Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 26. mars 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrlfstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Slml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Farsæl forysta Kjörtímabils þess sem nú er á enda verður ekki síst minnst fyrir árangursríka stjóm eíhahagsmála og batnandi rekstrarafkomu undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar. Þessi árangur kemur ffam í því að náðst hefur efna- hagslegur stöðugleiki, sem sýnir sig fyrst og ífemst í lítilli verðbólgu og stöðugu gengi. Vert er að minna rækilega á þessa staðreynd, því að vandi íslensks efnahagslífs hefur áratugum saman legið i allt of mikilli og skaðlegri verðbólgu ásamt óstöðugu gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Verðbólgan síðustu tólf mánuði hefur mælst aðeins 4,6% og Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að á yfir- standandi ári verði verðbólgan 6%. Þegar svo er komið að verðbólgustigið fer ekki yfir 5-6% er óhætt að fullyrða að þar er um byltingarkennd umskipti að ræða. Meðalverðbólga var milli 20 og 30% á ári 1984-1989 og raunar miklu meiri á löngu tímabili þar á undan. Þessi breyting á verðbólgustiginu leiðir skýrt í ljós hinn tölulega mun á verðlagsþróun allra síðustu ára og tímabila þar á undan, þegar verðbólga var óhóf- leg. En undir niðri sýnir þessi samanburður annað og meira en einfaldar tölulegar staðreyndir. í raun og veru hefur átt sér stað hugarfarsbreyting með þjóð- inni og ráðandi þjóðfélagsöflum. Ráðamenn í landsmálum, forystumenn í atvinnu- rekstri og kjarabaráttu eru sammála um að óðaverð- bólga sé efnahagslegt skaðræði — sem aldrei hefur verið ágreiningur um — en hitt skiptir þó meira máli að ráðandi þjóðfélagsöfl hafa áttað sig á því að þeim bar að vinna saman að úrræðum til þess að lækka verðbólgustigið og ber að hafa í sameiningu hemil á verðbólguþróun framvegis. Hugarfarsbreytingin hefur komið fram í því að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldið vinna nú saman á miklu markvissari hátt en nokkru sinni áður um lausnir á efnahagsleg- um vandamálum. Þjóðin sér að þessi samvinna hef- ur borið góðan árangur og treystir því að framhald verði á henni. Síst af öllu skal gert lítið úr frumkvæði forystu- manna launþega og atvinnurekenda í sambandi við þjóðarsáttina. An þeirra framlags væri engin þjóðar- sátt. En ekki er síður skylt að kjósendur geri sér grein fyrir hlut stjómmálamanna í þessu sambandi. Ríkisstjómin undir forystu Steingríms Hermanns- sonar hefur á farsælan hátt leitt þjóðarsáttina og not- ið fulltingis meirihluta Alþingis, stuðningsmanna ríkisstjómarinnar í þingsölum. Hitt mega kjósendur annars muna að stærsti flokk- ur þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkurinn, var úr leik á farsældartíma líðandi kjörtímabils og á engan þátt í góðum efnahagsárangri síðustu tveggja til þriggja ára. Það kom í hlut Steingríms Hermannssonar og Framsóknarflokksins að veita þá pólitísku forystu sem þörf var á og vera hinn pólitíski bakhjallur efna- hagsumbóta síðustu ára. Þessi gæfumunur stærstu flokkanna er aðalkosningamálið. GARRI Musteri hallans Á sýníngum á Pétri Gaut hafa gest* Ir í Þjóðleikhúsinu kynust þeiœ breytingum á áhorfendasal húss- ins, sem gerðar hafa verið. Teknar voru neðri svalir og þaer fjariægðar, en halli á gólfí salar aukinn að mun, svo leiksviðið er opnara fyrir áhorfendum en áður, hljómburður virðist betri, en þeir bekkir sem bestir þóttu áður, fyrsti, annar og þriðji bekkur, eru eiginlega úí úr myndinni sem stðeir. Aftur í mótl hafa þeir sem sitja um miðjan sal eins konar stúkusýn til teiksviðs- ins. Þjóðieikhúsið hefur löngum verið katlað musteri tungunnar. Nú er hægt að kalla það musteri hall- ans. Ahorfendasal haliar mjÖg tíl sviðsíns, og viögerð og breytingar á því fara langl fram úr áætlun. Breytingin kostar núna um fímm hundruö milijónir, og snýr hun þó aðetns að áhorfendum. Trúlega kostar breytíngin í beild yfir einn miltjarö. Þessar upphæðir Íenda eidd ailar hjá smiðum og múrbrots- mönnum Yfir þeim vaka menn með blýanta og ætia sér mikinn hluta af kökunni. Næst geimmusteri Með breytingunni á áhorfendasal leikhússins hefur verið brotið gróf- lega gegn Guðíóni Samúelssyni, heista aridtekt þjóðarinnar. Lág- marks kurteisi við þann góða lista- mann væri að hafa á áberandi stað stórt líkan af ieikhússainum, eins og Guðjón gekk frá honum, en sá frágangur mun hafa verið eitt síð- asta veridð sem Guðjón vann. Það væri ekM nema kurteisl við ariri- tektinn. Hússpjallsmenn eiga að stóJja þannig við verif sitt. Breytir engu þótt verk hússpjalismanna sé á þann veg, að fóik sé ánægðara með salinn. Sú ánægja varir eflaust þangað tii byggt hefur verið þriðja ieikhúsið í borginni. I>á verður að breyta á ný svo þjóðarhyggingin verði ailtaf eins og það nýjasta. Um minjar varðar menn ekkert. Gott cr á meðan Þjóðleikhúsinu verður ekki breytt í geimstöð, eins og þær voru sýndar í „Star Wars“. Þau veric sem eftir er að vinna eru ekki fyrir augað. Menn sem eyöa háifum milljarði til að sýna, að GuðjÓn Samúelssoo hafi ekki teiknað svaiir á réttum stað, þurfa á nokkurri augiýsingastarfsemi að halda. Því er ástæða til að spyrjæ Lekur húsið enn? Leikarar verða að búa um sinn t óbreyttum kytrum baksviðs. Fleira, sem eidd sést, hefur verið iátið hiða. Heiðskapur heldri manna Um sýninguna á Pétri Gaut er fjallað af til þess bærum mönnum. Samtíminn er næsta miskunriár- Jaus í garð þess sem var og fær fleíra að fjúka en svalir. fslenska tónlistin við Pétur var ágæt, mest fyrir þaö^að fyrirferð hennæ- var ur Gaut í stuttri útgáfu á sýningu í Hann var forseti heimsótti Hákon konung. Þá var tónlfst Griegs notuð. Ein- hvem veginn er þetta þannig, að Pétur Gautur og Grieg eru sam- vaxnir f vitundinni og erfitt að skÐja þá að. En það hefur verið gert víðar en hér. Jafnvei Norðmenn sjálfir nota nú aðra tónlist við Pét- ur. Að hinu ieytinu erum við fast- heldin áþýðingu Einars Benedikts- sonar á Pétri. Hefði vei mátt hugsa sér að fá aðra þýöingu eftir orðhag- an mann og skátd td. á borð við Kristján Karisson, Matthfas Jo- hannessen eða Hannes Pétursson. A reiðskapnum kennist hvar heldri menn fara, stendur að visu f þýð- ingu Einars. Það mætti svo sem standa áfram. Nonæn klassík Leikritið Pétur Gautur er fuilt af spakmælum, eins og Einari var gjamt að nota í skáldskap. Þeir sem ið um þetta „spögelse“ í Guð- brandsdal eflaust minna hjá Ibsen en hjá þýöandanum. Þeim sem aka norðurieíðína í dág finnst vegurinri heldur ekki gefa tilefni til spakmæl- is á borð við „Það er annað að kveðja á Kotum en komast í Bakka- sei", eins og Davíð tó’að á Ford-öld- inni. Þannig breytast menn, vegir, spakmæii og svaiir með tímanum. Við þurfum stöðugar breytingar breytinganna vegna. Breytinga- smiði eigum við ágæta ekki síður en húsbrotsmenn. Textinn í Pétri Gaut er iangur. Það tekur t.d. upp: undir hálftíma aö sphma endinn. Þá er margur oröinn þreyttur að sitja. Hinu er ekki að Jeyna, að Pét- ur kom fyrir sjónir sem ein stór- bmtnasta Jdassík norræn raeð sinn Dofira jýð- og þjóðsagnablæ, sem okkur iék kunnugiega við eyru. VÍTT OG BREITT llilll BHÍiBNl Næstöflugasti flokkurinn Framsóknarflokkurinn er orðinn næststærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík og hefur Sjálfstæðis- fiokkurinn einn meira kjörfylgi. Þetta kemur fram í skoðanakönn- un sem DV birti í gær og staðfestir það sem mætir menn hafa haft á orði að Framsókn er í góðri upp- sveiflu á Suðvesturhorninu, því út- koman í Reykjaneskjördæmi vel við unandi og er Framsókn í þriðja sæti þar og heggur á forskot Al- þýðuflokksins sem næststærsti flokkur í því kjördæmi. Tíminn hefur ávallt boðað að var- ast beri að rugla saman skoðana- könnunum um flokkafylgi og kosningum. Hins vegar eru skoð- anakannanir, þótt ófullkomnar séu, vísbending um hvernig straumarnir liggja hverju sinni eins og margoft hefur sannast. í Reykjavíkurkjördæmi ber Sjálf- stæðisfiokkurinn höfuð og herðar yfir aðra flokka, sérstaklega þó í skoðanakönnunum. Þar fær hann einatt mun meira fyigi en í kosn- ingum og á það einnig við um fyigi á landsvísu. Því ber að taka því með mikilli varúð að íhaldið tryggi sér hreinan þingmeirihluta íkomandi kosning- um, eins og kannanir benda til. Sá allra minnsti Sú staða, að Framsókn sé komin með næstmesta kjöríylgi í Reykja- vík, hefur ekki komið upp áður og er í sjálfu sér sögulegur atburður. Þá ber einnig að hafa í huga að flokkurinn hefur ávallt haft mun minna fylgi í skoðanakönnunum en í kosningum, og er engin Sigurvegarar í skoðanakönnun: ástæða til að ætla að breyting varði þar á. Ekki er síður athygiisvert að Al- þýðubandaiagið er samkvæmt sömu könnun með minnsta fylgi allra stjórnmálafiokka í borginni. Kratar og Kvennalisti eru með drjúgum meira fylgi en allaballarn- ir. Alþýðubandalagið og forverar þess á vinstri kantinum hafa átt miklu fylgi að fagna í höfuðborginni í ríf- lega hálfa öld og hafa verið næst- stærsti flokkurinn á eftir íhaldinu bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Nú er öldin önnur. Framsóknar- flokkurinn er að taka við sem helsti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í borginni. Kratar skáka eftirhreyt- um kommanna aftur íyrir sig og Kvennaflokkurinn hrósar einnig sigri yfir þeim. Hrun kommúnismans um aust- anverða Evrópu og víðar er loks farið að hafa áhrif á íslenska pólitík og þykir engum mikið. Gott veganesti Engin nýmæli eru það í þessari skoðanakönnun að Borgaraflokk- urinn er kominn til síns heima og fer saman útþurrkun kjörfylgis hans og aukning á fyigi Sjálfstæðis- flokksins. Hinn skammvinni klofn- ingur íhaldsins mælist því bæði sem tap og sigur, en hverjir tapa og hverjir græða er nokkuð á huldu. Framboð áhugahópa og smá- flokka sýnist engan hljómgrunn eiga, en samt er rétt að vanmeta ekki sóknargetu einhverra þeirra þegar nær dregur kosningum, þótt enn sem komið er sé ekki sýnilegt að neitt þeirra framboða hafi kraft í sér til að taka á rás og halda í við hin kröftugri stjórnmálaöfl. Menn mæna nú mjög á styrk Sjáifstæðisflokksins í skoðana- könnunum og vex hann í augum. En þar sem Borgaraflokkurinn er að mestu kominn heim og kjörfylg- ið er ávallt mun meira í könnunum en kosningum er óþarfi að láta það fylgi þyrma yfir sig. En einhvern tíma hefði þótt saga tii næsta bæjar að Framsókn væri orðið næstöflugasta stjórnmálaafl- ið í Reykjavík, jafnvel í skoðana- könnun. En það er staðreynd, eins og hitt að Alþýðubandalagið víkur úr öðru sætinu og er komið í það síðasta og má muna sinn fífil fegri. En allir heilvita menn sjá að það er söguleg nauðsyn að fylgi allabaila hjaðni og eru þeir sjálfir manna færastir að rýja sig tiltrúnni. Nú í byrjun kosningabaráttu er Framsókn með tvo menn inni í Reykjavík, samkvæmt DV, og þykir heldur engum mikið. En það sem máii skiptir er svo auðvitað fylgið á kjördegi, en lagt er í kosningabaráttuna með gott veganesti. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.