Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur ö. april 19yi HELGIN T 21 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Loftmynd af áningastaðnum þar sem morðið var framið. Svarta örin bendir á íbúð fómarlambsins í gistihús- inu. Hvíta örin bendir á veitingahúsið þar sem konunni tókst að sleppa firá kvalara sínum. svaraöi. Karimannsrödd var á lín- unni og virtist eigandi hennar ergi- legur. „Hvað er eiginlega að honum fé- laga þínum?“ spurði röddin frekju- lega. „Hvaða félaga? Larry Morietta?" svaraði vörðurinn. Hann setti hönd- ina yfir símtólið og hvíslaði að hon- um heyrðist þetta vera Clayton Morgan. „Öryggisverðinum," gjammaði maðurinn. „Það er ekkert að honum. Við vor- um bara að bíða eftir manni,“ sagði vörðurinn. Þá var skellt á. Brown og Tom Recklein iögreglu- maður hröðuðu sér út í lögreglubif- reið. Recklein var óeinkennisklædd- ur. Lögreglumennirnir ræddu það á leiðinni til hvaða ráða skyldi grípa þegar þeir kæmu á staðinn. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að best væri að Recklein gengi fyrst inn á veitingastaðinn til að gá hvort hann sæi manninn. Brown drap á ökuljósum bifreiðar- innar um leið og hann ók inn á bfla- stæðið. Hann lagði bflnum við hlið- ina á veitingahúsinu. Bflnum, sem Morietta hafði lýst, var lagt á bfla- stæðinu. Brown athugaði hvort númerin stemmdu ekki við þau sem Morietta hafði gefið lögreglunni upp. Svo reyndist vera. Þær upplýsingar feng- ust frá fjarskiptum að eigandi þeirr- ar bifreiðar væri skráður Roy „Ja- sper“ Pendleton. Lögreglumennirn- ir vissu að Jasper þessi hafði búið lengi í bænum. En hvíti Pontiacinn var örugglega sami bfllin og hafði sést á hinum áningastaðnum skömmu áður. Recklein gekk inn á veitingastað- inn. Maður sem stóð við tíkallasí- mann á ganginum var í stígvélum úr snákaskinni. Lýsingin sem konan hafði gefið á árásarmanni sínum átti einnig við hann að öðru leyti. Brown varðstjóri, í fylgd annars lög- reglumanns sem sendur hafði verið þeim til stuðnings, kom nú inn á veitingastaðinn. Recklein gekk til mannsins við sí- mann. Skeggjaði maðurinn horfði illskulega á hann þegar hann nálg- aðist. Recklein kynnti sig sem lög- reglumann og skipaði manninum að gera grein fyrir sér. Sá skeggjaði gaf upp nafnið Donnie Hampton. Recklein athugaði hægri framhand- legg mannsins. Þegar erminni var lyft upp kom húðflúraður sporð- dreki í Ijós. Donnie Hampton var handtekinn á staðnum fyrir árásina á konuna. Woodring lögreglumanni var gert að hafa samband við Roy „Jasper" Pendleton varðandi bflinn sem Hampton hafði ekið. Woodring hélt til gistihússins sem var í tengslum við áningastaðinn. Ruddalegt morð á gamalmenni Jasper var nafnið sem flestir í Troy þekktu Pendleton undir. Gráhærði maðurinn hafði búið í bænum síðan 1972. Hann hafði hætt störfum sem verktaki nokkrum árum áður og naut nú elliáranna í ró og næði. Kona hans hafði látist skömmu eftir að hann settist í helgan stein og þá hafði hann selt hús þeirra og leigt sér stórt herbergi á gististaðnum og breytt því í litla íbúð. Woodring barði að dyrum hjá Ja- sper og beið. Honum datt helst í hug að gamli maðurinn hefði ekki veitt því athygli að bflinn hans væri horfinn. Smástund leið og enginn kom til dyra. Woodring knúði fastar dyra og beið þess óþolinmóður að honum yrði svarað. Hann velti því fyrir sér hvort Jasper hefði gengið yfir að veitingastaðnum, en við nánari umhugsun skildist honum að það gat ekki verið, til þess var orðið of áliðið. Þá veitti Woodring því athygli að Ijósglætu lagði út um gardínurnar í glugganum í hurð- inni. Hann færði sig nær og sá að smárifa var á gardínunum. Hann gægðist inn og sá að herbergið var í óreiðu. Hann hélt þá á fund umsjónar- mannsins og bað um að herbergi Jaspers yrði opnað. Það var heitt inni í herberginu þegar þeir komu inn. Útgangurinn innandyra benti helst til þess að öllu lauslegu hefði verið hent fram og til baka. Gólfteppið var þakið pappírum og fötum. Woodring varð litið á rúmið. Þar lá Roy Jasper Pendleton. Fætur hans voru bundn- ir og hendur hans bundnar fyrir aft- an bak. Hann hafði verið keflaður með límbandi. Woodring flýtti sér að rúminu en nam snögglega staðar. Augnablik starði hann á stóra eldhúsbredduna sem stóð í hálsi Jaspers. Gamli mað- urinn var greinilega látinn. Woodr- ing hraðaði sér út í bílinn og lét fjarskipti vita hvað hann hafði fund- ið. Heil yfirlögregluþjónn var kvaddur á vettvang. Svæðið framan við íveru- stað Jaspers hafði verið girt af af lög- reglunni. Heil var gerð grein fyrir þeim atburðum sem leiddu til þess- arar uppgötvunar. Heil skráði hjá sér nákvæmar upp- lýsingar þegar hann kannaði vett- vang. Á gluggum og hurðum sáust engin merki um innbrot. Heil kann- aði skemmdirnar sem unnar höfðu verið inni í litlu íbúðinni. ísskápur- inn stóð opinn og hillurnar voru tómar. Allmargar tómar bjórdósir og sígarettustubbar lágu á gólfinu. Lögreglumanninum virtist sem morðinginn hefði eytt talsverðum tíma inni í íbúðinni. Allur umgang- ur benti til þess að leitað hefði verið að verðmætum. Heil rannsakaði líkið á rúminu. Líkið var fullklætt nema hvað skóna vantaði. Jasper var ekki í jakka sem gat bent til þess að hann hefði hleypt morðingjanum inn til sín. Ekki voru nein merki á höndum Jaspers sem bent gætu til þess að hann hefði reynt að verja sig. Bundinn á höndum og fótum með nælonreipi og límbandi hafði Jasper verið algerlega á valdi morðingja síns. En árásarmaðurinn haföi aug- ljóslega ekki sýnt gamla manninum neina miskunn. Langir skurðir á enni fórnarlambsins og vindlinga- aska á augnlokunum gáfu til kynna þær pyndingar sem gamli maðurinn hafði mátt þola áður en hann lét líf- ið. Límbandið á munni hans kom í veg fyrir að skelfingaróp hans heyrð- ust. Eftir að hafa virt fyrir sér líkið, hugsaði Heil um það hversu hjálpar- vana Jasper hlyti að hafa fundist hann vera með hendurnar bundnar á bak aftur á meðan enni hans var skorið, hann brenndur með logandi sígarettum og að lokum stunginn í hálsinn af þvflíkum krafti að hnífs- oddurinn kom út á aftanverðum hálsinum. Heil veitti því athygli að ljós var kveikt á baðherberginu. Þegar hann rannsakaði baðherbergið sá hann brunnar leifar af litlum bandarísk- um fána í salerninu. Einhver hafði brennt litla fánann en látið stóra fánann fyrir ofan höfðagaflinn á rúmi Jaspers ósnertan. Heil hélt áfram leit sinni að vís- bendingum um hver væri sekur um þennan ruddalega glæp. Óvenjuleg sjálfsmorðsaðferð Á þessari stundu sat Donnie Hampton í yfirheyrsluherberginu á lögreglustöðinni. Honum hafði ver- ið gerð grein fyrir réttindum sínum og hafði fallist á að ræða við lög- regluna um árásina á konuna og stolna bílinn. Hann viðurkenndi að hafa verið með konunni á veitinga- húsinu á fimmtudagskvöldið. Hann sagði að kynni þeirra hefðu verið stutt. Hann hefði nýlega kynnst henni og samband þeirra hefði leitt til þess að hann bjó heima hjá henni. Þegar hann var inntur nánar um kynferðislega ofbeldið og barsmíð- arnar, neitaði hann alfarið að hafa gert konunni mein. Hann sagi að þau hefðu farið á veitingahúsið til þess að fá sér í glas, hann hefði skroppið á snyrtinguna en þegar hann kom til baka var hún horfin. Hann hefði þá farið út til að leita að henni en ekki fundið. Yfirheyrslur höfðu leitt í Ijós að vitni á veitingahúsinu höfðu aðra sögu að segja. Hampton hélt samt sem áður fast við sögu sína að hann hefði ekki skaðað konuna. Þegar hann var spurður hvað væri hans rétta nafn vildi hann ekki svara. í stað þess tók hann upp penna og skrifaði í minnisbók Reckleins „Lloyd Wayne Hampton". Recklein spurði hann hvernig hann hefði komist yfir bflinn sem hann var á um kvöldið. „Drap rnann," svaraði Hampton. Svarið kom lögreglumönnunum í opna skjöldu. Hampton skýrði þá frá því sem hafði gerst um kvöldið. Eft- ir að hann fór út af veitingahúsinu, sagði hann, gekk hann að gistihús- inu í suðurenda áningastaðarins. Hann var að nota símann í anddyr- inu þegar bifreið var ekið upp að húsinu og lagt fyrir framan anddyr- ið. Gamall maður steig út úr bfln- um. Hampton lagði símann á og gaf sig á tal við manninn. Hann bauð honum peninga ef hann vildi aka sér til St. Louis. Gamli maðurinn, Jasper Pendle- ton, hafnaði boðinu og útskýrði að ættingi hans væri alvarlega veikur og hann væri á Ieið til sjúkrahúss- ins. Hampton kvaðst hafa orðið ergilegur út í bfleigandann og snú- ið sér aftur að sírnanum í anddyr- inu. Skömmu síðar kom Pendleton út úr íbúð sinni og ók að bensínstöð- inni á áningastaðnum til að taka bensín fyrir ferðina. Tíu mínútum síðar sneri hann aftur til íbúðar sinnar. Gamli vingjarnlegi maður- inn gaf sér tíma til að vinka ókunna manninum við símann áður en hann fór inn í íbúðina sína. Hampton sagðist hafa horft á Pendleton fara inn í íbúðina. Hann beið smástund við símann. Síðan gekk hann að dyrunum. Hann bank- aði og Pendleton kom til dyra. Hampton bað um að fá að nota sal- ernið hjá honum í þeirri von að gamli maðurinn hleypti sér inn í íbúðina. Þegar hann var kominn inn réðst hann að Pendleton. „Þú ert nú meira fíflið," sagði hann. Síðan þvingaði hann gamla manninn nið- ur á rúmið. Hampton kvaðst hafa bundið hend- ur Pendletons á bak aftur með reipi og límbandi og fætur hans á sama hátt. Síðan setti hann límband yfir munn hans. Hann kastaði hlutum til og frá á meðan hann leitaði að verðmætum í íbúðinni. Þegar hér var komið í frásögninni virtist Hampton augnablik ófús til að fara frekar út í smáatriði í sam- bandi við morðið. Síðan byrjaði hann aftur að tala. Hann sagði lög- reglunni að hann hefði gefið fórnar- lambi sínu tækifæri. Hann sagði Pendleton að hann ætti tvo kosti: ef bundni maðurinn gæti sannfært hann um að hann kæmist ekki úr böndunum fengi hann að lifa. Hinn kosturinn var dauðinn. Hampton viðurkenndi að hafa sett límband fyrir nasir Jaspers hulið síðan vit hans með höndinni í þeim tilgangi að kæfa hann. Eftir smástund, sagði hann, tók hann höndina af andliti Pendletons. Hann taldi að hann væri látinn. Hampton tók síðan hnífinn og dró blaðið yfir enni fórnarlambsins til þess að gá hvort blæddi úr sárinu. Hamptin sagði að féiagi sinn hefði skýrt sér frá því fyrir löngu að dauð- um mönnum blæddi ekki. Hann skar nokkra skurði í enni fórnar- lambsins sem varð bráðlega löðr- andi í blóði. Hann lagði höndina aft- ur yfir vit mannsins til þess að reyna að kæfa hann. Síðan reiddi hann hnífinn til höggs og rak hann af al- efli í háls Pendletons. Eftir að hafa sett þau verðmæti sem hann fann í tösku setti hann þau í bifreið látna mannsins sem stóð fyr- ir framan húsið. Hann tók örbylgju- ofninn úr sambandi og tók hann líka með sér. Síðan ók hann á krá í 20 mflna fjarlægð og bauð öllum við- stöddum upp á glas. Um eittleytið um nóttina sneri hann aftur til veit- ingastaðarins þar sem Morietta kom auga á hann. Þegar Hampton hafði lokið frásögn sinni, spurði Brown hann hvers vegna hann hefði játað. Hampton horfði á hann smástund og sagði síðan: „Það skiptir engu máli, ég er orðinn þreyttur og mér er skítsama um allt.“ „Hvað áttu við?“ spurði Recklein. „Liggur ekki dauðarefsing við þess- um glæp?“ spurði Hampton. „Þetta er mjög alvarlegur glæpur," svaraði Recklein. „Þá er þetta tækifærið mitt til að fá dauðadóm og þá slepp ég frá þessu öllu saman. Er það ekki?“ Því gátu lögreglumennirnir ekki lofað. „Mér mistekst allt,“ sagði Hamp- ton. Hann skýrði lögreglumönnun- um síðan frá því að hann kysi dauða- refsingu mun frekar en ævilanga fangelsisdvöl. Fljótlega kom í ljós að glæpaferill Lloyd Wayne Hamptons átti upptök sín í Vesturríkjunum. Árið 1987 hafði hann hitt unga konu sem fljót- lega varð fórnarlamb ofbeldis- hneigðar hans. Hann hélt henni fanginni í íbúð hennar þar sem hann misþyrmdi henni kynferðis- lega og ógnaði henni með hnífi. Hann hótaði að myrða ættingja hennar ef hún reyndi að sleppa frá honum. Eitt sinn spurði hann fórnarlamb sitt hvort hún ætlaði að berjast gegn sér. Þegar hún svaraði því neitandi, sagði hann: „Þú munt berjast — þær gera það allar að lokum." Nokkru síðar tókst konunni að flýja og Hampton var handtekinn. Hann fékk fjögurra ára fangelsisdóm en var sleppt gegn skilorði að tveimur árum liðnum. Þann 21. maí 1990 játaði Lloyd Wayne Hampton á sig morð af ásettu ráði. Hann bað um að fá dauðadóm fyrir glæp sinn. Saksókn- ari fór einnig fram á að dauðadómur yrði kveðinn upp yfir honum. Hampton stóð nú frammi fyrir svip- uðu vali og Pendleton áður: Að lifa í böndum eða láta lífið. í júní 1990 var Lloyd Hampton dæmdur til dauða, þannig að spraut- að yrði í hann banvænu eitri. Hann virtist ánægður með þann dóm. Hann situr nú í fangelsi í lllinois og bíður þess að dómnum verði full- nægt. Það var óskemmtileg sjón sem blasti við lögreglunni þegar hún kom inn í íbúð gamla mannsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.