Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKlSSKiP NlTriMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagolu S 28822 Ókeypis auglýsingar fyHi^instaklinga^ POSTFAX 91-68-76-91 \ J i ^rSnbriel HÖGG- DEYFAR Verslið hiá fagmönnum > varahlutir Hamarsböfða 1 - s. 67-6744 J TVÖFALDURI.vinningur | 9 Ijniinii ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1991 Seðlabankinn mælir með því að einkavæða báða ríkisbankana í skýrslu til viðskiptaráðherra. Steingrímur Hermannsson: EINKAR ÓTÍMABÆRT AÐ SELJA BAÐA BANKANA í skýrslu Seðlabankans til viðskiptaráðherra um kosti þess og galla að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög, er mælt með einka- væðingu beggja bankanna. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra telur að nauðsynlegt sé fyrir atvinnuvegina í landinu að hafa að minnsta kosti einn öflugan ríkisbanka og telur að í skýrslu Seðlabankans sé því miður faríð offari í mörgum málum. Steingrímur sagði í samtali við Tímann í gær að hann hefði ekki kynnt sér innihald og forsendur skýrslunnar nákvæmlega en ljóst væri að Seðlabankinn mælti með einkavæðingu beggja ríkisbank- anna. Hann sagði að þegar viðskiptaráð- herra hefði beðið um þessa skýrslu hefði þessi niðurstaða í raun legið fyrir og því kæmi hún sér ekki á óvart. Því miður væri farið offari í mörgum málum, eins og t.d. að- lögun okkar að því sem er að ger- ast í Evrópu. Við værum að opna okkar fjármagnsmarkað og það ætti að haida áfram að styrkja hann með smávegis aðlögun. Árið 1992 yrði erlendum bönkum heimilt að starfrækja útibú hér á landi og þessar breytingar á fjár- magnsmarkaðnum væru allar til góðs en mikilvægt væri að fara sér mátulega hægt í þessum málum. „Fyrir mitt leyti tel ég alveg sjálf- sagt að hafa hér einn öflugan ríkis- banka. Það hefur sýnt sig hvað eft- ir annað að ríkisbankarnir hafa verið miklu viljugri að styrkja at- vinnulífið og geta miklu fremur hlaupið undir bagga með íslensk- um atvinnuvegum þegar á móti hefur blásið og við eigum að halda áfram í þennan möguleika. Það er einkar ótímabært að einkavæða báða bankana. Hins vegar tel ég það vel koma til greina að breyta öðrum ríkisbankanum í einka- banka," sagði Steingrímur Her- mannsson. —SE Jón Baldvin segir að ágreiningur milli Eystrasalts- landanna komi í veg fyrir frumkvæði íslendinga: „Botna ekkert í vinum okkar“ Ólafur Ólafsson landlæknir á blaðamannafundi í gær. Tímamynd: Áml Bjáma Langlegusjúklingar koma illa út í könnun LandlæknisertibættisinS: Minni velferð en hjá öðrum Af könnun á högum þeirra, sem koma í skoöun til Hjartavemdar, má ráða að velferðin fari framhjá langlegusjúklingum. A síðustu ár- um hefur hagur þeirra ekki batnað jafnmikið og hagur annarra sam- félagshópa. Svo segir í skýrslu, sem Landlæknisembættið hefur sent frá sér. Eftir fund Eystrasaltslandanna þriggja um síðustu helgi er óvíst hvort eitthvað verður úr viðræð- um milli Sovétríkjanna og Eystrasaltslandanna fyrir milli- göngu íslendinga. Gert hafði ver- ið ráð fyrir að á fundinum tækju löndin afstöðu til hugmyndarinn- ar um samningaviöræður á ís- landi um deilumar við Eystra- salt. Niðurstaðan varð sú að mál- ið var ekki rætt á fundinum. „Ég verð að segja að ég botna bara ekkert í þessum vinum okkar lengur," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Niðurstaðan af fundi forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra ís- lands og Eistlands, sem haldinn var hér á la'ndi í síðasta mánuði, var að ísland bauðst til að hafa milligöngu um að koma á viðræð- um Sovétríkjanna og Eystrasalts- landanna. Ákveðið var að fyrsta skref í því máli væri að forystu- menn Eistlands tækju málið upp á fundi í Eystrasaltsráðinu sem haldinn var um síðustu helgi. Á fundinum átti að fá skorið úr um hvort samstaða væri milli Iand- anna þriggja um að fara þessa leið og hvernig ætti að útfæra hana. Jón Baldvin sagðist hafa fengið þau skilaboð frá litháiskum stjórnvöldum að málið hefði ekki verið rætt á fundinum. Hann sagðist vera mjög undrandi á þessari niðurstöðu. „Ég held að þetta endurspegli í reynd að það er vaxandi ágreiningur milli ann- ars vegar Litháen og hins vegar Eistlands og Lettlands, um hvern- ig eigi að haida á þessum málum." Fyrir fundinn í Eystrasaltsráðinu hafði Meri, forsætisráðherra Eist- lands, sent fulltrúa sinn til íslands til viðræðna um hvert ætti að vera verkefni íslands í væntanlegum samningum, um hvað samningar ættu að snúast o.s.frv. Á fundi Eystrasaltsráðsins var hins vegar samþykkt að skora á Ráðstefnuna um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) að efna til ráðstefnu um málefni Eystrasalts- landanna. Jón Baldvin sagðist vera mjög undrandi á þessari samþykkt. Hann sagði að forystu- mönnum Eystrasaltslandanna ætti að vera það fullkunnugt að Sovétmenn, eins og allar aðrar þjóðir innan RÖSE, hefðu neitun- arvald og því útilokað að slík ráð- stefna yrði haldin nema með sam- þykki þeirra. Jón Baldvin sagði að menn yrðu að finna aðrar leiðir til að leysa þessi mál. Rætt hafði verið um að í fram- haldi af fundi Eystrasaltsráðsins yrði haldinn fundur þessara þriggja landa í Reykjavík í mars þar sem tekin yrði ákvörðun um næstu skref og í framhaldi að því yrði leitað eftir viðræðum við Sovétmenn. Jón Baldvin sagði Ijóst að allar tímaáætlanir væru úr skorðum gengnar og óvíst um framhald málsins. Steingrímur Hermannsson sagð- ist vera undrandi á því að Eystra- saltsráðið skyldi ekki hafa rætt um hugmyndina um að halda fund á íslandi. „Staðreyndin er sú að því miður eru Eystrasaltslönd- in ekki nógu samstíga í þessum málum. Eistland og Lettland vilja fara sér hægar en Litháen," sagði forsætisráðherra. Hann sagði að erfitt yrði að vinna að málinu inn- an RÖSE vegna þess að þar hefðu Sovétmenn neitunarvald. -EÓ í skýrslunni er þó að mestu byggt á hlut karla á Reykjavíkursvæðinu. Eftir er að vinna úr upplýsingum um konur. Auk þess er nú unnið að sams konar könnun fyrir landið allt. Könnunin hófst árið 1967. Henni var skipt í tvö tímabil, 1967-1976 og 1979-1987. Þátttakendur voru spurðir um heilsufar, félagslegan og efnalegan aðbúnað, og lífshætti. Samanburður er gerður á svörum sjúklinga og annarra þjóðfélags- hópa innan hvors tímabils. Á fyrra tímabilinu var úrtakið 2941 karl. Af þeim svöruðu 2203, eða 75,1%. Á síðara tímabilinu var úrtakið 4698 karlar. Af þeim svör- uðu 3245, eða 69,1%. Þátttakendum var skipt í 6 flokka samfélagshópa: atvinnurekendur, háskólamenn, iðnaðarmenn, ófag- lærða iðnverkamenn og erfiðis- vinnumenn, skrifstofu-, verslunar-, lögreglu- og póstmenn, og sjúk- linga, þá sem þjást af langvinnum sjúkdómum og hafa ekki fasta vinnu. í niðurstöðum kemur m.a. fram, að á síðara tímabilinu bjuggu færri sjúklingar í eigin húsnæði, og mun fleiri þeirra voru leigjendur en inn- an annarra samfélagshópa. Á síðara tímabilinu bjuggu mun fleiri sjúk- lingar í minnsta húsnæðinu og færri í stærsta húsnæðinu en innan annarra samfélagshópa. Bifreiða- eign sjúklinga er minni en annarra hópa. Vegna þess hversu fáir féllu í hóp sjúklinga á fýrra tímabilinu, er ekki hægt að gera marktækan, tölfræði- legan samanburð á tímabilunum. Af viðbótarupplýsingum og frekari könnunum má þó ráða að sjúkling- ar hafa ekki notið sömu velferðar og aðrir samfélagshópar. Bilið milli þeirra hefur breikkað. Ólafur Ólafs- son landlæknir skýrir þetta svo að til þess að njóta velferðar þurfi menn að vinna mikið. Það geti sjúklingar ekki. Jafnvel megi gera ráð fyrir að þeir sjúklingar, sem könnunin nær til, séu betur settir en margir aðrir. Þeir komist í skoð- un til Hjartaverndar, séu ekki karlægir. Ölafur Ólafsson kemst að þeirri niðurstöðu að: „Félags- og efnahagslegur aðbúnaður þátttak- enda með langvinna sjúkdóma er í mörgu tilliti mun erfiðari en ann- arra þjóðfélagshópa. Ekki er þess að vænta að sjúklingar búi við svipað- an efnahag og þeir er stunda mikla vinnu, en á óvart kemur að sjúk- lingar virðast hafa að mestu orðið útundan í velferðinni. Stjórnvöld verða að bæta hér úr.“ -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.