Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 1
Hér segir frá Áshildarmýrarsamþykkt, er gerð var árið 1496 og sýnir óvæntan mótstöðuþrótt landsmanna á öld er tal- in hefur verið hin myrkasta í þjóðar- sögunni Hér fer á eftir merkileg ritgerð dr. Ó1 afs Lárussonar prófessors um Ás- hildarmýrarsamþykkt, þar sem hann færir rök að því að viðnámsþróttur þjóðarinnar gegn útlendum yfírráð- um hafi haldist með henni talsvert lengur en oft er talið vera. Þessa ritgerð flutti dr. Ólafur í útvarp í maímánuði 1944 og er hún talin hafa verið eitt sterkasta innlegg- ið af hálfu skilnaðarmanna fyr- ir sambandsslitakosningarnar 1944. þreki. Plágan mikla er talin marka einhver örlagaríkustu og óheilla- vænlegustu tímamótin í sögu fs- lands. Fáskrúöugar heimildir Það vantar mikið á að saga ís- lands á 15. öld hafi enn verið könnuð sem skyldi og meðan það er ógert má segja að hinn almenni dómur um öldina séenn undir áfrýjun, og getur þá brugðið til beggja vona um það hvort hann fær staðfestingu eða eigi. Saga 15. aldar- innar er erfið viðfangs m.a. vegna þess hversu fáskrúðugar heimildir að henni eru. Jón Guðmundsson lærði kemst á þessa leið að orði um tímann eft- ir pláguna í einu af ritum sínum: „Mörg minnileg tíðindi hafa skeð á íslandi síðan og hafa aldrei verið uppskrif- „Hver öld fær sinn dóm í sögunni þegar hún er liðin, eftirmæli góð eða ill eftir málavöxtum, rétt eða röng eftir því hversu þekkingu og dómgreind sagnaritaranna, sem dæma hana, er farið. í sögu þjóðar vorrar hefur 15. öldin löngum hlot- ið ómilda dóma. Hún hefur verið talin tími mikillar hnignunar og aft- urfarar í þjóðlífmu á öllum sviðum þess, jafnt andlegum sem efnaleg- um. Öldin hófst með því að plágan mikla, svarti dauði, gekk yfir landið á árunum 1402-1404. Sú drepsótt hefur að líkindum verið mannskæð- ust allra farsótta sem um landið hafa gengið fyrr eða síðar, enda hafa menn ætlað að afleiðingar hennar hafi verið ógurlegar. „Féll þá allur forn dugnaður," segir Jón Espólín og það er almenn skoðun að með plágunni hafi þyrmt svo yfir þjóðina að hún hafi ekki beðið þess bætur í margar aldir, að hún hafi þá tapað hinum forna manndómi sínum og Minnisvarði um fundinn á Áshiidarmýri 1496. uð. Því er nú öllu gleymt sem menn hafa fundið í jarðaklögunum og dómum.“ Þetta er rétt lýsing á heimildum þessa tímabils. Má heita að engin sagnarit séu til frá 15. öld, þar er aðeins um að ræða einn stutt- orðan annál, Nýja annál, er svo er nefndur, og hann nær aðeins yfir þrjá fyrstu áratugi aldarinnar. Það sem segir frá 15. öld í öðrum annál- um er allt skrifað miklu seinna, og verður að nota þær heimildir með mikilli varúð. Aðalheimildin eru bréfin sem varðveist hafa frá þessum tímum. En meginþorri þeirra lýtur að jarðakaupum manna og jarða- þrætum. Það voru þess konar bréf sem menn geymdu einkanlega. Þau gátu skipt máli síðar meir, ef heim- ildir að jörðinni voru vefengdar. Þessi bréf veita að vísu ýmsa mikils- verða fræðslu um mannfræði þeirra tíma og um ýmis önnur atriði, svo sem verðlag, búskaparhætti o. fl„ en vér erum litlu fróðari um sjálfa landssöguna fyrir þau. En fáein gögn hafa þó líka varðveist er lands- söguna varða og séu þau athuguð vandlega má e.t.v. lesa meira út úr þeim en í þeim virðist felast við fyrstu sýn. Fundarstaðurinn Austur í Árnessýslu, þar sem byggð- arlögin Flói og Skeið mætast, er hraunfláki nokkur, gamall og gró- inn, sem Merkurhraun heitir. í efra jaðri hrauns þessa er lægð eða dæld, mýrlend en þó ekki votlend, sem Ás- hildarmýri heitir. Er hún nokkru vestar en þjóðvegurinn sem nú ligg- ur upp Skeiðin. Á þessum stað áttu héraðsmenn fund með sér árið 1496. Er þétta eina samkoman sem vitað er með vissu að haldin hafi ver- ið á þessum stað, en í bréfinu, sem þar var gert, segjast fundarmenn hafa lagt almennilega samkomu á Áshildarmýri á Skeiðum „eftir göml- um landsins vana“ og gætu þessi orð bent til þess að þarna hafi verið al- mennur samkomustaður héraðsbúa um nokkuð langt skeið, enda er þessi staður í miðju hérðaðinu og liggur því vel til fundasóknar fyrir héraðsmenn. Á þessari samkomu 1496 var gerð samþykkt og færð í I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.