Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. mars 1991 Tíminn 3 Frá ráðstefnunni sem haldin var um samgöngur og fjarskipti á nýrri öld. Tfmamynd: Skýrsla um samgöngur og fjarskipti á nýrri öld: Góðar samgöngur höfuð- atriði byggðaþróunar Samgöngubætur eru hagkvæm fjárfesting fyrir margra hluta sak- ir. Með öflugum samgöngum má ná fram bættri nýtingu á ýmsu. Þannig hefur t.d. brú yflr Ölfusárósa sparað hafnargerð á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Þá munu jarðgöng á Vestfjörðum hafa í fÖr með sér að færri áætlunarflugvalla verður þar þörf. Jafnframt skap- ast möguleiki á verkaskiptingu milli hafna. Þetta kom fram á ráðstefnu í sl. viku á vegum samgönguráðuneytis- ins, þar sem rætt var um framtíðar- skipulag samgangna á íslandi á komandi öld. Ráðstefnan var haldin vegna skýrslu sem ráðuneytið er að gefa út og fjallar um stefnumörkun og framtíðarskipulag samgangna á íslandi. Skýrslan er afrakstur nefnd- ar sem fjalíað hefur um þessi mál. Eitt af meginmarkmiðum nefndar- innar var að athuga á hvern hátt samgöngur geta haft áhrif á byggða- þróun. Segir í skýrslu hennar að mikilvægasti þáttur samgöngubóta sé að búa til fjölmennari atvinnu- og þjónustusvæði á landsbyggðinni með lagningu góðra vega. Slík svæði eru nefnd þróunar- og kjarnasvæði í skýrslunni. Ennfremur segir að í sumum tilvikum séu vegalengdir milli staða stuttar, en fjallvegir hamli samgöngum hluta ársins. Þannig sé þetta á Vestfjörðum og Austurlandi og þar verði samgöngur ekki bættar nema með jarðgöngum. í öðrum tilvikum sé hægt að stækka þjónustusvæði með betri vegum með bundnu slitlagi. Stærri mark- aðir stuðli að aukinni atvinnu- og þjónustustarfsemi, sem jafnframt auki uppbyggingu iðnaðar um leið. Um leið aukist möguleikar fólks með mismunandi menntun að fá starf við sitt hæfi. í skýrslunni segir að í ýmsum greinum samgangna sé unnið að áætlunum til langs tíma, eins og á sviði vega- og hafnagerðar og flug- mála. Segir að um það verði ekki deilt að góðar samgöngur séu for- senda þess að íslendingar nái að standa öðrum þjóðum jafnfætis hvað varðar lífsgæði. -sbs. Breyting á lögheimili eftir 1. mars hefur ekki áhrif á kjörskrá: Frestur til að skila framboðum styttist Frestur til að skila framboðum til yfirlg'örstjórnar rennur út föstu- daginn 5. apríl klukkan 12 á hádegi. Frestur til að skila inn umsókn um listabókstaf rennur út þremur dögum fyrr, eða 2. aprfl. Hefja má utanlgörfundaratkvæðagreiðslu nú þegar, þrátt fyrir að öll framboð séu ekki komin fram, og getur kjósandi sem greiðir atkvæði nú greitt atkvæði að nýju síðar, ef nýir listar koma fram sem höfða bet- ur til hans. í þessum kosningum verður í fyrsta skipti kosið eftir nýjum lög- um sem samþykkt voru á Alþingi Ökumenn hvattir til umhverfis- verndar í akstri Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gefið út bækling með ein- fóldum hugmyndum um hvað hver og einn ökumaður getur tileinkað sér í umhverfismálum. í bæklingnum er bent á fjöl- margar leiðir til bensínsparnað- ar, því minni útblæstri bifreiða fylgir minni mengun. „Notaðu strætó ef mögulegt er. Minni mengun fylgir fullnýttum stræt- isvagni en ferð farþeganna sömu leið í eigin bíl,“ segir í bæklingn- um. Allir þeir sem eru að fá bílpróf munu fá bæklinginn sendan á næstunni, en auk þess mun hann liggja víða frammi. fyrir skömmu. Breyting var gerð á reglum um kjörskrá, sem felur í sér að í alþingiskosningunum sem fara fram 20. apríl verður ekki hægt að gera breytingu á kjörskrá eftir 1. mars. Hafi kjósandi breytt um heimilisfang og ekki tilkynnt það fyrir þann tíma verður hann að kjósa í sínu gamla kjördæmi eða kjósa utankjörstaða. íslenskir ríkisborgarar, sem flust hafa af landi brott, halda nú sjálf- krafa kosningarétti í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili af landinu. Þetta þýðir að þeir sem fluttu af landinu eftir 1. desember 1982 verða á kjörskrá í því sveitarfélagi sem þeir síðast áttu skráð lög- heimili hér á landi. íslendingar, sem hafa búið lengur erlendis, hafa því aðeins kosningarétt ef þeir hafa sótt um það til Hagstofu íslands fyrir 1. desember síðastlið- inn. Sveitarstjórn skal leggja kjörskrá fram, almenningi til sýnis, 24 dög- um fyrir kjördag. Vegna þess hve stutt var til kjördags þegar boðað var til kosninga hefur þessum tímamörkum verið breytt með sérstakri auglýsingu og skal kjör- skrá lögð fram eigi síðar en þriðjudaginn 2. apríl. Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist hlutaðeigandi kjörstjórn eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 9. apríl og sveitarstjórn skal hafa úr- skurðað þær eigi síðar en mánu- daginn 15. apríl. Hægt er að greiða utankjörfund- aratkvæði á stofnunum fyrir fatl- aða og í fangelsum, auk sjúkra- húsa og dvalarheimila aldraðra, svo sem verið hefur. Þá er enn fremur heimilað að láta kosningu fara fram í heimahúsum þegar kjósandi getur ekki vegna sjúk- dóms, fötlunar eða barnsburðar sótt kjörfund á kjördegi. Slík at- kvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjör- dag og þarf skrifleg ósk, studd vottorði læknis, um kosningu að berast kjörstjóra í því sveitarfélagi þar sem kjósandi dvelur eigi síðar en viku fyrir kjördag. í nýju lögunum er ákveðnara ákvæði um að kjósandi skuli sýna persónuskilríki á kjörstað áður en hann fær kjörseðilinn afhentan. -EÓ Space Guys eru hættir störfum Dansdúóið Space Guys frá Selfossi hefur nú hætt störfum. Eins og Tíminn greindi frá á dögunum komu þeir fram á dansleik á Njáls- búð í Landeyjum og vakti dansatriði þeirra misjafna hrifningu meðal Rangæinga. Var siðgæðisvitund sumra þeirra misboðið. Sagt var að í atriðinu hafi tromm- ukjuða verið stungið í óæðri endann á öðrum dansaranum og honum síð- an hent út í sal. Þá ofbauð Rangæ- ingum. „Þetta var uppspuni frá rót- um og þarna var verið að gera Eif- felturn úr mýflugu," sagði Auðunn Pálsson, annar dansarana Vinningstölur laugardaginn 23. mars '91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.715.006 4af5L$JE 3 156.852 3. 4af 5 156 5.203 4. 3af 5 4.969 381 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.890.419 kr. Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. Ekki spyrja „Hvað varstu lengi á leiðinni ?“ Ekki segja „Ég varekki ...nema... 1 + 1 - 2 HEILBRIGD SKYNSEMI! Segjum frekar „Ég óká löglegum hraða, og eins og ég vil að aðrir geri!“ yUMFERÐAR RÁÐ Aðalfundur Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1991 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu tnánu- daginn 8. apríl 1991 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfindarstörf í samrœmi við 28. grein samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Tillaga um heimild til að undirbúa sameiningu eignarhaldsfélaganna við bankann. 4. Tillaga um heimild til aukningar hlutafjár. 5. Önnur mál, löglega upþ borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferð- ar á aðalfmdinum skulu í samrœmi við ákvceði 25. greinar samþykkta bankans gera skrifega kröfi um það til bankaráðs, Kringlunni 7, Reykjavík, í síðasta lagi 27. mars 1991. Aðgöngumiðar að findinum og atkvœðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í litibúi íslandsbanka, Kringlunni 7, Reykjavík, 4., 5. og 8. aþríl ncestkomandi kl. 9.15-16.00 og á fmdardag við inn- ganginn. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1990, ásamt tillög- um þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík, 21. mars 1991 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.