Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. mars 1991 Tíminn 5 BORÐA ÍSLENDINGAR STERA í MORGUNMAT? Kristín Ingólfsdóttir og Guðborg A. Guðjónsdóttir rita grein í febrúarhefti Læknablaðsins, fréttabréfs lækna. Hún er niðurstaðan af rannsókn þeirra á innihaldi og verkan ginsengs. í henni kemur fram að kjamar ginsenosíðs sambanda, virka efnisins í ginsengi, líkjast efnabyggingu stera. Sveinbjöm Bjömsson. Þórólfúr Þórlindsson. Kynningarfundur rektorsframbjóðenda í Háskólanum: Háskólinn er mikilvægt afl í þjóðfélaginu Félag háskólakennara hélt á dögun- um kynningarfund á frambjóðend- um í rektorskjöri sem fer fram við Háskóla íslands 5 apríl nk. Boðið var öllum þeim sem fengu atkvæði í prófkjöri félagsins fyrir skömmu. Tveir frambjóðendur þáðu boðið og héldu framsöguræður; þeir Svein- bjöm Bjömsson og Þórólfur Þór- lindsson. Sveinbjörn Björnsson sagði Há- skólann hafa miklu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Hann leggi mat á þá menningarstrauma sem berast erlendis frá og sé í forystu um varðveislu tungunnar. Hann sagði að þótt mikið væri fjallað um gildi þekkingar frá nýrri deildum skólans mætti hlutverk eldri deildanna aldr- ei falla í skuggann. Hann fjallaði síðan um sex megin- atriði: bætt Iaunakjör starfsmanna háskólans, Happdrætti Háskólans, bætta virkni og gæði rannsókna, bætta kennslu og aðbúnað stúdenta, aukna miðlun þekkingar til almenn- ings og aukin tengsl við megin- strauma þjóðlífsins. Sveinbjörn lagði áherslu á að rjúfa þyrfti samhengi launa og viðveru. Hann ræddi einnig um byggingu Þjóðarbókhlöðunnar og sagði há- skólann hafa óttast að þurfa að axla byggingu hennar vegna brigsla rík- isins. Hann hvatti til að sjónvarpið yrði meira notað við kennslu. Að síðustu hvatti Sveinbjörn til þess að góður árangur í rannsóknum á vegum skólans yrði verðlaunaður. Þórólfur Þórlindsson gerði að um- talsefni rannsóknir á vegum Háskól- ans og hve mikilvægar þær væru at- vinnulífi þjóðarinnar. Velgengni þjóða ætti jafndjúpar rætur í menn- ingu þjóða og í verktækni þeirra. Því væri nauðsyn að Háskólinn hefði forystu um nýsköpun í íslensku at- vinnulífi og móta þyrfti skýra stefnu þar um. Efla þyrfti sjálfstæði deilda og námsbrauta án þess að skerða mikilvægi yfirstjórnarinnar. Hann sagði að byggingafram- kvæmdir þyrfti að setja í forgangs- röð og nauðsynlegt væri að ljúka þeim byggingum Háskólans sem byrjað væri á. Þá fjallaði Þórólfur um kjaramál, húsnæðismál, bóka- safnið, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Hann sagði rektor jafnan standa í orrahríð við fjárveitingar- valdið en þátt fyrir það hefði margt áunnist. Þá sagði Þórólfur að rektor þyrfti að beita sér í kjaramálum. Núverandi 100 tíma þak á mánuði á kennslu væri allt of hátt, miðað við aðrar starfsskyldur. Að lokum sagði hann að rektor reyndi sífellt að draga fram ólík sjónarmið, samræma stefnuna og framíylgja ákvörðunum. G.T.K7-sbs. Rætur ginseng jurtarinnar hafa lengi verið notaðar til lækninga og ýmsar afurðir unnar úr henni eru seldar hérlendis. Þær eru vinsæll morgunmatur og mest seldar af svo kölluðum nátt- úrulyfjum. í ginsengi eru líffræðilega virk efni, ginsenosíð. Þau eru mörg og hlutfall þeirra í einstökum ginseng afurðum er mjög mismunandi. Þau geta haft væg örvandi áhrif. Ýmsar aukaverkanir eru kunnar, ginseng hækkar t.d. blóðþrýsting. Einstakar tegundir ginsengs hafa ekki fyrr verið rannsakaðar á Islandi. f grein sinni staðhæfa þær Kristín og Guðborg, að mjög mismikið sé af ginsenosíði í ginseng afurðum sem seldar eru hérlendis. Einnig eru ráð- leggingar framleiðenda um dag- skammta mjög breytilegar þannig að heildarmagn ginsenosíðsam- banda í dagskammti, samkvæmt til- mælum framleiðenda, er frá því að vera nánast ekkert og upp í 55 mg. Kristín og Guðborg komast að þeirri niðurstöðu, „að þörf sé fyrir strang- ara og virkara eftirlit með náttúru- vörum.“ „Kjarni ginsengs líkist ekki bara sterum, ginsenosíð er sterakjarni. Sumar af verkunum ginsengs líkjast að vissu leyti verkunum kvenkyn- hormóna, estrógena. Við þekkjum þær þó ekki til hlítar, þær eru ekki nógu vel rannsakaðar. Sumt af þessu ginsengi er greini- lega svikin vara, ef engin virk efni eru í því. En það er líka varasamt ef þau eru of mikil, ginseng hækkar blóðþrýst- ing. Þeir sem eru hlynntir ginsengi segja það þrautreynt og prófað því það hefur verið notað í 5000 ár. Það er ekki rétt. í 4980 ár voru skammt- arnir 10 til 100 sinnum minni en nú. Menn hafa miklar áhyggjur af þessum efnum og Bandaríkjamenn hafa, að vísu árangurslaust, reynt að banna þau. Það þarf að efla rannsóknir á gin- sengi og eftirlit með náttúruvör- um,“ segir Magnús Jóhannsson, sér- fræðingur í lyflækningum og full- trúi í samstarfshópi um náttúrulyf, í samtali við Tímann í gær. -aá. Alþingiskosningar 20. apríl 1991 Hér með er vakin athygli á eftirfarandi varðandi undirbúning og fram- kvæmd kosninga til Alþingis 20. apríl 1991. 1. Kjörskrá skal lögð fram almenningi til sýnis eigi síðar en þriðjudaginn 2. apríl. 2. Beiðni um nýjan listabókstaf skal hafa borist dómsmálaráðuneyti eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 2. apríl. 3. Framboð skal tilkynna yfirkjörstjórn eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 5. apríl. 4. Kærufrestur til sveitarstjórna vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á há- degi þriðjudaginn 9. apríl. 5. Framboð skulu auglýst eigi síðar en þriðjudaginn 9. apríl. 6. Sveitarstjórn skal hafa skorið úr aðfinnslum við kjörskrá eigi síðar en mánudaginn 15. apríl. 7. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Hafnarfirði, Garðabæ og á Sel- tjarnarnesi verður hagað sem hér segir: Frá 20. mars til föstudagsins 5. apríl, að þeim degi meðtöldum, verð- ur kosið á aðalskrifstofu bæjarfógetaembættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, efri hæð. Laugardaginn 6. apríl kl. 13.30, verður opnaður kjörstaður í gamla bæjarfógetahúsinu að Suðurgötu 8, suðurdyr, sími 652460. Verður þar opið alla daga, jafnt helga sem virka, frá kl. 12.30 til 18.20. Komi fólk eftir kl. 16 eða um helgar eru vinsamleg tilmæli að það taki með sér tvo votta. Fyrir hádegi á virkum dögum, þ.e. frá kl. 8.00 til 12.30, verður þó einnig eftir 6. apríl hægt að kjósa á aðalskrifstofu að Strandgötu 31, allt fram að kjördegi 20. apríl. Seltirningum er bent á að einnig á að vera hægt að kjósa hjá borgar- fógeta í Reykjavík. Kjörstaður þar verður að Skógarhlíð 6, a.m.k. fram yfir páska, sími: 17720. 8. í Bessastaðahreppi annast kosninguna Einar Ólafsson hreppstjóri, Gesthúsum, heimasími 50569. Einvörðungu kosið utan reglulegs vinnutíma. í Mosfellsbæ annast kosninguna Jón Guðmundsson hreppstjóri, Reykjum, sími 666150. Kosningin fer fram á heimili hans til 10. apríl, en frá þeim degi verður opinn kjörstaður kl. 16-18 á lögregluvarðstof- unni, Þverholti. í Kjósarhreppi annast kosninguna Magnús Sæmundsson hrepp- stjóri, Eyjum, sími 667007. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjamamesi, sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Hafnarfirði, 20. mars 1991. Már Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.