Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. mars 1991 Tíminn 7 w tl IVANuU K Skúli Magnússon: Fundinn leiðtogi? Flokksþingi Sjálfstæðisflokksins er nú lokið. Auðvitað sigraði Davíð. Annað hefði ekki passað í goðsögnina. En Þorsteinn Páls- son má vei við una. Sjálfstæðismenn höfnuðu á sínum tíma — svo dæmi sé tekið — sómamanninum og hugsuðinum Ólafi Björnssyni (arkitekt Viðreisnarinnar), hagfræðiprófessor. Hann „tók sig ekki nógu vel út“. Þeir höfnuðu líka formanni sínum, Geir Hallgrímssyni, fyrir sparkstjömu. Öllum ber saman um að Geir hafi veríð einstakur dánumaður sem ekki mátti vamm sitt vita í nokkrum hlut. Fjöldi manns hefir tjáð mér að allt — bók- staflega allt — sem Geir hafi lofað, hafi staðið einsog stafur á bók. Auðvitað höfnuðu sjálfstæðismenn slíkum manni. Hann hafði ekki nógu lipran talanda (kannski af því hann hugsaði áður en hann talaði). En annars staðar gilda mannkostir meira en ytrí glæsileiki. Þorsteinn Pálsson, sem ég veit ekki annað en vilji reynast grandvar maður, má því vel við una í góðra manna hópi. Ég bý rétt hjá Laugardalshöllinni. Á laugardaginn var ég á heimleið á öðrum tímanum eftir hádegi. Þegar ég sá bílana hópast að, hugsaði ég með sjálfum mér: Hvaða spark- keppni skyldi nú vera á döfinni? Ekki skjöplaðist mér í það skiptið. Flokksþing Sjálfstæðisflokksins, sem svo nefnir sig, hefir ekkert um- fram venjulega „popp-sensasjón“, áþekkt landsleikjum þar sem skríll æpir umhverfis uppáhalds popp- stjörnuna sína. Þumalfingurreglan segir að meiri- hlutinn velji jafnan þann kostinn sem síst skyldi. Enda kaus hann Davíð. Davíð datt á sínum tíma í þann lukkupott að endurheimta borgarstjómar-meirihluta sjálf- stæðismanna og verða borgarstjóri í höfuðborg sem vegna stærðar sinnar og sérstöðu býr við miklar tekjur og þarafleiðandi rúman fjár- hag. Ekki er það allt honum að þakka, þótt aimáttugur sé — eða allt að því. En yrði það slys að hann tæki við þjóðarskútunni, yrðu ytri aðstæður honum ekki jafn hall- kvæmar. Þótt ungur sé, er Davíð þegar far- inn að reisa sjálfum sér minnis- varða — rétt einsog hver annar ein- ræðisherra. Faraóarnir vörðu allri sinni ævi til að reisa sjálfum sér minnisvarða. Samt guðsþakkarvert að hann skuli enn ekki hafa reist sér líkneskju einsog Jósef Stalín gerði á Volgubökkum — enda tekur Stalín sig betur út sem líkneskja en Davíð. En Davíð hefir þó þegar lánast að reisa bæði gagnslausustu opinbera byggingu landsins (Perluna fögru) ásamt þeirri ljótustu (ráðhúsinu). Það var að bera í bakkafullan læk- inn að reisa nýtt veitingahús (enda nóg af auðum húsakynnum), og út í hött að láta Hitaveituna reisa það. Nær hefði verið að Hitaveitan hefði byggt haughús yfir drulluna frá Nesjavallavirkjun. Enda er mér nú tjáð af kunnugum að verið sé að brjóta Perluna niður innanverða og grafa líkhús undir henni. Báðar byggingarnar aðeins komnar helm- ing framúr áætlun (ætli það nemi ekki um tveimur milljörðum — munar um minna). Einhver mun nú svara því til að það sé smekksatriði hvort mönnum finnist ráðhús sem önnur hús ljót eða fögur. En því miður: því er ekki að heilsa. Ég verð að skýra það með nokkru innskoti. Það lá ekki í augum uppi að tónlist skyldi reynast stærðfræði. Samt var það svo. Tálið er að Pýþagóras hafi uppgötvað að væri strengur helm- ingaður framkalli hann næsta tón fyrir neðan í tónstiganum. Það hafi riðið baggamuninn um það að hann komst að þeirri niðurstöðu, að fyrst jafnvel tónlist væri stærð- fræði, þá hlyti afgangurinn af tilver- unni einnig að vera það. Og Guð mesti stærðfræðingurinn. Því hefir lítt verið haldið að fólki að fagurfræði sé stærðfræði — en það er nú samt svo. Best að taka dæmi sem allir þekkja: Formfegurð Kópavogskirkju byggist á einfaldri stærðfræðiformúlu sem nefnist „parabóla". Það sem mönnum fell- ur vel við Hallgrímskirkju, byggist á því að útlínur turnsins eru dregn- ar samkvæmt annarri formúlu sem nefnist „hyperbóla". Og Perlan er regluleg kúla. Latneski krossinn byggist á formúlu sem nefnist „gullinsnið" og er innbyggt í mannsaugað eða öllu heldur í hlut- fallið milli beggja augna hans. Þetta er ekki smekksatriði, þetta er ein- föld stærðfræði. Þannig mætti halda áfram. Það er því sára-einföld stærðfræði að sanna að ráðhúsið sé - - einkum í núverandi umhverfi sínu (sumir vilja rífa öll húsin á Tjarnarbakkanum og reisa önnur sem „klæði" betur ráðhúsið, ekki minnkar kostnaðurinn við það) — einhver sú ljótasta opinbera bygg- ingin sem sést hefir á Fróni. Davíð hefir aldrei unn- Ið með neinum. Hann hefir bara ráðskast með sjáifan sig. Nú á hann að vinna með öðrum— innanflokks og utan — í landsmála- pólitík. Hvemig fer? Hann hneykslaðist ný- verið á minnihlutanum að hann skyldi dirfast að bera fram breyting- artillögur við tjárhags- áætlun Reykjavíkur- borgar. Til hvers ann- ars er minnihlutinn kjör- inn? Og til hvers hefir hann rétt, ef ekki til að bera fram breytingartíl- lögur? Ætli Davíð eigi eftir að hneykslast á hugsanlegum sam- starfsflokkum? Leikmanni virðist það hafa verið einfaldara að innrétta nytsama hús- ið Ijóta undir formfögru þaki Perl- unnar gagnslausu. Reisa eitt hús í stað tveggja og spara í leiðinni Reykvíkingum svosem 2-3 millj- arða. Davíð hefði þá líka getað snú- ið borgarstjórnarminnihluta sem meirihluta í jafnmarga hringi sem honum sýndist í það og það skiptið - - og „fílað“ sig sem raunverulegan konung. Ég lærði það fyrir rúmum 30 árum í jarðfræði hjá Steindóri frá Hlöð- um að Reykjanesskaginn væri að síga í sjó. Éinkum sykki Álftanesið ört — og ekki langt á milli Álftaness og Seltjamarness. Hvert stórhýsið á fætur öðru er nú reist á sandi og mýri á rimanum milli Tjarnar og hafnarinnar gömlu. Enda flestallir kjallarar þar hriplekir. í næstu al- varlegum jarðhræringum sekkur þetta allt í sjó. Þáverandi borgar- stjóri getur þá haldið innreið sína í ráðhúsið í „gondól“ í stað tvíeykis- ins sem Davíð reið á sínum tíma. Báðar byggingarinnar — sú ljóta og sú gagnslausa — eru nú sagðar komnar um helming framúr kostn- aðaráætlun. Fyrir það afrek var Davíð kjörinn. Ekki skortir sjálf- stæðismenn dómgreind. Davíð hefir aldrei unnið með nein- um. Hann hefir bara ráðskast með sjálfan sig. Nú á hann að vinna með öðrum — innan flokks og utan — í landsmálapólitík. Hvernig fer? Hann hneykslaðist nýverið á minnihlutanum að hann skyldi dir- fast að bera fram breytingartillögur við fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar. Til hvers annars er minni- hlutinn kjörinn? Og til hvers hefir hann rétt, ef ekki til að bera fram breytingartillögur? Ætli Davíð eigi eftir að hneykslast á hugsanlegum samstarfsflokkum? Mér hefir verið tjáð að Ingibjörg Sólrún væri bæði greind og gegn kona — og hélt að svo væri. Mér urðu það því sár vonbrigði að heyra í konunni um daginn. Hingað til hafa kvennalistakonur verið pólit- ískt hreinar meyjar og ekki verslað með meydóminn. Nú leggur þessi greinda kona til að þær leggist með „húsgangsdrussa" svo vitnað sé í ís- landsklukkuna. Framsóknarmenn eru á ýmsan hátt skynsamari sjálfstæðismönn- um. Davíð er gerræðisfyllsti stjóm- málamaður lslands síðan Hriflu- Jónas var uppá sitt besta. Þó hafði Jónas ýmsa kosti til að bera og þá umfram Davíð, en hann hafði Iíka afleita ókosti. Þeir Eysteinn og Her- mann báru gæfu til að skáka Jónasi til hliðar. Sjálfstæðismenn ættu að fara eins að hvað Davíð varðar. Af slysni drap ég niður auga í grein einhvers stuðningsmanns Davíðs fyrir poppsamkomuna í Laugar- dalshöll. Þessi höfundur sagði: „Við höfum formann, en okkur vantar foringja (eða Ieiðtoga)." Er það allt sjálfstæði sjálfstæðismanna þegar öll kurl koma til grafar? Þjóðverja vantaði líka (sællar minningar) sinn foringja — og fengu hann ósvikinn: Der Fiihrer. Ég býst við að allir viti hver „Der Fuhrer" var. Nú hafa ósjálfstæðir sjálfstæðis- menn fengið sinn „Der Fuhrer". Þjóðargæfa íslendinga veltur nú á því fremur flestu öðru að frekari framgangur „foringjans" verði heft- ur og stöðvaður. Skúli Magnússon yogakennari Hlutabréfamarkaður á Islandi: Enskilda-skýrslan 5. grein. Enskilda Securities tók 1988 saman skýrslu um hlutabréfamarkað á ís- landi ásamt starfsmönnum Iðnþróun- arsjóðs og Seðlabankans, og í henni segir m.a.: „Við teljum það æskilegt að hvetja til langtíma erlendrar fjárfestingar í hlutabréfum á íslandi... erlend hluta- fiárþátttaka mun(i) best geta átt sér stað gegnum fiárfestingarsjóð, sem stjómað væri af reyndum íslenskum stjómendum... Við höfum skoðað nokkra... valkosti...: a. Fjárfestingarsjóður Sjóðurinn væri opinn fyrir takmark- aðan fiölda fjárfesta, sem taka myndu þátt í honum á langtíma grundvelli... frá sjónarmiði fiárfestandans er erfitt ... að losa sig út úr honum og því er þetta ekki góður kostur frá hans sjón- armiði. b. Verðbréfasjóður Hér mundi fiárfestirinn kaupa ein- ingar af stjórnanda hans á grundvelli nettóvirðis eigna sjóðsins, þegar ein- ingin er keypt, eftir að tekið hefur ver- ið tillit til mismunar á kaup- og sölu- verði. Ókosturinn við verðbréfasjóð er sá, að ef fjárfestirinn selur bréf sitt, þá getur stjómandinn neyðst til að selja þau verðbréf, sem þar liggja á bak við, til að fiármagna endurgreiðslu bréfs- ins... c. Fjárfestingarfélag Fjárfestingarfélag mundi hafa tiltek- ið hlutafé og vera skráð á kauphöll ut- an íslands. Þótt viðskipti í hlutabréf- um slíks fiárfestingarfélags mundu vera lítil, vegna þess að stofnfé þess mundi ekki vera mikið, þá mundi skráning bjóða upp á möguleika fyrir slík viðskipti. Félagið mundi fiárfesta eigur sínar í íslenskum hlutabréfum... hlutabréf í því gætu gengið kaupum og sölum meðal fiárfesta..." (Bls. 49- 50) „Það eru nokkur atriði... sem koma erlendri fiárfestingu við: a. Gjaldeyrishömlur.... lög... krefiast meirihluta eignar af mönnum búsett- um á íslandi í íslenskum íyrirtækjum, þ.m.t. fyrirtækjum í iðnaði, fiskveið- um, námagreftri, verslun, og að vissu leyti í þjónustugreinum, þá eru engar viðbótarhömlur á fjárfestingu í hluta- bréfum af erlendum fiárfestum. Nú verður samt að tilkynna slíkar fiárfest- ingar til Seðlabankans... þarf erlendur fjárfestir leyfi til þess að færa arð eða stofnfiárfestingu út úr Iandinu... eru engin ákvæði þess efnis... að það verði að veita það... b. Skattlagning.... höfum við mælt með, að þeir, sem ekki eru heimilis- fastir hér á landi verði ekki eigna- skattsskyldir... c. Takmörkun á hlutabréfaeign er- lendra aðila... þá eru einu takmörkin á hlutafiáreign útlendinga, að þeir mega ekki eiga meirihluta í vissum fyrirtækjum. Til viðbótar finnst það einnig í samþykktum sumra fyrir- tækja, að útlendingar megi ekki eiga hlut í þeim. Þessar takmarkanir eru mun minni heldur en þær, sem finn- ast á öðrum Norðurlöndum. í Svíþjóð t.d. er erlend hlutabréfaeign í fýrir- tæki takmörkuð við 40% og 20% at- kvæða, en Noregur leyfir 20% hluta- bréfaeign í iðnfyrirtækjum og nú eru tillögur uppi um að auka þennan hlut í 33%.“ (Bls. 51-52) Bankar í Luxemborg Belgía og Luxemborg hafa sameig- eftiriitið. Ennfremur voru þar starf- ópu verið komið upp tveimur inlegan gjaldmiðil, franka (og fram á andi 5.118 eignarhaldsfélög. greiðslujöfnunarstöðvum. önnur síðasfa ár voru tvö gengi á franka Eignir banka í Luxemborg (í árslok þeirra, Euroclear, er í Briissei (á þcirra, hiö lægra á franc réglementé, 1980) námu Lux.fr. 4.000 milfiörð- vegum allmargra banka, en starf- sem gekk til vörukaupa, og hið um (120 milljörðum dollara). Af rækt af Morgan Guaranty). Hin, hærra á keyptum gjaldmiðli vegna þeirri upphæö voru 3.400 milfiarðar Centrale de Llvraison de Valeurs Mo- annarra viðskipta). Það er vegna í öðrum gjaldmiðlum en beigisk- biliéres (CEDEL), er í Luxemborg legu sinnar, en eldd skattafvilnana, luxemborgskum frönkum. Og og var stofnuð 1971. Að tveímur sem Luxemborg hefur orðið alþjóð- höfðu bankar í Luxemborg þá í þriðju hlutum hefur greiðslujöfnun legbankamiðstöð. Þarvoru (17. júlí vörslu sinni 12% af öllum evró- þessi farið fram í Eurodear, en að 1981) 113 bankar og voru 29 þeirra gjaldmiölum banka heims. Enn þriðjungi í CEDEL í Luxemborg. þýskir, 14 skandinavískir, 12 belg- stærri var hlutdeild þeirra í útgáfu (Þýskir bankar notfæra sér þessa ísk- lu.xeniborgskir, 12 bandarísldr, skuldabréfa í evró-gjaldmiðlum eða greiðslujöfnun tiltölulega lítið.) 10 svissneskir og 4 japanskir. Þá 20%. KauphöIUn í Luxemborg er alþjóð- voru þar Iíka 104 verðbréfasjóðir Evró-skuldabréf, boðin út í einu legur maricaður fyrir hlutabréf og (fons commun de placement) og landi, eru keypt af peningastofnun- skíildabréf, Um hann er félag, Soci- störfuðu 77 þeirra að lögum Lux- um og öðrum fyrirtækjum og eln- eté de la Bourse de Luxembourg, en emborgar en 27 voru útiendir og staklingumvíðaum heim, þannigað rfkisstjómin skipar henni eftirllts- störfuðu að lögum landa sinna. mariaður þeirra er alþjóðlegur. mann. Heyra þeir sem bankar undir banka- Vegna þeirra viðsldpta hefur í Evr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.