal þeirra sem sóttu fundinn, hann lagði þar til m.a. að hestamenn, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu og ríkisvaldið myndu kosta í sameiningu reiðvegagerð á svæð- inu og var þeirri tillögu vel tekið. Hestmennska er stöðugt vaxandi tómstundaiðja íslendinga. Hesta- mennska og hestaeign á höfuð- borgasvæðinu hefur aukist veru- lega á undanförnum árum, en samkvæmt könnun eru um 10.000 reiðhestar á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 3000 félagsmenn í hestamannafélögunum á höfuð- borgarsvæðinu og á Kjalarnesi og í Kjós. Haustið 1990 ákváðu hesta- mannafélögin í Hafnarfirði, á Álftanesi, í Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og Mosfellsbæ að koma á formlegu samstarfi um reiðvega- mál. En á árunum 1986 og 1987 lögðu fulltrúar hestamannafélag- anna fram við stjórnvöld þá skoð- un að meginmarkmið reiðvega- gerðar væri að tengja hesthúsa- hverfin í héraðinu saman með reiðgötum sem eingöngu yrðu ætlaðar hestaumferð. Finnur Ingólfsson sagði að fund- urinn hefði verið mjög athyglis- verður og að merkilegt væri hvað aðbúnaður við reiðvegi og annað hjá hestamönnum á svæðinu er bágborinn, sérstaklega ef miðað er við hve þessi iðja er útbreidd. „Framsóknarflokkurinn hefur sýnt málefnum hestamanna meiri sóma heldur en nokkrir aðrir. Dæmi_ um það eru verk Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarráði, en hún hefur flutt fjölda tillagna um reiðvegagerð í borgarráði, og verk nokkurra framsóknarmanna á Al- þingi þar sem þeir hafa flutt til- lögu til þingsályktunar um reið- vegaáætlun og sérstakt gjald á hóf- fjaðrir sem myndi renna til reið- vegagerðar," sagði Finnur. „Þetta hafa hestamenn tekið mjög vel undir og verð sáttir við og því kastaði ég fram þeirri til- lögu á fundinum að á ári hverju ætti að liggja fyrir áætlun um gerð og byggingu reiðvega og að kostn- aður við þá áætlun yrði greidd að einum þriðja hluta að hóffjaðra- gjaldinu, einum þriðja sameigin- lega frá sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu og að einum þriðja frá ríkisvaldinu.'1 Finnur lagði auk þess til að Vega- gerðin, hestamannafélögin á höf- uðborgarsvæðinu og sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu mynd- uðu með sér samstarfsnefnd til að vinna að þessum málum. „Því staðreyndin er í raun sú að hestar eru jafnréttháir og bílar sam- kvæmt lögum, því ætti að standa jafnvel að gerð beggja vega. Sam- starf milli nefndar á vegum hesta- mannafélaganna og vegagerðar- innar hefur gengið illa og svo hef- ur ábyrgðinni verið kastað á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélag- anna,“ sagði Finnur í samtali við Tímann í gær. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.