Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 15
Þriðjudagur^26. mars 1991 Tíminn 15 I ^ ■ “ #— ■ imihi ■ ^ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Körfuknattleikur — Úrslitakeppnin: Ótrúleg umskipti hjá KR og ÍBK sneri tapi í stórsigur — Þriðja leik þarf til að úrslit fáist — Sigurliðið mætir Njarðvíkingum KR-ingar hófu leikinn á sunnudagskvöld eins og tvö síðustu leiki gegn IBK, meö snilldarleik og náðu strax afgerandi forystu. En ólíkt því sem gerst hefur í tveimur síðustu leikjum, héldu KR-ingar ekki út og misstu unna stöðu niður í stórtap. Keflvíkingar fögnuðu í lokin 17 stiga sigri, 75-92. Þriðji leikur liðanna verður á miðviku- dagskvöld í Keflavík kl. 20.00, en liðið sem þar sigrar mætir Njarð- vfldngum í úrslitum íslandsmótsins. KR-Iiðið sýndi góðan leik í 25 mín. í HöIIinni á sunnudagkvöldið. Þeir keyrðu upp hraðann í upphafi leiks- ins og Keflvíkingar voru eins og áhorfendur að sýningu íslands- meistaranna. Eftir nokkurra mín. leik var staðan orðin 20-5, en mest- um mun náðu KR-ingar 16 stigum 29-13. Keflvíkingar minnkuðu muninn í 8 stig 39-31, en KR náði að bæta við á ný fýrir hlé, en í leik- hléi var staðan 49-35 KR í vil. Eftir 5 mín. leik í síðari hálfleik fékk Axel Nikulásson KR- ingur sína 4. villu og var tekinn út af. Staðan var þá 58-50. Ekki var að sökum að spyrja eftir að Axel fór út af, Keflvík- ingar söxuðu á forskotið 58-56, en KR-ingar voru ekki á því að láta for- ystuna af hendi. Það kom þó að því fyrr en síðar, Guðjón Skúlason sá um það þegar 6 mín. voru til leiks- loka 71-72. Þegar hér var komið sögu bjuggust margir við að KR- ingar vöknuðu til lífsins á ný, en það var öðru nær. Þær 6 mín. sem eftir voru skoruðu KR-ingar 4 stig gegn 20 stigum Keflvíkinga, sem unnu öruggan sigur eins og áður segir 75- 92. Á þessum kafla fékk Axel sína 5. villu og varð að yfirgefa völlinn. Það gekk ekkert upp hjá KR-ingum síðustu mín. í þessum leik, hittni var engin, ekki einu sinni úr víta- skotum og 5 sinnum brenndu KR- ingar bónusskot. Keflvíkingar voru lengi í gang í þessum leik og það var ekki fyrr en Ieikur KR-inga hrundi að þeir komust almennilega í gang. Leikur liðanna á miðvikudaginn í Keflavík verður upp á líf og dauða, enda mikið í húfi. Sá leikur verður KR-ingum gífurlega erfiður; þeir hafa að vísu sigrað í síðustu tveimur leikjum sínum í Keflavík, en það verður erfitt að ná sér eftir annað eins hrun og á sunnudaginn. Jonathan Bow, Axel, Lárus, Páll og Guðni byrjuðu leikinn fyrir KR og léku allir mjög vel í 25 mín. Gauti Gunnarsson átti góða spretti í sókn- inni, en Hermann Hauksson var mistækur að þessu sinni. Tairone Thornton átti sinn besta leik með ÍBK til þessa, skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst. Þá var varn- arleikur hans þokkalegur. „Leyni- skyttan" Guðjón Skúlason náði nú loks að sýna sínar réttu hliðar. Hann kom inná í fyrri hálfleik og skoraði 3 þriggja stiga körfur í röð, en fékk síðan lítið að vera með í sóknarað- gerðum liðsins. í síðari hálfleik skoraði hann þrjár körfur og átti í heildina ágætan leik. Jón Kr. Gísla- son, Falur Harðarson og Sigurður Blak; KA mætir HK í úrslitum Wimbledon-Sheff. United____1-1 2. deild Blackbum-OIdham ......„....2-0 Bristol City-VVoIves ..„....1-1 KA sigraði Þrótt 3-2 í undanúrslit- um bikarkeppninnar í blaki nvröra á Iaugardag. Leikurinn var mjög spennandi og með honum fylgdust um 500 áhorfendur. Þróttur vann fyrstu hrinuna 8-15, KA jafnaði 15-7, Þróttur náði aftur forystu 9-15, en KA vann tvær næstu hrinur naumkga 15-13 og 16-14. KA mætir HK í úrslitaleik bikar- keppninnar. Frjálsar [þnóttín Bubka með enn eitt heimsmetið Sovéski stangarstökkvarinn Sergei Bubka bættt heimsmet sitt í þriðja sinn á niu dögum um helgina er hann fór yfir 6,12m á innanhúss- mótí. Enska knattspyman: Liverpool á toppinn eftir 1-7 sigur á Derby Liverpool er á ný komið í efsta sæti 1. deildar ensku knattspymunnar eftir 1-7 sigur á Derby County á Baseball Ground á laugardag. Á sama tíma gerði Arsenal marka- laust jafntefli gegn Nonvich. ÚrsÚtin urðu þessi; 1. deild Chelsea-Southampton *•*•*«••»*• 0-2 Covenby-Manchester City •....3-1 Deiby-Uverpool ••»•••••••••••«••••••1-7 Everton-NottForest ••••••••*•••••• 0-0 Leeds-Crystal Palace •••••••••••••■1—2 Manchester United-Luton „....4-1 Norwich-Arsenal „„....0-0 Sunderland-Aston Villa .........1-3 Tottenham-QPR __________0-0 Chariton-Port Vale ■•»•»••■•»•»••»•■ 0-0 Hull-West Ham »••••■•••••••.•.,.,.,■0-0 Ipswich-PJymouth •••••••••••••••.•3-1 Middlesbro-Watford ••*••••••••»••• 1-2 Notts County-Leicester .........0-2 Oxford-Bamsley.........„...„2-0 Portsmouth-Newcastle ...„..0-1 Sheff. Wed.-Bristol Rovers ....2-1 Swindon-Brighton 1-3 WBA-MilhvaU ••••••••••••••••••»••••■•0-1 Körfuknartílakun Valur áfram í úrvalsdeildinni Valur sigraði Vfkveija 106-75 í au- kaleik liðanna um sætí í úrvals- deildinni í körfuknattleik að ári. Glíma: Ólafur vann ólafur Haukur Ólafsson KR sigr- aði í Landsflokkaglímunni í +90 kg flokki, en glíman var háð í Hrafna- gilsskóla f Eyjafirði um helgina. Ól- afur lagði Jóhannes Sveinbjöms- son HSK í úrslitaghmunni. Handknattieikur Kvennaliðið fór inn um bakdyrnar ísland leikur { næstu B-keppni í handknattleik kvenna. Þessi niður- staða fékkst í C-keppninni á Ítalíu um helgina þar sem íslenska lands- Íiðið tapaði fyrir Spáni 20-26 í úr- slitaleik um 5. sætíð. Þar sem Ung- veijar halda næstu B-keppni og urðu í einu af efstu sætunum á ítal- íu. Kvennalandsliðið kemst því inn um bakdymar, þrátt fyrir slaka frammistöðu á ítab'u. BL Ingimundarson áttu einnig ágætan leik. Albert Óskarsson barðist vel í vörninni og fráköstunum. Júlíus Friðriksson lék einnig, en fékk fljót- lega 5 villur. Góðir dómarar leiksins voru þeir Kristinn Albertsson og Kristján Möller. Stigin KR: Bow 24 (18 fráköst), Páll 12, Guðni 10, Gauti 8, Lárus 8, Axel 7 og Hermann 6. ÍBK: Thornton 28 þar af eina þriggja stiga körfu, Falur 15, Guðjón 15, Jón Kr. 12, Sigurður 11, Albert 6 og Júlíus 5. BL Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, með boltann í leiknum í leiknum á sunnudag. Lárus Ámason KR-ingur reynir að ná til boltans. Tímamynd Pjetur Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn í 3 ár - sigraði Grindvíkinga öðru Grindvíkingum tókst ekki að klekkja á grönnum sfnum úr Njarð- vík er liðin mættust í öðrum leik sínum í úrslitakeppninni f körfu- knattleik á laugardag í Grindavík. Njarðvíkingar tryggðu sér ömggan sigur 82-93 og em því komnir í úr- slitaleikina um íslandsmeistaratit- ilinn í fyrsta sinn í 3 ár, en Grind- víkingar em úr leik. Leikurinn var jafn framan af, en Njarðvíkingar náðu yfirhöndinni þegar skammt var til leikhiés. í leik- hléi var staðan 37-45. í síðari hálf- leik höfðu Njarðvíkingar ávallt for- ystu, mismikla þó, en lokamínútur leiksins náðu ekki að verða spenn- andi. Til þess var forskot Njarðvík- inga of mikið. Lokatölur voru eins og áður segir 82-93. Ronday Robinson átti stórleik fyrir Njarðvíkinga í sókn, vörn og frá- köstum. Teitur var einnig góður, en liðsheildin hjá Njarðvíkingum var mun sterkari en hjá Grindvíkingum. Dan Krebbs var bestur heima- sinm manna, en aðrir léku undir getu. Vert er þó að geta frammistöðu Sveinbjörns Sigurðssonar, en hann stendur alltaf fyrir sínu. Stigin UMFG: Krebbs 29, Guð- mundur 19, Sveinbjörn 10, Jóhann- es 10, Hjálmar 8 og Rúnar 6. UMFN: Robinson 37, Teitur 15, Friðrik 11, ísak 11, Kristinn 10, Hreiðar 4, Gunnar 3 og Ástþór 2. Góðir dómarar leiksins voru þeir Kristinn Óskarsson og Jón Otti ÓI- afsson. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.