Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 26. mars 1991 ÚTLÖND r í Bagda LOFTARASIR Á KÚRDISTAN Talsmenn kúrdiskra upp- reisnarmanna í írak sögðu í gær að íraski stjómarher- inn hefði gert loftárásir á borgir í Kúrdistan sem eru á valdi uppreisnarmanna með þeim afleiðingum að fjöldi manns hafí látist eða særst. Þeir sögðu að þrjár árásir hefðu verið gerðar í gærmorgun á olíu- borgirnar Kirkuk og Dhouk og hefðu bæði þyrlur og sprengjuflug- vélar tekið þátt í árásunum. Kúrd- arnir skoruðu á fjölþjóðaherinn sem heldur til í suðurhluta lands- ins að beita sér gegn flugher íraska hersins en Bandaríkjamenn hafa varað írösk stjórnvöld við að beita flughernum til þess að bæla niður uppreisnina í landinu því það brýt- ur í bága við vopnahléssamningana sem voru gerðir til bráðabirgða. Þeir hafa þegar skotið niður tvær herflugvélar íraska stjórnarhersins yfir norðurhluta íraks. Hins vegar virðist gæta nokkurs tvískinnungs hjá Bandaríkja- mönnum. Talsmenn Kúrda sögðu að loftárásirnar hefðu komið í kjölfar yfirlýsingar bandarískra herforingja þess efnis að í vopna- hléssamningunum stæði ekkert Uppreisnarmenn í irak á skríödreka sem þeir náðu af Lýðveldisverðinum. um að íraska flughernum væri bannað að nota þyrlur og að beit- ing flughersins í norðurhluta landsins mundi ekki ógna fjöl- þjóðahernum sem er staðsettur í suðurhluta landsins. Þannig vilja þeir meina að bandarísku herfor- ingjarnir hafi óbeint gefið Saddam Utankjörfundaratkvæðagreiðsia í Reykjavík vegna alþingiskosninga 1991 fer frarp í skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, 3. hæð, á reglulegum skrifstofutíma, kl. 10 til 15, þriðjudaginn 26. mars og miðvikudaginn 27. mars nk. Frá og með laugardeginum 30. mars verður op- inn sérstakur kjörstaður að Skógarhlíð 6, jarð- hæð. Þann dag verður opið frá kl. 14 til 18, en síðan verður þar opið alla virka daga frá kl. 10 til 12, 14 til 18 og 20 til 22, en sunnudaga og helgi- daga kl. 14 til 18. Lokað verður páskadag. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Úthlutun styrkja úr Sáttmálasjóði Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr Sáttmálasjóði Háskóla Islands, stílaðar til há- skólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síðasta lagi 30. apríl nk. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrárfrá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla ís- lands 1918-1919, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur, samþykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrif- stofu Háskóla íslands hjá ritara rektors. Hussein leyfi til að beita flughern- um gegn þeim. Saddam Hussein segir að her sinn hafi bælt niður uppreisn sjítamúslima í suðurhluta lands- ins en talsmenn sjíta sögðu í gær að liðsmenn þeirra beittu enn skæruhernaði gegn stjórnarhern- um í nokkrum borgum. Þeir skýrðu einnig frá því í gær að þyrl- ur hefðu varpað napalmsprengj- um og sprautað fosfórsýru á upp- reisnarmenn og óbreytta borgara í borginni Karabala í Suður-írak. Þetta er í þriðja sinn sem upp- reisnarmenn saka Saddam um að beita efnavopnum. Kúrdar virðast hafa náð meiri fótfestu fýrir norðan Bagdad en sjítamúslimar fyrir sunnan og hafa Kúrdar nú mestan hluta fjallahéraðsins Kúrdistan á sínu valdi. Talsmenn uppreisnarmanna sögðu einnig frá mótmælum sem hefðu átt sér stað í úthverfum Bagdad í gær og átökum milli mótmælenda og Lýðveldisvarðar- ins (sérsveita Saddams Hussein). Samkvæmt þeim hefur Bagdad verið sett í herkví vegna orðróms um yfirvofandi valdarán hersins og varnir borgarinnar og aðset- urs Saddams verið efldar til muna með aukaliði Lýðveldi- svarðarins. Saddam gerði breytingar á stjórn sinni á laugardag. Útvarpið í Bagdad greindi þá m.a. frá því að Saadoun Hammandí, sem er sjíta- múslimi, yrði forsætisráðherra en þeirri stöðu hefur Saddam sjálfur gegnt samhliða forsetastöðunni. Hammandí var titlaður sem að- stoðarforsætisráðherra en Tareq Aziz tók við því embætti en lét af stöðu utanríkisráðherra. Reuter-SÞJ Albanía: Lögreglan ræðst á almenning í Durres Óeirðalögreglan í hafnarborginni Durres í Albaníu hleypti af skotum í gær og réðst að fóíki sem ætlaði að flýja land og barði það með kylf- um. Nokkur hundruð flóttamanna höfðu safnast saman í borginni í gær og reyndi lögreglan að dreifa mannfjöldanum með því að skjóta nokkrum kúlum yfir höfuð fólks- ins og ráðast síðan á það með kylf- um. Fjöldi manns var handtekinn og margir slösuðust. Margir leit- uðu skjóls í verslunum og hliðar- götum. Fólk tók að flykkjast til borgar- innar á sunnudag vegna orðróms um að tvö erlend skip væru í höfn- inni. Fjöldi lögregiumanna var á járnbrautarstöðinni í Durres og handtóku þeir hvern þann sem þeir grunuðu um að koma til borgar- innar í þeim tilgangi að flýja land. Þetta var í fyrsta skipti sem átök brutust út í Durres milli óeirðalög- reglu og flóttamanna síðan stjórn- völd kommúnista settu höfnina í borginni undir stjórn hersins til að sporna við flóttamannastraumnum til ítalfu. Forseti landsins, Ramiz Alia, sem tók við völdum þegar stalínistinn Enver Hoxha lést árið 1985, hefur beitt sér fyrir umbótum í landinu á síðustu misserum og m.a. leyft starfsemi annarra stjórnmála- flokka en Kommúnistaflokksins. Einn nýr stjórnmálaflokkur hefur verið stofnaður, Lýðræðisflokkur- inn. Almennar kosningar fara fram í landinu á sunnudag. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Damascus/Nikósía - Tals- menn kúndiskra uppreisnar- manna í írak sögðu í gær að sflómartierinn heföi beitt þyrl- um og flugvélum f árásum sín- um á olíuborgina Kirkuk í Kúrrt- istan, en borgin er á valdi upp- refenarmanna. Þeír báðu um aðstoð Qölþjóðahersins sem heidur enn til í suðurhluta landsins en samkvæmt vopna- hléssamningunum sem geröir voni til bráðabirgða millí traska stjómarhersins og Qölþjóða- hersíns þá mega írakar ekki nota flugherinn til annars en flutninga á starfsliði. Iranskir skæruliðar sem berjast gegn ír- önskum sflómvöldum og hafa bækfetöðvar í NorðurJrak, sögðust í gær hafa hafið sókn gegn írönskum henmönnum sem réðust á bækistöðvar þeirra í seinustu viku. Túnis - Yasser Arafat sagði f gær að Frelsissamtök Palest- ínu (PLO) mundu samþykja ör- yggissvæði milli ísraels og rikfe Palestínumanna með Friðar- gæslusveítum Sameinuðu þjóðanna þannig að sveitimar yrðu fyiir utan landamæri fsra- els og ísraelsmenn myndu ekk- ert land missa. Riyadh - Allt að 100.000 írask- ir hermenn létust i Persaflóa- stríðinu, að sögn vestrænna embættismarma innan fiöl- þjóðahersins. Bamako, Malí - Rikfes^ómin á Malí samþykktí á sunnudag að aflétta neyðariögum í land- Inu sem hún setti á síðastliðinn föstudag, sleppa öllum pólitísk- um föngum og draga herinn af götum höfuðborgarinnar, Ba- mako. Talið er að a.m.k. 150 manns hafi látist og um 1.000 slasast í átökum hers og al- mennings á nýtiðinni helgi. Alfe- herjarvefkfall hófst i landinu f gær og kretjast verkfallsmenn að forsetí landsins segi afsér. Durres, Albaníu - Óeirðalög- reglan í Dumes skaut í gær yfir mannfjölda, sem safhast hafði saman i hafnarborginni, og réðst á hann með kylfum til að drerfa honum. Fjöldi manna var handtekinn. Talið var vfst að fólkið hafi ætiað að fiýja land meðskipum. Kinshasa - Yfir fimm hurtdruð manns hafa látist úr mlslingum í austurhluta Zaire nú á undan- tömum vikum en mikill mis- lingafaraldur geisar nú f land- inu. Moskva - Þrír Georgíubúar létust og tveir særðust í skot- bardögum við sovéska herinn í suðurhluta lýðveidistns, að sögn óháðu fréttastofúnnar Int- erfax. Búkanest - Herdómstóllinn í Rúmeníu dæmdi í gær 16 fyrr- verandi leiðtoga kommúnista i landinu í fangelsí fýrir að vera viðriðnir drap á yfir 1.000 borg- urum í desember árið 1989. Mennimirfengu tveggja til fimm ára fangelsfedóma Bangalore, Indlandi - Flutn- ingavél ffá indverska hemum hrapaði í gær við Bangalore i suðurhluta landsins með þeim afleiðingum að allir mennimir 28 sem voru um borð létust Vélin var i hefðbundnu kennsluflugi. Toulon, Frakklandi - Fyrstu frönsku hermennímir sem börðust f Persaflóastríðinu komu til Frakklands í gær, sam- tals 400 hermenn. Frakkar sendu um 10.000 hermenn til Persaflóa. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.